Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 17. des. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 23 "5 Þór Baldurs: HugleiðSngar um bókina Carola eftir Joan Grams ÉG FÆDDIST í þennan heini snemma morguns á fjórða degi maímánaðar á >ví herrans ári fimmtán hundruð og tíu. . Þannig hefst bókin. sem nú birtist fyrir jólin eftir Joan Grant í þýðingu frú Steinunnar Briem. Það merkilegasta við þessa bók er það að hún er saga einnar jarðvistar konu, sem nú gengur um götuslóðir jarðarinn- ar undir nafninu Joan Grant. Hún hefur skrifað nokkrar bæk- ur um fyrri tilverur sínar hér á jörðinni og meðal þeirra var Vængjaður Faraó sem kom út á síðastliðnu ári í íslenzkri þýð- ingu. í formála þeirrar bókar gef ur hún nokkra skýringu á því, á hvern hátt hún öðlaðist þennan merkilega hæfileika að muna fyrri jarðvistir sínar. Það hafði komið í ljós að hún hafði til að foera ríka hæfileika til hlu't- skyggni eða hlutlesturs „psyc- hometry“. sem algengt er að ieynilögreglur erlendis notfæri sér við úrlausn sakamála. Hlut- skyggni er í því fólgin að ein- hver hlutur er lagður á enni eða i í lófa þess, sem rekja skal sögu j hans. Við eitt slíkt tækifæri var lagður hlutur úr egypzku graf- hýsi á enni Joan Grant og fór hún þá að lýsa stúlku, sem var á leið í grafhýsi, en það undar- I lega átti sér stað og það var að henni fannst vitund sín samlag- ast vitund þeirrar stúlku, sem var á leið inn í grafhýsið, þann- ig að Joan Grant fannst sem hún væri stúlkan. Þessi atburð- ur varð til frekari rannsókna Joan Grant á þessu undarlega atviki og árangurinn varð sá að j hún telur sig ekki einungis muna eina jarðvist heldur hundruð jarðvista. Hún telur líkamsgerf- ið, sem andinn íklæðist hverju sinni, ekki vera annað en hús eða föt, sem við notum um stimd arsakir til íveru. En hver er þá meiningin með þessu öllu saman. Til hvers allar þessar þjáningar, jarðvistir gleðistundir o.s.frv. o.s.frv.? Hún telur oklcur samsett af fleirri þáttum heldur en hinu snertanlega efni. Aðalkjami okk- ar sé^ andinn, sem aldrei breytist, en sé að leita sér reynzlu í ekóla jarðarinnar með mörgum líkams gerfum. Sem Carola leitaði hún sér oft einveru, þvi þá birtust henni oft sýnir, sem útskýrðu tfyrir henni viðfangsefni heila- forota hennar. 1 kaflanum um Lótu-sblómið er athyglisverður kafli varðandi endurholdganirn- ar og útskýringarnar á henni. Eftirfarandi eir stutt ágrip úr ikaflanum: ! Ég VISSI að einsetumenn og margir dýrlingar höfðu lifað sem einbúar, af því að þeir fundu Bterkar til návistar Guðs í ein- verunni. Ég hafði beðið um ráð- Jeggingar, en ekki fengið þær. j Ef til vill höfðu mér verið gefin ráð, án þess að ég heyrði þau, þar eð ®uða hinna litlu, jarð- nesku hluta glumdi of hátt í eyrum mínum. Nú var sú stund upp runnin. að ég varð að fara ©g leita þekkingar, en ekki bíða ; iþess, að hún veittist mér. í 1 Ikránni var aldrei þögn; þar gat ég ekki fundið þá kyrrð, sem nauðsynleg var, til þess að ég gæti tekið á móti vizkunni — ©g einfoverja vizku varð ég að öðlast, því að án hennar væri mér ógemingur að hjálpa Sofíu. Ég sagði henni að herða upp hug enn því að ég væri að leggja af stað í leit að volduum vemdar- grip — ég gat ekki sagt henni, að nafn hans væri Sannleikurinn — sem sigrast myndi á hinum myrku öflum, er umkringdu hana. í Ég lét aðeins brauð og tvo vatnsbelgi í körfurnar og reið síð an áleiðis til hæðanna. Á fyrsta degi sá ég bóndabæi á váð og dreif og hjarðsveina með skepn- ur sínar. Ég fór framhjá þeim og reið lengra og lengra, þangað til ég kom að litlum dal milli tindanna þar sem mennirnir höfðu enn ekki útmáð fingraför Guðs á fjallinu. Milli klettanna var beitarland og tjörn með tæru vatni, afar djúp og köld, og í henni synti ég um sólarupprás og sólsetur. Aðeins ernirnir voru nær himn- inum en ég, og mér virtist fólkið, sem bjó í dölunum langt fyrir neðan álíka fjarskylt mér og fiskurinn fuglinum. í þögninni foeyrði ég rödd anda míns, og sál mín óx í kyrðinni eins og blómin á Alpaengjunum, er snjórinn bráðnar. Ég sá í sýn það ég, sem er ÉG ....og ég stóð á víðáttumikilli sléttu. Hægra megin og vinstra megin við mig stóð fólk í röð, sem náði alla leið út að sjóndeildarhringn um. Gamlar konur. ungar stúlkur og börn; stríðsmenn, skrifarar, prestar og akuryrkjar. Ásjónur þeirra voru mér ókunnar og þó jafngamalkunnar og mín eigin. Ég þekkti viðartaugarnar í staf pílagrímsins, stálið í sverði unga stríðskappans, þunga barnsins í örmum konurmar, gleði ungu stúlkunnar. sem var skartklædd til að fara á hátíð. Hörund þeirra var allavega litt, því að þau komu úr öllum heimshornum; sumir gengu í mittiskýlum, og aðrir báru kórónur. Hverf af öðru komu þau til mín, og ég sá, að augu þeirra voru spegill, sem ég sá í mynd mína. Þarna voru öll þau ég, sem lifað höfðu á jörð inni. Hinum megin við mig stóðu margir, en ég sá ekki andlit þeirra skýrt né heldur klæðaburð og ættjörð, og ekki einu sinni, hvort þeir voru karlar eða konur, því að -ég hafði enn ekki fæðst í þeim og gefið þeim þannig líf. Ég vissi, að einhvers staðár í þessari þyrpingu var það ég, eem vissi allt, er Carola þráði að vita. Ég sá unga stúlku í hvítum kyrtli. Há hennar var svart og klippt í axlarsídd, og í hendi hennar var blátt lótusblóm, út- sprungið. Ég teygði mig í áttina til hennar til að taka við þessu blómi, sem hún rétti mér. Ég vissi, að ég varð að eignast það til að muna allt, sem þessi stúlka hafði vitað — og ef til vill allt, sem þessi mannþyrping hafði vit- að. Vizkan, sem hvíldi yfir enni hennar, myndi verða mín, styrk ur hennar styrkur minn; rósemi hennar mín rósemi. Þá kom maður, sem staðið hafði nær mér 1 röðinni en hún, og gekk á milli okkar. Hann var hávaxinn með haukskarpa drætti Og bar höfuðbúnað hershöfðingja Faraós frá þeim tíma, er ljósið blafcti á ölturunum og hið illa dvaldist í helgidómunum í must- erum Egyptalands, er voru þó hin voldugustu, sem mennirnir hafa nokkru sinni reist. Ég vissi, að hann hafði barizt í nafni ljóss- ins. Hann sýndi mér sverð sitt. Blaðið var dökkt. eins og því hefði verið haldið yfir reyk af báli; ég vissi, að hann hafði bar- izt fyrir ljósið með dökku vopni. Það sverð var nú á milli mín og stúlkunnar frá hinu miklu eldra Egyptalandi. Ég vissi á einhvern hátt, þó að mér sé ekki ljóst hvernig ég vissi það, að ég gæti ekki tekið við lótusblóminu úr hendi hennar, fyrr en þetta sverð væri ekki lengur flekkað; og þá, en ekki fyrr, myndum við aftur verða eitt. Stúlkan með lótusblómið og stríðsmaðurinn gengu saman burt. Fyrir aftan þau stóð kona, sem ávarpaði mig og sagði: „Þú ert enn ekki reiðubúin að taka á móti þeirri vitneskju, er eitt sinn var þín eign, og þú muret ekki geta tekið við henni, fyrr en það, sem heldur henni frá þér, er að engu orðið. Ég er >ú, en frá síðari tímum, og það sem ég hef lært, mátt þú vita. Þegar þú vakn ar, verður þekking min hluti af Carolu. Þú manst þá ekki lengur hvernig >ú fékkst hana, en ýmis- legt. sem hingað til hefur verið þér hulið, mun nú skýrast fyrir þér. Ef til vill getur þú etkki út- skýrt, hvernig þú öðlaðist þessa reynslu, en >ú munt ekki lengur standa á vegamótum og brjóta heilann um, hvora leiðina þér beri að taka. Þú munt sjá, að slóðin til hægri liggur til hæð- anna, en sú til vinstri að kvik- syndi, þar sem hinir dauðu rotna....“ Hér eru Carólu sýnd sin fyrri jarðargerfi og einnig í þoku- kenndri móðu framtíðarjarðvist- irnar. Stúlkan með lótusblómið mun vafalaust vera sú jarðvist Carólu, sem sagan af hinum Vængjaða Faraó spinnst um. Lótusblómið er og var mikilsvirt heilagt tákn. Það var mér nokk- urt undrunarefni, er ég las bók- ina Carólu að hún skyldi hafa þurft að taka á sig jafn erfiða lexíu og jarðvist Carólu hlýtur að hafa reynst heimi. Skýring- in fyrir þessu kemur fram í hers höfðingjanum með dökka sverð- ið sem hafði barist með óheiðar- legum aðferðum fyrir málstað Ijóssins. Hér er enn ein sönnun þess að tilgangurinn eigi ekki að helga meðalið eins og margir af jarðarinnar börnum virðast á- liíta að sé í lagi. En það er reg- inn misskilningur Slíkt er mann skemmandi. Og eires og sjá má af ofangreindri frásögn geta af- leiðingarnar orðið býsna alvar- legar. þar sem hún varð að taka á sig erfið líkamsgerfi í þrjú til fjögur þúsund ár. Nú er það svo að hér á Vestur- löndum hefur endurholdgunar- kenningin verið lítt kunn almenn ingi, þar sem ekki hefur verið lögð áherzla á hana af deildum kristinnar kirkju, sem þessi lönd byggja. Á Austurl. gegnir hins vegar allt öðru máli, þar ganga trúarbrögðin að endurholdgunar kenningunni, sem algerlega sjálf sögðum hlut. og óhjákvæmileg- um. Til eru þar fjöidi dæma um fólk, sem sannanlea hefur mun- að fortilveru sína og er eitt fræg asta dæmið um stúlkuna Santa Devi frá Indlandi, sem frásagnir birtust um í dönsku vikublaði fyrir skömmu. Vestrænir sálfræð ingar eru nú einnig farnir að eygja þennan möguleika og birt íst grein eftir dr. Karl E. Muller, um þetta efni í tímaritinu World Digest ekki alls fyrir löngu. Hann segir eftirfarandi: „Ég trúi þvi, samkvæmt tiltökum sönnunar- göngum, að sérhvert okkar fæð- ist hér á jörðinni um það bil einu sinni á öld. Ótrúlegt? Ekki, ef þú hefur rannsakað eins og ég hef ger.t í mörg ár, þann fjölda sönnunargagna. sem styðja þessa skoðun." Þessu til sönnunar get- ur hann nokkurra dæma sem of langt væri að rekja hér. En sem sagt, Vestrið er að vakna og ég vona að Kirfcjan fari einnig að endurskoða afstöðu sína til þessa máls í ljósi nútíma þekkingar. Bókin Caróla er þrungin dul- rænum frásögnum og atburðum. Hún gefur rífca hugmynd um líf og hugsunarhátt fólks á þessum tíma. Margir kaflarnir koma hjarta manns til að slá örar í æsingi frásagnarinnar, t.d. þegar Caróla var eitt sinn spennt á kvalabekk til að játa villutrú sína, en hún sýndi þá hetjudáð að gefa ekki upp sannfæringu sína. Ég naut bókarinnar í fyllsta máta. Þýðing og frágangur henn- ar var með hinni mestu prýði. Ég vildi færa frú Stednunni Briem mínar beztu þakkir fyrir tilstuðlan hennar að útfcomu bók arinnar á íslenzkri tungu, og ég veit að ég má einnig færa henni þakkir fyrir hönd allra annarra, sem bókina lesa. ~K Sunnudagskrossgdtan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.