Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. des. 1961 Orustan um Úrslitaorustan á miðju Atlantshafi: Landahréf sem sýnir skipatjónið frá 1. ágúst í GÆR kom út hjá bókaútgáfu ÍSAFOLDAR bókin „Orustan um Atlantshafið“ eftir Mac intyre — í þýðingu Hersteins Pálssonar ritstjóra. Eru í bók- inni margar fróðlegar og spenn andi frásagnir af atburðum, sem í síðari heimsstyrjöld áttu sér stað á hafinu suður undan íslandi — en fram til þessa hefur ekki verið sagt jafn ítarlega frá á prenti hér lendis. í sumum tilfellum er þarna um að ræða styrjaldar- átök, sem nokkrar spurnir bár ust af hingað til lands jafn- óðum og þau gerðust — og margir fylgdust með meira eða minna. Mun því áreiðan- lega ýmsa fýsa að fylla upp í eyðumar frá þessum örlaga- þrungnu árum með því að lesa frásagnirnar í hiimi nýju bók, sem sýnir glöggt fram á þýð- ingu íslands í baráttunni um yfirráðin á Atlantshafi, m. a. reyndist þá aðstaða banda- manna til að senda héðan flug vélar skipalestum til verndar ómetanleg. — Birtist hér á síðunni hluti af einum kafla bókarinnar. í síðustu viku aprílmánað- ar (1943) sáust hin fyrstu raunverulegu merki þess, að orustan um Atlantshafið væri að snúast bandamönnum í vil, því að fimm kafbátum var grandað umhverfis skipalest- irnar, en kaupskipatjónið var hins vegar nær ekkert. En áður en ósigrinum yrði snúið upp í algeran og óskipulagðan flótta, varð ekki komizt hjá enn einni viðureign, þar sem tjónið varð verulegt. Sú viður eign var háð um skipálestina ONS-5, sem naut verndar flotadeildar Peter Grettons. Þetta var lítil skipalest, að- eins um fjörutíu skip, flest gömul flutningaskip, sem voru ótraust á margan hátt og gang lítil — því að um þessar mund ir voru flestir sótraftar á sjó dregnir á Atlantshafi, bæði til að vinna upp hið gífurlega tjón undanfarinna tólf mánuða og til að hraða aðdráttum birgða á Englandi, því að þar þurfti að safna gífurlegu magni skotfæra og alls konar búnaðar vegna hins mikla fyrirtækis, sem fyrir höndum var í Nörmandí. í fylgdarsveit inni, sem fylkti sér umhverfis skipalestina, er hún sigldi um Norðursund 22. apríl, voru skip Grettons sjálfs, tundur- spillirinn Duncan, freigátan Tay, sem var af nýrri gerð verndarskipa, og fjórar kor- vettur, Sunflower, Loosestrife, Snowflake og Pink. Annar tundurspillir, Vidette, hafði farið á undan til íslands, til að fylgja þaðan þrem skipum, sem bætast áttu í skipalestina. ONS-5 varð að þola næstum hvers konar reynslu, sem mögulega gat kómið fyrir skipalest á Atlantshafi. Á þess ari siglingu varð hún. því að þola harkalegt mótlæti, unz sigur var unninn um síðir. Það er þess vert, að saga hennar sé skráð hér af þeim ástæðum, og einnig vegna þess, að sigl- ing hennar hefur verið talin tákn þáttaskila í orustunni um Atlantshafið. Erfið sigling Sú norðlæga siglingaleið, sem skipalestinni hafði verið valin, og hafði í för með sér, að hún átti að fara um svæði, þar sem nær sífelldir stormar geisa, svo og virðulegt útlit og lítil ferming margra skipanna, voru yfirmanni verndarskip- anna aðvörun um, að erfiðleik ar mundu framundan. Storm- ar mundu draga svo úr litl- um ganghraða hennar, að hún þumlungaðist rétt áfram. Sum skip mundu stöðvast alger- lega, önnur verða stjórnlaus. Ekki leið á löngu, áður en þessi kvíði reyndist á rökum reistur. Þegar skipalestin sil- aðist norðvestur á bóginn, voru korvetturnar önríúm kafnar við að sinna eftirlegu- kindum og fylgja þeim aftur lentu tvö skipanna í árekstri Og laskaðist annað svo mjög, að það varð að halda til ís- lands til viðgerðar. Skipalest- arföringinn, J. Brooks skip- herra taldi einu sinni hvorki meira né minna en átta skip, sem uppi höfðu „tvö lárétt, raúð ljós“ en þau táknuðu, að skipið léti ekki að stjórn. En þann 27. apríl, þegar veðrið tók loks að ganga dá- lítið niður, vantaði aðeins bil- aða skipið og annað til, sem látið hafði verið sigla sinn sjó, af því að það var of hægfara. Batnandi veður létti og þeim áhyggjum um Gretton um tíma, sem liðu yfirmanni verndarsveitanna aldrei úr huga, umhugsuninni um elds neyti tundurspilla sinna. Dunc an hafði ekki verið breytt eins Og öðrum gömlum tundurspill- um, þ. á. m. Vidette, sem gátu flutt meiri eldsneytisgbirgðir, af því að olíugeymir hafði ver ið látinn koma í stað eins ket- ilsins. Siglingarþol Dúncans var ófullnægjandi fyrir mjög langar sjóferðir. Tundurspillir inn mundi ekki geta fylgzt með skipalestinni mjög langt vestur fyrir ísland, nema hann gæti fengið nýjar eldsneytis- birgðir við og við úr olíuskipi, sem sérstaklega var til þess búið. En nú gátu bæði Duncan og Vidette, sem slegizt hafði í hópinn með skipum frá ís- landi daginn áður, fyllt olíu- geyma sína. 1942 til 31. maí 1943, Kafbátarnir sýna sig Það mátti ekki seinna vera. Snemma þann 28. apríl kom nyrzti kafbátahópurinn, sem myndaði langa varðröð frá norðri til suðurs þvert á sigl- ingaleiðir, auga á skipalestina. Skeyti var þegar sent um þetta til yfirstjórnar kafbátanna, en þaðan bárust um hæl skipanir, sem leiddu til þess, að allur kafbátaskarinn stefndi tafar laust í áttina að skipalestinni. Mennirnir við hátíðnimiðunar stöðvarnar á verndarskipun- um urðu einnig varir við þetta skeyti, ög var það aðvörun um, að fylgzt væri með ferð- um skipalestarinnar. En nú fór veðrið versnandi aftur Stormur var og svo lágskýjað, að ekki var hægt að njóta flugvélaverndar. Fylgdarskip- in gátu aðeins siglt mjög hægt, og dró það úr getu þeirra til að sundra eða hræða úlfahópinn, sem var að safnast saman. En skömmu fyrir myrk ur, þegar Gretton hélt Duncan í þá átt, sem skeytasendingar hafði orðið vart úr, kom hann auga á sælöður, sem þeyttist frá kafbáti á ferð ofansjávar. Eins og ástatt var, gátu asdic- tækin ekki fundið kafbátinn, 'þegar hann hafði kafað, en Tay var látinn um að halda honum í kafi, þar til dimmt væri orðið. Yfirstjórn flotans, er gætti siglingaleiða fyrir vestan Bret land, hafði fljótlega gert sér grein fyrir hættunni, sem vofði yfir skipalestinni. Strand sveitir brezka flughersins vöru beðnar aðstoðar. Katalina-flug bátar frá íslandi voru sendir af stað. Fyrir sunnan skipa- lestina sáu þeir þrjá kafbáta, er stefndu norður ofansjávar. Flugvélarnar steyptu sér nið- ur til atlögu, neyddu kafbát- ana til að kafa, svo að þeir voru þar með úr leik, og var einn lasaður alvarlega. En nóttina eftir gerðu samt marg- ir kafbátar ítrekaðar tilraunir til að laumast gegnum verndar skipahringinn. Sex sinnum varð þeirra vart á ratsjám, og varð Duncan var fjórum sinn- um en Sunflower og Snow- flake einu sinni hvor. í hvert skipti var kafbátnum veitt eft- irför og hann neyddur til að kafa, en viðureignirnar báru ekki árangur, því að veður fór vernandi og sjógangur vax- andi, svo að skipin ultu að kalla borðstokkafull og særok- ið náði upp fyrir sigluhúna. Fárviðri og haugasjór Árásartilrauninni var hrund ið. Þegar dagur rann á ný, hafði ekki fækkað í skipalest- inni, sem brauzt hægt vestur á bóginn mót þungum sjó und an þungbúnum himni. Úlfa- hópnum hafði fallizt hendur vegna þess, sem um nóttina gerðist, hann hafði hætt eftir- förinni um skeið og sam- kvæmt fyrirmælum frá yfir- stjórn kafbátanna hafði hann haldið suðvestur á bóginn, til að sameinast þar öðrum kaf- bátahóp, sem beið í fjarska á þeirri leið, sem gert var ráð fyrir, ftð skipalestin mundi fara — þó að einum kafbáti undanskildum. Hann hafði komizt í góða aðstöðu fram- undan, lá þar í kafi og beið þess, að bráðin kæmi í skot- færi. Þrátt fyrir illviðri og hugasjó tókst kafbátsforingjan um að gera árás og sökkva einu skipi. Fylgdarskipin framkvæmdu tafarlaust leit- aráætlun þá, sem ákveðin hafði verið fyrir fram, ef eitt- hvað þvílíkt kæmi fyrir, en leit þeirra bar ekki árangur. Þessi skiptapi var dapurleg reynsla eftir hina ágætu vörn nóttina á undan. En þetta var eina skipið, sem sökkt var í «ambandi við ffyrirsát úlfa- hópsins. Næstu fimm daga var illviðrið sá fjandmaður, sem berjast varð gegn, en storm- inn herti í sífellu. Þegar kom- ið var að kvöldi 30. apríl, geis aði stórviðri af suðvestri. Sá mildi maímánuður hófst þannig, að því er skipalestina snerti, að fárviðri geisaði og haugasjór, en stormurinn reif með sér öldufaldana að kalla í heilu Iagi, svo að skyggni var aðeins nokkur hundruð mietrar vegna særoksins. Kaup förin í skipalestinni, sem voru í senn vélvana og flutu hátt í sjó vegna lítillar hleðslu, neyddust til að snúa upp í vindinn og hugsa einvörðungu um öryggi sitt. Tók því skipa- lestin að tvístrast. Tvö skip- anna hleyptu undan í var við ísland. Hin dreifðust um allan sjó. Það var ekki fyrr en 2. maí að veðrinu slotaði svo, að fylgdarskipin, sem nutu jafn- framt aðstoðar Liberatorflug- flugvéla frá íslandi, gátu tekið til við að safna kaupskipunum saman á nýjan leik. Það var ekki seinna að vænna. Fram- undan og þvert á siglingaleið þeirra var ísbreiðan mikla, sem rekur ævinlega norðan úr íshafi um þessar mundir. Skip in voru þá í þrem hópum — í fyrsta íagi aðalhópurinn, 20 skip, undir leiðsögn skipalest- arforingjans, tíu bættust bráð- lega við og var freigátan Tay þeim til fylgdar, en um það bil fimmtíu mílur á efftir voru sex skip að auki, sem nutu verndar Pinks.--------- Látlausar árásir Um daginn dreif að meira en þrátíu kafbáta, því að nú fór veður loks að stillast. Þegar nóttin datt á, ruddust þeir fram til atlögu. Fyrsta skipið, sem fyrir þeim varð, hafði dregizt aftur úr, var sex mílur á eftir aðalhópnum. Á næstu 24 klukkustundum tókst hver árásin á fætur annarsi, og þegar komið var að kvöldi 6. maí, hafði ellefu skipum ver- ið sökkt úr skipalestinni. Þótt verndarskipin hefðu hvað eft- ir annað orðið vör við kafbát- ana og stökkt þeim á flótta, var fjöldinn einfaldlega svo mikill, að þau voru ofurliði borin. Að kvöldi 5. maí virtist glötun ein blasa við skipalest— inni. Hægt er að bera fram afsakanir fyrir því, að yfir- maður „3ju stuðningsdeildar“ færði í bækur sínar um þær mundir, að „skipalestin virtist dæmd til algerrar tortíming- ar“. En sannleikurinn var sá, að þrákelknisleg, óþreytandi vörn verndarskipanna var nú um það bil að snúa við taflinu. í því efni nutu þau þess, að nú skall á þoka, sem fylgir svo oft í kjölfar storma á At- lantshafi. Tveim kafbátum hafði þegar verið sökkt. Hinn fyrri hafði verið U-630, sem getið er hér að framan. Árdeg- is þann 5. tókst korvettunni Pink, sem var undir stjórn Roberts Atkinsons sjóliðsfor- ingja, er gætti fáeinna eftir- legukinda, að ná asdicsam- bandi við kafbát, sem var að búast til árásar. Djúpsprengj- ur frá Pink eyðilögðu kafbát- inn, sem síðar reyndist vera U-182. Kafbátatjónið var þegar orðið svo mikið, að úrsiitin voru vart hagstæðari en jafn- tefli, að því er fjandmanninn snerti. Þegar þokan lagðist yfir, kom greinilega í ljós, hversu miklu betur verndar- skipin stóðu að vígi vegna ágætis ratsjártækja þeirra. Þau hagnýttu líka tæki þessi út í æsar. Kapp og áræði Sherwood skipstjóri komst síðar svo að orði um þetta: „Áhafnir allra skipa auðsýndu kapp og áræði. Engum þurfti að segja, hvað ætti að gera, og öll skeyti vöktu athygli fyrir það, hve stuttorð þau voru og hnyttin". Þetta var aðalsmerki hinnar vel þjálfuðu verndarsveitar. Hún gerði að engu hvorki meira né minna en 24 tilraunir til að ryðjast gegnum varnar- hringinn aðfaranótt 6. maí. Ein þessara viðureigna leiddi til þess, að korvettan Loose- strife, sem Stonehouse sjóliðs foringi stjórnaði, grandaði U-638. Korvettan hafði orðið vör við kafbátinn ofansjávar og varpaði að honum djúp- sprengjum, um leið Og hann reyndi að kafa. Vidette, sem Raymond Hart sjóliðsforingi stjórnaði, gerði árás með „broddgelti::, þegar hann hafði fundið kafbát í kafi. Síð ar var gengið úr skugga um, að sprengingarnar, sem á eftir fylgdu táknuðu að U-125 hafði verið tortímt. Tveir kafbátar að auki fylgdu honum á sjáv- arbotn áðin: en dagur rann á ný. J. C. A. Ingram, sem stjórnaði Oribi, kom U-531 á óvart í þoku, sigldi á hann og keyrði í kaf. Loks tókst God- frey Brewer skipherra á Peli- can, sem kom með „1 stuðn- ingsdeild" til liðs við verndar skipin, að eyðileggja U-438 með dj úpsprengjum. Þegar birti af 6. maí, lauk orustunni um ONS-5 með þvi, að kafbátunum var nóg boð- 2 ið, og þeir höfðu lagt árar í bát. Hvorki meira né minna en 60 kafbátum hafði verið skip- að að taka þátt í árásinni. Sökkt hafði verið tóf kaup- skipum, en á móti höfðu flug- vélar eða verndarskip sökkt sex kafbátum. Tveir aðrir, sem yoru á hröðu undanhaldi að »æturlagi höfðu lemt í árekst og sokkið. Fjöldi annarra hafði naumlega forðazt tortímingu Og laskazt mjög. Atlantshafið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.