Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 3
r Fimmtudagur 21. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ ■ i 1466 DAGAR eru liðnir, síðan húsvískir framámenn fjöl- menntu í fyrsta skipti á ný- % byggðan flugvöll við Húsa- ^ vík, en eftir þeim degi hafði !f verið beðið með mikilli eftir |) væntingu. Þann »2. desember 1957 lenti flugsél í fyrsta skipti á Húsavíkurflugvelli, og var það Glófaxi Flugfélags fs- lands, með manga .forystu- menn íslenzkra flugmála inn- anborðs. Þeim gestum var vel fagnað Og síðan hafa margir miklir og merkir menn kom- Barnahópurinn horfir hugfanginn á það sem fram fer. 1 Kertasníkir flaug frá Úskju til Húsavíkur ii. mngaö med flngvéium Flug félagsins, sem frá þessum degi hafa haldið uppi áætlunarflugi til Húsavíkur. En í dag — sunnudag — var yngsta kynslóð Húsavíkur Erlendu stúdentarnir ásamt jólasveininum. Xalið frá vinstri: Bandaríkjamaður, Kertasníkir, Ástralíustúlka, Kínverji og Breti. — Ljósm. Mbl.: Silli. ekki minna eftirvæntingar- full, því hingað hafði boðað komu sína jólasveinn Flug- félagsins, Kertasníkir, og átti flugvél að taka hann við öskju ef verður leyfði, því þangað hafði hann farið, þegar hann heyrði frá Öskjugosinu, og ver ið undanfarna daga, en var að verða kalt, því Askja er nú hætt að gjósa, en kraumar þó í tveim leirhverum, eftir því sem Kertsníkir sagði. Flug- veður var mjög gott og í för ina hafði flugfélagið boðið m.a. fjórum erlendum stúd- entum, sem stunda nám við Háskólann, til þess að sjá ís- lenzka jólasveininn. Bjart var yfir öllu landinu og vel gekk að finna jólasveininn, sem kom strax um borð í flugvél- ina, því hann þekkir vel flug- félagsmennina, þar sem þeir hafa sótt hann og flutt til byggða fyrir jólin undanfarin 7 ár. f fyrra tóku þeir hann á Vatnajökli og fóru með hann til barnanna á Hornafirði. Þegar lent var á Húsavíkur flugvelli, var þangað kominn fjöldi ungra og gam.alla úr Aðaldal og Reykjahverfi til að HOLLYWOOD BED nVkomið HJÍARIÍM MEÐ BÓLSTRUÐIl GÖFLUM Verð aðeins kr. 4.980. — BÓLSmUN ÁSGRÍMS Bergstað(3rstiæti 2 — Sími 18807 fagna Kertasníki, og talaði hann þar nokkra stund við börnin og söng fyrir þau. En vildi svo ólmur flýta sér til Húsavíkur og sjá öil börnin þar. Strax og Kertasníkir korn 1 þæinn hópaðist fjöldi barna í kringum hann og fylgdi hon um til barnaskólans, en þar biðu hans börn og fullorðnir, alls 5-600 manns. í flugvélinni hafði Kerta- sníkir hitt Braga Hlíðberg og beðið hann að spila fyrir sig, því jólasveinar þekkja ekki annað hljóðfæri en harrnón- iku. Hóf nú Kertasníkir söng og viðtöl við börnin, en er- lendu stúdentarnir sögðu frá jóla- og hátíðasiðum í sínum heimalöndum, Ástralíu, Kína, Englandi og Ameriku, og mæltu þeir allir á íslenzka tungu. Barnaskólabörnunum hafði verið úthlutað happdrættis- miðum og voru vinningar um 40, flugfélagstöskur og barna- bækur, og svo stóri vinning- urinn: reiðhjól, sem drengur úr 8 barna fjölskyldu hreppti. Happdrættið vakti óskipta ánægju barnanna, en til þess að allir fengju eitthvað, var hvert barn leyst úi með gjöf um við útgöngudyr, epli og sælgætispoka frá Flugfélag- inu. Gleði barnanna var mjög mikil og hafa af þeSsarþflug- ferð Flugfélags íslands margt að segja og heyrði blaðamað- ur Mbl. eftirfarandi samta!: — Ertu ekki hissa á því, að það eru engin jól í Kína? spurði Anna. — í Ástralíu geta þau víst ekki haft jólatré því að stúlk- an sagði að þar væri sumar, þegar jólin koma, sagði Sigga. — Ekkert aðfangadagskvöld í Englandi, sagði Bjössi. — Það er allt langbezt hjá okkur, sagði Elli. — En mér fannst mest gam an að flugfélagstöskunni, sagði Ásta. — Og jólasveinninn klapp- aði mér á kinnina, sagði Emma litla. — Já, en fannst þér ekki gaman að syngja með jóla- sveininum? spurði Addi. Og allir sungu viðlagið: „Velkominn til íslands allt að Norðurpól, hérna upp á Húsavik höidum við jól“. Að loknum hátíðahöldunum í barnaskólanum, bauð af- greiðsla Flugfélagsins á Húsa- vík aðkomumönnum og nokkr um öðrum til kaffidrykkju að Hótel Húsavík, og var þar þar mikið mælt að þingeyzk- um sið, alls haldnar 12 ræður, og mælt á fjórum þjóðtung- um. Kom þar fram þakklæti til Flugfélagsins fyrir komuna í dag og góða flugþjónustu við Húsavik á undanförnum ár- um. —Spb. Jólasveinninn aðstoðar einn kunningja. - I SPEGLAR - SPEGLAR Speglarnir í TEAK-römmunum eru komnir. Margar gerðir. — Einnig fjölbreytt úrval af BAÐ-speglum, HAND-speglum og alls konar svaærri speglum. SPEGLARÚÐIN — Laugavegi 15. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.