Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 4
4 MORGINBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. des. 1961 Jólakvik- myndir bídanna Úr mynd Laugarásbíós í KVIKMYNDAHÚSUM bæjar- ins og í nágrannabaejunum, Kópa vogi og Hafnarfirði verða nú um jólin sýndar margar ágætar mynd ir. Hér verður gerð stutt grein fyrir þessum myndum, en þæirra mun verða getið nánar siðar eft ir því sem tími vinnst til. Austurbæjarbíá' Múnchhausen í Afríku. Þetta ER þýzk söngva- og gam- anmynd tekin í litum. Leikstjóri er Werner Jacobs, en aðafflilut- verkin leika Peter Alexander og Anita Gutwell. í myndinni segir frá Pétri von Miiohhausen, sem er afkomandi hins skemmtilega lygalaups von Munohhausen bar- óns, sem allir kannast við af hin- um mörgu raupsögum hans. Pétur hefur erft hugimyndaflug for- föður síns, en það kemur eink um fram hjá Pétri í tónlistargáfu hans. Pétur er kennari við kvennaskóla en er sagt upp þar iþví að hann leggur m.eiri á- herzlu á að kenna stúlkunum daeg urlög en almenn fræði. Þessir hæfileikar Péturs verða til þess að skáldkonan Karla Mai ræður hann til sín sem fylgdarmann é ferð hennar um Afríku og eru auk hans í för með henni ungur sonur hennar og Josefina einka- ritari hennar, sem Pétur er mjög hugfanginn af. Pétur lendir í þessari ferð í miörgum ævintýr um, kemst meðal annars í klærn ar á tveimur bófum, sem lögregl an er að leita að og er eitt sinn nærri því orðinn tengdasonur negrahöfðingja eins, sér vitan- lega þvert um geð. En úr öllu ræt ist vel að lokum . . . Peter Alexander, sem leikur Pétur er um þessar mundir vin- sælasti dægurlagasöngvari Þýzka lands og hefur leikið í mörgum kvikmyndum og hlotið einróma lof fyrir söng sinn og leik, ekki sízt í þeirri mynd, sem hér um ræðir. Úr mynd Gamla bíós Gam'a bíó Tumi þumall. MYND ÞESSI, sem tekin er í lit um, er gerð eftir hinu fræga ævin týri um Tuma þumal eftir Grimmsbræður, en ævintýri þetta er svo þekkt hér, sem annars staðar að óþarft er að rekja efni þess. Þarna fara þekktir leikarar með hlutverk, einnig leikbrúð- ur og þar er einnig songið og dansað. — Aðalíhlutverkið, Tuma þumal, leikur Russ Tamblyn. Hann er að vísu í verunni 5 fet og 10 þumlungar á hæð, en með sérstakri myndatökutækni hefur tekist að minnka hann í fimm og hálfan þumlung. Hann getur því falið sig bak við flösku og klifrað upp í eyrað á hesti. Mynd in er tekin í Englandi, á vegum Metro-Goldwin-Meyer, og fara þarna margir af fremstu leik- urum Englands með hlutverk, m. a. eru Terry-Thomas, Peters, Sellers, söngleikastjaman Jessie Matthews, Jime Thorburn og Bernhard Miles. Leikstjórnina hefur George Pal haft á hendi, er hlotið hefur mörg verðlaun fyrir snjalla leikstjórn. Myndin er tekin í mjög fögru umhverfi og heikir hlotið mikið lof kvilk- myndagagnrýnenda. Hafnarbíó Koddahjal. MYND ÞESSI er amerísk, tekin í litum og Cinemascope. Leik- stjóri er Miohael Gordon, en aðalhlutverkin leika Dorys Day Rock Hudson og er þetta fyrsta gamanhlutverk þessa vinsæla kvikmyndaleikara. Auk þeirra fara þarna með veigamikil hlut- verk Tony Randall og Thelma Ritter. í myndinni eru sungin sex lög „Pillow-Talk“, sem myndin ber nafn af og „Posess Me“, og syngur Dorys Day þessi lög. Dor is og Ruok syngja saman „Roly- Polg“, en Rock syngur einn Laugarasbíó Gamli maðurinn og hafið. MYND ÞESSI frá Wafner Bros, sem tekin er í litum er gerð eftir hinni frægu skáldsögu nobels- verðlaunaskáldsins Ernest Ham- ingway’s. Saga þessi hefur verið talin með beztu verkum þessa mikilhæfa rithöfundar, enda hlaut hann fyrir hana Pulitzer- verðlaunin og margir álíta að hún hafi ráðið úrslitum um róbels verðlaun hans. Það yrði of langt mál að segja hér efni myndar- innar, en margir hér munu hafa lesið bókina, enda hefur nún kom ið út í islenzkri þýðingu. Spencer Tracy leikur aðalhlutverkið, gamla manninn, og ber íillum saman um að leikur hans sé frá- rence Mackenzie Kink (Danny Kay) hefur orðið fyrir árás og er álitið að þýzkur njósnari leynist í herbúðunum í enskum einkenn isbúningi. Hermaðurinn Erme Williams (Danny Kay), sem er mjög líkur hershöfðingjanum og félagi hans Joe Praeger hafa á- kveðið að hverfa heim til Ame- ríku. Hefur Joe talið Ernie á að látast vera hershöfðinginn svo að þeir komist fram hjá vörðun um. Þeim tekst það en þá bilar bíllinn þeirra og þeir eru hand- teknir. Ofurstarnir Somerset og Houston ákveða að sleppa Ernie við refsingu ef hann taki að sér að koma fram í gerfi hershöfð- ingjans við ýmis tækifæri. Frnie neyðist til að ganga að þessum kosti, en með því steðjar að hon um margskonar vandi sem erfitt er að leysa. Honum eru sýnd banatilræði oftar en einu sinni. Hann verður að bera svartan lepp fyrir vinstra auga, en sér sjálfur illa með því hægra. Hann hittir ástmey hershöfðingjans, sem finnst hann heldur tilþrifa lítill elskhugi og loks konu hers- höfðingjans og vandast þa málið hastarlega, en hershöfðingjaf cúin er skilningsrík kona og því fór sem fór . . . Mynd þessi hefur hlot.ið geysi góða dóma og er það einróma á- lit gagnrýnenda að hún sé bráð- skemmtileg og Danny Kay il essinu sínu og ætti það að vera næg meðmæli með myndinni. Auk Danny Kay fara þarna með hlutverk Dana Wynter, Marga- ret Rutherford, Wilfrid Hyde White og Diana Dors. H cifjiaruj m rðar- bíó Barónessan frá benzín- sölunni. ÞETTA ER dönsk mynd tekin i iitum, leikstjóri Annelis Reen- berg. Myndin gerizt að mestu á dönsku aðalssetri þar 'sem ekkju baronessan Alvilda von Rosen- steen ræður ríkjum. Hún er ný- kom.in frá jarðarför sonar síns, sem dó ókvæntur. Næstu ættingj ar hans eru Henning Rabenfeldt og móðir hans Clarissa, og búast þau við að erfa baronssetrið með öllu tilheyrandi. En nú kemur Berg hæstaréttar lögmaður til sögunnar. Hann segir baronsekkj unni að sonur hennar hafi átt /M iin úihmsn mmmmk Úr mynd Austurbæjarbíós Úr m.ynd „Inspiration“. Er þetta í fyrsta sinn sem Rook kemur fram sem söngvari. Myndin gerist í New; York og segir frá ungurn manni, sem nýt ur mikillar kvenhylli og ungri stúlku. Þau hafa sameiginlega símalínu og veldur það oft óþægi legum árekstrum þeirra á milli og beinni óvináttu. Fer þó svo að þau verða ástfangin hvort af öðru. Myndin hefur hlotið mjög góða blaðadóma. 3 DACAR TIL JÓLA efÍMbeáM PÖNNUR afnarbíós bær, jafnvel einstæður í sögu kvikmyndanna. Þá hefur og leik stjórinn, John Sturgas hlotið mik ið og einróma lof fyrir leikstjórn sína á myndinni. Newsweek seg- ir: „Stórkostlag mynd!“ Look seg ir: „Þróttmikil mynd!“ og svona rnætti lengi telja, enda hefur ekk ert verið til sparað að gera mynd ina sem bezt úr garði. Myndatak an fór fram á Kúbu, Bahamaeyj um, Peru, Equador, Panama, Gal- apagoseyjum, Hawaii og í Kali- forníu. Háskólabíó Tvífarinn. MYND ÞESSI er amfcr.sk tekin í litum og panavision, en Danny Kay leikur tvö hlutverkin og er þá ekki að sökum að spyrja. Sag an hefst í brezkum herbúðum ár- ið 1944. Innrás bandamanna á meginland Evrópu hefur verið frestað vegna þess að yfirmaður t hann færir sönnur á það með v- 1 dóttur, sem nú sé um tvítugt og brezku hersveitanna, Sir. Law- 1 bréfi sem er i vörzlum hans. —• / /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.