Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. des. 1961 Jól^leikrit ÞJóEleikhússins Skugga-Sveinn 100 ára JÓLALEIKRIT Þjóðleikhússins að þessu sinni verður Skugga- Sveinn eftir Matthías Jochums- son. Nú um jólin eru 100 ár liðin síðan Matthías skrifaði leikritið. Hann gerði það í jólaleyfi sínu 1861, en þá var hann í fimmta bekk Menntaskólans. Nefndi Matthías leikritið „Útilegumenn- irnir“ og var það frumsýnt um mánaðamótin janúar febrúar 1862. Það var leikfélagið Aldan, sem ©ð sýningunni stóð. Leikendurn- ir voru aðallega nemendur úr prestaskólanum og nokkrir lög- fræðingar. Leiktjöldin gerði Sig- urður Guðmundsson, málari. Að- eins tvær konur tóku þátt í þess- ari sýningu og fóru þær með hlutverk Ástu og Margrétar, vinnukonu, en karlmaður lék Grasa-Guddu. Fórst honum það Evo vel úr hendi að lengi var eiður að láta karlmenn fara með hlutverkið. „Útilegumönnunum" var mjög vel tekið á þessari fyrstu sýn- Ingu. Matthías sagði, að hann hefði verið klappaður svo oft fram, að það hafi vakið undrun sina. Mikill söngur Á fundi með fréttamönnum sagði Þjóðleikhússtjóri Guðlaug- ur Rósinkrans, að Matthías hefði sífellt verið að breyta leikritinu og væri það nú orðið leikrænna en verið hefði í upphafi. Hefði hann t. d. bætt inn í það nokkr- um ljóðum, sem hann hefði ort við lög danskra tónskálda. Auk þeirra verða nú 15 lög eftir Karl O. Runólfsson, en 10 þeirra hef- ur hann samið fyrir þessa sýn- ingu. Forleikurinn er einnig eftir Karl Ó. Runólfsson. Tvö lög eru eftir Þórarin Guðmundsson. Eins og kunnugt er hóf Þjóð- leikhúsið sýningu á Skugga- Sveini 1952 og var hann þá sýnd- ur 40 sinnum. Sýningin nú verð- ur frábrugðin að því leyti, að í henni eru fleiri söngvar, t. d. fara tíu meðlimir Þjóðleikhúss- kórsins með hlutverk vinnufólks- ins í Dal og syngja nokkra söngva. Einnig er þætti Galdra- Héðins og kotunganna Geirs og Grana ekki sleppt, en það hefur oft verið gert t. d. í sýningu Þjóðleikhússins 1952. „Nýr Skugga-Sveinn“ Með helztu hlutverkin í Skugga-Sveini f&ra Haraldur Björnsson, sem leikur Sigurð í Dal, Jón Sigurbjörnsson, leikur Skugga-Svein, en hann hefur ekki leikið það hlutverk áður, Snæbjörg Snæbjarnardóttir leik- ur Ástu og Valdimar örnólfsson leikur Harald, en hvorugt þeirra hefur leikið á sviði Þjóðleikhúss- ins áður, Ævar Kvaran leikur Lárenzíus, Valdimar Helgason Jón sterka, Nína Sveinsdóttir Grasa-Guddu, Bessi Bjarnason Gvend smala og Árni Tryggva- son Ketil Skræk. Stuttur ballet er í leikritinu, hann er saminn af Sigríði Ár- mann og dansa nemendur úr ballettskóla Þjóðleikhússins. Leikstjóri er Klemenz Jónsson, hljómsveitarstjóri Karl Billich, leiktjöld gerði Gunnar Bjarna- son. Söguskóldsnga BÓKAFORLAG Odds Björnsson ar hefir nú nýlega látið frá sér fara þriðju skáldsöguna eftir finnska rithöfundinn Mika Walt- ari og ber hún nafnið „Föru- sveinninn". kvikmynðir * kvikmyndir * kvikmyndir * kvikmyndir # I hugmynd uffl starfshættj þeirra * < i 0 Haf narf jarðarbíó: SELDAR TIL ÁSTA. ÞÓ AÐ margar þær þýzku kvik- jnyndár, sem hér hafa sézt á undanförnum árum hafi haft •þann leiða ágalla að vera fullar tilfinningasemi og nokkuð vsemnri rómantík, þá verður það ekki sagt um þá þýzku mynd, sem hér er um að ræða. Mynd- in gerist í Amsterdam og í -Havanna og segir frá samvizku- lausum bófum, sem reka hvíta þrælasölu £ stórum stíl. Höfuð- paurarnir eru Jan Fabrizius eig- andi „Casino Rio“, sem er illa iþokkaður dans. og veitingastað- ur í Amsterdam, og fyrrum fé- lagi hans van Laan. Ung stúlka frá Köln hefur lent 1 klóm þeirra félaganna og í fjarvist Faforizius- ar hefur van Laan sent hana í vændishús í Havanna þar sem hún fremur sjálfsmorð. Faforizius hafði ætlað sjálfum sér þessa stúlku og því reiðist hann van Laan ákaflega og hyggur á hefnd ir. Þýzkur sakamálafulltrúi, Martin Stelling, fær áhuga á • • Fyrsta Oddu-bók- in endurprentuð MBL. HEFIR borizt barnabókin Adda eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson, sem Bókaforlag Odds Björnssonar gefur út. Þessi öddu bók er hin fyrsta af 7 bókum í þessum flokki barnabóka, en Öddubækurnar eru vel þekktar af ungum lesendum. Þessi útgáfa er aukin og endurbætt. Bókin er prýdd allmörgum tei-knimyndum og smekkleg að öllum frágangi. þessu máli og heldur til Amster- dam þar sem hann kemst í sam- band við hollenzkan starísforóð- ur sinn. Hann kemst þarna einr.- ig í kynni við þýzka stúlku, Verena Linkmann, fréttaritara. Hún hefur orðið þess vör að ým. islegt grunsamlegt gerist í „Casino Rio“ og hún ræður sig þangað sem dansmey til þess að geta betur fylgst með því, sem þarna fer fram. Fabrizius hefur í hefndarskyni við van Laan, náð tökum á Irenu dóttur harts og fer svo að hann sendir hana ásamt mörgum öðrum til Hav- anna, þar sem vændishúsið bið- ur þeirra. Á leiðinni yfir hafið, er konan sem hefur urnsjá stúlkn anna myrt og fer þær þá að gruna margt. Einkum þó Var- ena, sem er ein hinna ungu stúlkna. Skipstjórinn á skipinu, sem flytur þennan stúlkna- ,,farm“ símar til Havanna eftir lögregluhjálp. Lögreglan kemur til móts við skipið í hraðbáti og tekur morðingjamn og allar stúlk urnar í sínar vörzlur — en fer með allan hópinn í vændishúsið. Þetta voru sem sé ekki lögreglu menn .Gerast nú margir atfourð- ir og óhúgnanlegir og verður sú saga ekki rakin hér frekar. Mynd þessi er prýðilega gerð og spænna hennar mjög mikil. Leikurinn er einnig mjög góður, en aðalhlutverkin leika Klaus- jiirgen Wusson (Fabrizius), Werner- Peters (van Laan), Joa. chim Fuchsfoerger (Stelling), Christine Corner (Vesena) og^ Eva Anthes (Irena). Margt og, mikið hefur verið skrifað um j starfsemi hvítra þrælasala. Hygg | ég að mynd þessi gefi glögga Munið óskabók kvenþjóðarinnar í ár: Sggfjtm €M f Ester Castelio Hugljúf skáldsaga. byggð á sönnum atburðum Skemmtisagnaútgáfan, Laugavegi 19B, sími 14045 Bæjarbíó: PÉTUR SKEMMTIR. ÞESSI þýzka söngva- og gaman- mynd er að vísu nokkuð róman- tísk á köflum, en þó einnig full af fjöri og æskugleði. Ungur verkfræðistúdent, Pétur Erd- mann, vinnur í fríi sínu í foíla- verksmiðju. Honum er margt til lista lagt, syngur vel og dansar og. leikur auk þess á öll hugsan- leg hljóðfæri. Dag einn fær hann símskeyti frá félögum sínum í Munchen, — en þeir eru líka! mjög færir hljóðfæraleikarar — og skeytið er stutt og laggott: | „S.O.S. Pétur.“ Pétur bregður skjótt við og heldur á fund fé- laga sinna. Þeir hafa verið ráðn- ir til að annast hljómlistina í sámkvæmi Steinerg aðalfor- stjóra. En þegar Pétur kernur til Múnchen, stendur þannig á að móðir hans, Sylvía leikkona hef- ur kynnst manni að nafni Bernd Werding, sem er handgenginn Steiner, og hafa þau fellt hugi saman. Sylvía hefur sagt sig mun yngri en hún er og þvreru henni óþægindi að því að sonur hennar um tvítugt skuii birtast á svið- ir.u. En Pétur leysir þann vanda með mestu prýði En nú vill svo til að Pétur og Kittý dóttir Stein- ers hafa orðið hrifin hvort af cðru við fyrstu sýn. Pétur, sem er einn ar hljóðfæraleikurunum í veizlu Steiners hittir þar óvænt móður sína og fagnar henni. Kitty sér þetta, en veit ekki að þetta er móðir Péturs, og því verður hún bæði reið og afbrýði- söm. Leiðir þetta til mikils mis- skilnings og vonbrigða hinna ungu elskenda. En allt fellur þó í ljúfa löð eftir áhrifamikinn at- burð í Jazz-kjallaranum. Mynd þessi er, sem áður seg- ir býsna skemmtileg og einkum við-hæfi unglinga, enda var már sagt að þeir fjölmenntu í Bæjar- bíó til að sjá hið glaða unga fólk, sem þarna leikur. Peter Kraus, sem leikur Pétur er að- eins rúmlega tvítugur, en þegar orðinn kunnur og vinsæll kvik- mynöaleikari með:.-:l allra tán- inga í Evrópu. Ekið á bíl á stæði í GÆR fyrir hádegið var ekið á fólkswagen bifreiðina R-5125, þar sem hán stóð vestast á bíla- stæðinu bak við landsbókasafnið. Var dældað vinstra afturbretti bifreiðarinnar. Þeir, sem kynnu að hafa séð atburð þennan, eru beðnir að láta rannsóknarlög- regluna vita. Mika Waltar5 eitir Wolturi Fjallar hún um æfintýramann sem lifir á Miðöldum og lendir í ástarbralli, orrustum, með sjó- ræningjum og krossferðariddur um. Áður hefir forlagið sent frá sér „Egyptann" og „Ævintýra- manninn“, sem einnig eru sögu skáldsögur frá löngu liðnum tíma. Bókina hefir Björn O. Björns- son þýtt og er hún smekkleg að frágangi. Bannað að leika Rokk og Roll - og dans „Twisl" BEIRUT, Líbanon, 19. des. AP — Inbanríkisráðherra Líbanons, Kamal Jumblat, hefur ákveðið að banna Rock og Roll tónlist og dansinn „Twist“. Þessi nýi dans hefur farið eins og eldur í sinu um Líbanon síðustu tvo mánuði og mannþröng verið svo gífurleg við dansstaði, að víða hefur orðið að loka kl. 10 á kvöldin. Dagblöð í Líbanon hafa þegar risið gegn þessu banni. Eitt þeirra birti á forsíðu mynd af arabískum magadansi og lagði til að hann yrði bannaður í stað „Twist“. F jórSa Jóa-bókin um íslenzka Tarzan NÝLEGA kom í bókaverzlanir fjórða JÓA-bókin; nefnist hún „JÓI OG TÝNDA SKIPIГ! Er hér um að ræða algjörlega sjálfstætt hefti í bókarflokknum um íslenzka Tarzan, eða ævintýradrenginn Jóa Jóns, útlagastúlkuna Kiddý Mundu og skátasveitina hennar. Fyrri JÓA-bækurnar voru: Jói í ævintýraleit, Jói og sjóræn ingjaskipið (uppseld), Jói og hefnd sjóræningjastrákanna og nú að síðustu Jói og týnda skipið. í formálsorði fyrir Jóa og týnda skipinu segir höfundur m. a.: Bók þessi er tileinkuð þeim drengjum, sem hafa eins og Jói Jóns, átt við örðugleika að stríða í lífinu vegna líkamlegs vanmáttar — drengjun- um, sem vilja eins og söguhetjan tileinka sér kjörorð ævintýra- mannsiins. Þá segir höfundur einn- ig: „Til þess að geta orðið til hjálp ar ef slys ber að höndum, þarftu að læra: björgunarsund og lífgun úr dauðadái, Hjálp í viðlögum, morse og flaggastarfrófið, ýmis leynmerki. Fplmenn Lúcíuliátíð ÍSLENZK-sænska félagið hélt hina árlegu Lúcíuhátíð sína 13. des. í Þjóðleikhússkjallaranum. Fjölmenni var á þessari samkomu svö eins og húsakynnin fremst leyfðu. Form. fél. minntist þess er hann bauð gesti velkomna, að íélagið er nú fimm ára Hafa margir mætir Svíar verið gestir félagsins þessi ár, m. a. rithöf- undarnir Harry Martinson, Ey- vind Johnson og Vilhelm Moberg. Séra Jakob Jónsson flutti fróð- legt og snjalla Lúcíuræðu. , Birna Geirsdóttir var Lúcía kvöldsins, en meðal þerna hennar voru stúlkur úr pólyfónkórnum enda var söngurinn með ágætum, Jón Jónsson, jarðfræðingur sýndi litskuggamyndir frá Uppsöluin og skýrði þær skemmtilega, en á eft- ir sungu tveir piltar úr Mennta- skóla Reykjavíkur, Þörkell Helga son Og Böðvar Guðmundsson, Glunta með undirleik skólasyst- ur sinnar, Sigríðar Einarsdóttur. Þótti þessu unga fólki vel tak- ast. Síðan var dansað fram á nótt G'afir til IJtskáSakirkjU í pípuorgelsjóð í tilefni af 100 ára afmæli hennar 12. nóv. sl. Frá Kirkjukór Út- , — skálakirkju .. kr. 8 Ono 00 — Hvalsnesssöfnuði — 5.000,00 — Þorsteini Árna- syni og frú .... — 1.000,00 — Guðrúnu Sveins- dóttur .......... — 1.000,00 — Mörtu Eiríks- dóttur .......... — 200,00 — Magnúsi Pálss. — 100,00 — Magnúsi Hákonar syni ............ — 100,00 — Gamalli Suður- nesjakonu í Rvík —• 500.00 — Fyrrverandi sóknarbörnum — 3.000,00 — Bjarna Sigurðss. og Ingibjörgu Sigurðardóttur Hausth........... — 1.000,00 —■ Gömlum vinum á Hvalsnesi .... — 300,00 — Ónefndri konu í Útskálasókn .. — 500,00 — Finnboga Guð- mundssym Tjarn arkoti Njarð- víkum .......... — 500,00 — Njarðvíkurkirkju til minningar um Jórunni Ólafsd. — 2.000,00 — Ónefndri konu í Hafnarfirði .. — 100,00 — Til minningar um látinn ástvin frá hjónum í Kvík .. •— 1.00,00 — Ólafi Ólafssyni Og frú Skólavörðu stíg 42 Rvík til minningar um foreldra hans Kristínu Sigurð- ard. fædd 30. nóv. 1854, dáin 7. apríl 1942 og Ólaf Sæ- mundss. fæddur í júlí 1854, dáinn 23. júlí 1912, frá Móakoti í Gerða- hreppi ........ — 10.000,00 Kr. 34.300,00 Sóknarnefnd Útskálasóknar þakkar öllum, sem unnu að uncl irbúningi hundrað ára afmælis- hátíðar Útskálakirkju, og einnig öllum þeim, sem tóku þátt í há- tíðahöldunum þennan dag, og þar með stuðluðu að því að þessi há« tíð mætti vérða hin veglegasta, Og söfnuðinum ógleymanleg. Og fyrir hönd safnaðarins þakkar hún gefendum fyrir þær miklu gjafir er kirkjunni bárust, og óskar að rætast megi á þeim orð- skáldkonunnar að „hvenær sem hjartað gefur gjöf, hefir gjöfin því sjálfu foætzt". _ Sóknarnefnd Útskálasóknar Sigurbergur H. Þorleifsson, Jóhannes Jónsson, , 4 Jón Eiríksson. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.