Morgunblaðið - 23.12.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1961, Blaðsíða 24
DACUR TIL JÓLA DAGUR TIL JÓLA Fálki réðist inn í hænsnahús STYKKISHÓLMI, 22. des. — Það gerðist hér í dag eftir há- degi, að fálki kom fljúgandi og réðist inn í hænsnahús hjá systrunum á St. Fransiskusar sjúkrahúsinu. Hafði drepið 6 hænur áður en að var komið. Heyrðu menn, sem voru að vinna þar nálægt hávaðann í hænsnahúsinu. Komu þeir á vettvang, og króuðu fálkann af í hænsnahúsinu, handsöm- uðu hann og stungu honum í kassa, sem þeir strengdu síðan net yfir- — Fréttaritari. ★ FÁLKINN, sem kom í heim- sókn til Stykkishólms og réð- ist þar á hænur kaþólsku nunnanna er nú fanginn í búri hjá Siemsen apótekara stað- arins og tekur lífinu með ró. Við náðum tali af Siemsen í gærkvöldi og sagði hann að gripurinn væri grimmur, er reynt væri að nálgast hann, en ýmislet góðgæti þiggur hann þó og étur með beztu lyst, Lambakjöt er hans uppáhalds- fæða og einnig át hann mús með góðri lyst er hann fékk í gær Þeir Hólmarar telja fálka þennan gamlan heimagang og hefir hann komið þar undan- farna vetur Segir Siemsen að hann sé sýnilega gamall, því svo sé nefið á honum slitið orðið Hann ræðst af og til á dúfurnar strákanna í bænum og þykir þær hið mesta góm- sæti, Þrátt fyrir yfirgang hans við nunnur staðarins og spjöll hans á hænsnum þeirra hef- ir verið ákveðið að fara með kauða út fyrir staðinn og gefa honúm frelsi. Góöur síldarafii GÓÐ síldveiSi var í fyrrinótt og komu flest skipanna í gær með afla sinn inn til hafnanna hér við Faxaflóa, einstaka töldu þó ástæðu til að bíða úti til öflun- inn brennur í GÆR var stráikunum í Teiga- hverfinu gerður ljótur grikkur. Þeir hafa undanfarinn rúrean imlánuð verið að safna sér í mynd- arlega brennu og komið henni upp. Ætluðu þeir að njóta henn- ar um áramótin sem aðrir strák- ar í bænu-m- Brenna þeirra leit út fyrir að verða með þeim glæsi- legustu, sem stofnað hafði verið til. En einhverjir hafa þurft að fá fljótræði sinu eða illgimi út- rás, því undir kvöld hafði verið kveikt í brennunni. Margra vikna erfiði fjölda unglinga logaði upp löngu áður en því var ætlað. Fjöldi fólks safnaðist saman við bálið en fjæ'r stóðu höfundar verksins, sem fyrir þeim hafði verið eyðilagt. Teigarstrákarnir hafa með sér félagsSkap hinn öflugasta og hyggja á hefndir með því að reisa nýjan bálköst fyrir gamlárs- kvöld en til þess þurfa þeir hjálp þeirra er efni geta veitt þeim til þessa. Ekki er að efa að einlhverj- ir verða til að rétta hlut þeirra. Elzta kona í Reykjavík látin í GÆR lézt elzta konan í Reykjavík, Þórunn Bjarnardóttir frá Núpi á Berufjarðarströnd, 101 árs að aldri, fædd 2. nóv. 1860. Þórunn var dóttir Bjarna Þórðar- sonar og- Málfríðar Jónsdóttur. Hún giftist Jóni Bjarnasyni frá Dölum í Fáskrúðsfirði árið 1891. Gerðu þau bú að Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð, en 1903 fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Mann sinn missti Þórunn 1952, en hún hefir um langt árabil not- ið aðhlynningar dóttur sinnar, Málfríðar, í Granaskjóli 17 rjarnagsaæuunin sam- þykkt í bæjarstjórn FJÁRHASÁÆTLUN Reykjavíkurborgar fyrir árið 1962 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur kl. 8 í gærkvöldi. Hafði fund ur bæjarstjórnar þá staðið nær látlaust frá því kl. 2 e. h. á föstudag. Samþykktar voru nokkrar breyt ingartillögur við frumvarpið að fjárhagsáætlun, sem bæjarráð hafði komið sér saman um og nokkrar breytingartillögur sem bæjarfuiltrúi r Sjálfstæðisflokks- ins fluttu Fulltrúar minnihluta- flokkanna fluttu í áróðursskyni mikinn fjölda breytingartillagna, við einstaka liði, sem allar voru felldar Ennfremur fluttu þeir f jölda áivktunartillagna, sem þeir höfðu áður flutt flestar í bæjar- stjórninm. Var þeirn ýmist vís- að frá eða visað til bæjarráðs og einstakra netnda. ★ Þegar fulltrúar minnihluta- flokkanna höfðu flutt langar framsöguræður fyrir tillögum sín um, sem getið var hér í blaðinu í gær, tóku nokkrir bæjarfull- trúar Sjáifstæðisflokksins til máls Og svöruðu gagnrýni, sem fram hafði komið í ræðum þeirra. Þessir bæjarfulltrúar Sjálfstæð isfiokksins töluðu við umræðuna, auk Geirs Hallgrímssonar, borg- arstjóra: Auður Auðuns, Þorvald ur Garðar Kristjánsson, Björgvin Frederiksen, Gísli Halldórsson, Úlfar Þórðarson, Einar Thorodd- sen og Magnús Jóhannesson. Framhald á bls. 2. ar frekari magns, einkum þau sem veiða í Skerjadjúpinu, suð- vestur af Reykjanesi, en þar er yfirleitt um bræðslusíld að ræða. Vestur af Jökli veiðist enn betri sild og er reynt að taka hana til vinnslu í frystihús og til söltunar. í HÉR er verið að hella smá- síld af bílnum í þró í Vest- mannaeyjum. Þangað var von á mikilli smásíld í gær, senni- lega mesta magni, sem þar hefur borizt á land í haust. Fyrstir komu Víðir II. með 1300 tunnur og Viktoria með 8-900 tunnur. Margiir fleirl , voru þá á leiðinni, þ. á. m. Helgi Helgason með 1500 tn. Mikil síld hefur komið til Vestmannaeyja í haust, en mest hefur farið I bræðslu. Langar eyjarskeggja til þess, að hægt yrði að sjóða hana Síðustu forvöð að verzSa í dag Athygli fólks skal vakin á því að aðfangadag ber að þessu sinni upp á sunnudag. Verzl- anir eru því aðeins opnar í dag, Þorláksmessu. Opið verð- ur til miðnættis og eru því síð- ustu forvöð að verzla fyrir jólin í dag. Sérstök athygli skal vakin á því að mjólkurbúðir eru opnar frá klukkan 8—4 í dag, og frá klukkan 8—2 á morgun, að- fangadag. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.