Morgunblaðið - 14.01.1962, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1962, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. jan. 1962, Sængur Endurnýjun gömlu sæng- urnar, eigum dún og fiður-. held ver. Seljum gæsa- dúnssængur. Dún- >g fiðurhreinsunin Kirkjutei^ 29. Sími i>3301. Faxabar Heitar pylsur allan daginn. Gosdrykkir, tóbak, sæl- gæti. Faxabar, Laugavegi 2. Fiður 87,00 kg. Danskur dúnn. Koddar. Kembuteppi, fiður og dúnhelt léreft, damask 50,00 m. Manchester, Skólav.stíg 4. Smurt brauð Snittur, brauðtertur. Af- greiðum með bt?um fyrir- vara. Smurhrauðstof a Vesturbæjar Sími 16311. Óska að kaupa stíginn hveríistein. Uppl. á Bókhlöðustíg 6B. Austin 16 til sölu Má greiðast með skulda- bréfi. Húsmunum eða öðr- um vörxun. Að einhverju eða öllu leyti. Uppl. í síma 14663. Eldhúsinnréttingar Smíðum eldhúsinnrétting- ar. Vönduð vinna. Hag- stætt verð. Sími 37595. Bifreið til sölu Tilboð óskast í Kaiser ’54 ákeyrðan. Bifreiðin verður til sýnis að Karfavogi 17, sunnudaginn 13. þ. m. — Sími 34113. íbúð 2 herbergi og eldhús óskast helzt í Mið- eða Austur- bænum. Tvennt í heimili. Kristinn Ingvarsson. — Simi 19054. Kynning Maður um fimmtugt í fastri vinnu, óskar að kynn ast góðri stúlku á svipuð- um aldri, ekki eldri. Þag- mælsku heitið. Tilboð send ist Mbl. fyrir 19/1 1962, merkt: „Félagsskapur 7762“ Ódýrt Reykrofi, vatns- og stofu- thermostat. Einnig notuð miðtöðvardæla, Bell & Gossett. Uppl. í dag í síma 16727. Köttur (Högni) hvítur að neðan með bröndótt bak og róu hefur tapazt. Vinsamlega hringið í síma 32384. Á Sólvöllunum er til leigu herbergi fyrir einhleypa, reglusama stúlku. Herb. er með inn- byggðum skáp. Uppl. í síma 14959. Matsvein vantar á vertíðarbát. Uppl. í síma 35659 og að Mosa- barði 4, Hafnarfirði. Múrari óskast til þess að múrhúða 3ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi við Álftamýri. Svar sendist afgr. Mbl. fyrir 16. þ.m. merkt: „Múrarj — 215“. f dag er sunnudagurinn 14. janúar. 14. dagur ársins. ÁrdegisflæSi kl. 00:00. Síðdegisflæði kl. 12:01. Slysavarðstofan er opln ailan sólar- hringinn. — JLæknavörður L.R. (fyrli vitjanir) er á sama stað fra kl. 18—8 Sími 15030. Næturvöröur vikuna 13.—20. jan er í Ingólfsapóteki. jan. er Garðar Ólafsson, sími 50126. Hoitsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kL 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kL 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100 Næturlæknir í Hafnarfirði 13.—20. jan. er Ólafur Einarsson, sfcmi: 50952. Ljósastofa Hvítabandsins, Fornhaga 8: Ljósböð fyrir börn og fuliorðna. Uppl. í síma 16699. I.O.O.F. = Ob. 1P. = 1431167 = E.I. Edda 59621167 — I I.O.O.F. 3 = 1431158 = E.I. FRETIIR Prentarakonur fundur annað kvöld kl. 8,30 í félagsheimilinu. Kvenfélagið Edda. K.F.U.M. og K., Hafnarfirði. Á al- mennu samkomunni í kvöld, sem hefst kl. 8,30 talar Þórir Guðbergsson. Ung- lingafundur á mánudagskvöld kl. 8. Frá Kvenréttindafélagi íslands: Funóur verður haldinn í félags- heimili prentara á Hverfisgötu 21. þriðjudaginn 16. janúar kl. 8,30 e.h. stundvíslega. Funcfarefni: Formaður K.R.F.Í., Sigríður J. Magnússon, segir frá alþjóðafundinum i Dublin. Þátt- taka kvenna í dagskrá útvarpsins. Lögin um orlof húsmæðra og fram- kvæmd þeirra. Félagskonur mega taka með sér gesti að venju. Skemmtifundur kvennadeildar Slysa varnafélagsins í Reykjavík verður mánud. 15. jan. kl. 8,30 1 Sjálfstæðis- húsinu. Skemmtiatriði: Kvennakór- inn syngur, stjórnandi Herbert Hri- berscek. Einsöngvarar Eygló Viktors- dóttir, Snæbjörg Snæbjarnardóttir og óperusöngvarinn Vincenzo M. Demetz. Gamanvísur, Hjálmar Gíslason. Innilegt þakklæti til Vetrarhjálpar- innar á Akranesi, skyldra og vanda- lausra, sem bafa glatt okkur. Ósk- um við þeim öllum gleðilegs nýárs og gæfuríkrar framtíðar. Guðný og Jón frá Birnhöfða. Við þökkum hjartanlega öllum vin- um og velunnurum, sem með gjöfum og hlýjum kveðjum hafa glatt okkur á þessum jólum eins og svo oft áður. Sérstaklega viljum við nefna Odd- fellowregluna, Lionsklúbb Kópavogs, séra Jón Thorarensen, Jón Þorkelsson, Magnús Valdimarsson og fjölsk. frú Ingibjörgu Björnsdóttir, sælgætisgerð- ina Freyju og fleiri sem árum saman hafa glatt okkur á margvíslegan hátt og auðsýnt okkur tryggð og vináttu, öllu þessu fólki sendum við okkar innilegustu kveðjur og þakklæti með beztu nýjársóskum. Sjúklingarnir f gamla Kópavogshælinu. Handrið úi járni, úti, inni. Vanir menn. Vönduð vinna. Fjöliðjan hf. Sími 36770. Á fjöllum sólin fagurt skín með fegurðarljóma sínum, hún er gefin sem heilsuvín af heilögum guði mínum. Mitt þó að hrörni hjartans tún og hafni veraldarblóma, ávalt stár, að ég sem hún á um síðir að Ijóma. Undanfærl og ekkert skjól er nú í mínu valdi. Vertu mér, Jesús sæli, sól; sígur að veturinn kaldi. (Eftir séra Bjarna Gissurarson í Þingmúla 1621—1712). Söfnin Listasafn íslands verður lokað um óákveðinn tíma. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er oplð sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 1,30—4 e. h. Listasafn Einars Jónssonar er lok- að um óákveðinn tíma. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túnl 2, opið dag'ega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Þessi tvö egg, sem þið sjáið hér á myndinni eru raun- verulega ekki nema eitt egg. Ein hænan í bænsnabúi Tryggva Einarssonar í Miðdal, verpti stærra egginu, en þegar átti að fara að nota það í bakstur og skurnið var brotið, ,aðeins dálítil hvíta í þvi og svo minna eggið á mynd- inni alveg heilt. Minna eggið er alveg eins og venjulegt hæmuegg að stærð, en hitt var eðlilega talsvert stærra. Þegar minna eggið var brotið komu úr því rauða og hvíta, eins og venjulegum eggjum. Ljósm.: Sveinn Þormóðsson. 1 Mennimir hér á myndinni tóku þátt í híálfs mánaðar bænaþingi, sem haldið var ný- lega á bökkum hinnar heilögu ár Jurnuna í Nýju Dehli á Ind- landi. Þingið sóttu um 700 Sadhus (heilagir menn) og Pandits (Lærðir menn). Mlað- urinn með hljóðfærið, hefur tekið rafmagnið í þjónustu sína og söng í háfcalara heil- aga sðngva, sem elga að draga úr illum áhrifum stjarmanna. Hinir heilögu menn álíta að illra áhrifa frá átta plánetum í Eteingeitarmerkinu muni gæta mest í byrjun febrúar. JÚMBÖ og SPORI í frumskóginum -)<-)< -X Teiknari J. MORA T—® jh.-VsÍK' JKttK . —' — Hvaða tveir hvítu menn geta það hafa verið, sem gáfu kokknum þetta fílakjöt? sagði Andersen eins og við sjálfan sig. En Júmbó var ekki lengur í neinum vafa. — Við þekkj- um Lirfusenbræðurna, fiðrildaveið- arana, sagði hann, — sjáið þér ekki | samhengið? -— Hva .... samhengi milli fiðrilda og fílakjöts? Andersen var greinilega ekki alveg með á nótunum. — Já, einmitt! Hvað vitum við nema þeir látist bara vera að veiða fiðrildi — en séu í rauninni fílabeinsþjófar! — Og þeir hafa líka hegðað sér mjög grunsamlega .... ætlaði Júmbó að halda áfram, en í sama bili kvað við hátt skelfingaróp: MAURARN- IR!!! — Hafið þið nú séð annað eins, sagði þá Júmbó í staðinn, — stór og hraustur karlmaður, sem er hræddur við lítinn maur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.