Morgunblaðið - 14.01.1962, Page 6

Morgunblaðið - 14.01.1962, Page 6
3 MORGV1MBL4Ð1Ð Sunnudagur 14. jan. 1962 Húsvðrðurinn Höfundur: Harold Pinter Leikstjóri: Benedikt Árnason MÉR VAR á síðustu stundu falið að hlaupa í skarðið í forföllum Sigurðar Grímssonar og skrifa um frumsýningu Þjóðleikhúss- ins á „Húsverðinum". Geri ég það með nokkurri tregðu, baeði vegna þess að ég sá ekki loka- æfingu og eins vegna hins að ég var búinn að segja stuttlega frá leikritinu hér 1 blaðinu á fimmtudaginn, og gerði þá í fá- um orðum grein fyrir uppistöðu verksins. Kemst ég víst ekki hjá að endurtaka eitthvað af því sem þar var sagt. xíSIS.'Ö , ÞJÓÐLEIKHUSID Síðustu fimm ár hafa verið sannkalláð „endurreisnartíma- bil“ í enskri leiklist og eiga enga hliðstæðu í leikhúslífi annarra þjóða. Á þessu stutta skeiði, sem hófst með „Horfðu reiður um öxl“ eftir Osborne, hefur komið fram hópur ungra leikskálda, mjög sundurleitur innbyrðis, en með það sameiginlega stefnumið að brjóta niður hin hefðbundnu og auðveldu form leikhússins í því skyni að skapa dramatískan veruleik sem spegli S'amtímann. Þessir höfundar eiga fátt annað sameiginlegt en mismunandi sterka þjóðfélagskennd og mikla dirfsku í meðferð málsins. Frjósamasta ár þessa tímabils var árið 1958 ,því þá voru flutt ný verk eftir John Osborne, Shelagíh Delaney, Brendan Be- han, Arnold Wesker, Harold Binter, John Arden, Bernard Kops, Ann Jellicoe, N. F. Simp- son og John Mortimer. Sex þess- ara leikrita voru sýnd £ Royal Court-leikhúsinu, sem er aðal- heimkynni nútímaleiklistar i Lundúnum. Að áliti margra gagnrýnenda er Harold Pinter frumlegasta og fimasta leikskáldið í nefndum hópi. Hann hefur af mestri nær- færni og sjónskerpu dregið upp mynd af almennri reynslu nú- tímamannsins, þó bakgrunnur- urinn sé ótvírætt enskur. Ensk leikritun síðustu ára hef ur orðið fyrir sterkum og heilla- vænlegum áhrifum frá hinni gam alkunnu hefð söngleikahallarinn- ar (Music Hall), einkanlega þeim þætti hennar sem var fólginn í að rjúfa „vegginn“ milli leik- sviðsins og áhorfenda. Sömuleið is hefur allmjög gætt áhrifa frá nýjustu leiksbáldum Frakka og frá Bertold BreOht. Pinter virð- ist í ríkustum mæli og með já- kvæðustum árangri hafa tileink- að sér tækni ensku söngleika- hallarinnar og grálynda kímni Samuels Becketts. Hann hefur komið fram með sjálfstæðan leikstíl, þar sem lýsingin á veru- leik samtímans er í senn raun- sæ og óraunsæ. Einnig minnir hann talsvert á Anton Tsékov að því er snertir meðferð og upp- byggingu samtala: persónurnar tala utan að hlutunum, tæpa á þeim, fara í kringum þá, en segja sjaldan nokkurn hlut beint eða ótvírætt. Orðin leita hvert að öðru, villast og finnast aft- ur. Það er eins og allt velti á hljómfallinu, og í því sambandi gegna þagnirnar afarmikilvægu hlutverki. Á það hefur verið bent og Pinter hefur sjálfur gert grein fyrir því, að leiklist hans bygg- ist fyrst og fremst á herberginu, sem er hin dulræna umgerð um frumlægustu bættina í lífi okk ar. Hann hefur á skemmtilegan og ljósan hátt lýst þessari „dul- úð herbergisins", þar sem ein- staklingurinn bíður milli vonar og ótta eftir gestakomu, en hún er ævinlega jafnóvænt þegar hún á sér stað og heimsóknin vekur í senn fögnuð og ótta. í þessu sambandi minnist hann einnig á vandann við að fá úr því skorið, hver gesturinn sé í raun og veru, hver sé fortíð hans og nútíð. „Það eru engin skýr mörk milli þess sem er raunverulegt og óraunverulegt, ekki fremur en milli þess sem er svikið og ósvikið. Hlutur er Valur Gíslason í hlutverki flækingsins Davies. í sjálfu sér hvorki svikinn né ósvikinn, hann getur verið hvort tveggja". „Dulúð“ Pinters liggur oftast i loftinu i leikritum hans, líkt og einhverskonar ógn eða óræð- ur ótti ,sem kemur fram með tviræðum hætti í ósköp venju- • Hestarnir komnir í bæinn Á öllum leiðum kringum bæinn, þar sem ekki er mjög mikil bílaumferð. má nú um helgar sjá hópa af hestamönn um á gæðingum sínum. Hesta- eigendur eru sem óðast að taka hesta sína í bæinn og á hús og því orðið áberandi hve þeim bæjarbúum fjölgar ört sem eiga hesta og hafa ánægju af að bregða sér á bak. En hvað er það sem er svona eftirsóknarvert við að eiga hest í kaupstað. þar sem raun verulegt notagildi hestsins er ekkert. Til að fá þessari spurn ingu svarað hefi ég beðið einn hesteigandann, Friðrik Jör- gensen, stórkaupmann, um að segja okkur hvers vegna hann eigi hest. Hann svaraði: • Hvers vegna ég á hest Velvakandi spyr m>g, hvers vegna ég eigi hest? Sem betur fer fá flesí ís- lenzk börn tækifæri tit þess að kynnast dýrum, ekki sízt þau, sem alast upp í sveit, eða dvelja þar um skeið að sumarlagi. Eg vil segja að ég hafi ver- ið svo lánsamur að alast upp í sveit til 14 ára aldurs og þar fékk ég ást á dýrunum og þá sérstaklega á hestinum. Meiri unaðar gat ungur drengur ekki notið, en að þeysa á vilj- ugum hesti um grundir og móa, og þá helzt berbakt. Svo kvaddi ég sveitina. Þá slitnuðu tengslin að mestu við hestinn, að undanteknu því, að oft fór ég í heimsókn til æskustöðvanna og fékk mér sprett og endurnýjaði kynni mín við vini mína í sveitinni, menn og dýr. Áhugi minn, að eignast sjálf ur hest hér í borginni lifnaði fyrir alvöru, er nokkrir góð- vinir mínir fengu mig til þess að taka þátt í ferðalagi á hest um, sem hófst á Þingvöllum og var þaðan haldið sem leið liggur norður Kjöl, norður fyrir Langjökul og yfir Arn- arvatnsheiði, niður í Borgar- fjörð að Bifröst. Ferðalag þetta var farið undir leiðsögu hins þekkta ferða- og hestamanns, Páls Sigurðssonar, sem þá var gistihússtjóri í Fornahvammi, en nú bústjóri að Hólum í Hjaltadal. Veðrið var ekki sem ákjós- anlegast í þessari ferð, rign- ing og rok lengst af, en þrátt fyrlr það, var þetta eitt skemmtilegasta ferðalag sem ég hefi tekið þátt í og er það að þakka góðri stjórn og leið sögu Páls og skemmtilegum ferðafélögum, en þó ekki sízt hinum öruggu og traustu vin- um okkar, hestunum. Eg vil því segja, að þessi ferð og þeir sem þar voru þátttakendur, bæði menn og dýr, hafi ráðið úrslitum um þá ákvörðun mína, að eign- ast hest — nú var henni ekki lengur á frest skotið. Árið 1956 kaupi ég svo fyrsta hestinn og á hann enn, ásamt tveim öðrum hestum. Síðan ég fór ferð þá, sem áður getur, hef ég farið á hverju sumri um byggðir og ó'byggðir landsins, þrátt fyrir oft mikið annríki og findist mér ekkert sumar, ef ekki fengi ég tækifæri til að leita til hinna frjálsu fjallasala á góðum hesti í samreið skemmtilegra félaga. Eins og flestir aðrir hesta- eigendur í Reykjavík, er ég félagi í hestamannafélaginu Fák og hefur það félag stutt okkur hestamenn í því að koma skipulagi á hestahaldið og hirðingu hestanna hér í bænum, nú síðast með bygg- ingu hinna fullkomnu hest- húsa hér við skeiðvöllinn, sem er þó aðeins áfangi á leið fé- lagsins til þess að hefja hina gömlu þjóðlegu iþrótt, hesta- mennskuna, til vegs og virð- ingar. Þetta gerir okkur hesta mönnum kleift að veita hest- um okkar nauðsynlegt frjáls- ræði og góðan aðbúnað og er legri og hversdagslegri atburða- rás. í leikritum sínum leitast hann við að losna frá hinum hefðbundnu leikflækjum, siða- prédikunum og umfangsmiklu skýringum í leikslok, sem kasta eiga ljósi yfir það sem á undan er gengið. Eins og hjá Beckett skapast spennan af stöðugum blæbrigðum leiksins og geð- brigðum persónanna. en sjálfur leikþráðurinn er viðburðasnauð- ur. Fyrir Pinter vakir að sýna á sviðinu hvernig óskilgreind sam- bönd milli einstaklinga breytast smátt og smátt og taka á sig myndir ógna eða ótta: hér er í rauninni um að ræða drama- tíska útfærslu á óttatilfinning- um daglega lífsins, sem allir kannast við. Hann dregur fram í sviðsljósið niðurbældar árásar- hvatir mannanna, hina gráthlægi legu togstreitu milli ógnana og undirgefni. milli máttar og veik leika, milli drottnunar og þræis- ótta. n Eins og flestir yngri leikrita- höfundar Breta fjallar Harold Pinter fyrst og fremst um lægri stéttir þjóðfélagsins, enda er hann sjálfur verkamannssonur. Er hér um að ræða byltingu i brezkri leikhúshefð. En þetta er aðeins baksviðið í verkum hans. Það sem skiptir hann máli er sambúð manna, hið tragíska mis- ræmi milli nauðsynjar og veru- leika: menn leita hver annars, þrá samúð og samneyti, en þeim eru flestar dyr lokaðar. Hver einstaklingur burðast með óleys anlegar flækjur og berst við ó- Framhald á bls. 15. : ánægjulegt að sjá, hve hér hefur vel tekist. Frá hesthús- um Fáks er manni frjálst að taka hesta sina og fara í reið- túr alla daga vikunnar, en þó er ýmissa hluta enn vant, svo sem frjálsra reiðvega út úr byggðinni. Er vonandi að bæj- aryfirvöldin og hestamenn finni brátt lausn á því vanda- máli umferðarinnar. • Ódýrasta og hollasta skemmtunin Eg veit að margur spyr: Hvað kostar nú það ævintýri að eiga hest í Reykjavík? Eg vil svara þeirri spurn- ingu á þá leið, að það er áreið anlega ódýrasta og bezta og hollasta skemmtunin, sem maður getur veitt sér í kaup. staðnum, að eiga hest. Því til sönnunar má geta þess, að hestaeigendur í bænum er fólk af öllum stéttum og ekki sízt þeir, sem ekki hafa úr miklu að spila efnalega. Að lokum vil ég hvetja sem flesta Reykvíkinga og aðra landsmenn til að eignast hest og veita sér þá ánægju að eignast þar tryggan vin, því að milli manns og hests ligg- ur leyniþráður, sem um leið tengir fastar saman vináttu og tryggð á milli mannanna. Friðrik Jörgensen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.