Morgunblaðið - 14.01.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.01.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 14. jan. 1962 Vaxandi þýðing mann- fræðirannsókna Samtal v/ð Jens Ó. P. Pálsson, mannfræðing „ÞAÐ ER HÆGT að skapa á ís- landi að mörgu leyti betri grund völl mannfræðivísinda en ann- arsstaðar þekkist. Með því að gera það myndu íslendingar stuðla stórlega að framþróun þessara vísinda, almennt, og styrkja jafnframt ýmis önnur skyld vísindi." Þannig komst Jens Pálsson mannfræðingur m. a. að orði er Mbl. hitti hann að máli fyrir skömmu og leitaði tíðinda hjá honum af störfum hans. Jens er eini sérmenntað' mann fræðingurinn, sem við íslend- ingar eigum. Hann lauk prófi í fræðigrein sinni við Kaliforníu- háskóla en hefur stundað fram- haldsnám og unnið mannfræði- störf við aðra háskóla, bæði í Bandaríkjunum og Bvrópu. S.l. tvö ár hefur hann starfað við mannfræðistofnunina í Mainz í Þýzkalandi. Hér heima hefur hann dvalið í vetur m. a. við störf fyrir stofnun þessa. Mannfræðin hefur marg- víslega þýðingu Hvað er aðaltilgangurinn með rannsóknarstörfum þínum á ís- landi? f stuttu máli sagt, að fá yfir- lit yfir líkamseinkenni íslendinga, að leitast við að bregða ljósi yf- ir vandamál er snerta uppíhaf þeirra og að fylgjast með líkam- legri þróun þeirra. íslenzka þjóðin er tilvalin til ýmsra mannfræðirannsókna. Hér lifir lítil tiltölulega einangr- uð þjóð, yfir 1000 ára gömul, sem þekkir sögu sína frá upphafi og hefur fengizt mikið við ættfræði og persónusögu. Mannfræðingar þurfa að vita um ættir manna og sögu til þess að geta sem bezt gert sér grein fyrir ýmsum líkamseinkennum. Þess vegna eru líka ættfræði og æviskrárrit mjög gagnleg fyrir mannfræði. En það má ekki rugla þessum hugtökum saman. Mannfræði, í nútima skilningi þess orðs, (physisk anþrópó- lógía) er raunvísindi þó að eðli- lega sé sterkt samvand við hug- vísindi. Mannfræðingar þurfa líka helzt að þekkja ýmsar þjóðfé- lagsaðstæður ,svo sem uppeldis- aðstæður, viðurværi og annan aðbúnað, atvinnu og einnig nokk uð heilsufar þeirra, sem teknir eru til athugunar. Það þarf að reyna að greina milli líkamsein- kenna, sem eiga rætur sinar að rekja eingöngu til ytri aðstæðna og hinna ,sem eru erfðaeinkenni og hafa or.ðið fyrir takmörkuð- um ytri áhrifum. Telurðu mannfræðivísindi beinlínis hagnýt? Sum atriði þeirra myndu menn kalla svo, önnur ekki. Mannfræð- in þróast mjög ört og menn verða að skilja betur að hún getur haft margvíslega þýðingu, ekki aðeins fyrir sögu og erfðafræði mannsins, heldur líka þjóðfélags og læknavísindi. Þannig eru t. d. sköpulags- og vaxtarannsóknir, gagnlegar læknisfræði. Það má ]íka geta þess, að mannfræði- rannsóknir koma oft til hjálpar þegar um barnsfaðernismál er að ræða. Þá leggja mannfræðingar nútímans mikið upp úr blóð- flokkarannsóknum og ætti hver maður að sjá, að það getur verið | gagnlegt að þekkja blóðflokk sinn. Það er ekki von að almennur áhugi eða skilningur sé fyrir mælingum og aðferðum mann- fræðinnar. yfirleitt, en hæð og þyngd sína vilj þó flestir gjarn- an vita. Mælingar mínar hafa m. a. sýnt að íslendingar eru meðal hæstu þjóða heims. Karlmenn hafa hækkað um nál. 5 cm. á einum 30 árum (miðað við mæl- ingar Guðm. Hannessonar). Harðindi drógu úr fólki vöxt á fyrri öldum en velmegun síð- ustu ára hefur aukið vaxtarmögu leika þess. Hún ein getur þó ekki skapað hávaxið kyn. Hér hljóta erfðir að ráða mestu og íslendingar munu upphaflega af fremur hávöxnu fólki komnir. Meðalhæð íslenzkra karlmanna er samkv. mælingum mínum mínum 178,1 cm. fyrir aldurs- flokkana 20-—22 ára, en 176,9 cm fyrir 20—40 ára. Meðalhæð kvenna, 20—40 ára, er hjá mér 163,7 cm. Þessi meðaltöl eru byggð á mælingu fólks úr öllum stéttum og frá öllum landshlut- um. Svo að drepið sé aðeins á aðr- ar mælingar mínar, þá má nefna það, að á síðustu 30—40 árum hefur höfuðlag íslendinga breyzt litið eitt, þannig að höfuðvisital- an (þ. e. hlutfall breiddar og lengdar) hefur aðeins hækkað en áður virtist það hafa haidizt óbreytt frá landnámstíð. Stutthöfðum hefur fjölgað um nærri 15% (skv. Martins flokk- un). Dalarannsóknir. Hvenær býztu við að birta nið urstöður rannsókna þinna á ís- landi? Eg vona að ég geti það innan tíðar. Eg er enn að vinna þegar tími gefst að ritgerð minni, sem byggð er á fyrri mannfræð'.störf- um á íslandi. Þetta verður yfir- litsverk, en nákvæmar héraðs- rannsóknir eru enn ógerðar, að undanskilinni Dalasýslu. í fyrrasumar fékk ég aðstöðu til þess að athuga fólk þar, en nú hef ég aðallega rannsakað Dalamenn, búsetta í Reykjavík Dalamannarannsóknir minar eru sérstafcar rannsóknir sem standa þó auðvitað í ákveðnu sambandi við vandamál, viðkomandi fyrri rannsóknum mínum, hér á landi. Eftir frásögnum sagnrita okk- ar að dæma, má gera ráð fyrir því að allmargt fólk frá írlandi og Bretlandi hafi byggt Dali í upphafi. Margir eru þeirrar skoð unar að enn gæti þar „irskra kyneinkenna". Eg er m. a. að reyna að komast að því hvort þetta gæti haft við veruleg rök að styðjast, og hvort þetta hér- að hafi nokkra sérstöðu, miðað við mannfræði íslands í heild. Eg tala ekki frekar um þetta nú þar sem niðurstöður mínar liggja ekki enn fyrir, nema að mjög litlu leyti. Mér hefur verið mikil ánægja að samstarfi við Dalamenn og aðra, sem hafa aðstoðað mig. Það er uppörvandi að eiga skipti við elskulegt fólk. Blóðrannsóknir Hvemig fellur þér að stárfa í Þýzkalandi? Mjög vel. Þjóðverjar eru mikl- ir starfsmenn og reglumenn og þeir hafa alltaf staðið framar- lega í mannfræðivísindum. Þó að sumir mannfræðingar hafi verið hörmulega pólitískir á tím um Þriðja ríkisins, þá voru ýmsir hinna merkustu, sem aldr- ei blönduðu pólitík inn í vísindi sín. Það eru meðal annars þess- ir síðarnefndu og lærisveinar þeirra, sem hafa reist nýjar stofnanir í Þýzkalandi, sem þegar hafa vakið mikla athygli og að- dáun erlendra kollega, sem stóðu þó miklu betur að vígi í mann- fræði rétt eftir stríð. Mainz er góð miðstöð mann- fræðirannsókna, þar er gefið út „Homo“, hið merka tímarit þýzka mannfræðifélagsins og í það skrifa nú mannfræðingar frá mörgum löndum. Við mannfræðistofnunina í Mainz eru unnin margvísleg störf, bæði á dauðum og lifandi. Þaðan hafa verið gerðir út rann sóknarleiðangrar s.l. ár til ýmsra landa og síðan unnið úr efnivið num við stofnunina. Þá eru m. a. gerðar rannsóknir á hörunds- lit manna og blóðrannsóknir. Undanfarið hefur t.d. verið unn- ið að svokölluðum „haptoglobin rannsóknum. Er safnað til þess blóði frá ýmsum stöðum. Mér hefur verið falið að annast þetta á íslandi og er ætlunin að við dr. Walter, dósent við háskól- ann í Mainz, birtum saman nið- urstöðurnar frá íslandi. Eg veit ekki til þess að áður hafi verið um þetta efni fjallað hérlendis enda hafa mannfræði- Jens Fálsson ar og athuganir á lifandi fólki 'heima fyrir. Þess vegna m. a. er erfitt um samanburð í þeim efn- um við önnur Skandinavísk lönd. Eg hafði mannfræðistofn- un háskólans £ Mainz að baki mér og aðra góða aðila. Dr. Balslev-Jörgensen, forstöðumað- ur hinnar mannfræðilegu rann- sólknarstofu í Kaupmannahöfn, lánaði mér tæki og greiddi götu mína sem bezt hann mátti. Eg vann úr efniviðnum frá Dan mörku í Mainz og það kom í Ijós að í ýmsum meginatriðum virðast Danir vera æði líkir ís- lendingum, eins og hvað hára og augnalit snertir. Sama er að segja um höfuðlag og hæð manna. Þeir Danir ,sem ég mældi eru flestir af nótgrónum dönskum bændaættum. Beinauppgröftur á Borg- undarhólmi. Þú hefur unnið við mannabein og uppgröft þeirra? Eg komst fyrst verulega í kynni við mannabein vestur í Kaliforníu þar sem við vorum að grafa upp forna Indíánabú- staði. í Þýzkalandi hef ég ekki veika þarna en þó mun hafa ver- ið minna um holdsveiki á Borg- undarhólmi en í öðrum hlutum Danaveldis, eftir fyrri athugun- um dr. Möller-Christensens að dæma. jt Samstarf á sjálfstæðum grundvelli. ' Hvað segir þú um framtíð- ina? Mannfræðin er orðin svo víð- tæk og kröfuhörð vísindagrein, að hún getur illa þrifizt sem algert aukastarf. Það verður ae erfiðara að ná nokkrum veru- legum árangri í þessum visind- um nema geta gefið sig að þeim óskiptur. Mannfræðin á íslandi hefur alltaf verið stunduð sem aukastarf og þess vegna ekki náð þeim árangri sem skyldi. Eg verð að segja fyrir mitt leyti, að ég treysti mér varla til að eiga við hana lengur, hér á landi, nema til komi traustari grundvöllur. Eg er bundinn I öðru landi og erfitt fyrir mig að hlaupa svona til og frá, enda* laust, eins og ég hef gert. Eg verð brátt að taka ákvörðun um að ílendast erlendis eða hér- lendis. Eg hef eytt miklu fé og tíma vegna mannfræði á íslandi og ef ýmsir ágætir einstakling- ar hefðu ekki hlaupið undir bagga með mér þá hefðu rann- sóknir mínar verið óframkvæm- anlegar, þrátt fyrir nokkurn styrk frá Vísindasjóði og Alþingi fslendinga. Eg á kost á mannfræðistöð- um erlendis sem á ýmsan hátt eru girnilegar en allt starf mitt og nám hefur fyrst og fremst miðað að því að geta orðið ís- Ienzkri mannfræði að sem mestu liði. Komið hefur til mála að ég verði kostaður og sendur af Mannfræðistofnuninni í Mainz til þess að gera sérstakar mann fræðirannsóknir á íslenzkum unglingum. Þá myndi ég verða að hlýta yfirstjóm þessarar stofnunar og yrði að koma fram í nafni hennar en ekki okkar íslendinga og þannig yrðu allar niðurstöðxu* rannsóknanna birt- ar undir nafni erlendrar stofn- unar. Þótt fslendingar hefðu gagn af slíkri rannsókn, félli mér verst, að viðkomandi stofn- un myndi taka til sinnar eign- ar þann efnivið er ég safnaði og sæti þannig inni með hann, eins og t. d. Harvard á nú merkilegt beinasafn, sem Vil- hjálmur Stefánsson, flutti frá íslandi. /<s tt íf u ty tí 70 ?/ 7i jjnní* r> ?*> 7ft« «> íj fffr ft ***t +>****»*>** . ....... . .. ■ ■SiífSiilÆ ■ : M Linurit yfir líkamshæff fslendinga, 20—22ja ára. Punktalinan er línurit skv. mælingum Guff- mundar Hannessonar prófessors, 1920—1923, en feita linan skv. mælingum Jens Pálssonar 1952—1954. legar „haptoglobinrannsóknir" verið óvíða gerðar. Þær hafa þó mikla mannfræðilega þýðingu þar sem hér er um einkenni að ræða, sem við þekkjum nákvæm lega hvernig erfast. Blóðbankinn og nokkrir lækn ar hafa þegar veitt mér ágæta aðstoð og vona ég að fleiri verði mér einnig hjálplegir. Danir líkir íslendingum. Þú hefur gert mannfræðirann- sóknir á Dönum? Já, s.l. vor réðst ég í rann- sóknir í Danmörku (á Jótlandi, Fjóni og Sjálandi). Danir hafa unnið mikil afrek í sambandi við rannsóknir á beinaleifum en aftur á móti lítið fengizt við að eera mannfræðilegar mæling enn fengizt við uppgröft en hins vegar unnið töluvert þar, við mikið beinasafn frá miðalda- grundvelli er eðlilegast fyrir kirkjugörðum. S.l. sumar vann ég svo við beinauppgröft á Borg- undarhólmi. Dr. Möller-Ohristen sen, bað mig að koma þangað, til liðs við sig. Hann er einn þekkt- asti maður Evrópi., á sínu sviði, hefur grafið víða og m. a. komið upp stórmerkilegu „osteoarkeo- logisku" safni í Danmörku. Carlsbergstofnunin styrkti upp gröftinn á Borgundarhólmi og þarna voru grafnir upp alls um 170 einstaklingar, fiá tímabilinu 1300—1680, margt myndarfólk, þar á meðal maður um 190 cm á hæð. Við fundum þó nokkra holds- Annað dæmi er frá Irlandl. Þar gerðu Bandaríkjamenn miklar rannsóknir á lifandi fólki en efniviðurinn er nú eign Har- vardháskóla. Nei, samstarf á sjálfstæðum tvær menningarþjóðir og við eigum að leita þess á sviði mannfræði eigi síður en á ýms- um öðrum sviðum. En við verð- um alltaf áður að tryggja okk- ar eigið sjálfstæði gagnvart sam- starfsaðilanum. tslenzk mannfræffistofnun nauffsynleg Það er nauðsynlegt fyrir ís- lendinga, að koma á fót sjálf- stæðri mannfræðistofnun í landi sínu. Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.