Morgunblaðið - 14.01.1962, Page 13
Sunnudagur 14. jan. 1962
MORGUNBLAÐIÐ
13
„Ég hafði
|j viimingsnúmerið44
rr Á samkomu, sem haldin var
í Moskvu nú á þrettándanum,
talaði sovézki rithöfundurinn
ílya Ehrenburg og lýsti því þar,
að sögn New York Times,
að hann hygðist mundu „vinna
að uppreisn æru listamanna og
Xithöfunda“ í Sovétsamveldinu
nú eftir að herforingjar hafi
fengið uppreisn æru sinnar. í
liæðu sinni nefndi Ehrenburg
marga ritfhöfunda, listamenn, leik
stjóra og sfcáld, sem voru teknir
i af lífi, fangelsaðir eða knúðir
f til sjálfsmorðs á valdatímum Stal
ins.
f i „Hvernig tókst þér að lifa af?“
epurði einn hinna rússnesku á-
beyrenda. ___
L, Ehrenburg svaraði:
r'i „Það er erfitt að segja, en ég
beld, að það hafi verið eins og
stórtt happdrætti. Eg hafði vinn
ingsnúimerið“.
Annar áheyrandd sendi svo-
bljóðandi, skriflega spurningu:
REYKJAVÍKURBRÉF
----■-— Laugard. 13. ian.-—-
„TJppi er orðrómur um, að Past
ernak sé dáinn, þó að engin til-
Ikynning hafi verið gefin um
það“.
Ehrenburg rifjaði upp, að
®agt hafi verið frá dauða Paster-
nafcs 1960 í einungis f jögurra lína
frásögn, og bætti við:
„Mikið rússneskt sfcáld pr lát-
lð“.
Kvað þá við klapp frá álheyr
enduim,, en Ehrenburg spurði:
„Af hverju klappa nú? Þið ætt
tið að velja þann tíma til klapps,
jþegar það á við“.
j Síðan bætti hann við:
1 „Honum var ekki samboðið,
hvernig sagt var frá dauða hans“.
Ennfremur gagnrýndi Ehren-
burg helztu sovézka rithöfunda
fyrir, að þeir hefðu sýnt Paster-
nak kulda og sagði:
„Þetta tilheyrir aðstæðum, er
eem betur fer, eru að hverfa“.
í uppihafi spurningatímians
hafði Ehrenburg tekið fram, að
hann mundi efcki svara neinum
spurningum um aiþjóðamál og
Sagði:
„Mundu merrn hafa beðið
Obekov um að láta uppi sfcoðun
sína á stjórn Kennedys?“
„Eins og lítið
skorkvikindi“
I>essi spurning Ehrenburgs
beindist gegn aiþefcktri misnotfc
un komimiúnista á rithöfundum,
sem ýimist hafa verið þvingaðir
eða ginntir til fullyrðinga um
Ulál, sem þá sfcorti skilning eða
þefckingu á. Einn af þeim, sem
var hörmiulega ginntur, er Hall-
dór Kiljan Laxness. Þess vegna
segir hann nú:
„Árið 1938, meðan ég dvaldist
I Moskvu, var ég viðstaddur
hreinsunarréttarhöld Stalins og
einkuan Búkharin-réttarhöldin.
Þá vissi ég ekki það sem ég fékk
síðar að vita frá 20. fiofcksþing-
Snu og af skýrslu Krúsjeffls um
Stalin 1956. Þessar uppljóstranir
ollu mér stórkostlegum vonbrigð
lim.
Ég hefi ekki áhuga á stjórn-
tnálum lengur“.
í Gerzka ævintýrinu, sem bóka
útgáfa Heimskringlu gaf út 1938,
eagist Laxness hafa verið við-
staddur þessi réttarhöld. Þar seg
ir hann m.a.:
„Einhver minnisstæðasta end-
urminning sem ég hef um mann,
er Búkharín fyrir herréttinum.
Tvisvar sinnum JEjóra tím/a á dag
I tólf daga hafði ég fyrir augum
þessa menn í hinum litla, þétt-
síkipaða sal í höill verkalýðsfélag
anna, munaðarlausustu, yfirgefn
ustu stjórnmálamenn heimsins,
tuttugu og einn talsins, hina einu
stjórnmálamenn í heimssniðum
sem urðu að sæta því hlutskipti
að yfirgefa heiminn bókstaflega
eins og hundar“.
Síðar segir skáldið um Búkhar
ín sjálfan:
„Sleipur eins og áll, ósýnilega
snar í viðbrögðum, eins og lítið
skorkvikindi sem er smokið út
um greipar manns og horfið þeg
ar maður er í þann veginn að
grípa það, þannig úrefnaðist
hann aftur og aftur í höndum
saksóknarans, hann blátt áfram
hvarf niður í jörðina fyrir aug-
um manns í meira eða minna bók
staflegum skilningi, þegar sízt
varði, þegar manni fannst að nú
hefði rétturinn loks náð taki á
honum“.
„Yfirlýsingar um
sakleysi eins og
sóttkennt óráð“
Þá sagði Halldór Kiljan Lax-
ness ,að hann hefði „sjaldan
haft betri prófstein" á hug manna
en réttarhöldin í Mosfcvu:
„Á þá sem höfðu nofckra þekk-
ingu á saimhengi málanna ork-
uðu hinar órökstudidu yfirlýsing
ar hægrikrata um sakleysi Trotgk
íts, Búkharíns og Pjatabofs eins
og sóttbennt óráð. Það var öm-
urleg sjón að sjá þessa menn
reyna umfram allt að gera mál-
stað prófaðra spellvirkja, eitur-
morðingja og landráðamanna &ð
sínum eigin, án nokkurrar til-
raunar til að kynna sér staðreynd
ir í málinu, aðeins í þeirri von að
þeir gætu bakað Ráðstjórnarríkj
unum eitthvert tjón, sverja og
sárt við leggja að þetta væru allt
að því heilagir menn, þrátt fyrir
þótt yfirheyrglur og dómsástæð-
ur væru tilkvæmar öllum heimi í
bókarformi orð fyrir orð sam-
kvæmt hraðriti réttarins“.
Áður hafði sbáldið talað um
„linkind leynilögreglunnar við
þessa glæpamenn". Þá vék hann
einnig að „landráðamönnunum
innan hersins, Túfchatéfskí og
Gamarnik," sem „voru teknir
hönd um síðvetrar 1937“.
Þegar menn lesa þetta, skilja
þeir væntanlega, að Halldór
Kiljan Laxness játi, að það, sem
nú hefur sannazt, hafi valdið
sér „stórkostlegum vonbrigðum".
Það er mannlegt að skjátlazt. En
sumir hefðu tekið afleiðingunum
af slíkum blebkingum á þann
veg að snúast til einarðrar and-
stöðu og baráttu gegn því glæp-
samlega skipulagi, sem sök ber
á þvílikum ósköpum. Því auðvit
að tjáir ekki &ð kenna Stalin
einum um alla glæpina. Orsak-
anna er að leita í sjálifu skipu-
laginu.
Halldór Kiljan Laxness velur
þann fcost að segjast efcki hafa á-
huga á stjórnmálum lengur. E.t.v.
treyistir hann ékki framar dóm-
greind sinni í þeim efnum. Slíkt
væri fyrirgefanlegt. En þá er eft
ir að sjá, hvort hann beldur á-
fram að láta kiommúnistadeild-
ina hérlendis misnota sitt frá-
bæra rithöfundsnafn. Eða skyldi
hann tafca Það fyrir góða og gilda
vöru, þegar Þjóðviljinn nú prent
ar athugasemdalaust upp lof
Izvestía um Túkhatéfskí mar-
sfcálk, þann, sem Laxness lét 1938
haía sig til að kalla landráða-
mann? Jafnvel Bhrenburg er
efcfci svo lítilþægur að láta sér
nægja æruuppreisn fyrir herför
ingja. Hann minnist einnig allra
rithöfundanna, listamannanna
leikstjóranna og skáldanna, sem
safclausir hlutu sömu örlög.
„Þetta er þá
útkoman eftir alla
sellufundina“!
Tíminn bregzt reiður við yfir
því, að það þyki í fiásögur fœr-
andi, að Eysteinn Jónsson hafi
ásamt Lúðvíki Jósefssyni setið á
aðalfundi L.f.Ú. langt fram á
nótt, í því skyni að reyna að efna
til óskunda gegn ríkisstjórninni.
Eysteini var þó svo umlhugað að
sitja þennan fund L.Í.Ú., að hann
mat það meira en að vera við 2.
umr. fjárlagafrumvarpsins. Ein-
hvern tíma hefði hann þó ekki
látið sig vanta á Alþingi þegar
það mál var til umræðu. Tím-
inn segir, að Eysteinn hafi verið
á fundinum af því, að hann hafi
fengið umboð nokkurra útvegs-
manna á Austfjörðum til að fara
með atkvæðj þexrra. Að sjálf-
sögðu hlaut hann &ð hafa umboð
annarra! En einhvern veginn
hafa útvegsmienn á Austfjörðum
hingað til fcomizt a*f án þess að
gera Eystein að umboðsmanni
sínum á aðalfundum L.Í.Ú. Sann-
leikurinn er sá, að samþingis-
mennirnir, Eysteinn og Lúðvík
Jósefsson, böfðu í sameiningu lát
ið safna atkvæðum hvarvetna þar
sem þeir komu höndum undir til
að reyna að ná tökum á stjórn og
verðlagsráði L.f.Ú.
Samvinna þeirra mun aldrei
hafa verið nánari, jafnvel þegar
bezt lét á V-stjórnarárunum, en
í undirróðrinum fyrir þennan
fund. Þeir höfðu hinisvegar efcki
erindi sem erfiði. Þess vegna var
það, að Eysteinn sagði við Lúð-
vík, eftir að úrslit fcosninga urðu
kunn:
„Og þetta er þá útboman atftir
alla sellufundina"!
„Kommúnistinn
berstrípaður“
Svo fór hér eins og iðulega,
þegar samsæri mistekst, að
grunnt reyndist á vináttu sam-
særismannanna. Lúðvík Jósefs-
son vatt sér þegar í það að skrifa
harðar árásir á Framsókn í blað
kommúnista á Austurlandi. Tím-
inn brást hið versta við og segir,
að í grein Lúðvíks komi „komm-
únistinn berstrípaður" fram og
bætir við:
„Rækilegar er varla hægt að
löðrunga vinstri sinnaða um-
bótamenn í landinu.“
Meira en lítinn barnaskap
þarf til þess, eftir allt, sem á
undan er gengið, að búast við
öðru af Lúðvík en „þjónustunni
við kommúnismann og Rússa“.
Hitt má e.t.v. til sanns vegar
færa, að Lúðvík sé ekki ætíð
„berstrípaður". Fáir eru fimari
í að klæða sig i allskonar dular-
gervi. En eftir reynsluna i V-
stjórninni og raunar allan feril
Lúðvíks jafnt á undan sem eftir,
getur engum, sem með hefur
fylgst, dulizt, að Lúðvík er og
hefur ætíð verið kommúnisti.
Það er sízt að ófyrirsynju, að
Sovétvaldsmenn hafa nú sýnt
honum þann trúnað að leyfa, að
hann mætti taka við formennsku
þingflokks þeirra á íslandi af
Einari Olgeirssyni. Sovétherrarn-
ir vita ofurvel að vart má á milli
sjá, hvor þessara tvímenninga er
þeim dyggari þjónn.
Þjóðviljinn verður og ekki
uppnæmur fyrir því, þótt borið
sé á I,úðvík, að hann sé fcommún-
isti. Blaðinu finnst það svo sjálf-
sagt að ekki þurfi um að ræða,
né afsakanir fram að færa. Það
sendir Tímanum bara tóninn og
segir:
„Það verður kannski ekki al-
veg auðvelt að vinna kosningar
á því að vera bæði með og á móti
hernum, bæði með og á móti
Efnahagsbandalaginu, bæði með
og á móti heilbrigðri vinstri
stefnu í landsmálum. I>að er ekki
auðvelt göngulag fyrir heilan
stjórnmálaflokk að geta í hvor-
uga löppina stigið."
„Bæði með og
á móti hernuni44
Aldrei hefur þótt heppilegt að
tala um snöru í hengds manns
_______________________________r
húsi. Á þann veg fer þó Þjóð-
viljanum, þegar hann sakar
Framsókn um að vera bæði með
og á móti hernum. Kommúnistar
hafa raunar ætíð verið á mótl
vörnum lýðræðisríkjanna á ís-
landi. Þeir unnu það þó til á
V-stjórnarárunum að sætta sig
við varnirnar og íéllu frá kröf-
um sínum um brottrekstur varn-
arliðsins. Verður vart greint á
milli, hvorir sýndu þá meiri
ólheilindi. Framsóknarmenn eða
kommúnistar.
f Bandaríkjunum er nýlega
komin út bók, sem heitir: „lce-
land, Reluctant Ally“ „ísland,
tregur bandamaður" eftir Don-
ald E. Nueöhterlein sem starfaði
í bandaríska sendiráðinu hér ár-
in 1955 og 1956. Bók þessi er að
sjálfsögðu skrifuð frá bandarísku
sjónarmiði, en er einfcar athyglis-
verð vegna þess að hún sýnir,
Ihvert mat kunnugur Bandaríkja-'
maður leggur á viðbrögð flokk-
anna hvers og eins í varnarmál-
um. Má og segja, að sumt af því,
sem höfundurinn segir, hafi sjálf
stætt heimildargildi fyrir fslend-
inga, einkum varðandi það, sem
gerðist meðan hann dvaldi hér og
fylgdist með málum af hálfu
Bandaríkjastjórnar. En svo var
einmitt á árinu 1956, þegar gerð
var hin alræmda samþykkt 28.
marz, V-stjórnin samdi um fram-
kvæmd hennar, en efndi ekki
það loforð fremur en annað, sem
hún hafði heitið.
„Ldtuðu leiðar
til að bjarga
andlitinu66
f stuttu yfirliti um atburðará*-
ina eftir myndun V-stjórnarinnar
sumarið 1956 segir Nuedhterleia:
„Eitt af aðalviðfangsefnum
nýju stjórnarinnar var fram-
kvæmd ályktunar Alþingis frá
28. marz 1956 um brottför varnar-
liðs Bandaríkjanna frá fslandi.
Eins og þegar er sagt, höfðu
fcosningarnar sýnt, að almennur
stuðningur við að halda varnar-
liðinu var mun meiri en foringj-
ar Framsóknar og Alþýðuflokks
höfðu búizt við, og íslendingum
var orðið ijóst, að Bandaríkin
voru efcki fús til að halda áfram
mikilli starfrækslu og dollara-
eyðslu til viðhalds Keflavifcur-
flugvelli, ef lið Bandaríkjanna
væri neytt til að hverfa á braut.
Að lokum var í vaxandi mæli
ljóst, að önnur NATO-lönd væru
uggandi um framvindu mála á
íslandi og þetta hafði aftur rifc
álhrif á almenningsálit á íslandi.
Allar þessar hugleiðingar verk-
uðu svo á hina nýju íslenzku
ríkisstjórn, að hún fór að leita aS
leið til að bjarga andlitinu, þó
að hún kúventi frá þeirri stefnu
sinni að varnarliðið skyldi hverfa
á brott. Lausn á þessu hrelling-
arefni bauðst í nóvember 1956,
þegar heimsástandið versnaði
vegna atburðanna í Ungverja-
landi; og íslenzka stjórnin var
fljót að grípa þetta tækifæri."
Hér segir maður, sem glöggt
má vita, að Vstjórnin hafi þegar
fyrir ungversku byltinguna 1956
verið búin að ákveða að hverfa
frá ákvörðunum um brottrekst-
ur varnarliðsins. Atburðirnir þá
hafi einungis veið notaðir £ því
skyni að bjarga andliti stjórnar-
innar. Hann fer og ekki dult með,
að áframhaldandi dvöl liðsins og
lánveiting Bandaríkjanna í árs-
lok 1956 hafi verið nátengd. Er
það raunar engin nýjung fyrir
íslendinga en hér er staðfest, að
af hálfu Bandaríkjamanna er eins
, litið á.