Morgunblaðið - 14.01.1962, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 14.01.1962, Qupperneq 17
Sunnudagur 14. jan. 1962 MORGVNBT. AÐ1Ð 17 f Metúsalem Jónsson Kjerúlf bóndi — Áttræður ÁTTRÆÐUR er í dag einn af mestu búhöldum þessa lands um langa tíð, Metúsalem Jóns- son Kjerúlf bóndi á Hrafnkels- stöðum í Fljótsdal. I Hrafnkelsstaðir eru sögukunn jörð, kotbýli kallað við fyrstu kynni, en Hrafnkell Freysgoði gerði það höfðingssetur og óðal sinna niðja í næstu ættliði. En svo hverfur saga jarðarinnar í xnóðu ókynnisins þar til er hún undir lok 16. aldar kemst í eign klaustursins á Skriðu í Fljóts- dal og fylgdi síðan öðrum klaust urjörðum að eign og umráðum þar til er Metúsalem keypti hana, sem síðar segir. ! Metúsalem er fæddur á Mel- tim í Fljótsdal 14. janúar 1882. — Foreldrar hans voru Jón bóndi þar Kjerúlf, Andrésson Kjerúlf Jörgenssonar Kjerúlf, fjórðungslæknis á Brekku í Fljótsdal og Aðalbjörg Metú- salemsdóttir, sterka, bónda í Möðrudal. En kona Andrésar Kjerúlf var Anna Jónsdóttir, Þorsteinssonar bónda á Melum, sem Melaætt er rakin frá. Standa þannig að Metúsalem þrír sterkir og merkir ættstofn- ar, og veldur hann því vel. Metúsalem ólst upp á heimili foreldra sinna til fulltíða ald- urs og fékk þar alla sína bók- legu og verklegu mennt og menningu. Með aðstoð heimilis- kennara nam hann þær fræði- greinar, sem kenndar voru til fermingar, lestur, skrift, réttrit- un, reikning, sögu íslands og iandlýsingu o. fl. Bókakostur var mikill á heimilinu, því báð- ir voru þeir bókamenn faðir hans og afi. Þess neytti Metú- Sdlem til framhaldsnáms. Dag- leg önn heimilisins laut öll að búskap og sú var einnig ríkust hneigð Metúsalems. Var hann því gagnvel menntur til ævi- starfs sins, þótt ekki nyti hann skólamenntunar. Snemma árs 1904 lézt Aðal- björg húsfreyja móðir Metúsal- ems. Varð sá missir heimilisins orsök þess, að Jón bóndi hugðist láta af búskap næsta vor og fá hann í hendur Metúsalems. — Hann var þá heitbundinn ungri stúlku á heimilinu og ekkert að vanbúnaði til búskapar. Um áramótin næstu sagði ekkjan Hallfríður Einarsdóttir upp ábúð á Hrafnkelsstöðum, svo að jörðin var laus til ábúð- ar næsta vor. Undanfarið höfðu búið þar stórbændur við mikla búfremd. > £>að lýsir stórhug Metúsalems að hann sótti um ábúð á Hrafn- kelsstöðum, þrátt fyrir það þótt Melar væri góð bújörð og áar hans hefðu búið þar í fjóra settliði við góðan efnahag. En Hrafnkelsstaðir gátu framfleytt Stærra búi og það var látið ráða. Metúsalem var þá 22 ára og ekki fullmyndugur. Varð hann þvi að hafa föður sinn að tilsj ónarmanni. I Þrátt fyrir það að um jörð- ina sóttu einnig tveir gildir bændur fékk Metúsalem ábúð- ina. Vitnar það berlega, hvað hinn ungi maður hafði þá áunn- ið sér mikið álit. f Sumarið fyrsta á Hrafnkels- Btöðum, 25. júní 1905, kvæntist Metúsalem heitmey sinni, Guð- rúnu Jónsdóttur frá Felli í Suð- ursveit, Vigfússonar bónda þar. Móðir hennar, Guðrún Davíðs- dóttir var einnig skaftfellsk að ætt. Tvö fyrstu árin á Hrafnkels- Btöðum, var búið rekið á nafni Jóns til þess er Metúsalem var fullmyndugur. Skipti Jón þá búinu. Metúsalem gerðist brátt at- hafnasamur búmaður. Fyrsta viðfangsefni hans var að auka ©g bæta ræktun jarðarinnar; og •ð því verkefni hefur hann unn- ið þrotlaust alla tíð. Landrými er mikið á Hrafnkelsstöðum og fjárgeymsla fyrirhafnarsöm. Á fjórða búskaparári sínu (1911) lagði hann 2300 m langa girð- ingu þvert yfir landið, frá Jökulsá austur yfir háls að Gils árgljúfri, til að létta fjárgeysml- una. Þar næst snerist hann að híbýlabótum og byggði íbúðar- hús úr steinsteypu í stað gam- als og hrörlegs torfbæjar. Frá- færur og sauðahald lagðist nið- ur á Austurlandi laust eftir alda mótin en Metúsalem hélt hvoru tveggja lengur en aðrir, sauða- eign fram um 1920 og fráfærum nokkru lengur. Eiríkur bróðir Metúsalems hafði verið í búi með honum og átt mikinn þátt í búþrifim- um sökum afburða-fjármennsku. Árið 1921 keyptu þeir bræður jörðina Hamborg gegnt Hrafn- kelsstöðum, vestan Jökulsár. Hóf Eiríkur búskap þar, en Metú- salem fékk hluta af engjum jarðarinnar. Vænkuðust við það búskaparskilyrðin á Hrafnkels- stöðum, sem er engjarýr jörð. Brátt eftir þetta rak að því að Metúsalem vildi ekki una leiguliðaábúð og keypti jörðina árið 1927. Sauðfjárbúskap rak Metúsal- em lengst af stærri en nokkur annar bóndi á Austurlandi sam- tímis, og þótt víðar væri til jafnað. í jarðatalinu 1942 er meðaláhöfn 5 ára á Hrafnkels- stöðum talin 660 á vetrarfóðri en oft var það fleira einstök ár. Flest fé á fjalli var rösklega 1500. Um haustið var 600 fjár rekið til kaupstaðar, 70 var slátrað til heimilis og á níunda hundrað var sett á vetur. Sauðfé sitt rak Metúsalem á afrétt vestur yfir Jökulsá. Þegar áin var í vexti á vorin þurfti að flytja þenna mikla fjárfjölda á lítilli lögferju. Til úrbóta á þessu smíðaði Metúsalem stóran pramma, strengdi vírkaðal milli stöpla yf- ir náa, tengdi stefni prammans með streng við hjól, sem rann á vírkaðlinum, og lét straum árinnar flytja ferjuna milli landa. Nú hefur verið byggð brú yfir ána á þeim stað, sem straumferjan var. Metúsalem hefur átt sín hugð armál utan þess sviðs, sem við kemur hagrænum búskap. Eftir að hann hafði byggt íbúðarhús- ið (1917) flutti hann að því stórvaxin reynitré úr skóglendi jarðarinnar, og tókst það svo vel, að skógræktin á Hallorms- stað hefur stundum fengið fræ af þessum trjám. En í þessu efni sem öðru leit Metúsalem einnig til framtíðar- innar. Síðar efndi hann til trjá- ræktarstöðvar í brattri brekku ofan við túnið. Ræktar hann þar allar fáanlegar tegundir lauftrjáa og barrtrjáa. Skóglendi allmikið er í landi Hrafnkelsstaða, en jörðin átti aðeins skógargrunninn og gras- vöxtinn og þar með beitarrétt í skógarlandinu. Trjávöxturinn var ítak annarrar jarðar. Þess- ari kvöð á jörð sína undir Metú- salem illa og fékk hana afleysta (keypta) fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir hinn mikla sauðfjár- fjölda á Hrafnkelsstöðum hafa þrif skógarins í tíð Metúsalems verið engu minni en skóglendis, sem hefur verið girt og í sér- stakri fræðilegri umsjá. Metúsalem hefur verið sér mjög einhlítur í búskapnum og framkvæmdum öðrum. Um bygg ingu íbúðarhússins hafði hann alla forsögu. Straumferjan, út- búnaður hennar og uppsetning var hans eigin hugkvæmd og verk. Búsmiði allt fyrir heimil- ið hefur hann unnið. Búþrifin eru að þakka hagleik hans og verkhyggni eigi síður en atork- unni. Búskapinn hefur hann rekið meir af alúð og eljusemi en af ofurkappi. Fólki sínu hef- ur hann verið hlífinn og hugul- samur, en sjálfum sér óhlífinn. Mörg umsvif og störf hefur hann haft, þegar fólk hans hafði full- ar náðir. Búönnin hefur verið honum hugðarmál. Óhlutsamur er Metúsalem um menn og málefni, sem honum þykir sér ekki koma við. Hins vegar er hann boðinn og búinn til liðsinnis, sé þess leitað, eða viti hann þess þörf. Hann hefur ekki sælzt til áhrifa á félagsmál eða héraðsmál, en hefur samt ekki komizt hjá þeim sökum álits síns. í hreppsnefnd og odd- viti nefndarinnar var hann eitt kjörtímabil. Oddvitastörfin rækti hann með prýði, en þau voru honum ekki hugðarmál og neytti hann þess að þegnskyldutímam- um liðnum að taka ekki endur- kösningu. Trúnaðarmaður Rækt unarsjóðs hefur hann verið og deildarstjóri í Kaupfélagi Hér- aðsbúa, átt sæti í fræðslunefnd og spítalanefnd. Fyrir nokkrum Srum tók Metúsalem að draga saman eig- in búskap, en fullsetin er jörð- in. Tveir synir hans búa þar með honum og þrjú eru þar nú steinsteypt íbúðarhús. Heim að sækja er Metúsalam hinn altilegasti. Glaðlegur í bragði tekur hann kveðju gests ins og með spaugsyrði á vörum sé kunnugum að heilsa. Svo Framhald á bls. 16 Dodge ‘57 tveggja dyra (hard-top) til sölu og afhendingar í april byrjun. Upplýsingar 1 símum 18209 og 50257. HÚSEIGNIN Suðurgata 112 Akranesi er til söiu og laus til íbúðar strax. — Uppl. gefur Þórður Hjálmarsson, Sími 96. bbbbbbbbbbbbbtbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb1 Nýkomið: AS S A- útihurðaskrár Ú tihurðalamir Bréfalokur yggingavörur h.f. Siml 35697 Laugaveg 178 b! i b HRINGUNUM. C/igithf>ó’lSLCC Hafnarfjörður Ábyggilegur maður eða kona, sem unnið getur sjálf- stætt við innheimtu og skrifstofustörf, óskast á skrif- v. stofu í Hafnarfirði. — Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins merkt: „Trygging — 7763“, fyrir 18. þ.m. Afgreiðslusfúlka óskast í snyrtivöruverzlun. — Umsóknir ásamt uppl. sendist afgr. Mbl. merkt: „Starfshæfni — 214“. HÚSEIGEIUR á hitaveitusvæðinu Hvers vegna að fara niður I kjaliara, þegar stilla þarf hitann? Fáið yður heldur sjálfvirk stillitæki og sparið sporin Önnumst uppsetningar Nánari upplýsingar veitir ==HÉÐINN = Véiaverzlun — Sími 24260 6 tepndir af Kambgarni 10—16 oz. í KJÓL og SMOKINGSFÖT Bankastræti 6 Sími 10935 11 '\ FjyUOTJffi KLÆÐSKERI %

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.