Morgunblaðið - 14.01.1962, Side 20

Morgunblaðið - 14.01.1962, Side 20
20 MORCVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 14. Jan. 1962 Margaret Summerton HÚSIÐ VIÐ SJÖINN Skdldsaga V 43 _> Allt í einu stóð Ivy hjá okkur, án þess að við hefðum heyrt hana koma inn. Afsakið ónseðið, umgfrú, sagði hún snefsin, en frú Elliot biður yður að koma og hella í tebollana, áður en allt er orðið kalt. Uim leið og við stóðum upp, sagði Mark: Vel á minnzt, elskan, það er eitt, sem ég gleymdi að segja þér. Hún mamma þín er væntanleg hingað einhverntíma á morgun. Þegar ég hringdi til Jaimes frænda í gaer, sagði hann mér af því. Það virðist svo sem hún æ-tli að koma fljúgandi til London og svo kemur hann með hana hingað. Ég er búinn að panta herbergi fyrir þau í kránni. Síðasta sólarhringinn, hafði mér ekki einu sinni dottið mamma í hug. Nú mundi ég allt í einu orð hennar um ræningj- ana, eða hákallana, eins og hún kaliaði þá. En auðvitað hafði James Halliwell gert henni að- vart. En hvað er um Edvinu? spurði ég. Hefur hún nokkra hugmynd um þetta? Já, ég sagði henni það sjálfur. Og hvað sagði hún? Ekkert sérstakt, nema hvað hún skríkti eins og hún getur gert það al'lra meinfýsnislegast og sagði, að mamma þín yrði sennilega fyrir vonbrigðum, ef hún héldi sig geta hrætt gamla, hruma konu. Ég hló. Tamara er nú sjálf ekkert lamb að leika sér við, sagði ég. í>að gæti orðið eitthvað sögulegt ef hún tæki það í sig að verða hér kyrr. Héma! Hver í ósköpunum heldurðu að vildi vera hérna ótilneyddur? Nei, ekki eins og allt er nú, játaði ég. en Tamara myndi fyrst og fremst koma miðstöðvarhit- uninni í gang og útvega nægilegt þjónustufólk á svipstundu. Það tækist henni aldrei, að Edvinu hei'Ui og lifandi. Þetta er nú bara hugdetta hjá mér. Annars geta gamlir óvinir oft orðið beztu vinir. Við höfðum gengið eftir gang- inum og komum nú að setustofu Edvinu, en úti fyrir dyrunum þar, sagði Mark: Ég þori ekki inn því að þá rýkur hún upp bálvond. Ég hringi í þig í kvöld. Nei, þú kemur inn, sagði hún. Ef hún vill endilega hata þig, þá verð ég að fylgja með í þeim kaupum. Svo tók ég í hönd hans og héit henni svo fast, að hann gat ekki losað sig. Edvina leit á okkur, sá að við héldum saman höndum og sneri sér undan eins og hún létist ekki taka eftir því. Nú, þegar síðdegissólin skein á hana, sýndist hún gömul og þreytt og af ér gengin. Eitthvað lá í kjöltu hennar. Þegar ég gáði betur að, sá ég, að þetta var myndin af Danny. Þegjandi setti hún myndina aftur á litla borðið hjá sér. Það var einhver virðuleiki en þó uppgjöf þessari. hreyfingu, svo að ég varð hrærð. Hún lét sem hún sæi ekki Mark, en sneri sér beint að mér. Jæja, ég vona, að þú hafir getað losnað við þennan lögreglumann? Haan er farinn og ónáðar okk- ur sennilega ekki oftar, sagði ég. Það þykir mér vænt um að heyra. En helltu nú í bollana, Charlotte. Teið er búið að bíða nógu lengi. Það skal ég gera, en fyrst þarf ég að segja þér dálítið. Ég þagnaði en Mark hélt áfram: Ég er hrædd um, að það gleðji þig ekki neitt að heyra það, frænka. Það efast ég ekkert um. Hvað var það, Chariotte? Við Mark erum að hugsa um að gifta okkur. Og þú viit kannske fá blessun mína? Ég svaraði aumingjalegar Já, auðvitað vildum við helzt, að þú værir ánægð með það. Já, en þú vissir vel, að það yrði ég aldrei. Mark svaraði fyrir mig: Já, ég vissi það Hún leit á hann með fyrirlitn- ingu, en hann brosti á móti, eins og ekkert væri. Hún sagði nú önuglega: Það er eins gott fyrir þig að fá þér sæti. Svo var hún í þungum þönkum meðan ég útdeildi boll- unum, en um leið og ég setti hennar bolla hjá henni og gaf henni kökustykkið, sem stærsta valhnotan var í, mundi ég eftir fyrsta kvöldinu þarna þegar ég hafði verið að horfa á Mark og fannst auðmýkt hans gagnvart Edvinu grunsamleg. En nú skildi ég hana. Ég var sjálf uppfull af löngun, sem nálgaðist kærleika, til þess að þóknast henni með því að gera henni smágreiða, en slíkt nægði henni bara ekki, af því að mér var á sama hátt farið og Mark, að ég vildi ekki þrælbinda mig henni fyrir lífstíð, eins og hún hélt, að Danny hefði gert. Hún setti bollann sinn snöggt niður og leit grimmdaraugum á Mark. Mér var alvara með það, sem ég sagði í gærkvöldi og ætla ekki að taka eitt orð af því aftur. Þú ert svikari og það var ekki þér að þakka, að Charlotte lét ekki gera út af við sig. Nei, þér þýðir ekkert að fara að bera blak af honum, Charlotte, því að auðvitað heldur þú, að hann sé einhver dýrlingur! Ég settist niður við fætur henn ar og greip hönd hennar. Nei, ,það er satt, það held ég alls ekki. Ég held, að hann sé bezti Vegleg afmæEIsgJof Ritsafn Jóns Trausta 8 bindi Verð kr. 1500. Fæst hjá bóksölum — Jesús minn, sjáiffi hvernig ég brenndi mig, þegar ég smakkaði á sósunni. maður, sem ég hef nokkurntíma fyrir hitt. En okkur getur öllum skjátlast.... Hún greip fram í fyrir mér. Já, og ég held þér sé að skjátlast núna.... ★ En allt í einu fann ég, að hún herti takið um mína hönd, og um leið breyttist hljómurinn í röddinni, rétt eins og allri þrjózk unni, em hingað til hefði verið einvöld hjá henni, væri sópað burt. Síðan æpti hún fremur en sagði: Ég vil, að hún Charlotte verði hamingjusöm, Mark. Eins hamingjusöm og ég var í mínu hjónabandi.... Svo bilaði rödd- in. Mark hallaði sér að henni. Það vil ég líka, frænka. Og ég á enga ósk heitari. Hún starði þegjandi á hann stundarkorn, en svo var að- finnslutónninn kominn aftur: Það fyrsta sem þú ættir að gera, er að snúa þér aftur að þessu fyrirtæki þínu. Ef þú ætlar að eiga Charlotte, verðurðu að vinna fyrir þér. Hann brosti góðlátlega til hennar og hún svaraði með ein- hverju sem líklega hefur átt að vera bros. Kannke þú verðir annars hérna þangað til þú get- ur tekið hana Charlotte með þér til London. Ég færði bollann nær henni og um leið og ég sleppti honum, greip hún hönd mína. Ætlarðu að koma einhverntíma aftur og heimsækja mig, Charlotte? Auðvitað geri ég það. Ég rétti Mark hina höndina og hann greip hönd Edvinu. Og í því vetfangi, þegar ég horfði í augu Marks, sem Ijóm- uðu aftur af ást og glattni, er hann horfði í mín augu, vissi ég, að nú voru allir erfiðleikar okk- ar á enda. Ég sagði: Við skulum koma aftur hvenær sem við get- um. (Sögulok). SHtltvarpiö Sunnudagur 14. janúar. 08.30 Létt morgunlög — 9.00 Fréttir — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Morgunhugleiðingar um músik: „List og líf“ eftir Edwin Fisc- her; II. (Árni Kristjánsson). ■ 9.35 Morguntónleikar: a) Konsert í C-dúr fyrir þrjú píanó og hljómsveit eftir Bach (Edwin Fisher, Ronald Smith, Denis Matthews og hljómsveitin Philharmonia leika; Edwin Fisher stjórnar). b) Aksel Schiötz syngur laga- flokkinn „Ástir skáldsins“ op. 48 eftir Schumann; Gerald Moore leikur undir. C) Sinfónía nr. 3 í a-moll op. 56 (Skozka hljómkviðan) eftir Medelssohn (Sinfóníúhljóm- sveit ástralska útvarsins í Sidney leikur; Sir Eugene Goossens stj.). 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Jón Auðuns dómprófastur. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson). 12.15 Hádegiútvarp. 13.15 Erindi: í flóttamannabúðum (Séra Jakob Jónsson). 14.00 Miðdegistónleikar: a) Sónata í A-dúr fyrir fðilu og píanó eftir César Franck. (Ye- hudi Menuhin og Louis Kentner leika). b) Stefán íslandi syngur óperu- aríur og dúetta ásamt Else Brehms og Henry Skjær. e) Konsert í A-dúr fyrir klar- ínettu og hljómsveit (K622) eftir Mozart (Jack Brymer og Konungl. fílharmoníu- 8» sveitin 1 Lundúnum leika; Sir Thomas Beecham stjónv ar). 15.30 Kaffitíminn: Karl Jónatansson og Sigurður Jónsson leika. I61.OO Veðurtfregnir. — Endurtekið efni: a) Tveir aldnir Vestfirðingar. Guðmundur Sigurðsson á t»ingt/ri ojg Alexander Ein- arsson á ísafirði, segja friá. b) Steinunn Bjarnadóttir og Ómar Ragnarsson skemmta með gamanvísum og eftir- hermum. c) KK-sextettinn leikur nýleg danslög eftir íslenzka höf- unda; Díana Magnúsdóttir og Harald G. Haralds syngja. 17.00 Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrit- uð í t>órshöfn). 17.30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur): a) Leikrit: „Tröllakvömin“, Leik stjóri: Flosi Ólafsson. b) Ný framhaldssaga: „Doktor Dýragoð" eftir Hugh "Witting, endursögð af Thorbjörn Egn- er; I. (Flosi Ólafsson). 18.20 Vfr. — 18.30 „Buldi við brestur,*| Gömlu lögin sungin og leikin. 19.10 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir og íþróttaspj all. 20:00 Strauss-tónleikar: Sinfóníuhljóm sveit íslands leikur. Stjórnandurs Páll Pampichler Pálsson og Hanfl Antolitsch. 20:15 Upplestur: „Bannsettur klárinn**, smásaga eftir Arthur Omre, 1 þýðingu Margrétar Jónsdóttur skáldkonu (Kristbjörg Kjeld leikkona). 20:40 Kórsöngur: Karlakór Reykjavík ur syngur erlend lög. Söngstjóris Sigurður Þórðarson. Píanóleik- ari: Fritz Weisshappel. 21.-00 . purt og spjallað í útvarpssal, Þátttakendur :björn Þorsteins- son sagnfr., Kjartan Sveinsson sk j alavörður, séra Sigurður Pálsson og Sigurveig Guðmunds- dóttir húsfrú. —- Sigurður Magnússon fulltrúi stýrir um- ræðum. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 23:30 Dagskrárlok. Mánuda.gur 15. janúar. 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Bragl Friðriksson. — 8:05 Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson stj. og Magnús Pétursson leikur und ir. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tón- leikar.) 12:00 Hádegisútvarp (Tónlelkar. —■ 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Búnaðarþáttur: Jóhannes Siríks- son ráðunautur tala um vetrar fóðrun kúnna. 13:40 „Við vinnuna“: Tónlelkar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tillc. — Tónleikar, — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar. — 17:00 Fréttir). 17:05 „í dúr og moll“: Sígild tónlist fyrir ungt fólk (Reynir Axels- son). 18:00 í góðu tómi: Erna Aradóttir tal ar við unga hlustendur. 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Norræn þjóðlög 19:00 Tilkynningar — 19:30 Frétt.ir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand mag.). 20:05 Um daginn og veginn (Magnúir Á. Arnason listmálari). 20:25 Einsöngur: Elsa Sigfúss syngur* Valborg Einarsson leikur undir á píanó: a) Tvö lög eftir Áma Thorsteina son: ,,Rósin“ og „Nótt“. b) „Haustljóð“ edftir Jónas l>cr- bergsson. c) Tvö lög eftir Sigvalda Kalda lóns: „Mamma ætlar að sofna'* og „Kata litla í Koti“. d) „Hrafninn situr á hamrinum* eftir Karl O. Runólfsson. e) „Smávinir fagrir“ eftir Jóna« Jónasson. f) Tvö lög eftir Sigfús Einars- son: „Um haust“ og „Ein sit ég úti á steini*'. 20:45 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson fil. kand.). 21:15 Tónleikar: Spænsk rapsóclla eft ir Ravel (Fílharmóníusveit Vínar arborgar leikur. Stjórnandi: Con stantin Silvestri). 21:30 Útvarpssagan: „Seiður Satúr'nufi ar“ eftir J. B. Pristley; IV. —* (Guðjón Guðjónsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Hljómplötusafnið (Gunnar Gu| mundsson). 23:00 Dagskrárlok. * Xr * GEISLI GEIMFARI >f X- >f Geisli og Lúsí Fox eru lokið inni ; hótelherbergi. Hlerar eru fyrir glugganum og snerillinn horfinn af hurðinni! — Pétur!! .... Glottandi gas! .... Haltu ofan í þér andanum Lúsí. Þetta er baneitrað! t&tíXSL — Ifiett/A, A/cmaA og. Á/u/62' HAPPDJiÆTTI HÁSKOLANS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.