Morgunblaðið - 17.01.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.01.1962, Blaðsíða 10
10 MORGXJTSBLAÐlh Miðvikudagur 17. jan. 1962 CTtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átim.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. AFSTAÐAN TIL EFNA- HA GSBANDALA GSINS ¥ jóst er nú orðið, að Vest- ^ ur-Evrópuríkin eru að renna saman í eina heild í efnahagslegu tilliti. Djúp- stæður ágreiningur var milli Efnahagsbandalagsríkj anna um viðskipti með landbún- aðarvörur, og var jafnvel talið að deilur um þau mundu fresta framkvæmd Rómar- sáttmálans. Nú hafa hins vegar borizt fregnir af því að fullt samkomulag hafi náðst í þessu efni og annar áfangi Efnahagsbandalagsins, sem svo er kallaður, komi til framkvæmda. Nú þegar er samkeppnis- aðstaða Islendinga á Evrópu- mörkuðum orðin mjög erfið og á þó enn eftir að versna, ef ekkert er að gert. Er því sýnt, að öllu lengur verður ekki dregið að taka afstöðu til Efnahagsbandalagsins, ef við eigum ekki að einangr- ast frá okkar elztu og beztu mörkuðum og þeim þjóðum, sem okkur eru skyldastar. Tíminn benti réttilega á þá staðreynd sl. sunnudag, að þjóðir þær, sem nú ynnu sam an í Efnahagsbandalaginu eða hefðu leitað eftir þátt- töku í einhverju formi, væru okkur vinveittar og engin ástæða væri til að ætla, að þær væru ekki fúsar til að taka vinsamlega afstöðu til sérstöðu íslendinga. En auð- vitað verðum við sjálfir að eiga frumkvæðið og bera formlega fram óskir okkar, því að varla er við því að búast, að aðrir gæti hags- muna okkar, ef við ekki ger- um tilraun til þess sjálfir. Morgunblaðið hefur fulla trú á því, að íslendingum hvort við gætum að fullu tryggt þá hagsmuni, sem við ekki viljum fórna. VÍÐTÆK SAMSTAÐA 1%/I’jög mikilvægt er að sem víðtækust samstaða geti náðst milli lýðræðisflokk- anna, þegar taka þarf hinar mikilvægu ákvarðanir um afstöðu okkar til Efnahags- bandalagsins. Hvað sem inn- anlandságreiningi líður, eiga lýðræðisflokkarnir að hafa þann þroska að leitast við að ná samstöðu um hin mikil- vægustu utanríkismál og samskipti við aðrar þjóðir. Oft hefur það líka tekizt vel, þó að stundum hafi miður, farið. Síðastliðinn sunnudag rit- aði Tíminn þannig um Efna- hagsbandalagsmálið, að full ástæða er til að ætla, að Framsóknarflokkurinn vilji taka ábyrga afstöðu til máls- ins og láta þjóðarhagsmuni sitja í fyrirrúmi. Nokkum ugg vekur það þó, að í ára- mótagrein sinni tók formað- ur Framsóknarflokksins, Her mann Jónasson, heldur létt á þessu máli. Morgunblaðið leyfir sér að treysta því, að lýðræðisflokk arnir standi saman um að- gerðir í þessu máli, en lætur sér að sjálfsögðu í léttu rúmi liggja, hver afstaða komm- únista verður. SKRINGILEGAR SKOÐANIR Chang dæmdur til dauða liðið yfir hana. Hún var borin út úr réttarsalnum. í 12 LIÐUM Ákæran gegn Chang var í 12 liðum. Hann var sakaður um að hafa fyrirskipað her- CHANG Do Young hers- höfðingi var dæmdur tii dauða í Suður-Kóreu sl. miðvikudag, tæpum átta mánuðum eftir að hann stjórnaði byltingu hersins gegn þáverandi stjóm í Suður-Kóreu. En þeir, sem dæmdu Chang til dauða, voru fyrrverandi félagar hans úr hernum. Var hon- um m. a. gefið að sök að hafa torveldað byltinguna, sem hann átti að hafa stjórnað. DÓMARNIR Það var herréttur byltingar stjórnarir.nar, sem fjallaði um mál Changs og 2'3 annara hátt settra yfirmanna úr her Suður Kóreu. Fyrrverandi ritari i | Changs, Lee Ho Yung ofursti, | var einnig dæmdur til dauða, fjórir voru dæmdir í ævilangt fangeisi, einn í fimm ára fang- chang Do Yong hershöfðingi, elsi og níu reyndust saklausir. sem nú hefur verið dæmdur Réttarhöidin hófust hinn 27. til dauða. okt. 3.1. Nokkrir hinna herforingj- mönnum að halda kyrru fyrir anna voru sakaðir um að hafa í bækistöðvum sínum og taka stutt Cliang og unnið að undir- ekki þátt í byltingunni 16. búningi ag nýrri byltingu gegn maí. Hann var einnig sakaður herstjórninni, sem nú rikir um að hafa sent lögreglusveit undir foisæti Park C. Hung að brú yfir Hanfljótið við Hee hershöfðingja. En hann Seoul til að tefja framsókn var áður aðstoðar forsætisráð herra : stjórn Changs. Sam- kvæmt reglum byltingardóms ins má aðems áfrýja úrskurði hans einu sinni. Ef Chang áfrýjar og dómurinn er stað- festur getur hann aðeins skír- skotað til miskunnar Parks hershöfðmgja, mannsins, sem hrakti hann frá völdum hinn 3. júlí s.i. MÓÐIRIN BORIN ÚT Chang hershöfðingi er að- eins 39 ára Og var talinn fær- asti hershöfðinginn í her Suð- ur Kóreu. Hann sat með lokuð augu í réttarsalnum, þegar dómurinn var lesinn upp, en það tók 90 mínútur. Þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp varð mikill hávaði í rétt- arsalnum. Nokkrar konur grétu hástöfum og ein þeirra hné máttvana á gólfið. Það var móðir Changs og hafði hersins til borgarinnar, að hafa mótmælt setningu her- laga, sent herlögreglu til að verja útvarpsstöð stjórnarinn- ar, gefið rangar skýrslur um gang byltingarinnar og að hafa att Magruder hershöfðingja, yfirmann sveita Sameinuðu þjóðanna í S. Kóreu, til að standa gegn byltingarstjórn- inni. Þá var Chang einnig sak- aður um að hafa misnotað völd sín fyrst eftir bylting- una til að sinna eigin hags- munum. HerréUur byltingar- stjórnarinnar hefur alls fjall- að um mál 200 manna og dæmt 16 þeirra til dauða. Sjö menn hafa verið teknir af lífi, en hmir níu bíða lokaúrskurðar eftir áfrýjun. SKAR SIG Á HÁLS Sama dag og herstjórnin til kynnti að Chang hafi verið dæmdur til lífláts skýrði hún frá því að háttsettur starfs- maður dómsmálaráðuneytis- ins hafi fyrirfarið sér meðan hann var undir rannsókn vegna meintra njósna fyrir Norður Kóreu. Maður þessi, Wi Chung Yong, var yfirmað- ur saksóknardeildar ráðu- neytisins, en skar sig á háls með rakvélablaði hinn 24. desember sl. Hann var þá í stofufangeisi. Hershöfðingjarnir Chang (t. v.) og Park (t. h.). Myndin var tekin skömmu eftir byltinguna í maí meðan þeir enn störf- uðu saman. muni takast að tryggja öll þau réttindi, sem þeim er nauðsynleg og er það auð- vitað fyrst og fremst um að ræða réttindi yfir landhelg- inni og takmörkun á fólks- og fjárflutningum. Á þetta reynir hins vegar ekki fyrr en við höfum formlega sótt um inngöngu í Efnahags- bandalagið, annað hvort sem fullir aðilar eða aukaaðilar. Sérstaklega er rétt að undir- strika að þótt við sendum slíka umsókn, þá er það á okkar valdi, hvort við fylgj- um henni eftir með þátttöku, þegar sýnt er hvaða samn- ingum við gætum náð, eða hverfum frá umsókninni. — Engin áhætta er því samfara umsókn, en hins vegar mundi hún opna okkur samnings- aðstöðu og gera okkur kleift að ganga úr skugga um, ¥ útvarpsþætti í fyrrakvöld *■ hélt Magnús Á. Árnason því fram, að hergagnafram- leiðendur væru aðalráða- menn lýðræðisríkja og þeir réðu því, að styrjaldarhættu væri haldið við til þess að tryggja peningahagsmuni sína. Ef hergagnaframleiðsla væri alls staðar þjóðnýtt, mundi styrjaldarógnunum bægt frá. Fyrirlesarinn hefur sjálf- sagt haft efst í huga frammi- stöðu hinna friðelskandi ráða manna í Kreml, sem hafa í eigin hendi framleiðslu 50 megatonna kjarnorku- sprengna m. m. og talið þá beztu umboðsmenn friðar- sinnanna, sem hann talaði fjálglega um. Má með sanni segja að skringilegt sé, að kommún- istar skuli ekki hafa vit á að beita svolítið nýtízkulegri áróðri, þegar þeir smeygja sér inn í hið hlutlausa út- varp, en þeim, að íslending- ar og aðrar frjálsar þjóðir séu þeir afglapar að kjósa yfir sig vald vopnaframleið- enda og hætta á heimsstyrj- öld rnn leið og þeir auki auð þeirra. Annars væri gaman að spyrja fyrirlesarann að því, með sérstöku tilliti til þess að hann gat þess í upphafi máls síns að hann mundi tala um þá hluti, sem hann hefði vit á, hvort Rússar mundu eyðileggja vopn sín, ef lýðræðisþjóðirnar afvopn- uðust, eða hvort það kynni að henda, að þeir fylgdu yf- irlýstri stefnu sinni um að koma á kommúnisma um heim allan, þegar þeir hefðu mátt til þess. Sfrangur agi .<£----- UPPSÖLUM, 12. jan. (NTB) Einar Malmberg, sem var í þjón- ustu yfirmanns 12. sænsku her- sveitarinnar í Kongó 7 mánuöi sl. ár, segir aíl ítrekaðar ásakanir á hendur sæaskum hermönnuim í liði Sameinuðu þjóðanna í Kongró um rán, þjófnaði og of- beldi eigi ekki við rök að styðj- ast. ★ Malmberg sagði, að þann tíma sem hann var í Kongó, hefðu í mesta lagi 25 sænskir hermenn verið sendir heim vegna brota á herreglum. í flestum tilfellum var það áfengisneyzla, sem olli heimsendingunni, sagði hann. T.d. voru nokkrir hermenn send- ir heina fyrir smávægilega ölvun við akstur. ★ Aginn meðal sænskra her- manna í liði SÞ er mjög strang- ur. Ef hermaður er tekinn einu sinni ölvaður á opinberum stað, er hann sendur heim. Umræður um Bizerta París 13. jan. — AP. HAFT er eftir opinberum heimw ildum í París, að viðræður Frakka og Túnismanna um flota- stöðina í Bizerte muni hefjast á mánudag eins og ráðgert hafði verið. Orðromur var á lofti um, að ágreindngur um smáatriði hafði orðið þess valdandi að ekk- ert yrði úr viðræðunum. Fullltrúar Túnis, Bahi Ladg- ham landvarnaráSherra og Sadok Mokkaddem, utanríkisráðherra eru væntaniegar til Parísar á sunnudag en á mánudagsmorgun er fyrirhugaður fundur þeirra og Michel Debré, forsætisráðherra en síðar ræða þeir við Couve de Murviile, utanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.