Morgunblaðið - 17.01.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.01.1962, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 17. jan. 1962 MORGUTSBLAÐIÐ 11 MOMfr KoM&fBrezkt) KauÖaKína Qieti qlcsibt paS '(yri*vara|auít: MACAO (Poi-túgaiskt) Þefsa nýlendú ooctu Km- .1 verjar einniq tekii. p \ MEPALySikKlM/BHUTAN I (lnáversk verrd8rsvjcSi)Kína lítur þau. hýru auqa. GUAMTANAMO. v (öandarisk flotasteo) Castró myndi takí Kana ef hann þyrSi. A. MALDIVE EVJAR. (Undir brezkri vernd) Ceylon vill fá eyjar þessar. SARAWAK/ BRUNtl, WOROUR- BORMEÓ- Indónesar nyj^jast taka þesei sv«Si af Bretum TIMORCp<’rt<;‘¥‘>sl<9-Eftil . vill narsta skrefiS hjá Indónesum- GÍBRALTAR(0rezkt> Spánn hefur krafist þoss um aldir. JAMAICA C&rezk.) Castró lannari þetfa líka: 'k '4MBZÍKA IFNI/ CEUTA/MELILLA (Spánskt) Marokkó kefur gert krofur til þeirra. SPANSKA 5AHARA. Maritania 09 Marokkó líta þamjab Kýrui» augum. -------------- ------------- KUWAIt PAHREIHMU5CAT. OMAN (Olíusvxoi undirtorétkri vernoyirak, 'lran 09 Saudi-Aiabía krefjast peina. P0RTU&AL5KA G’fNEA-BaeSi G-inea o^Sene^al haf» áhuua * þessu BREZKA fRAN5KA 06- HOLLENZKA GUIANA Brazilía og V/enezúeld hara au^astaS z þcim. ÁNGOLA (Portúgalskt)' Konuó kann ai reyna »3 _______taka þetta_________ FALKLANp5EVJAR(B*ezkar) Argentina gerir krofu ti I þeirra ADEN <8rezkt)Yemen hefur oft reynt aS innlima þetta. • T FRANSKA SOAtALILANP Eþiópía hefur au^astaí á þvi. 5PÁN5KA GÍNEA-kamenln er sóoS vera að hu9S» um ____________ MÖ5AMDlK(R>rtú94lskt) Afríkuríki Un^ar í þetta. PASUTOLANR 6ET5JUANALANP SWAZltANp verndarsy^ði) Suiur-Afríka litur þanaað lón^unaiauqum. VEGNA nýrra reglna í alþjoðasamskiptum, sem Nehrú, forsætisráð herra Indlands, hefir sett fram og fylgt, má heimurinn búast við deilum og átökum um milli 30 og 40 lands- svæði á næstunni. A Fordæmi Nehrús „Lög Nehrús“ eru í stuttu máli á þa leið, að nágrönnum hvaða „nýiendusvæða" sem er skuli einmitt að „frelsa“ þau með valdi, ef þeir hafa hug á að eignast viðkomandi svæðt. Nehrú sýndi þessi „lög“ sín í framkvæmd, er hann lagði undir sig hinar portúgölsku smánýlendur á vesturströnd Indlands skaga í des. sl. Á korti því, sem hér fylgir með, má sjá í grófum dráttum, hverjar gætu orðið afleiðingar þess, að „Nehrú-löndunum“ yrði almennt beitt. Aðeins skömmu eftir innlimun í Goa í Indlandi kvaðst annar leið- togi í Suður-Asíu, Sukarno Indónesíuforseti, þess albúinn að „frelsa“ Hollenzku Nýju Gíneu með vopnvaldi, ef nauðsyn krefji — og heldur „Lög Nehrús“ - og afleiðingar þeirra nær daglega áfram innrásar- hótunum sínum. — Hollend- ingar viðurkenndu í raun og veru þá breytingu á alþjóða- lögum, sem Nehrú haOi gert, þegar hollenzki forsætisráð- herrann, Jan de Quay, lýsti því yfir 2 jan. sl. að ríkisstjórn in mundi ekki lengur gera það að ófrávíkjanlegu skilyrði fyr- ir samningum við Indónesíu, að viðurkenndur sé sjálfs- ákvörðunarréttur hinna 730 þús. Papúa á vesturhluta Nýju Gíneu um framtíð sína. — Nehrú hafði einmitt komizt upp með það að hafna kröfum um, að íbúar landssvæðanna, sem hann hafði augastað á, fengju að greiða atkvæði um hvort þeir vildu áfram vera undir stjórn Portúgala — eða sameinast Indlandi. — Bæði fyrir og eftir innlimun Goa og hinna portúgölsku landsvæð- anna, hafa Nehrú og formæl- endur hans skýrt beitingu al- þjóðalaga, svo sem þau eru túlkuð af indverska forsætis- ráðherranum, er hefir kynnt sjálfan sig sem helzta baráttu- mann heimsins fyrir friðsam- legum samskiptum þjóða — og andstæðing allrar valdbeiting- ar til lausnar deilumálum. Samkvæmt því eru megin- greinar ,,Nehrú-laganna“ þess- ar: 1) Sérhvert „nýlendusvæði", sem viðkomandi ríki er ekki fært um að halda með hervaldi má nágrannaland innlima — og telst það þá ekki valdbeit- ing, heldur „frelsun“. 2) Reglur Alþjóðadómstóls- ins ná ekki til slíkra „nýlendu svæða“. Stjórn Nehrús hafði áður verið stefnt fyrir dóm- stólinn út af Goamálinu — og fór innlimun nýlendunnar al- gerlega í bága við úrskurð dómsins frá því í apríl 1960. 3) Reglurnar um sjálfs- ákvörðunarréttinn ná ekki til svæða, sem tekin eru sam- kvæmt „Nehrú-Iögunum". — Það var í krafti sjálfsákvörð- unarréttarins, að Indverjar kröfðust sjálfstæðis og kom- ust undan yfirráðum Breta á sínum tíma. En varðandi Goa nú — og Kasmir fyrr og nú — hefir Nehrú vísað á bug öllum til.’ögum um að láta íbúana sjálfa kveða á um fram tíð sína. Þessi „iög“, sem Nehrú hefir komið í framkvæmd og fengið viðurkennd að vissu marki, eru reyndar engan veginn ný af nálinni. — í „grundvallar- atriðum, sagði stjórnarerind- reki nokkur frá Asíu í Was- hington fyrir skemmstu, „er hér um að ræða þau gamal- kunnu lög frumskógarins, að ef þú átt land eða aðrar eign- ir, þá verðurðu að vera fær um að halda nágrönnunum í hæfilegri fjarlægð. Annars mun þér ekki lengi haldast á eign þinni". — Vegna þessa afturhvarfs til viðurkenningar á hnefaréttinum eru nú ýmsar þjóðir teknar að dusta rykið af gömlum landakröfum sín- um — og ítreka þær, með til- vísun til þess fordæmis, sem Nehrú hefir gefið í Goa. Eins og sjá má af kortinu, kann Indland sjálft að verða fyrir valdbeitingu, sem árásar maðurinn gæti réttlætt með „lögum Nehrús“ sjálfs. — Rauða Kína hefir á undanförn um árum smám saman verið að sölsa undir sig fjallahéruð nyrzt á Indlandi (eða Indverj ar hafa a m. k. haldið því fram, að umrædd landamæra- héruð vseru þeirra eign). — Síðast hafa Kínverjar hótað að bola Indverjum burt sem „verndurum" hinna litlu kon- ungdæma Nepals, Sikkims og Bhutans í Himalaya. Nehrú hefir æt,ð litið á þessi smáríki sem indversk „verndarsvæði". Hins vegar bregður svo við, að hann vill ekki viðurkenna, að sömu reglur gildi um kröfur Kínverja og hann fór sjálfur eftir, þegar hann lét taka Goa frá Portúgölum. Nehrú hefir ekki einungis látið í það skína, að Indverjar séu reiðubúnir að berjast til þess að halda „verndarsvæðum" sínum — heldur hefir hann krafizt þess, að Kínverjar gangi til samn- inga og heiti því að beita ekki framar valdi við norðurlanda- mæri Indlands. Það, sem veldur ýmsum ríkj um heims mestum áhyggjum í sambandi við þær breytingar, sem Nehrú hefir í rauninni gert á alþjóðarétti, er það, að indverska leiðtoganum hefir tekizt að fylkja nýjum þjóðum í Asíu Og Afríku um þá skoð- un sína, að það sé gott og rétt- lætanlegt að „frelsa" öll „ný- lendusvæði". — Það voru t. d. ekki Sovétríkin ein, sem komu 1 veg fyrir það í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að sam- tökin gerðu nokkuð til að hindra innlimun Goa, heldur lögðust Ceylon, Líbería og Arabiska sambandslýðveldið þar á sömu sveif. Og þessi þrjú ríki voru ekki aðeins að hugsa um eigin hag í þessu sambandi, heldur einnig hugs- anlegar landakröfur margra nýrra Asíu- Og Afríkuríkja. En ef þessar nýju smáþjóðir standa saman geta þær ráðið úrslitum mála á Allsherjar- þinginu. Nehrú hefir sett af stað skriðu, :em ekki hefir aðeins áhrif í hinum „vaknandi" heimsálfum, Asíu og Afríku, heldur kemur einnig við yngri og eldri ríkjum í Ameríku og Evrópu, eins og sjá má á kort- inu. ■: Guðmundur Jónsson, Rafnkelsstóðum IHUGUN UM ÁRAMOT Nú, þeg'ar liðið ár er kvatt og nýju heilsað, kemur mér, göml- um og lífsreyndium manni helzt i hug sá vandi, sem á höndum er að nýta hinn mikla sjávar- ®fla, sem á land er dreginn hér við Suður- og Vesturlandið. Eru mér þá efst í huga síld- veiðarnar, sem að mínu áliti eru að verða árvissari hér syðra en norðan- og austainlands. Fyrir norðan og austan má segja, að ekilyrði til móttöku síldar séu eóð, bæði til söltunar og bræðslu. M.a. er nú verið að koma upp á Siglufirði verksmiðju til niður- suðu og niðurlagningar síldar og er það vissulega til mi'killa bóta. Á Austfjörðuim hefir verið við nllmikla örðugleika að etja með afsetningu á sild, enda hefir þró- xrnin f aflabrögðunum orðið sú, að síldaraflinn fyrir Austfjörðum hefir stóraukizt ár frá ári og stopult hefir verið undanfarin ár með síldarsöltun á Siglufixði, ekki sízt eftir júlílok, því að reynslan hefir sýnt að eftir þann táma er síldveiðin svo til öll fyrir Austfjörðum. — Hefir því skap- azt mikil þörf á að bæta aðstöðu til síldarmóttöku þar. Hafa þar risið upp söltunarstöðvar víða og reistar hafa verið síldarvark- smiðjur, og aðrar, sem fyirir voru, stækkaðar, með ríflegum stuðningi og atbeina ríkisvalds- ins. Á s.l. sumri var jafnframt leitazt við að'leysa vandann með því að leigja skip til flutninga á bræðslusíld til Krossaness og Hjalteyrar jafnframt því, sem Sildarverksm iðjur ríkisins beittu sér fyrir sölu á bræðslusíld til Noregis. Eins og nú horfir, og með hinni góðu fyrirgreiðslu ríkisvaldsins tel ég, að afsetning- arvandinn á Austurlandi verði leystur í náinni framitíð. Eins og ésg gat um í upphafi hefi ég áhyggjur af því, hvernig viS getum unnið allan sjávar- aflann hér sunnanlands, ekki sízt síldina. Það er aðkallandi að gera þegar á þessu ári ráðstaf- anir til þess að stórauka vinnsiu afköst hér við Faxaflóa, ekki sízt við innanverðan flóann. Væri t.d. ekki hægt að setja nýjar, stórvirkar vélar í Faxaverksmiðj- una þannig, að hún gæti orðið bjargvættur fyrir allan flotann og tæki síld af öllum bátum án Guðmundur Jónsson tillits til þess hver heimahöfn er? Eins og nú standa sakir eru verksmiðjur þær, sem taka á móti bræðslusíld, fyrst og fremst til þess byggðar að vinna fisk- úrgang frá frystihúsum og öðr- um vinnsluaðilum. Eru þær að vísu afkastamiklar, en engan veginn fyllilega til þess búnar að taka á móti miklu síldarmagni, þótt gerðar hafi verið á undan- förnum árum ráðstafanir af hálfu verksmiðjanna til að bæta úr þessu með ýmsum breytingum. Eins og fyrr segir voru þessar verksmiðjur á sínum tíma reist- ar með það fyrir augum að vinna fiskúrgang, og var steerð þeirra og vinnsluafköst miðuð við þær sérstöku þarfir hverrar ver- stöðvar, svo sem á Akranesi, Reykjavík, Hafnarfirði og Kefla- vík. Þegar mikið síldarmagn berst að, taka þessar verksmiðj- ur aðeins við síld af heimabát- um. Hér við má bæta einni verk- smiðju enn, sildar og fiskimjöls- verksmiðju Jóns Jónssonar í Innri-Njarðvík, sem ég hefi haft mjög vinsamleg viðskipti við mörg undanfarin ár. Afköst þess- arar verksmiðju þyrfti að stór- Frainhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.