Morgunblaðið - 17.01.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.01.1962, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 17. jan. 1962 MORCJJNBLÁÐ1Ð 19 Kekkonen endurkjörinn forseti Finnlands Helsingfors, 16. jan. (NTB) UNDANFARNA tvo daga hafa farið fram í Finnlandi kosningar 300 kjörmanna, sem eiga að kjósa forseta Finnlands í næsta mánuði. Forsetakjörið er formsatriði, því kjörmennirnir eru hver um sig stuðningsmenn ein- — Sjór i lestum Framhald af bls. 1. ískyggilega, enda mun gat hafa rifnað á skipsskrokkinn, svo að sjór flæddi inn í aðallestina. — Skipstjórinn, Högni Jónsson, lét þegar setja út gúmbjörgunar- Ibáta. Þrír bátar slitnuðu frá Slitnuðu tveir hinir fyrstu þeg- ar frá Skjald’oreið sökum veður- ofsans, og lenti einn skipverja í sjónum, er rnnn hugðist ná öðr- um þeirra. Hann var vel syndur og komst af eigin rammleik um borð í Skjaldbreið aftur, enda var hún þá tekin að síga mjög að aftanverðu. Hinn þriðji toldi nógu lengi til þess að níu menn komust í hann, en þetta var tíu manna bátur. H„nn slitnaði þó fljótlega, eins og hinir fycri, og rak óðfluga frá SKipinu. Margír til hjálpar Slysavarnafélaginu var þegar gert aðvart. Fóru bátar út frá Stykkishóimi, Grundarfirði, Ólafs vík og Hellissandi til þess að veita aðstoð. Varðskipið Þór, skip herra Þórarinn Björnsson, lá í vari í Önundarfirði í vitlausu veðri. Fékk Þór þegar skeyti um að fara Skjaidbreið til aðstoðar. Jökulfellið, skipstjóri Ásmundur Guðmundsson, var og nærstatt og sigldi að strandstaðnum. Skjaldbreið losnaði fljótt af skerinu og lagðist fyrir akkerum. Sjór var þá mikill í skipinu miðju en skilrúm milli lestar og véla- rúms héldu. Ekki var talið óhætt að hreyfa skipið í slíku ásigkomu lagi og /eðriT svo að beðið var hjálpar og einkum treyst á Þór. Gæzluflugvélin Rán var send af stað kl. 10.45 til þess að huga að gúmbjörgunarbátnum. Flug- xnaður var Guðjón Jónsson og skipstjóri Garðar Pálsson. Bátar frá höfnum á norðanverðu Snæ- fellsnesi leituðu hans og Rán kom auga á tóman bát kl. 12:15 og annan á hvolfi skömmu síðar. Var Jökulfellið þá beðið að hraða sér á vettvang, en kl. 12:45 sást bátur frá Rán, þar sem blysum var skotið á loft. Var Sigurfari SH 105, skipstjóri Hjálmar Gunn- arsson, næstur honum, svo að honum var gefin upp staðará- kvörðun björgunarbátsins. Blíðfari náði öðrum tóma bátn um og Jökulfell hinum. Sigurfari kom að gúmmfbátn- um 3 sjómílur fyrir norðan Hösk- uldsey kl. 13:35 og tókst að ibjarga öllum um borð. Björgunar bátnum var einnig bjargað. Síð- an var haidið með skipsbrots- menn til Grundarfjarðar, þar sem þeir eru nú. Komið tll Skjaldbrelðar ' V élbáturinn Baldur frá Stykk- ishólmi kom að Skjaldbreið á tól-fta tímanum og vb Svanur frá Stykkishólmi kom að Skjald- breið á 13. tímanu-m eftir hád. hvers frambjóðandans. Taln- ing atkvæða hófst strax og Gleypti svefn- töflur STÚLKA hringdi til lögreglunn- ar í fyrrad. og sagðist hafa grun um, að vinkona hennar hefði tekið inn nokkurt magn af svefn töflum, svo að henni gæti verið hætta búin. Lögreglan náði í vin konuna ,og kom í ljós, að hún hafði gleypt meira magn en eðli- legt gat talizt. Var hún flutt í Slysavarðstofuna, þar sem dælt var upp úr henni, og mun hún vera úr'allri hættu. Leopoldville, Kongó, 16. jan. (NTB-AP) CYRILLE Adoula, forsætis- ráðherra í Kongó, tilkynnti í dag að Antoine Gizenga, að- stoðarforsætisráðherra, ætti ekki lengur sæti í ríkisstjórn Kongó. Yfirlýsingu þessa gaf Adoula á fundi með frétta- mönnum, þeim fyrsta, sem hann hefur haldið eftir að deilur hans og Gizenga hóf- ust. — Jökulfell var komið á vettvang um kl. 4 og varðskipið Þór Kl. 17:40. Var þá mikill sjór kom- inn í skipið mitt, en það nokk- urn veginn þurrt að aftan og framan. Vegna veðurs var ekki talið fært að draga Skjaldbreið í var, heldur lá hún áfram fyrir akk- erum. Seinustu fréttir: Tekst að bjarga skipinu? í gærkvöldi voru Þór og Skjaldbreið enn hjá strandstaðn- um. Þá var norðaustan 9 vind- stig, og ekki viðlit að hafast neitt að. Aðallestin var þá full af sjó, en vélarrúmi var haldið þurru með eigin dælu skipsins. Þór er búinn sterkum dælum, sem hægt væri að grípa til, ef á þyrfti að halda. Ekki er víst, að takast megi að bjarga Skjaldbreið, en ef veðrið hægist með morgnin- um, myndi Þór draga skipið í var og senda froskmann niður til þess að huga að skemmdum. Ek-ki var talið nauðsynlegt í gær- kvöldi að flytja skipverja yfir í Þór, nema sjór kæmist í vélar- rúmið, en þá myndi úti um skip- ið. Fors-tjóri Skipaútgerðarinnar, Guðjón Teitsson, lét þess getið í viðtali við Mbl. í gærkvöldi, að mjög væri bagalegt að missa Skjaldbreið nú að nokkru eða öllu leyti. Tvöfaldur farmur biði skipsins til Norðurlandshafna, en ákveðið hefði verið fyrir þessa ferð, að Hekla létti undir og færi með 100 lestir af stykkja- vöru til Sauðárkróks. Nú yrði reynt að leigja eitthvert skip til strandferða. kosningu lauk kl. 8 í kvöld og er þegar ljóst að Kekkon- en hefur verið endurkjörinn forseti Finnlands. Alls voru frambjóðendur til forsetakjörs fjórir. Auk Kekk- onens buðu sig fram fulltrúi kommúnista, Paavo Aitio, Rafa- el Paasio, fulltrúi sósíal-demó- krata, og Emil Skog, sem er sósíal-demókrati, en nýtur ekki stuðnings flokksins við þessar kosningar. Um miðnætti var lokið við að telja um 70% atkvæða. Höfðu kjörmenn þeir er fylgja Kekk- onen hlotið íúmlega 63%, kjör- menn Aitio 20,5%, kjörmenn Paasio 13% og kjörmenn Skog um 3%. Kjörsókn var óvenju mikil, alls greiddu atkvæði ‘nærri 80% atkvæðisbærra kjósenda. • f stofufangelsi Adoula skýrði frá því að sam- kvæmt símskeyti er hann hefði fengið frá forseta Orientale hér- aðs, væri þar hafin málsókn gegn Gizenga. Er Gizenga þar sakaður um að hafa staðið fyrir óeirðum um síðustu helgi. í þessu sam- bandi væri nauðsynlegt að hafa strangt eftirlit með Gizenga, því mikillar reiði gætti í hans garð meðal þjóðarinnar. En Gizenga er í raurdoni í stofufangelsi 1 Stanleyville. — Frá Hólum Framh. af bls. 20. námsstjórn esn þá gilti, en verk- leg kennsla hefur verið aiukin nokkuð og öðru vísi skipulögð. Töldu þessir sömu nemendur, að þessi breytta tilhögun kæmi nið- ur á bóknáminu. Aðspurður svarar Gunnar Bjarnason þessu til um orsakir þessa vandamáls: Ummœli skóíastjóra „Eftir að hafa reynt að leita kjarna málsins, keanst ég helzt að þeirri niðurstöðu, að sumir af nemendunum, sem ekki höfðu áhuga á náminu, hafi búið til á- stæðu og leiksýningu til að fara frá skólanum í Ijósi píslarvættis. í Öðru lagi tel ég, að í atburða- xásinni birtist afleiðingar af uppeldisvenjum þessarar kynslóð ar, þar sem drengskapur og sið- gæði eru að verða óljós hug- tök meðal æskufólks, en hnefa- réttur og hópsamitök eru Orðin mikilvægari í samskiptum manna en lög og réttur.“ Enn fremur taldi Gunnar, að aðstöðu til verklegrar kenmslu í búnaðarskólunum væri mjög á- bótavánt, og grundvallarnauð- syn að átak væri gert í þeim efn- um af hálfu hins opinbera. Allt of fáir íslendingar skilji, hvað þurfi th verklegrar kennslu í bændaskólunum, þótt þeir hins vegar geri kröfur til hennar. En h'úsmæ ð r askó 1 arn i r kunni þar réttu tökin; þar geti menn leit- að fyrirmyndarinnar. — H. Bl. Gizenga vikið úr 18 trúboðar skotnir Aðspurður um hvort rétt væri Stórhríð fyrir noröan AKUREYRI, 16. jan. — 1 dag faefur verið slæmt veður á Norðurlandi. Ekki er vitað, eð það hafi valdið tjóni, en mokkrir bátar frá Eyjafjarðar- faöfnum, sem lagðir voru af stað til Suðurlands á vertíð hafa snúið við, og liggja sumir þeirra hér í Akureyrarhöfn. Norðan- stormurinn og snjókoman hafa aukizt mjög síðari hluta dagsins, og má nú segja, að hér sé iðu- laus norðanstórhríð. Þung færð mun vera sums staðar á Brekk- unum. Öxnadalsheiði er með öllu ófær, og einnig vegirnir austur frá Akureyri. Bílar komu frá Dalvík í dag. — St. E. Sig. embætti að her stuðningsmanna Gizenga væri í sókn í Stanleyville sagði Adoula að engin staðfesting hefði fengizt á þeim orðrómi. Hins- vegar gæti veiið hætta á óeirðum þótt friður ríkti eins og er. • Trúboðar Óstaðfestar fregnir frú Usum- bura í Ruanda-Urundi herma að hersveit Leopoldville stjórnar- innar hafi tekið 18 rómversk ka- þólska trúboða af lífi hinn 1. janúar sl. í Kongolo herbúðun- um í Katanga. Orsökin mun vera sú, að trúboðar þessir fögnuðu ósigri stjórnarhersins þegar Kat- angaherinn hrakti hann frá Kongolo hinn 28. desember sl. Þegar svo stjórnarherinn tók Kongolo aftur þrem dögum seinna voru trúboðarnir handtekn ir. Þeir voru skotnir eftir að þeim hafði verið misþyrmt. — Kjarabæfur Frh. af bls. 1. ingu og heilbrigðu samstarfi launþega og vinnuveitenda. Hef- ur þingið þegar kjörið nefnd til að vinna þetta mikilvæga verk. — Umfram þetta, sagði for- sætisráðherra, vil ég ekki ræða málið við blöðin, fyrr en eftir að frekari viðræður hafa farið fram milli ríkisstjórnarinnar og Alþýðusamtoands íslands. — Nýja-Guinea Frh. af bls. 1. honum hafi alls verið 90 manns, eða um þreföld áhöfn. Þá voru um borð í bátnum stórir gúmmí flekar, sem Hollendingar segja sanna að innrás hafi verið fyrir- huguð í Nýju Guineu. HYGGJA Á HEFNDIR Indónesar segja hinsvegar að faollenzku skipin hafi hafið skot- hríðina. Benda þeir á að ef þeir hefðu verið með hernaðaraðgerð ir í huga hefðu þeir sent öflugri herskip til Nýju Guineu. Lýsa Indónesar allri átoyrgð á hend- ur Hollendinga og segja aðgerð- ir þeirra freklega ögrun. Til- kynnt var { Jakarta að nú þeg- ar verði gerðar ráðstafanir til að hefna þeirra, er fórust um borð í tundurskeytabátunum. Hefur stjórnin skorað á íbúana að vera viðbúnir hverju, sem koma kann. Talsmaður Sukarno forseta segir að þrjár milljónir sjálfboðaliða hafi boðizt til að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn Hollendingum. Taldi hann ósennilegt að nauðsynlegt yrði að óska eftir sjálfboðaliðum er- lendis frá. Hann er vígalegur þessi, enda einn sá allra bezti sem Norð- menn eiga i dag. 6 togarar selja síld og annan fisk Á MÁNUDAG og þriðjudag seldu sex íslenzkir togarar afla erlendis, bæði síld og annan fisk. Á mánudag seldu þessir fjórir: Fylkir seldi í Grimsby 139,4 lestir fyrir 11554 sterlingspund. Víkingur seldi í Bremerhaveri 154 lestir fyrir 126000 mörk. Freyr seldi í Bremerhaven síldarfarm, 289 lestir fyrir 150600 mörk. Jón Þorláksson seldi f Cux- haven 118,9 lestir af síld fyrir 54020 mörk og 78,8 lestir af öðr- um fiski fyrir 57093 mörk; sam- tals 197,7 lestir fyrir 111113 mörk. Á þriðjudag seldu þessir tveir: Úranus seldi í Cuxhaven 186 lestir af síld fyrir 87422 mörk. Skúli Magnússon seldi í Brem- erhaven í gær 137 lestir af síld og 68 lestir af öðrum fiski fyrir samtals 118000 mörk (verðið ósundurgreint). Kveikt í sinu SLÖKKVILIÐIÐ fór tvlvegis ótt í gær til þess að slökkva í sinu, sem kveikt hafði verið í. í ann- að skiptið var eldurinn í Rauð- arárportinu við Skúlagötu, en í hitt skiptið inn í SogamýrL Félagslíf Knattspyrnufél. Fram. Áríðandi fundur verður f Framheimilinu fyrir meistara- og 1. flokk, laugarddag 20. þ. m. kl. 3.30. Fimleikadeild KR Æfingar eru sem hér segir: 1 íþróttahúsi háskólans á mánu dögum, fimmtudögum og föstu- dögum kl. 9.10 Karlar 16 ára og eldri. Miðbæjarskólinn, á mánudög- um og fimmtudögum kl. 9.30. Frúarleikfimi. Austurbæjarskólinn, á mánu- dögum og miðvikudögum kl. 7—8 Öldungaflokkur og drengir kl. 8—9. Velkomin á æíingarnar. Knattspyrnufélagið Fram Knattspyrnudeild, 5. flokkur. Athugið að innanhússæíing- arnar í KR-heimilinu á laugar- dögum, falla niður en verða framvegis í Valsheimilinu á sunnudögum kl. 9.30 f. h. Áríð- andi er, að allir þeir sem ætla að æfa á næsta sumri, mæti.. Knattspyrnufél. Fram. Meistara-, 1. og 2. fl. Æfingar Mfl. miðvikud. kl. 9—10 í Austur bæjarbarnaskóla. Laugardag 4,30 í KR húsinu. Sunnudaga kl. 10 f. h., meistara-, 1. og 2 flokkur. Mætið stundvislega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.