Morgunblaðið - 17.01.1962, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.01.1962, Blaðsíða 18
18 MORGlNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. jan. 1962 Hörð í Ármanni og Þorstein Hallgrímsson ÍR., einn bezta körfuknattleiksmann lands- ins. SKÍBARÁÐ Reykjavíkur hefur af miklum dugnaði séð fyrir skíða kennslu um áramótin og nú síð- ast um skíðakennslu fyrir ung- linga. Fékk ráðið Steinþór Jakobs son frá ísafirði til að annast kennsluna en Steinþór hefur kennt í Bandaríkjunum og kynnt hér kennslukerfi sem átti gífur- legum vinsældum að fagna. Nám- skeiði unglinganna var slitið með kappmóti sl. sunnudag. Mótið var mjög ánægjulegt og þar speglaðist óskiptur áhugi yngsta skíðafólksins fyrir íþrótt- inni. í flokki 8—12 ára drengja drengja fóru þrír bræður með 1., 2. og 3. sætið eða sigur sætin. Þetta voru synir Haraldar Páls- sonar skíðakappa. Úrslit í þeim flokki urðu þessi: Eyþór Haraldsson ÍR, (11) 46,8 Þetta sýnir nauðsynina á þvf, að Signal innihaldi hvort tveggja í senn ríkulegt magn hreinsunar-og rotvamarefna í hverju rauðu striki Ferskur og hreinn andardráttur er hverjum manni nauðsynlegur. Þaft er þess vegna, að Signal tannkremiö inniheldur hreinsandi munnskol- unarefni—sem gerir munn yðar hreinan. Munnskolunarefniö er í hinum rauðu rákum Signals — rákum, sem innihalda Hexachloro- phene hreinsunarefni. Signal gerir meira en að halda tönnum yðar mjallahvltum, þaÖ heldur einnig munni yðar hreinum. Signal heldur munni yöar hreinum X-SIO •/IC-« Sverrir Haraldsson ÍR (12) 52.0 Haraldur Haraldsson ÍR (8) 52.6 Sveinn Rafnsson Val (12) 144.4 í flokki drengja 13—15 ára urðu úrslit þessi: Þórður Sigurjónsson ÍR (15) 43.0 Júlíus Magnússon KR (15) 44.2 Helgi Axelsson ÍR (15) 45.7 Örn Kjærnested Árm. (13) 64.1 í flokki teipna 8—12 ára urðu úrslit þessi: Auður Björg Sigurjónsdóttir ÍR, 11 ára, 484 (Þess má geta að Auður og Þórður sigurvegari í flokki 13—15 ára drengja eru systkini). f flokki 13—15 ára stúlkna sigr aði Erla Þorsteinsdóttir KR 13 ára á 66.5. 13 keppendur voru á þessu móti, 6 frá ÍR, 2 frá KR, 2 frá Ármanni, 2 frá Val og 1 utanfé- lagsmaður. í drengjaflokki voru 20 hlið, fallhæð 75 m. en í stúlkna flokki 15 hlið og 50 m fallhæð. Verðlaun voru afhent við kaffi drykkju í mótslok og flutti Lárus Jónsson Skíðafélagi Reykjavíkur snjalla hvatningaræðu til hinna ungu keppenda. Sundmeistaramót Reykjavikur verður haldið í Sundhöll Reykja- víkur 31. janúar n.k. kl. 8.30. Keppnisgreinar hafa verið á- kveðnar þessar: 100 m Skriðsund karla. 200 bringusund — — 100 baksund — — 100 flugsund — — 100 Skriðsund kvenna 200 bringusund — — 100 bafcsund — — 100 bringusund tepna 50 skriðsund — — 100 bringusund drengja (16 áira og yngri). 50 skriðsund — — Þáttaka er heimil félöguim ut- an Reykjarvífcur, sem gestir. Til- kynningar uim þátttöbu berisit f síðasta lagi 23. janúar n.k. til fonm. S.R.R. Péturs Kristjáns- sonar, Austurbæjarbíói. Sundknaittleiksmeistaramót Reykjavíkur verður haldið 9. apríl n.k. S.R.R. Frjálsíþróttamönnum ÍR boðið til Noregs í sumar MIKIÐ stendur til hjá frjáls-'®>~ íþróttamönnuim ÍR á þessu ári og eru æfingar hafnar af fullum krafti eftir jólafríið. Frjálsíþrótta deildin fékk nýlega bréf frá Reid ar Sörensen, áður einum bezta frjáisíiþróttamanni félagsins. — Reidar er nú búsettur í Hamar, Noregi og í bréfinu er boð til ÍR um að senda flofck frjálsílþrótta manna til Noregs næsta sumar. Einnig að Hamar sendi flofck til fslands. Endanleg ákvörðun um, hvort boð þetta verður þegið, hefur ekki verið tekin ennþá, en fastlega má gera ráð fyrir að svo verði. Þjálfarar ÍR í vetur verða tveir, Guðmiundur Þórarinsson, sem verið hefur þjálfari deildarinnar undanfarin ár og Höskuldur Goði Karlsson, sem verið hefur kenn- ari í Keflavík mörg undaunfarm ár. ÍR-ingar æfa í ÍR-húsinu við Túngötu á eftirtöldum tímum: Miánudaga kl. 8:50—10:30, mið- vikudaga kl. 5:20—10:00 og föstu daga kl. 8:00—9:40. Laugardaga kl. 2:50—4:30 og Sunnudaga kl. 2:00—4:00 e.h. Nýir félagar eru velkomnir og hafi samband við þjálfarana í æf ingatímunum. (Frá frjálsíþróttadeild ÍR). Hjólreiðar HJÓLREIÐAR eru íþrótt sem íslendingar þekkja harla lítið til. En til glöggvunar á hraða mann- anna má nefna að Svissverjinn Alfred Rugg bætti nýlega heims- met sitt f keppni um það hvað hægt væri að hjóla langt á inn- amhúsbraut á 1 klukkustund. Rugg hjólaði 46819 m (eða nær 47 km). Er það 976 m lengra en gamla heimsmetið sem hann átti sjálfur. Knattspyrna Innanhúsíjknattspyrna ryður sér mjög til rúms erlendis, ekki sízt í Danmörku. Mifcil keppni stend ur þar yfir. Að henni lokinni er líklegt að tvö liðanna KB og B- 1903 fari til ®viss, en þar verður haldin mikil keppni til að kynna innanhússknattspyrnuma og boð. ið fjölda liða. Er boðið til Dan* ana mjög ríklegt, því 15 mönnum er boðið auk fararstjóra. ms. Þátltakendur í unglingamótinu. Anægjulegt skíðamót unglinga Sundmeistaramót Reykjavíkur f kvold verður hraðkeppni í körfuknattleik að Háloga- Iandi. Sex lið eigast við og' það lið er tapar er úr keppn- inni. Er ekki að efa að keppnin verður tvisýn og skemmtileg, þvi körfuknattlciksmenn hafa sýnt það að undanförnu að’ þeir geta ýmislegt. Myndin hér að neðan sýnir Skíðaskóli Skíða- félags Isafjarðar í VETUR mun Skíðafélag ísa- fjarðar starfrækja skíðaskóla í skála sínum á SeljalandsdaL Skólinn hefst 4 marz 1962 og út- skrifar skíðakennara eftir sex vikna nám. Einnig verður tekið á móti gestum til skemmri dvalar. Er þar tilvalið tækifæri fyrir aldna og unga er þarfnast útivistar Og hvíldar frá hversdagslegu striti til varðveizlu heilsu sinnar. Skálinn er olíukynntur og því jafn og góður hiti og heit böð alltaf til reiðu. Rúm er fyrir 16—20 nemendur og er daggjald kr. 120,00 fyrir þá, sem dvelja fjórar vikur eða lengur, en kr. 180,00 fyrir þá, sem skemur dvelja. f gjaldinu er allt innifalið, s. s. fæði, húsnæði, kennsla o. s. frv. Skólastjóri er Haukur Sigurðs- son. Umsóknir um skólavist sendist til skólastjórans eða Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa ríkis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.