Morgunblaðið - 17.01.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.1962, Blaðsíða 16
18 MORGUNBLAÐIÐ Miðvik’.idagur 17. jan. 1962 Ég gekk inn í barna'herbergið. Tim og Julia, nýþvegin, rjóð og alve^ eins og englar — í bili — voru að borða morgunmatinn sinn, undir stjóm Vandy. Ég kyssti þau bæði og fékk mér svo appelsínusafa. Hvar er pabbi? spurði Tim. Hann varð að gista í borginni í nótt. Hann er að syngja á hljómplötu núna fyrri partinn. Ekki vísuna um marsvínið? Nei, bana er hann búinn með. I>essi er fyrir fullorðna. Hann syngur marsvínsvísuna fyrir mig á morgun? Það gerir hann áreiðanlega. Á meðan þessu fór fram, var Júlía, sem var þriggja ára, að syngja sína útgáfu af vísunni og litla skælda andlitið varð svo hlægilega líkt Rory. Drekktu mjólkina þína, sagði Vandy og leit upp úr bréfinu, sem hún hafði verið að lesa. Vandy hét réttu nafni Vanda Lorraine — að minnsta kosti var það leiksviðsnafnið, sem hún hafði búið sér til, endur fyrir löngu. Hún var fóstra, ráðskona og lagskona, allt í einni persónu. Hún hafði leikið með Rory, ein- hver smáhlutverk. Hún sagði aldrei til aldurs síns, en við giak- uðum á, að hún væri eitthvað yfir fimmtugt, enda þótt hún hefði getað sýnzt taisvert yngri, svo vel gætti hún útlits síns. Hún var síkát og lét ekkert á sig fá. Eiginmaður hennar, sem var ræfill, hafði yfirgefið hana, en einhvernveginn hafði henni tek- izt að ala upp son og dóttur 'hjálparlaust. Hún elskaði börn, og hafði strax notað tækifærið, þegar henni bauðst að fara til okkar Rory. Hún var búin að fá nægju sína af leikhúslífinu, enda höfðu henni aldrei boðizt nema léleg hlutverk og sroávegis sjón- varpsstarfsemi sem aukavinna. Og eftir því sem hún eltist, varð æ erfiðara að fá atvinnu. Tim og Júlia elskuðu hana og hún varð ánægð hjá okur. Sjald- an virtist hún sakna leikhúslífs- ins, en einstöku sinnum fór hún þó í leiklhús með kunningjum sínum í Salisbury eða ef eittlhvað var um að vera í leikhúsheimin- um. Hún stákk nú bréfinu í umslag ið aftur, brosandi. Ég fékk þetta indæla bréf frá Lísu. Er það konan hans Tony? Já — hún er ágætis stúlka !>að þykir mér vænt um að heyra. Þú verður að bjóða þeim hingað, úr því að þau eru kom- in aftur til borgarinnar. Yandy tilbað Tony son sinn, sem var leikari í lakara lagi. Mér fannst það alltaf óréttlátt, hve miklu meira hún mat hann en dótturina, sem var vel gift í Kanada og hafði aldrei valdið henni áhyggjum. En ég hafði nú heldur aldrei verið neitt hrifin af Tony, sem var gamall félagi Rorys, en þannig hafði ég kynnzt honum og Vandy. Pabbi verður kominn heim á afmælisdaginn minn á morgun, er það ekki? sagði Tim og var á- hyggjufullur. Vitanlega, væni minn, huggaði ég hann. Ég vissi, að ég gat reitt mig á það. Ég var alveg viss um, að Rory mundi aldrei gleyma fimm ára afmæli sonar síns. Herbergið, sem var fullt af sólskini, ljósleitu veggirnir, glugg arnir, sem vissu út að græna grasblettinum, hjalið i börnunum og svo nærvera Vandy — allt þetta var blessunarlega eins og það átti að sér. Töírar dagsins voru farnir að hafa sín áhrif. Það var ekkert öðruvísi en það átti að vera — það gat ekki verið í svona veðri. Ég var búin að fara í bað og klæða mig, þegar ég leit fyrst í morgunblaðið ,Nú orðið gat ég ekki opnað það óhrædd. Þarna var það: á baksíðunni. Og nú var meira að segja mynd! Þau voru á gangi í skemmtigarðinum. Rory hafði höndina undir arminum á C'hrystal — það var sýnilegt, að ljósmyndarinn hafði læðzt að þeim óvörum. Þau brostu hvort til annars og hugsuðU augsýni- lega ekki um urohverfið. Ég fékk sting í hjartað. Þetta var býsna miklu verra en þó að þau hefði 'hitzt í kvöldboði. Ég gat næstum fyrirgefið Rory þó hann væri eitt hvað snortinn af Chrystal, eins og hún kom fram í „Sólforuna og sælu“ því að þar var hún framandleg og óraunveruleg og átti 'heima á leiksviði eða í kvöld samkvæmum, þar sem allt var gert til að gera umhverfið sem rómantiskast, en þarna var hún bara í fellingapilsi og berhöfðuð. Þau voru eitthvað svo kæruleys- islega innileg, að manni fannst þessi tvö hljóta að eiga saman. En það var nú næstum huggun að vita það versta. Nú hlaut að koma að uppgjöri. Sjö ár. Fólk sagði, að hjónabönd færu venju- lega út um þúfur eftir sjö ár. Og það ætlaði að standa heima. Það voru liðin sjö ár síðan þetta sumar í Westmoutlh. Ég var þá nítján ára. Af því að ég gat sungið eitthvað ofurlítið, hafði ég fengið vinnu í söngflokki, enda þótt ég teldi mig annars venju- lega leikkonu. Ég hafði verið eitt sumar með föru-leikfloki og vann þar sem leiksviðsstjóri, en hljóp í smáhlutverk ef svo stóð á. Ég hafði verið áð vona, að komast í eitthvað skárra, en sú von varð brátt að engu. Enginn leikfiússtjórinn. sem ég sneri mér til, hafði neina vinu handa mér. Þetta voru mín fyrstu kynni af þessu vonlausa hringsóli ungra leikkvenna eftir atvinnp, og ég varð fegin þessu starfi í West- mouth. Það var að visu ekki eins og ég hefði helzt kosið, en það gat orðið góð æfing. Ég söng svo eitthvað og dans- aði þarna — og gekk ekki betur en vel, er ég hrædd um, og lék svo í nokkrum smáþáttum. Þetta var heldur fátækleg sýning. Við vorum sex manns og höfðum rétt ofan í okkur að éta. Rory Day lék gamanhlutverkið. Hann var þá tuttugu og tveggja ára, og hafði enga æfingu, en hafði fengizt lítilsháttar við að * skemmta meðan hann var í hern um. En síðan hafði hann ekki fengið nema ómerkileg smáhlut- verk. Ég hafði alltaf hugsað mér skopleikara litla vexti og snagg- arlega. en Rory var hár, þrekinn o gíþróttalega vaxinn. Hann hefði vel getað verið rómantískur aðal- leikari, nema ef vera skyldi vegna óreglulega andlitsfallsins og allra svipbrigðanna, sem hann gat brugðið fyrir sig. Hann samdi sjálfur allt, sem hann fór með á sviðinu; sumt af þvj var gott, en annað ótækt, eins og gengur. Atvinna hans var á þessum tíma óviss í hæsta máta. Ég lék í æ fleiri smáþáttum með honum og kærði mig kollótt- an um það, að hann hélt mér oft lengi við æfingar. Þú ert góð. sagði hann. Þú hefur tilfinningu fyrir hraðanum. Þú ert heldur ekki afleitur sjálfur. , Ég ætla mér að verða miklu meira en „ekki afleitur". Hann sagði þetta svo alvarlegur á svip- inn. Það er skrítið, að fyrst var ég þér andvígur. Hélt, að þú yrðir miklu betri en ég. Ég betri! Hvernig gat þér dott- ið það í hug? „Þú hefir verið í alvöru-leiik- húsi og gengið á leiikskóla — að ógleymdu útlitinu. Ég hélt að við hin værum ekki nógu góð fyrir Þig. Bjáni! Ég varð vandræðaleg. Vitanlega var hann. öðruvísi — öðruvísi en allir aðrir, sem ’ég hafði fyrir hi.tt. Smámsaman fór ég að geta metið leik hans: hann var frumlegur! Engin eftiröpun eftir neinum öðrum. Þegar hon- um tókst bezt upp, gat hann hrif ið fólk úr leiðindahamnum og látið það fara burt glatt og ánægt. Og svo var eitthvað mann legt að baki skrípalátunum. Auk þess gat hann sungið, kannske smávísur, sem gátu komið tárun, um fram í augu áheyrenda, sem höfðu kannske rétt áður verið skellihlæjandi. En hann var ekki nógu öruggur og stundum mis- tókst honum herfilega. í hrifn- ingu sinni af einhverri nýrri hug- mynd, gætti hann þess ekki allt- af að kasta þeim hugmyndum, sem lakari voru. En á hinu var enginn vafi, að hann hafði eftir- tektarverða leikgáfu — þó að ekki allir tækju aftur henni. En utan leiksviðs var hann furðu- lega alvarlegur. Það er dásamlegt, að geta kom- ið fólki til að hlæja Og mikils- vert. Ég óska mér einskis fremur. Það er það líklega, svaraði ég. En ég hef bara aldrei hugsað um það þannig. Það er svo mikil eymd í heim- inum. og hvað er þá betra hægt að gefa fólki en hláturinn? Það er auðvitað rétt hjá þér. Það er dásamlegt — og dýrleg gáfa. Og mér fannst þetta sjálfri á þessari stundu, og mér finnst það enn meir nú, á þessum dög- um vetnissprengjunnar og tungl- skotanna. Ég get talað við þig betur en við nokkurn annan, Rosaleen. Hann dró mig að sér feimnislega. Það var í fyrsta sinn sem hann kyssti mig. Og upp frá þeirri stundu hugsaði ég ekki um annað en hann og var sarna um allt annað — aliar framtíðar-fyrirætl X- X- X- GEISLI GEIMFARI >f- •— Þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur læknir! Eg var að fleygja gassprengju inn til Geisla. Nú er hann að geispa golunni! — Ertu viss, Pétur? — Vertu rólegur læknir. Hann hefði þurft kjarnorkulampa til að komast nógu snemma út! Hvað er þetta? anir mínar hingað til, voru orðn ar tilgangslausar. Ég sá ekkert nema Rory einan. aHUtvarpiö Miðvikudagur 17. janúar. 8:00 Morgunátvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk. — Tónl — 16:00 Veðurfregmr. — — Tónl — 17:00 Fréttir — Tónl.). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna: ,,Nýja heimilið“ eftir Petru Flagestad Larssen; I. (Benedikt Arnkels- son þýðir og les). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Lög leikin a mismunandi hljóð- færi. 19:00 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Varnaðarorð: Árni Brynjólfsson rafvirkjameistari talar um með höndlun rafmagnstækja á heim- ilum. 20:05 Lög eftir Jerome Kern (Andrés Kostelanetz og hljómsveit hans leika). 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eyrbyggja saga; VI. (Helgi Hjörvar rit- höf undur). b) Ásmundur Jónsson frá Skúfs stöðum flytur kvæði sitt: Hól ar í Hjaltadal. c) íslenzk tónlist: Lög eftir Áma Thorsteinsson. d) Páll Kolka læknir flytur frá söguþátt: í»egar ég var stað gengill á Ströndum 1918 og framkvæmdi fyrstu skurðað- gerð mína. e) Jóhannes úr Kötlum les úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. 21:45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag ). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: ,,Refaskyttur*\ saga eftir Kristján Bender; fyrri hluti (Valdimar Lárusson). 22:30 Næturhljómleikar: Frá tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskóiabíói 11. þ.m. Stjórnandi: Jindrich Rohan. Sinfónía nr. 6 í F-dúr op. 68 (Pastoral-hljómkviðan) eftir Beethoven. Fimmtudagur 18. janúar 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —«• 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Á frívaktinni“; sjómannaþáitur (Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk. — Tónl — 16:00 Veðurfregnir. — — Tóníeikar — 17:00 Fréttir — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gað- rún Steingrímsdóttir). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Lög úr kvikmyndum. 19:00 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Af vettvaiigi dómsmála (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 20:20 íslenzkir organleikarar kynna verk eftir Johann Sebasiian Bach; Haukur Guðlaugsson leik- ur. Dr. Páll ísólfsson flytur inn- gangsorð að þessum tónlistar- þáttum. a) Prelúdía og þreföld fúga 1 Es-dúr. b) Þrír sálmaforleikir: „Ástkærl Jesú“, „Jesú Kristí þig kaila ég á“ og „Vakna, Síons verðir kalla". 20:45 Erindi t»orlákur Ó. Johnson og Sjómannaklúbburinn; síðara er- indi (Lúðvík Kristjánsson rit- höf undur). 21:15 Tónleikar: Hljómsveit Borgar- óperunnar í Berlín leikur forleik inn „Konungsbörnin* eftir H>im- I>erdinck; Artur Rother stj.), 21:25 Upplestur: „Félagar mínir", bóka kafli eftir Antoine de Saint-Exu péry, í þýðingu Erlings llatldórs sonar (Erlingur Gíslason leikari). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Refaskyttur** saga eftir Kristján Bender; síðari hluti (Valdimar Lárusson). 22:30 Harmonikuþáttur: Jan Moravek og félagar hans leika í þættinum* sem stjórnað er af Högna Jóns- syni og Henry Eyland. 23:00 Dagskrárlok. Hznn gleymdi <3<3 endurnýjá! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.