Morgunblaðið - 17.02.1962, Side 3

Morgunblaðið - 17.02.1962, Side 3
taugardagur 17. febr. 1f>62 MORGUyBLAÐ1Ð 3 Á ÞRIÐJUÐAGINN var fór fram í Frakklandi útför átta manna, sem látizt höfðu í ó- eirðunum á lýðveldistorginu í París í fyrri viku. Fjórir hinna látnu voru jarðsettir í Pére- Lachaise kirkjugarðinum, en hinir í fjölskyldugrafreitum utan Parísar. Útförin í París var hin fjöl- mennnasta sem þar hefur far ið fram síðan skáldið Victor Hugo var borinn til grafar 1885. Hundruð þúsunda manna tóku þátt í líkfylgd- inni, sem var um þriggja km löng. Mannfjöldinn lagði af stað frá Place de la Répu- blique í algerri þögn og var gangan mjög hátíðleg. Lúðra sveitir léku útfarar- og sorg- armarsa eftir Beethoven og Chopin, líkkisturnar voru fluttar á blómum skreyttum vögnum og fulltrúar félags- samtaka báru geysistóra blóm sveiga. Allsherjarverkfall hafði haf izt nokkru áður. Allar ferðir neðanjarðarbrauta og spor- vagna stöðvuðust Verksmiðj um og skólum var lokað og um tíma var borgin gas- og rafmagnslaus. Fólkið þyrptist út á göturnar og safn aðist saman við ýmis minnis- merki í borginni og minnt- ist hinna látnu. - XXX - Meðfylgjandi myndir sýna mannfjöldann í líkfylgdinni. Á stærri myndinni sézt hvar mannfjöldinn gengur eftir Avenue de la Republique en hin minni sýnir vagnana, sem fluttu líkkL urnar. sTáksteinár Miklar íbúðabyggiiigítt Á borgarstjórnarfundi í fyrradag upplýsti Þorvaldur Garðar Krist- jánisson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, að á áratugnum 1950—60 hefði í Reykjavík verið byggðar tæpar 6000 íbúðir. Á sama tíma varð fólksfjölgunin i höfuðborginni 17 þúsund manns. Meðalstærð fjölskyldu er nú 4, þannig að á áratugnum hafa íbúð ir verið bvggðar fyrir 24 þúsund manns, eða um 7000 manns meira en svaraði til fólksfjölgunarinn- ar. Er því Ijóst, að ekki er sama knýjandi nauðsynin á jafnmikl- um íbúðabyggingum og áður, svo að ekki kemur eins mikið að sök, þótt störf vinstri stjórnarinnar hafi orðið til þess, að íbúðabygg- ingum hefur nokkuð fækkað, einkum þegar hliðsjón er höfð á því, að nú safnast fyrir verulegt sparifé, svo að strax í ár er hægt að auka íbúðarbyggingar að nýju. Skipið valt Kiel, 16. febr. (AP-NTB). ÞEGAR verið var að búa rússneska hvalveiðumóðurskipið Vladivostok, sem er 17.000 tonn, út í fyrstu ferð þess frá Kiel í dag, tók það skyndilega að hall- ast þar sem það lá við bryggju. Margir, sem um borð voru, lok- uðust inni um tíma, en um síðir tókst að bjarga öllum úr skip- inu. Um 300 manns voru við vinnu í skipinu er það tók að hallast og meiddust 38 þeirra. Átta hinna slösuðu voru fjuttir í sjúkrahús. Viadivostok er smíðað í Kiel eftir rússneslkiu'm teikningum. Því var hleypt af stoikikunum í nóvember s.l. og var nú verið að búa Skipið út í fyrstu ferð iþess. Talsmenn Howalthewerke iskipasmíðastöðvarinnar, þar sem skipið er smíðað, segja að ástæð- an fyrir óhappi þessu hafi verið mjög snarpar vindihviður. Þegar Skipið tók að hallast varð smlá- vegis sprenging í því og við hana kom upp eldur í sikipinu, en hann ‘varð fljótlega slökfctur. Fyrstu fregnir hermdu að skipið hefði lagzt á hliðina, en talsmenn skipasmíðastöðvarinn- ar bera á móti þvL Segja þeir að aðeins 25 gráðu halli hafi kom ið að skipinu. Próttamönnum er bannaður aðgangur að sikipa- ismíðastöðinni. Vladivostok er 185 metra langlt og 23,8 metra breitt. Á því er sérstalkt lendmgarsvæði fyrir þyrlu og flugskýli. Einnig frysti- gangur, þar sem hvalurinn er unninn. Nýtt fyrirtæki: Almenna bifreiða- leigan hf. NU UM HELGINA tekur nýtt fyrirtæki til starfa hér í Reykja- víkurbæ. Nefnist það Almenna bifreiðaleigan h.f. Fyrirtæki þetta mun leigja folksbifreiðar af Volkswagen- gerð, og hefur í því skyni keypt nokkrar nýjar bifreiðar. Eftir- spurn eftir slíkum leigubifreið- um án ökumanns hefur mjög auk izt á undanförnum árum, og þyk ir Volkswagen mjög heppilegur til slíkrar útleigu, enda hentar hann ágætlega íslenzkum stað- háttum. Um vetrarmánuðina er daggjaldið fyrir leigu hverrar bifreiðar 200 krónur, að viðbætt- um kr. 2,50 fyrir hvern ekinn kílómetra. Almenna bifreiðaleigan h.f. hef ur aðisetur sitt á Klapparstíg 40, en þar heíur félagið tekið á leigu lóð og skrifstofuhúsnæði. Rafmagnstruflanir vegna saltroks Þykkvabæ, 15. febrúar. I VETUR hefir verið hin megn- asta ótíð og er þetba með verri útsynninði, sem hér gengur. Bæði salt- og sandburður hefir verið mikill og hafa spennistöðvar því kleprað að utan og það orsakað samslátt eða samleiðslu og valdið nokkrum rafmagnstruflunum. — Spennistöðvarnar þarf því allt- af annað veifið að þvo og hreinsa og er notaður til þess spíritus, því annað mundi frjósa og aðeins gera illt verra. Ófært er hér um hluta Þykkva bæjarins en mjólkurbíll gengur hingað með eðlilegum hætti, svo og áætlunarbíllinn, en ófært er minni bíium. Kartöfluflutningar standa nú yfir og háir þung færð þeim nokk uð. Eftir er að flytja héðan um 12000 tunnur á markað í Reykja- vík og mun það standa fram á vor. — Magnús. í GÆR var leikinn í Lundúnum leikur í ensku deildarkeppninni — 1. deild. Chelsea vann Black- pool með 1 marki gegn engu. 1220 íbúðum fleira Þorvaldur Garðar gat þess einnig, að á árunum 1954—59 hefðu verið byggðar 8097 íbúðir á öllu landinu, en 1955 hefði þörf- in á þessu tímabili verið áætluð 6877 íbúðir. Sú villa varð í frá- sögn Morgunblaðsins í gær af fundinum, að þar var sagt, að þessi íbúðafjöldi hefði verið byggður í Reykjavík, en auðvitað átti þar að standa á landinn öllu. Þannig hefur verið byggt 1220 íbúðum meira en svaraði til fólks f jölgunar á íslandi. Kommúnistar fluttu á borgar- stjómarfundinum tillögu um að fela hagfræðingi bæjarins að gera áætlun um byggingarfram kvæmdir á næstu 10 árum. Þeim var bent á, að þegar hefði verið unnið að upplýsingaöflun um væntanlega fjölgun íbúa i höfuð borginni na'stu 20 árin, þannig að eðlilegt væri að vinna áætlun þessa upp úr þeim gögnum til 2ja næstu áratuga, en svo feynlega brá við, að þeir greiddu atkvæði gegn því að slík áætlun yrði gerð til 20 ára. Kemur úr hörðustu M I kommúnistamálgagninu i gær er rætt um greinar i Morgun- blaðinu „og alþjóðamál og menn- inigarmál, og þeir sem skrifa í það blað þurfa umfram allt að venja sig á að afneita kenningu Ara fróða um það, sem sannara reynist". Má með sanni segja, að þessi orð komi úr hörðustu átt. Nýlega hefur sannazt, að allt það, sem Morgunblaðið sagði ára tugum saman um þjóðfélags- ástanidið og glæpastarfsemina í Sovétríkjunum, reyndist satt og raunar enn hroðalegra en blaða mönnum Morgunblaðsins gat hug kvæmzt að skýra fyrirbærin. Moskvumálgagmið kom hinsvegar naumast svo út, að ekki væri talað um ,.Morgunblaðslygi“ í sambandi við umræður um atvik austan járntjalds, og hver spek- ingurinn af öðrum vitnaði í Þjóð- viljanum. Hingað til hefur þess ekki orðið vart, að þeir kæmu fram fyrir alþjóð og bæðu afsök- umar á blekkingum sínum cða trúgirni. Þess hefur ekki orðið vart, að þeir játuðu, að kommún- ismi í framkvæmd væri einhver hroðalegasta glæpastarfsemi, sem um getur í vcraldarsögunni. Þess hefur ekki orðið vart að þeir vildu hafa það sem sannara reyndist. Orð þeirra í gær eru því sannarlega mikil kokhreysti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.