Morgunblaðið - 17.02.1962, Síða 8

Morgunblaðið - 17.02.1962, Síða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ LaugarrTagur 17. febr. 1962 Stórhjáíp fyrir ísienzka bændur Á FUNDI neðri deildar Alþing is í gær, er rætt var um lausa- skuldir bænda vöktu þau um- mæli Björns Pálssonar, þing- manns Framsóknarflokksins, tasverða athygrli, að bráðabirgða lögin ásamt ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar væru stórhjálp fyrir íslenzka bændur og án þeirra hefðu einstaka bændur neyðst til að hætta að búa. ítramsókn að þakka. Eysteinn Jónsson (F) taldi m.a., að það hefði verið þrýst ingi frá Framsóknarflokknum að þakka, að samið var fyrir forgöngu landbúnaðarráðherra við Seðlabankann um innlausn » skuldabréfanna. í upphafi hefði ekki staðið til, að bréfin yrðu gjaldgeng, það sönnuðu orð landbúnaarráðherra frá 23. okt. s.l., og ekki færi milli mála, að bændur stæðu nú í þjarki um þessi mál, ef Framsóknarflokks ins hefði ekki notið við. Bændum að miklu líði. Jónas Pétursson (S) gat þess m.a., að það væru þrjú atriði, sem hafa þyrfti í huga við fram- kvæmd þessa máls. Það fyrsta, að sem mestum hluta lausa- skuldanna yrði breytt í föst lán. 1 öðru lagi að lánstíminn yrði viðhlítandi langur og loks, að vextirnir yrðu sem hagstæðast- ir. Kvaðst hann vilja leggja á það mikla áherzlu, að allir þess- ir þrír höfuðþættir væru óve- fengjanlega samtengdir. Lög- gjöfin mundi verða bændum að mjög miklu liði og bjarga í mörgum tilfellum frá algjöru strandi. Um það vitnar ótvírætt áhugi þeirra bænda, sem lag- anna munu njóta, fyrir því, að málið gangi sem fyrst fram. Þá kvað hann H þá, s e m unnið |§ hafa að mótun I o g framkvæmd || þessara mála || hafa unnið mik- ið starf. E k k i væri e i n f a 11 | m á 1 a ð breyta I lausaskuldum þ ú s u n d aðila eða svo, víðs vegar að af land- inu, í föst lán í einni stofnun, þar sem segja má, að þessar skuldir séu kvíslaðar um allt viðskiptalífið, og hafa ber það einnig í huga, að hér er aðeins um skuldbreytingu að ræða en ekki nýtt fé í umferð. Kvað hann landbúnaðarráðherra eiga þakkir skilið fyrir farsælt starf við lausn þessa máls. Framsókn torveldaði samningana Þá vék ræðumaður að því, að mestur hluti skuldanna væri frá valdatíma vinstri stjórnarinnar. Eysteinn Jónsson hefði þakkað framsóknarmönnum, að sam- komulag hefði náðst við bank- ana um að taka skuldabréfin á nafnverði. Kvað hann þó flesta vita, að framsóknarmenn með E. J. í broddi fylkingar hefðu gert það, sem þeir gátu, til að torvelda og koma í veg fyrir, að þessir samningar tækjust. Mætti ætla að þeir gleddust Gunnar Gíslason (S) kvaðst ekki vilja láta umræðumar líða svo, að hann færði landbúnað- arráðherra ekki þakkir fyrir þá mikilvægu aðstoð, sem hann hefði beitt sér fyrir, bændum til handa með bráðabirgðalög- unum um að breyta lausaskuld- um bænda í föst lán. Það er e.t.v. til of mikils mælzt, sagði þingmaðurinn, en þó hefði mér> ekki þótt það ótilhlýðilegt, þótt einhver þakkarorð hefðu fallið X g a r ð hæstv. ráðh. í ræðum þ e i r r a fram- sóknarmanna, sem hér h a f a talað. Ég s e g i nú þetta af því, að þessir menn 1 á t a ætíð svo, að þeir séu hin- ir einu, sönnu og réttu málssvarar bændastétt- arinnar. Það mætti því ætla, að þeir gleddust yfir þeirri aðstoð, sem bændum er veitt með þess- um lögum. En það er nú eitt- hvað annað. Ræður þeirra eru fullar af gremju og þeir hafa allt á hornum sér. Ein af breytingartillögum minni hlutans fjallar um að skylda Seðlabankann til að kaupa bankavaxtabréfin. Þegar nú upplýst er, að samið hefur verið við Seðlabankann um, að hann gerði það, er vitaskuld eðlilegast, að þessi breytingar- tillaga verði tekin til baka og komi ekki til atkvæðagreiðslu í þinginu, enda annað hreint og beint móðgun við Seðlabankann. Þá vék þingmaðurinn að því, að Sk. G. hefði krafizt þess, að umsóknarfresturinn' yrði lengd- ur. Þó hefði þessi sami þing- maður staðið upp í deildinni sl. þriðjudag og þá býsnazt yfir þeim drætti, sem orðið hefði á afgreiðslu frumvarpsins og því, að bændur fengju þessi lán. Kvað ræðumaður enga ástæðu til að framlengja umsóknarfrest un. Þeir bændur, sem töldu sig þurfa á þeirri aðstoð að halda, sem í bráðabirgðalögunum felst, hefðu óneitanlega haft nægan tíma til að sækja um þessa fyr- irgreiðslu og yrði að líta svo á, að þeir hafi gert það, sem þess þurftu með. Ber að þakka Iandbúnaðar- ráðherra Björn Pálsson (F) kvað það gamlan og góðax. sið á íslandi að þakka fyrir sig. í stjórnmál- um þæri þetta öðru vísi. Þar reyn ir hver að hæla sér og kvaðst hann efast um, að stjórnmála- flokkarnir vinni mikið á þessu til lengdar. Drýgst yrði að unna málum og mönnum sannmælis og mest mark tekið á þeim, sem það gera. Kvað hann mikið hafa áunnizt með frumvarpinu og bæri að þakka landbúnaðarráð- herra og öðrum, sem að því hefðu unnið, þar sem bændum væri meiri en lítill greiði gerður með þessari lausn. Þó yrði að taka tvennt til greina í þessu sam- bandi, að þannig yrði um hnút- ana búið, að vextirnir á bréfun- um lækkuðu, ef almennir vexxt- ir lækkuðu. Jafnframt verði bændum gefinn kostur á að sækja að nýju, það væri sanngirnis- mál, enda hefði þannig frá bráða birgðalögunum verið gengið, að ekki virtist tryggt, að bréfin yrðu keypt við nafnverði. Máli sínu lauk hann á þá leið. að þetta væri „stórhjálp fyrir íslenzka bændur. Og ég veit, að einstöku bændur hefðu neyðst til að hætta að búa, hefði þessi fyrirgreiðsla ekki fengizt.“ Sparisjóðirnir báru ekki vaxtatapið Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra kvað rétt að taka til athugunar sumt af því ,sem B. J. hefði sagt. Segja mætti, að með- an ekki hefði verið búið að semja, hefði þetta mál ekki ver- •[ ið nógsamlega tryggt. Eigi að síður hefðu þeir bændur þó átt að sækja, sem töldu sig hafa þörf á þessari fyrirgreiðslu, kostnaður og fyrirhöfn við matið hefði ekki verið það mik- ill. En þar sem 12—1300 bændur sóttu um lán- in, taldi ráðherrann víst, að sá hefði einnig verið skilningur bændanna. Varðandi tilvitnun EJ kvaðst ráðherrann vilja segja það, að eftir sér væri skrifað að spari- sjóðirnir geti ekki tekið á sig það vaxtatap, sem af skuldabréf unum leiðir. Þessi orð sé ekki hægt að skilja nema á þann eina veg, að það hafi ávallt verið vilji ríkisstjórnarinnar að fá Seðlabankann til að gera spari- sjóðunum kleift að taka bréfin. Aldrei hefði staðið til, að bænd- urnir sjáifir tækju að sér að semja um þessi mál við banka og lánardrottna. Þá vitnaði hann til orða BP í því sambandi, hvort úrlausn þessara mála væri frem ur verk ríkisstjórnarinnar eða Framsóknarflokksins. Að lokinni ræðu landbúnaðar- ráðherra tóku Haldór E. Sigurðs- son (F), Skúli Guðmundsson (F) og Ágúst Þorvaldsson (F) til máls. Töldu þeir allir, að veita ætti bændum nýjan umsóknar- frest og að vextirnir væru of háir á skuldabréfunum. Björn Pálsson kvaddi sér aftur hljóðs og kvaðst vilja undirstrika, að Framsóknarflokkurinn hefði einnig átt sinn þátt í þessum málum. Atkvæðagreiðslu um frumvarp ið var frestað. Dagsektir til oð knýja fram sam- þykktir heilbrigð- isnefndar Á FUNDI efri deildar Alþingis á fimmtudag var tekið fyrir frum varp frá heilbrigðis og félags- málanefnd deildarinnar um heil brigðisnefndir og heilbrigðis- samþykktir. Þar er lagt til, að dagsektir verði teknar upp til að knýja fram samþykktir heil- brigðisnefndar. Auður Auðuns (S) gat þess m.a. að frumvarp þetta væri flutt samkvæmt tillögu borgar- ráðs Reykjavíkíur. Einn gleggsti votturinn um vaxandi menningu þjóðarinnar, væri stórbætt heilsu far hennar, en starfsemi heil- brigðisnefnda ætti sinn stóra þátt í því. Þótt allir séu sam- mála um, að auka beri al- mennt hreinlæti og bæta hollustu hætti, kemiur oft annað hljóð í strokkinn, þegar einstaklingi eða fyrirtæki er fyrirskipað af heilbrigðisniefnd að láta framkvæma óhjákvæmi- legar endurbætur á starfsemi sinni. Þrjár leiðir eru fyrir hendi, ef aðiil lætur undir höfuð leggjast að sinna fyrirmælum heilbrigðis nefndar. Ein er sú að kæra hann til refsingar. Sú leið er mjög seinfarin, og þar sem sektir eru ekki mjög háar, getur sá, sem hlut á að máli, haft beihan fjár- hagslegan ávinning að óhlýðni sinni. Lokun er hægt að beita í sumum tilvikum, en alls ekki við öll brot á heilbrigðissamþykkt- um. Þriðja leiðin er sú, að heil- brigðisnefndin láti vinna verkið á kostnað aðila. Þessi leið er mjög sjaldan notuð, enda mjög þung í vöfum. Til þess að bæta úr þessu hef- ur helat komið til álita, að dag- sektir mundu reynast heppileg aðferð til að knýja fram sam- þykktir heilbrigðisnefndar, án þess þó að sektarleiðin vœri á nokkurn hátt útilokuð, þar sem hún á við, og er þá gert ráð fyrir lögtaksheimild til að auð- velda inqheimtu. Samþykkt var að vísa frum- varpinu til 2. umræðu. Frumvarp um Iðnaðar- málastofnun samþykkt sem lög Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær var frumvarp ríkisstjórnar- innar um Iðnaðarmálastofnun íslands samþykkt sem lög frá Alþingi. í neðri derild voru fimm frumvörp ríkisstjómar- innar tekin til umræðu. Vegna saksóknaraembættis. Bjami Benidiktsson dómsmála ráðherra gerði grein fyrir frum- varpi um eftirlit með skipum. Gat hann þess, að frumvarpið fæli í sér nauðsynlegar breyting- ar vegna stofnunar saksóknara- embættis, svo og frumvörp um prentrétt og um almenn hegn- ingarlög. Samþykkt var að vísa frumvörpunum til allsherjar- nefndar. Vitjunargjöld hækki. Emil Jónsson helbirigðismála- ráðherra gerði grein fyrir frum- varpi, sem fjallar um, að lækn- um greiðist 10 kr. fyrir viðtal á stofu í stað 5 kr. og 25 kr. fyrir vitjun í stað 10 kr. Frumvarp þetta er lagt fram vegna þess, að míeð bráðabirgðasamkomulagi því, sem náðist milli Læknafé- lags Reykjavíkur og Sjúkrasam- lags Reykjavíkur 31. des. sl., var ekki gert ráð fyrir öðrum mikils verðum breytingum en þeim, Afli Grindavíkur- báta frá áramótum FRÁ ÁRAMÓTUM til 15. febr. öfluðu 27 Grindavíkurbátar 1552.5 lestir í 236 róðrum. Tíu aflahæstu bátarnir eru Máni (112 lestir í 17 róðrum), Vonin (102 í 15), Sæfaxi (94 í 12), í 11), Arnfirðingur (91 í 15), Þorsteinn (91 í 15), Þórkatla (89 í 9), Flóaklettur (85 í 13), Sigurbjörg (82 í 14) og Dóra Í80 í 13). Á sama tíma í fyrra höfðu 22 Grindavíkurbátar aflað 2080 lest ir í 292 róðrum. — E.E. sem í frumvarpinu felast, en þær verður að staðfesta með lögum. Vátryggingarfélag fiskiskipa. Birgir Finnsson (A), framisögu maður sjávarútvegsnefndar, skýrði frá því, að nefndin hefði orðið sammála u-m að leggja til, að frumvarp um vátryggingar- félag fyrir fiskiskip verði sam- þykkt óbreytt. Sjávarútvegsmála ráðherra hefði skýrt frá, að heild arlöggjöfin um vátryggingu fiskiskipa væri í endurskoðun og legði nefndin til, að þeirri end- urskoðun verði haldið áfram. f frumvarpinu sé hins vegar um það eitt að ræða að koma á hag- kvæmari samningum milli Vá- tryggingarfélags fyrir fisikiskip og endurtryggjenda. Bjöm Pálsson (F) taldi endur- skoðun laganna ganga full seint, Vátryggingarkerfið væri óviðun- andi og leggja þyrfti fram tillög- ur til úrbóta þegar á þessu þingi. Emil Jónsson sjávarútvegs- málaráðherra kvað nefnd skip- aða þrem sérfræðinum sem hafa fengið málið til endurskoðunar. Hefði hún skilað áliti fyrir ára- mót en gallinn verið sá, að álitin hefðu verið jafn mörg nefndar- mönnunum. Þeir hefðu fengið málið aftur í sínar hendur og reynt er að hraða afgreiðslu þess eins og unnt er. Aukin aðstoð við vangefið fólk Á FUNDI efri deildar Alþingis á fimmtudag gerði Emil Jónsson félagsmálaráðherra grein fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um aukna aðstoð til vangefinna. Gat áðherrann þess m.a., að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að leggja fram frumvarp svipaðs eðlis vegna örykja. Gjaldið þrefaldað Emil Jónsson félagsmá'laráð- herra gat þess í upphafi ræðu sinnar, að til skamms tíma hefði verið álitið, að lítið væri hægt að gera fyrir vangefin börn og fávita annað en sjá þeim fyrir daglegum þörf- um. Undanfarin ár hefði þó ver- ið mikil þróun í meðferð fávita, og menn fundið ýmsar orsakir til fávitaháttar. Komið hefur í ljós, að mikið er hægt að gera og má í vissum til- fellum koma í veg fyrir hann og eyða vissum sjúkdómstilfell- um, ef í tíma er tekið. Kvað ráð- herrann erfitt að gera sér grein fyrir tölu vangefinna hérlendis, en í Vestur — Evrópu væri talið, að um Vz % íbúa landanna væru vangefnir. Lítið hefði verið unn- ið að þessum málum og fyrst ný- lega reynt að bæta úr með smíði hæla fyrir þetta fólk. Þau væru nú orðin þrjú í landinu, en enn skorti þó mikið á að nóg sé að gert. Aðeins bygging eins og Kópavogshælið kosti um 6 millj, kr. eða um fjórðung milljónar hvert sjúkrarúm. Mest hefði dreg ið þessa starfsemi 10 aura gjald, sem lagt væri á hverja gos- drykkja- og ölflösku, sem fram- leidd er í landinu, en með því móti hafi fengizt talsvert á aðra millj. kr. á ári. Með þessu frum- varpi er gert ráð fyrir, að þetta gjald verði tvöfaldað og ætti þá nokkuð að vera hægt að gera. Pé upplýsti ráðherra, að ríkisstjórn in hefði ákveðið frumvarp svip- aðs eðlis vegna öryrkja, þar sem lagt yrði til visst gjald á sælgæti til að greiða götu þeirra. Samþyikkt var að vísa frum- varpinu til 2. umræðu og heil- brigðis- og félagsmálanefndar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.