Morgunblaðið - 17.02.1962, Qupperneq 12
<•■ ■■ ■■' ■■_.■■■■■■■■■ ■
:■
^SÍfciiÍÍcíWcixíáiWíS:
J|0TölÍílMallfÍlll
MAMkMMMMtMn
MMhMMMAMiM
MORGUNBL^ÐIÐ
Laugardagur 17. febr. 1962
TANNVIÐGERÐIR
BARNA
T ýsing sú, sem tannlæknar
*-* hafa gefið á tannskemmd
um barna, er sannarlega ó-
fögur og furðulegt, að í ljós
skuli hafa komið við athug-
un, sem gerð var í einum
barnaskóla bæjarins, að að-
eins rúmlega 10% bamanna
bursta tennur sínar reglu-
lega og tæpur helmingur átti
sinn eigin tannbursta.
Tannlæknarnir telja, að
brýna nauðsyn beri til að
auka eftirlit með tönniun
barna og tannviðgerðir í skól
um og fer-varla á milli mála
að í því efni hafa þeir rétt
fyrir sér.
Gallinn er aftur á móti sá,
sem fram hefur komið í um-
ræðum í borgarstjórn Reykja
víkur, að illmögulegt hefur
verið að fá tannlækna til
starfa í skólunum. Verður að
gera ráð fyrir, að það stafi
fyrst og fremst af því, að
tannlæknar telji sig hafa
betri kjör með því að reka
sínar eigin tannlæknastofur,
en vera á launum hjá borg-
inni.
Eins og frá var skýrt í
blaðinu í gær hefur Geir
Hallgrímssjon, borgarstjóri,
hent á lofti áhuga tannlækna
á auknum tannviðgerðum í
barnaskólum Reykjavíkur og
óskað samstarfs við Tann-
læknafélagið til úrbóta í
þessu efni.
Borgarstjóri óskar þess í
fyrsta lagi, að Tannlæknafé-
lagið hafi milligöngu um
ráðningu skólatannlækna og
bendi á hvaða kjör þeir
mundu þurfa að hafa. Hann
nefnir til vara þann mögu-
leika, að félagsmenn Tann-
læknafélagsins skipti með
sér störfum á tannlækna-
stofum skólanna og loks, ef
hvorugt þetta væri unnt, að
þeir tækju að sér tannvið-
gerðir barna á eigin tann-
læknastofum.
■ Tannlæknar eiga þakkir
skildar fyrir áhuga þann,
sem þeir hafa sýnt á því að
upplýsa menn um vernd
tanna og benda á það, sem
aflaga fer. Nú reynir á þá
að koma til samstarfs við
yfirvöld borgarinnar, svo að
sameiginlega verði fxmdnar
heppilegar leiðir til að forða
hinum ískyggilegu tann-
skemmdum skólabama.
Morgunblaðið efar ekki, að
Tannlæknafélagið muni gera
gangskör að því að afgreiða
tillögur og fyrirspurnir borg-
arstjóra, og er þá vel farið,
að mál þetta skyldi rætt op-
inberlega.
LAUN JAKOBS
T borgarstjórn Reykjavíkur
urðu nýlega mjög athygl-
isverðar umræður um launa-
mismun í þjóðfélaginu, þar
sem fram kom, að allir flokk
ar töldu, að launajöfnuður
væri orðinn of mikill og
hækka yrði laun sérfróðra
og hámenntaðra manna, ef
þjóðfélagið ætti að fá að
njóta starfskrafta þeirra.
Vafalítið mun ástæðan til
þess, að erfiðlega hefur geng
ið að fá tannlækna að barna-
skólum Reykjavíkur vera sú,
að þeir telji, að laun hafi
ekki verið nægilega há, og
má vera að það sé rétt.
Annað dæmi um það,~að
sérfróðum hæfileikamönnum
séu borguð of lág laun, má
nefna, að sjómenn og útgerð-
armenn hafa að undanförnu
birt áskoranir um það að
Jakobi Jakobssyni, fiskifræð-
ingi, yrði falin yfirstjórn síld
arleitar, en eins og kunnugt
er, hefur Jakob mjög lagt
sig fram og verið langdvöl-
um á síldarleitarskipum. —
Laun þessa hæfileikamanns
munu þó sjaldnast komast
nærri launum þeirra háseta,
sem veiða síld þá, sem hann
finnur fyrir þá.
Menn verða að horfast í
augu við þá staðreynd, að
naumast er þess að vænta,
að menn á borð við Jakob
vinni árum saman með glöðu
geði hin þýðingarmestu
störf fyrir miklu lægri laun
en þeir, sem í kringum þá
starfa. Þess verðut þó að
gæta, að íslenzka þjóðin býr
yfirleitt vel að námsmönn-
um sínum, þótt hún sé meðal
hinna fátækari þjóða í Norð-
urálfu. Þess vegna er hægt
að ætlast til þess að íslenzk-
ir menntamenn vinni ætt-
landi sínu gagn, þótt þeir
hafi eitthvað lægri laun en
starfsbræður þeirra erlendis,
en augljóst mál er þó, að
kjör þeirra þurfa mjög að
batna.
VARÐBERG
Tj’nn hefur Varðberg, félag
áhugamanna um vest-
ræna samvinnu, haldið al-
mennan umræðu- og út-
breiðslufund. — Var hann í
fyrrakvöld í Keflavík.
Á því leikur ekki minnsti
vafi, að Varðberg hefur þeg-
ar haft veruleg áhrif í ís-
lenzku þjóðlífi. Yfirgnæfandi
meirihluti íslendinga vill
trausta og heilbrigða sam-
Glienicke-brúin í Berlín, þar sem fangaskiptin fóru fram.
Powers kominn iieim
Sem kunnugt er var banda-
ríski flugmaðurinn Francis
Gary Powers látinn laus á laug
ardaginn var — í sikiptum fyr
ir rússneska njósnarann Ru-
dolf Abel ofursta, seim árið
1957 var dæmdfur í 30 ára fang
elsi fyrir njósnir. Fangaskipt
in fóru fram á Glienioke-
brúnni í Berlín — kl. 7:15 að
morgni laugardagsins og með
aágerri leynd. Powers dvaldist
aðeins skamima hríð í Berlíin
— var fluttur þaðan með ner
flugvél til Bandarílkjanna.
f>ar fékk hann að hitta fjöl-
skyldu sína, foreldra og eigin
konu, en tilkynnt var áður
en hann kom til Bandaríkj-
anna, að blaðamenn fengju
ekkert tækifæri til þess að
ræða við hann fyrr en eftir
tíu daga. Á þriðjudag hófust
viðræður hans við yfirmenn
bandarísku leyniþjónustunn-
ar, en henni leikur mikil for-
vitni á að fá úr því skorið,
hvernig U-2 flugvélin var
skotin niður á sínum címa.
Francis G. Powers.
Eiginkona Powers.
vinnu við hinar vestrænu
lýðræðisþjóðir, en fram að
þessu hefur of lítið verið
gert að því að undirstrika
nauðsyn þeirrar samvinnu.
Hinsvegar hefur kommún-
istum tekizt með aðstoð nyt-
samra sakleysingja og rúss-
nesks fjármagns að halda úti
hverri áróðursherferðinni á
fætur annarri. Samtök þau,
sem þeir hafa stofnað, hafa
að vísu aldrei orðið gömul,
því að venjulega hafa menn
séð í gegnum þau innan 2—3
ára, en þá hefur það verið
tekið til bragðs að leggja þau
niður og stofna önnur ný,
þar sem aðrir menn voru
hafðir á oddinum og ný nöfn
fundin upp.
Sá tími er nú liðinn, að
íslenzkir lýðræðissinnar léti
kommúnista eina um það að
efna til funda um vamar-
mál og afstöðu íslands til
Atlantshafsbandalagsins, og
augljóst er, að Varðbergs-
menn ætla ekki að láta þann
tíma koma að nýju.
Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavik.
F'.amkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.