Morgunblaðið - 17.02.1962, Page 16

Morgunblaðið - 17.02.1962, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 17. febr. 196i JKrislmann Guðmundssan skrifar um^ BÓKMENNTIR Grýttar götur. Eftir Jakob Thorarensen. Helgafell. FYRIR hartnær hálfri öld kvaddi Jakob Thorarensen sér hljóðs með sérkennilegri bók, er vakti mikla athygli. Síðan hefur hróð- ur hans og vinsældir sem Ijóð- skálds farið vaxandi með þjóð- inni, svo að hann er nú talinn meðal öndvegisskálda hennar. Jakob hafði lengi notið skáld- frægðar, er fyrstu smásögur hans birtust. Ein af þeim fyrstu, sem prentuð var, mun hafa verið „Helfró", en það er eins og kunnugt er ein af perlunum í smásagnabókmenntum íslands. Annars eru smásögur hans nokkuð misjafnar eins og ger- ist, en ef tekið væri úrval úr þeim, myndi það verða bók, er hvarvetna yrði höfundinum og ísl. bókmenntum til sóma. Nú er Jakob aldinn að árum, en þó hraustur vel, svo að hann lætur sig ekki muna um að fá sér sjóbað á þorranum úti í Ör- firisey. Þessar nýjustu sögur hans bera heldur engin elli- mörk. Hann kann handverk sitt með prýði, er frumlegur og sér- stæður í efnisvali og efnismeð- ferð og kemur lesandanum á ó- vart. Að þessu leyti er fyrsta sagan, „Aldnar hendur“, tákn- ræn. Það er ein af beztu sög- um Jakobs, snjöll að allri gerð, og ein af þeim, er maður man lengi. Önnur sagan: „Bernskan græn“, er lítið annað en snot- urt riss, ber þó vörumerki síns höfundar, svo að ekki er um að villast, og er skemmtileg af- lestrar. — Þá er „Stóra plága", sem gerist á fimmtándu öld. Það er góð saga, án sterkra til- þrifa þó, en ber vott ágætri frá- sagnargáfu höfundarins. Ekki get ég þó varizt þeirri hugsun, að talsvert meira hefði mátt gera úr þessu ágæta efni,_ en höf. tekur það nú einu sinni þessum sérstöku tökum og kemst vel frá því á þann hátt. Stúlkan Sesselja er vel gerð persóna og lýsir sér bezt í ágæt um talsetningum, en hin stutt- orðu samtöl hennar og prests- ins eru gerð af mikilli kunn- áttusemi. Þá kemur löng saga, er nefn- ist „Barnórar". Hún fjallar um vinnukonu og vinnumann í sveit, ástir þeirra og veraldar- gengi. Persónulýsing vinnukon- unnar er ágæt, hress og lif- andi, hitt allt risskenndara, en snoturt. Sagan „Á viðreisnarvegi", um forstjórann, sem fer til útlanda og nær sér þar í konuefni á göt- unni, er ekki alls kostar trúleg sem skáldskapur, þótt hún muni eiga sér fordæmi í hinu raun- verulega lífi. Að öllu athuguðu myndi ég kalla þessa sögu sízta í bókinni. — „Spýta sporðreist- ist“, er aftur á móti vel gert sögukorn, er lýsir bitrum veru- leika á skáldlega sannfærandi hátt. Lesandinn tekur ósjálfrátt þátt í harmsögu Jóshúa kaup- manns Péturssonar, en hann er eitt þeirra kyrrlátu smámenna, er Jakob lætur svo vel að lýsa, og hefur hann oft gert þeim snilldarleg skil í skáldskap sín- um. í sögunni „Ljótunn fagra“ er gott efni, en fullviðamikið fyr- ir svona stutta sögu — eða öllu heldur of mikið af því tekið inn í söguna. Þetta er nánast þáttur, og hefði fremur átt að heita „Þáttur af Ljótunni fögru“, því að frásögnin er öll í þeim Jakob Thorarensen stíl, að slíkt hefði verið heppi- legra. Og ekki finnst mér Jakob ráða fullkomlega við þetta, eins og frá því er gengið. Grunur minn er sá, að þarna hafi hann enn fyrirmyndir úr lífinu sjálfu — en það er alkunna, að skáld mega ekki fara jafngáleysislega með efnivíð sinn og mannlífið gerir. „Föðurarfur" er efnismikil saga. En sökum þess hve þetta efni er margnotað: Systkin, sem giftast án þess að vita, hversu skyld þau eru, þá er ekki laust við, að svolítill reyfarabragur sé á sögunni. Þetta hefur svo sem komið fyrir í lífinu líka og það víst alloft, og mikill fjöldi sagna fjallar um það. Jakob tekst ekki að gefa því neitt nýtt eða óvænt innihald, en sagan er ágætlega skrifuð, vel byggð og spennandi aflestrar. „Skyssa" er athyglisverð saga, og munar ekki miklu, að hún sé snilldarverk, en þó dálitlu: Varmennið Grímur Gráfells er ekki nógu vel smíðaður frá höfundarins hendi. Það vantar herzlumuninn, að lesandinn sjái þennan lúsablesa og trúi nógu rækilega á hann. — Hið sama verður uppi á teningnum með síðustu söguna: „Ævisögur mannanna", þar sem höf. er að henda gaman að þeirri miklu ævisagnaritun, er um sig hefur gripið á voru landi nú á síðari áratugum. Þetta er prýðilegt efni, og ég hélt, einmitt vel fallið fyrir Jakob Thorarensen. En einhvern veginn verður hon- um sáralítið úr því; þótt gam- an sé að lesa söguna, er hún tæpast nógu fyndin. Þegar á allt er litið, er þetta góð og skemmtilég sögubók, þótt finna megi á henni nokkra agnúa. Kristín Dahlstedt veitinga- kona. — Hafliði Jónsson frá Eyrum skráði. Bóka- útgáfann Muninn. Við, sem gamlir erum í hett- 'unni hérna í Reykjavík, mun- um vél eftir „Fjallkonunni." Mér er hún í fersku minni, því að ósjaldan fór ég þangað inn til að kaupa mér mat, sökum þess að þar fékk maður skammt sinn vel útilátinn. Veitingakon- an sjálf, frú Kristín Dahlstedt er mér einnig minnsstæð, því að hún var sérkennileg og myndarmanneskja að sjá. Þá man ég einnig eftir manni henn ar, Axel, er var fríður sýnum, en sagður hafa konuríki nokk- urt. Nú hefur Kristín sagt ævi- sögu sína, og skal það strax tek ið fram, að bók sú er efnismik- il, vel sögð og skemmtileg af- lestrar. Þetta er í rauninni hetjusaga, þættir úr ævi röskr- ar dugnaðarkonu, sem barðist ótrauð við alla erðileika og kunni ekki að gefast upp. Sagan hefst á frásögn um for- eldra og æskuár Kristínar, en hún er Vestfirðingur. Þá eru ýmsir atburðir frá æskuárum, sem skemmtilegt er að lesa um, til dæmis ferðalagið með Siggu í Botni. Þegar Kristín vex upp, verður hún ástfangin eins og gengur, og verður skáld eitt fyr- ir valinu, en skáld eru hverf- lynd, svo sem kunnugt er. Pilt- ur þessi sendi Kristínu ástar- ljóð og gerði hana brennandi skotna í sér, en hvarf síðan til annarrar. Síðar á ævinni kom hann svo í heimsókn til henn* ar, þegar hún var orðin veitinga kona í Reykjavík, til að slá hana um nokkrar krónur, er hann fékk upp á gamlan kunn- ingsskap. Fleirum leizt vel á Kristínu, og er kaflinn: „Bónorð og böl- bænir“ til vitnis um það, en hann er næsta forvitnilegur. Kristín dreif sig á unga aldrl til Danmerkur, og er lipurlega sagt frá komu hennar þangað — störf þar og kynni með þvi þezta í bókinni, og gefur sú frásögn góða hugmynd um vissa þætti hafnarlífins í þá daga. Skemmtilega er einnig fjallað um ástabrall frúarinnar og sam- skipti hennar ýmis við með- bræður og meðsystur á lífsleið- inni,. Má af mörgu ráða, að hún hafi verið allskapstór, enda vill slíkt fylgja dugnaðarfólki, og hlut sinn lætur hún ógjarnan. Heppin er hún ekki, oft er sem 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 að flytja um 60 milljón dollara virð i af gknstein- uim, gulli og silfri til Spánar. Freistingin varð of mikil fyrir skipstjór- ann. Þegar hann var koon inn út í haf, gaf hann mönnum sínum skipun um að drepa Spánverj- ana, sem voru með til að líta eftir fjársjóðnum. Bftir það sigldi hann til Kókoseyjarinnar ög gróf fjársjóðinn — „Ránsfeng inn frá Lima“ — þar í jörðu. Fáum dögum síðar voru Thompson og skip- verjar hanis teknir til fanga af spönsíku her- skipi. Voru þeir allir hengdir, nema skipstjóri og stýrimaður, sem fengu að halda lífi, svo að þeir gætu vísað til, hvar dýr- gripirnir væru grafnir. Thompson og stýri- manninum tókst að flýja, þeir földu sig í frurn- skóginum og fundiust aldrei. En sagan segir, að Thompson hafi síðar drepið stýrimanninn, og að hann hafi svo komiat í skip, er eitt sinn kom við á eynni að taka vatn og kókóshnetur. Með því slapp hann til Englands. Á diánarbeði gaf hann einum af ættingjum sín- um kort, þar sem sýnt var, hvar fjársjóðurinn var fólginn. — Síðan haifa margir svikarar grætt vel á því að selja „hið eina rétta Thomp- sons kort“, sem þeir hafa sjálfir búið til. En fjár- sjóðurinn frá Lima og aðrir fjársjóðir, sem fólgnir eiga að vera á Kókóseynni, liggja þar David Severn: Okbur létti, er leið- sögumaðurinn lét okkur í umsjá eldri hjóna. Þau tóbu obkur að sér, fylgdu obbur heim til sín og gáfu emfalda en góða rnáltíð: kalt nautakjöt, rjómaost og nýbabað brauð með smjöri. Hóp- urinn kom inn og stóð masandi í kring um okk- ur. Öðru hvoru fannst mér ég skilja orð og orð á sfangli. Undarlegri hugdettu sló niður í mér. Þegar þögn varð í hópnum, leit ég fast á gestgjafa minn og sagði hátt Og skýrt: „Brauð.“ — „Brauð“, sagði ég aftur og benti á brauðið á borðinu. Allir hættu að tala og störðu á mig, opn- um m-unni. Við höfðum ekki fyrr árætt að draga að okkur athygli. ,Brauð‘, sagði ég í þriðja sinn og var nú að missa vonina. Maðurinn brosti, svo glampaði á hvítar tenn- urnar í útiteknu andlit- inu. „Brad“, sagði hann brosandi og kinkaði kolli. „Smjör“, sagði ég og benti á smjörabálina, en Dick horfði á mig furðu ennþá óhreyfðir, segja þeir, sem leita gersem- anna. losti-nn og hélt víst að ég væri genginn af göflun- um. „Smurr“, sagði gest- gjafi okkar og kinkaði aftur bolli. „Maður“, sagði ég, og benti á brjóstið á sjálfum mér. „Mandier,“ sagði hann og klappaði á brjóst sér. Eg varð svo æstur, að ósjálf- rátt sló ég hnefanum í borðið. „Þetta er England! Ég segi þér satt, að þétta er England, þótt enskan þeirra sé svona undar- leg.“ Fýrat í stað neitaði Dick hreint og beint að trúa mér, en hann fór að hlusta af athygli á mál þeirra og varð að við urkenna, að þessi undar- lega tunga var tvímæla- laust skyld ensku. Eg sagði honum síðar, að okkur myndi ekki reyn ast auðvelt að skilja drengi, sem töluðu mið- aldaensku, ef þeir væru allt í einu mitt á meðal okkar. Tungumál taka breytingum, eftir því sem aldirnar líða. Munurinn, sem var á þessari ensku og máli okkar Dicks, var samt svo mikill, að mér flaug í hug, hvort við Við hurfum inn í framtíðina værum ekki komnir lengra inn í framtíðina, en við fyrst hugðum. Eftir að borið hafði ver ið af borðinu, tók Dick fram vasabókina sina og skrifaði fáein algeng orð með stórum prentstöfum. Það my.idi yera gaman að vita, hvað mdkið rit málið hefði breyzt. En okkur til mestu furðu, kunni enginn af öllu þessu fólki að lesa. Við reyndm að sína þeim ein staka stafi. En við hefð um með sama árangri getað dregið upp kín- versk leturtókn. Dick gafst upp og tók að teikna myndir. „Mer þætti gaman að vita, hvort þeir kannast við nokkuð, sem líkist bíl“, sagði hann. En þegar að því kom, að hann fór að teikna hjólin, heyrðist kurr frá fólkinu og það var eins og mótmælaalda liði um hópinn. Gestgjaíi okkar tók blýantinn og lokaði bókinni vingjarn- lega en ákveðið. Hann virtist fremur særður en reiður. Til þess að breiða yfir þessi „mistök“ okkar kom einn úr hópnum með talnagrind, stærri og full komnari útgáfu af „leik fanginu", sem við sáum hjarðmanninn vera með. Grindin var sett á borðið milli tveggja manna og fimir fingur léku kúlun- um til og frá á strengjun um. Allir teygðu sig fram og fylgdust af ákefð með leik þeirra, og þegar hön um lauk, fór ánægjuklið ur um hópi-nn. Eg sá, að Dick fylgdist af athygli með því, sem fram fór, og strax á eftir benti hann á kúlurnar, lyfti síðan upp höndunum og sýndi fyrst tvo, síðan fimrn og lckks alla tíu fingur. Brátt hafði hann beint athygli aMs hóps- ins að sér. „Gulu kúlurnar efst eru einingar“, sagði hann, „þær bláu tugir, rauðu hundruðin og þær svörtu þúsundir. Samt er þetta ekki eins einfalt og haida mætti, því að í stað tuga kerfis hafa þeir tylftar reikning. Á eftir níiu nota þeir sérstaka tölu, sem í stað tíu er sama og tólm. Skilurðu mig?“ Dick er einstakur reikn ingshaus, en það er eg ekki. Þetta skildi ég samt nokkurn vegin. „Hvað eru þeir að gera? Er þetta leibur, eða eru þeir að reikna eitthvað?“ spurði ég. „Mér virðist það vera sambland af hvoru tveggja. En ég get ekki gert mér ljóst, í hvaða skyni þeir gera þetta“. „Ef til vill eins konar skák?“ „Nei, áreiðanlega ekki“ svaraði Dick. Og við það urðum við að láta sitja að sinni. HJÁLPAÐU LITLU MÚSINNI Litlu músina langar að ná { ostbitann. Getur þA vísað henni veg gegn um ganga völundarhússins? Það er hættulegt, ef hún villist, því þá lendir húa beint í gildruna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.