Morgunblaðið - 06.03.1962, Qupperneq 2
2
MORGVNBLAÐÍÐ
Þriðjudagur 6. marz 1962
Merkjasöludag-
ur Rauöa Krossins
Á MORGTTN, öskudagr, er hinn
árlegi merkjasöludagur Rauða
Kross íslands, og munu börn fara
um bæinn og bjóða merki til sölu,
Skýrðu forráðamenn Reykjavík-
urdeildar Rauða Krossins frétta-
mönnum nokkuð frá starfsemi
deildarinnar, en stjórn hennar
skipa sr. .Jón Auðuns, form., Jón
Helgason, Jónas B. Jónsson, dr.
Jón 'Sigurðsson, frú Ragnheiður
Guðmundsdóttir, Óli J. Ólason og
Gísli Jónasson.
Hundruð ungra stúlkna úr
Kvennaskóla fslands, Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur og Hjúkrun-
arkvennaskóla íslands annast af-
hendingu merkjanna víðs vegar
um bæinn, og meira en 2 þúsund
börn hafa árlega selt merki
Rauða Krossins á síðustu árurn,
Reykvíkingar hafa daglega fyr-
ir augum. til hvers fé því er var-
ið, sem þeir hafa rausnarlega lát-
ið af hendi rakna til starfsem-
innar. Þrjár sjúkrabifreiðir voru
í ferðum allt árið í Reykjavík og
nágrenni og fóru 5.500 ferðir á
árinu eða rúmlega 15 ferðir á
hverjum sólarhring að jafnaði
tneð sjúkt og slasað fólk.
í sumardvö! á vegum Reykja-
víkurdeildar Rauða Kross íslands
voru að Laugarási og Silunga-
polli síðastliðið sumar 180 börn.
Tvö námskeið í Hjálp í viðlög-
um voru haldin í apríl og október
og sóttu þau á þriðja hundrað
amanns. f desember var haldið
fyrsta námskeiðið fyrir þá, sem
vilja kenna Hjálp í viðlögum, og
tóku próf 15 nemendur.
Sjúkrarúm og gögn voru lán-
uð víðs vegar um bæinn, en þá
þjónustu nota sér margir, sem
hafa sjúka i heimahúsum.
Söfnun til bágstaddra í Kongó
fór fram í janúar og söfnuðust kr.
450.200,00. sem keypt var fyrir
skreið Og þurrmjólk Og sent
þangað.
í öktóber barst beiðni frá al-
þjóða Rauða Krossinum í Genf,
um hjálp til bágstaddra á flóða-
svæðinu í Viet Nam og sendi
Rauði Krossinn 500 dollara í þá
söfnun.
Foreldrar ættu að hvetja börn
sin til að selja merkin og minna
þau á að búa sig vel.
Rauða Kross-starfið er sjálf-
Fundur
Sjálfstæðismanna
AKRANESI, 5. marz. — Kl. 4 á
sunnudag hófst fundur Sjálf-
stæðismanna í Hótel Akranesi.
Formaður Sjálfstæðisfélags Akra
ness, Valdimar Indriðason, setti
fundinn og stjórnaði honum. Að-
alræðumaðurinn var Gunnar
Thoroddsen fjármálaráðherra.
Að ræðunni lokinni voru born-
ar fram nokkrar fyrirspurnir, er
ráðherrann svaraði greiðlega.
Urðu talsverðar umræður út af
fyrirspurnum þessum. Fundurinn
var vel sóttur og .sáust þar mörg
ný andlit. — Oddur.
Hrafnistumenn
þakka
KVENNADEILD Slysavamafé-
lagsins í Reykjavík bauð vist-
mönnum á Hrafnistu til kaffi-
drykkju í Siysavarnahúsinu á
Grandagarði, mánudaginn 26.
f. m. —
Hús og björgunartæki voru
skoðuð, áður en setzt var að
kaffidrykkju.
Vistmennimir þakka ágætar
veitingar og skemmtilega sam-
verustund.
Sigurjón Einarsson,
forstjóri.
boðastarf, dýrmæt þjónusta við
samborgarana. Þess vegna eru
efcki greidd sölulaun. En öllum
sölubörnunum er boðið á kvik-
myndasýningu, sem eigendur
kvikmyndahúsanna láta R. K. í té
endurgjaldslaus. Bókaverðlaun fá
þau börn, sem flest merki selja.
Kl. 9,30 verður byrjað að af-
henda börnunum merkin á þess-
um stöðura:
Vesturbær: Skrifstofa Rauða
Kross íslands, Thorvaldsens-
stræti 6; Skóbúð Reykjavíkur,
Aðalstræti 8; Efnalaug Vestur-
bæjar, Vesturgötu 53; Kjötbúð
Vesturbæjar, Bræðraborgarstíg
43; Sunnubúðin. Sörlaskjóli 42;
Síld Og Fiskur, Hjarðarhaga 47.
Austurbær A: Fatabúðin, Skóla
vörðustíg 21 A; Axelsbúð, Barma
hlíð 8; Silli & Valdi, Háteigs-
veg 8; Háagerðisskólinn; Austur-
ver. söluturn, Skaftahlíð 24;
Sveinn Guðiaugsson, Borgar-
gerði 12.
Austurbær B: Elís Jónsson,
Kirkjuteig 5: Skúlaskeið, Skúla-
götu 54; íþróttahúsið Í.B.R., Há-
logalandi; Garðabúðin, Ásgarði
20—24; U.M.F.R. við Holtaveg;
K.F.U.M.. Kirkjuteig 33; Laugar
ásbíó, Laugarási.
er boliudagíur?
MÁLFUNDAKLÚBBUR
Fundur verður kl. 8,30 í
kvöld. Framsögu um umræðu-
efni kvöldsins hafa: Árni John-
sen, Eggert Hauksson, Bjöm
Baldursson, Jón A. Sigurðsson,
Garðar Guðmundsson og Valur
Valsson.
Fjölmennið og takið með ykk
ur nýja þátttakendur.
KLÚBBFUNDUR
verður n. k. laugardag. Bréf
hafa verið send út.
Stjómin.
ÞESSA spurningu lögð-
um við fyrir marga menn
í gær og þá einkum, er
við sátum og hámuðum í
okkur ljúffengar bollurn-
ar. Þ^ssari spurningu gat
samt enginn svarað af
þeim fræðimönnum og for
frömuðu vísdómsmönnum
er við lögðum spurning-
una fyrir. Ekki heldur
bækur er við litum í, sem
þó voru ekki nema ís-
lenzkir þjóðhættir séra
Jónasar á Hrafnagili, Þjóð
vinafélagsalmanakið frá
1878 og nokkrar alfræði-
bækur.
Jónas telur mánudaginn í
föstuinngang þó til daga
þeirra er menn gerðu sér gairv
an áður en fastan hófst og um
þriðjudaginn, sprengikvöld
hefir hann mörg örð og mik-
inn fróðleik. Þjóðvinafélagsal-
manakið segir orðrétt:
„Mánudaginn í föstuinngang
höfðu menn til skemmtunar,
grímuleiki og þess konar.“
Ekkert um bollur. Sama var
að segja um alfræðibækur.
Það lengsta var að við fund-
um að bolla var kringlótt,
skálarlaga drykkjarílát úr
tré.
En svo hugkvæmdist okkur
að hringja í forstjóra eins
brauðgerðarhúss. Þá kom
þetta svar:
— Bolludagur og bolluát er
þekkt víða um lönd og gam.all
siður suður um alla Evrópu.
Hér á landi verður þessi dag-
ur ekki hátíðlegur í því formi
sem nú tíðkast fyrr en um
1920. Að vísu mun áður hafa
þekkst að strákar og stelpur
gengu til grannanna og
flengdu þá og fengju bollu að
launum. en þetta var ekki al-
mennur siður.
Það er Björn Björnsson
bakarameistari sonur Björns
Símonarsonar og Kristínar
konu hans, sem stofnuðu
Björnsbakarí, sem innleiðir
þetta sem almennan sið hér í
höfuðborginni og síðan mun
hann hafa breiðst út um
landið.
í Evrópu eru bollurnar
nefndar krossbollur og eru lík
ar því sem hér tíðkast nema
þar var skorinn kross í þær.
Þetta var tákn liinnar kom-
andi föstu. Bjöm bakari hafði
kynnst þessum sið við iðn-
nám sitt, er hann stundaði
bæði í Danmörku og Frakk-
landi.
Þetta verður að nægja að
sinni um bolludaginn og til
vist hans hér á landi, máske
heyrum við meira um hann
síðar og gaman væri að heyra
frásögn þeirra er meira kynnu
að vita.
Þetta átti raunar að vera
texti með myndinni af þess-
um tveimur litlu stúlkum,
sem hér sitja fyrir framan
Ól. K. Mag. ljósmyndara og
háma í sig bollur.
Til vinstri situr Sesselja Að
alsteinsdóttir og borðar 8.
bolluna sína í gær. Hún sagð-
ist líka vera alveg að springa.
Hin er Sigurdóra Jóna Aðal
steinsdóttir, en eir þó ekki syst
ir Sesselju. Hún var bara
svona södd, ekkert að springa.
Það er heldur enginn sprengi-
dagur núna, sagði hún með al
vörusvip.
Aðeins einn ítalskur
blaðamaður í Alsír
OAS hótaði ítölunum lífláti —
Á annað hundrað sprengingar
i Algeirsborg
Alsír og Róm, 5. marz
— AP — NTB — Reuter.
• Áreiðanlegar heimildir herma,
að endanlegar umræður Frakka
og Serkja um frið í Alsír hefjist
nk. miðvikudag einhvers staðar
nærri Evian í Sviss. Oddviti
frönsku stjórnarinnar verður eft-
ir sem áður Louis Joxe, Alsír
m.álaráðherra.
• Nær tvöhundruð plastsprengj-
ur sprungu í Algeirsborg í dag
og voru sautján menn af evrópsk
um ættum handteknir.
• Á sunnudag bar það til tíð-
inda, að OAS menn hótuðu 12
ítölskum blaðamönnum lífláti, ef
þeir færu ekki frá Alsír innan 24
klst. Blaðamennirnir eru allir
farnir heim á leið, að skipan
blaða sinna, nema cinn maður
frá Milano.
Amibassador Ítalíu í París
Manlio Brosio afhenti frönsku
stjórninni í gær mótmælaorðsend
ingu stjórnar sinnar, vegna hót-
ana OAS manna og hafa Frakkar
heitið að gera allt sem unnt er til
varnar ítölsku borgurum sem og
öðrum. í dag tilkynnti innanríkis
ráðuneyti Ítalíu, að menn er tald
ir væru tilheyra OAS hreyfing-
unni fengjU' ekki dvalarleyfi á
Ítalíu. Voru nokkrir menn reknir
úr landi og fylgt yfir ítölsku
landamærin og landamæravörð-
um fenginn listi yfir þá menn
sem grunaðir eru um tengzl við
OAS.
Ríkisútvarpinu og sjónvarpinu
á Ítalíu barst í dag bréf frá stjórn
OAS, þar sem segir, að ítölsku
blaðamennirnir hafi í fréttasend-
ingum sínum tekið undir einhliða
áróður uppreisnarmanna í Alsír.
Bréfið var sent frá Rómaborg.
Utanríkisráðherra útlagastjórn
ainnar Saad Dahlab, sem var
staddur á flugvellinum í Róm í
dag sagði við fréttamenn, að
hann væri þess fullviss, að allt
gengi vel í Alsír, ef frönsku
stjórninni væri alvara með að
brjóta á bak aftur OAS hreyfing-
una. Dahlab var á leið til við-
ræðnanna í Sviss.
• Borgin á reiðiskjálfi
í Algeirsborg sprungu nær 200
sprengjur í dag og mátti segja að
borgin léki á reiðiskjálfi. Ekki
er vitað um manntjón, en nokkr-
ir menn særðust. Flestar sprengj-
urnar sprungu í verzlunum
Serkja og Gyðinga, áður en fólk
kom ril vinnu í morgun. Sautján
Evrópumenn voru handtekmr í
borginni. Allmargar sprengjur
fundust áður en þær sprungu,
þar á meðal tvær í marókkanskri
flugvél. Höfðu þæi verið faldar
undir farþegasætunum.
í Constantine kom til átaka
milli unglinga og lögreglu í
sambandi við jarðarför tíu ára
telpu er uppreisnarmenn drápu
á laugardaginn. Um fimrn þúsund
manns tóku þátt í líkfylgdinni.
Gas- og rafmagnslaust var í bæn-
um vegna verkfalls verkamanna,
er voru við útförina.
í Philippville urðu nokkrir
árekstrar og margar sprengjur
sprungu. Þar er vitað að a.m.k. 3
menn létust.
Skiloboð til Holldórs i Kirkju-
bóli frd Guðjóni ú Murðornúpi
í Vutnsdul
í BRÉFI frá Guðjóni á Marð-
arnúpi biður hann mig fyrir
kveðju til Halldórs á Kirkju-
bólí með þeirri fyrirspurn til
hans: „hvort honum finnist
ekki nógu illa farið með spari
fjáreigendur, sem í mörgum
tilfellum eru gamalmenni og
börn, með verðrýrnun pening
anna á undanförnum árum,
enda þótt vextir séu ekki
lækkaðir frá því sem er. Hann
ætti að gera samanburð á tekj
um af peningainnistæðum í
dag og eins og þær voru fyrir
30 árum. Lækkun á útláns-
vöxtum mundi koma bröskur
um mest til hagsbóta og þar
af leiðandi ýta undir alls kon
ar brask“. Þetta sagði Guðjón
í bréfi sínu.
Mér þykir eðlilegast að
biðja Morgunblaðið fyrir
þessi skilaboð.
Jón Fálmason.
M^xn^eei^íi i ny»w <» 'iiwril