Morgunblaðið - 06.03.1962, Page 6
6
MORCVNBL 4Ð1Ð
Þriðjudagur 6. marz 1962
lilfur Gunnarsson, þýzkur
ræð'smaður á ísafirði
SÍÐASTLIÐINN föstudag var
Úlfur Gunnarsson, sjúkrahúss-
læknir á ísafirði, settur inn í
embætti sem þýzkur kjörræðis-
maður á ísafirði. Er hann skip-
aður í það starf af forseta Vest-
ur-Þýzkalands. Hirschfeld, am-
bassador Vestur-Þýzkalands á
íslandi, kom til ísafjarðar af
þessu tilefni á þýzka eftirlits-
skipinu „Poseidon.“
Hafði hann opinbera móttöku
um borð í skipinu og voru boðn-
ir þangað emibættismenn og all-
margir borgarar í bænum. Flutti
Hirschfeld ambassador þar ræðu
og bauð gestina velkomna. Komst
hann m. a. þannig að orði, að
þegar Sambandslýðveldið Þýzka-
land ophaði nú aftur kjörræðis-
mannsskrifstofu á ísafirði eftir
alllangan tíma, þá ætti það ræt-
ur að rekja til þess að vestur-
strönd íslands og þá sérstaklega
hafnirnar við fsafjarðardjúp
væru taldar mikilvægar fyrir
efnahagslegt samstarf íslands og
Þýzkalands. Einkum hefur hin
ágæta og skjólgóða höfn á tsa-
firði oft boðið togurum og öðr-
um fiskiskipum okkar Þjóðverja
hjálp og skjól fyrir hættum íss
og storma, sagði sendi'herrann.
Einnig hefði sjúkrahúsið á ísa-
Dregið
í 11. flokki
Happdrættis DAS
SL. laugardag var dregið í 11.
flokki Happdrættis DAS um 55
vinninga og féllu vinningar
þannig:
Þriggja herbergja íbúð, Ljós-
heimum 20, 5. hæð (C), tilbúin
undir tréverk, kom á nr. 12116.
Umboð Hreyfill. Óendurnýjaður
miði.
Tveggja herbergja íbúð, Ljós- ur
heimum 20, 5. hæð (D), tilbúin
undir tréverk, kom á nr. 40442.
Umboð Aðalumboð. Óendurnýj-.
aður miði.
Taunus-fólksbifreið kom á nr.
43306. Umiboð Aðalumboð. Eig-
andi Sigurbjörg Sigurbjörns-
dóttir, Sólheimum 23.
Moskviteh-fólksbifreið kom á
nr. 56422. Umboð Aðalumboð.
Eftirtalin númer hlutu hús-
að fyrir kr. 10.000,00 hvert: 122
5221 14160 29384 44552.
Eftirtalin númer hlutu hús-
foúnað fyrir kr. 10 þús. hvert: 122
467 1136 3957 4124 4875 6412
8947 9607 12036 16318 16598
19043
22283
31013
37139
41443
48485
58491
19615
23636
32538
39406
41756
55963
58515
20400
26028
32762
39821
43992
56135
58817
21202
28606
33728
40299
44245
56938
62017
22115
30185
34692
41282
47760
57047
63933
firði grætt marga slasaða eða
sjúka þýzka sjómenn ög jafnvel
bjargað þeim frá dauða. Færði
hann stjórn sjúkrahússins, lækn-
um þess og hjúkrunarkonum,
þakkir .fyrir alla þá hjálp og
mannkærleika sem þýzkum sjó-
mönnum og fiskimönnum hefði
ávallt verið sýnd þar. Þessi hjálp
semi og vinsemd ísfirðinga, hélt
sendiherrann áfram hefði áreið-
anlega átt sinn þátt í að efla hin
góðu, görnlu tengsl milli ættjarð-
ar minna og íslands. Og það er
trú mín að Úlfur Gunnarsson
muni vera rétti maðurinn til að
hlúa að vexti og viðgangi þessara
vináttutengsla.
Úlfur Gunnarsson, læknir, er
eins og kunnugt er sonur Gunn-
ars Gunnarssonar, skálds. Hann
er kvæntur þýzkri konu og eiga
þau fjögur börn.
Kvenfélagið
í Hafnarfirði
HAFNARFIRÐI. — Um þessar
mundir eða nánar tiltekið 7. marz
er liðin hálf öld siðan Kvenfélag-
ið Hringurinn í Hafnarfirði var
stofnað. Forgöngu um stofnun
hafði Helga Benediktsdóttir Grön
dal, kona Þórðar Edilonssonar
héraðslæknis. Stofnendur voru
18 talsins og eru tveir þeirra
enn starfandi í félaginu, þær
Guðbjörg Kristjánsdóttir og
Guðrún Eiríksdóttir.
Var tilgangur félagsins í upp-
hafi að hjálpa og styrkja berkla-
veikt fólk, en á þeim árum geis-
aði berklaveikin mjög hér á
landi, sem kunnugt er. Vann
Hringurinn mikið og gott starf
og hjálpaði mörgum berklasjúkl-
ingnum.
Þegar sigur hafði að mestu
unnizt á berklaveikinni, tóku
Hringskonur að kosta dvöl fá-
9%%%%%%%%%%%
SPILIÐ, sem hér fer á eftir er
frá leiknum milli Bandaríkjanna
og Englands á nýafstaðinni heims
meistarakeppni. Á öðru borðinu
sátu Bandaríkjamennirnir Mathe
og Nail N.-S., en Englendingarn-
ir Priday og Truscott A.-V. Á
þessu borði skeði nokkuð óvenju-
legt atvik og óneitanlega spaugi-
legt. Bandaríkjamaðurinn Mathe
gaf og sagði pass. Priday sagði
einnig pass og Nail, sem sat í
suður doblaðiH Allir ráku upp
stóru augu og eftir mikinn hlát-
kom skýringin, Nail hafði
heyrt félaga segja pass, en hon-
um heyrðist Priday segja 1
hjarta. Var sú skýring gefin, að
mikill munur er á framburði
Englendinga og Bandaríkja-
manna og sé alls ekki mikill
munur á framburði Bandaríkja-
manns á passi og 1 hjarta hjá
Englendingum.
Eftir að aliir höfðu jafnað sig
eftir þetta óvænta atvik var
lcallað á keppi.isstjórann og úr-
skurðaði hann að félagi Nail
mætti ekki segja frekar, en sjálf
ur hefði Nail heimild til að
segja að vild. Nail valdi að
segja 1 grand, sem varð loka-
sögnin.
A D 186 53
¥ D
+ 95
* Á D 10 7 4
A G 2
¥ 106 5 3
+ K 8 4 3 2
* 96
* 84
¥ ÁG942
A G 10 7 6
* K 3
A Á K 9 7
¥ K 8 7
+ Á D
* G 8 5 2
Vestur lét út hjarta 4 og Suð-
ur fékk 12 slagi eða 240 fyrir
spilið.
Á hinu borðinu sátu Engiend-
ingarnir Rodrigue og Konstam
N-S og Bandaríkjamennirnir
Coon og Murray A-V. — Þar
gengu sagnir þannig:
Norður Austur Suður Vestur
1 * pass 2 A pass
3 A pass 4 A pass
4 A pass pass pass
Vestur lét út tigulgosa og eins
og sést á spilunum vinnast allt-
af 6 spaðar og gerði Konstam
það. England græddi því 6 stig
á þessu spili.
Þegar hlé var gert þennan
keppnisdag var mikið rætt um
þetta atvik og voru flestir á
þeirri skoðirn, að Nail hefði átt
að segja strax 3 grönd, þar eð
hann mátti vita að hann fengi
ekki að segja oftar.
HRINGUNUM.
7úýit/2i.rVur& 4
Hringurinn
hálfrar aldar
tækra og veiklaðra barna í sveit.
Rak Hringurinn t d. sumardval-
arheimili í Viðey um hríð. Nú
síðustu árin hafa 10 til 20 börn
verið kostuð til dvalar í Glaum-
bæ, en til stofnunar þessa barna-
heimilis lagði Hringurinn 40
þúsund krónur.
Félagið hefir látið að sér kveða
á ýmsan annan hátt. Það gaf t. d.
myndarlega upphæð til þeirra,
sem urðu fyrir skakkaföllum í
jarðskjálftunum á Dalvík 1934.
Það styrkti börn er misstu feður
sína í Halaveðrinu svonefnda, en
þá fórst togari héðan Hringurinn
lagði fram 120 þús. kr. til Sól-
vangs — og ýmislegt annað hef-
ir hann látið gott af sér leiða.
Fjáröflunarleiðir Hringsins
hafa einkum verið merkjasala,
bazar og hlutaveltur Einnig sel-
ur hann minningarkort. Hafa
Hafnfirðingar jafnan sýnt félag-
inu góðan skilning og styrkt það
með fjárframlögum.
Sú konan, sem lengst hefir ver-
ið í stjórn Hringsins, er Guð-
björg Kristjánsdóttir eða til árs-
ins 1958, þegar hún baðst und-
an endurkosningu. Núverandi
stjórn skipa Kristín Kristjáns-
dóttir, Sjöfn Sigurðardóttir,
Björney Hallgrímsdóttir, Svein-
björg Auðunsdóttir, Sjöfn Magn-
úsdóttir meðstjórnandi. — G.E.
Fjöldi manns
heiðrar Guðmund
á Hvanneyri
Akranesi 3. marz.
í GÆR komu að Hvanneyri i
Borgarfirði 3-400 manns til þess
að heiðra Guðmund Jónsson
skólastjóra bændaskólans á sex-
tugs afmæli hans. Var stöðugur
straumur af fólki að koma og
fara allan daginn heim á þetta
næstum 1100 ára gamla höfuðból
Gríms hins háleyska. Heillaskeyt
in til Guðmundar skiptu mörgum
hundruðum. — Oddur.
„Krossgátubok44
NÝKOMIN er út lítil „krossgátu
foók“. Hefur hún inni að halda 4°
verðlaunakrossgátur.
Heitið er þremiur verðlaunum
fyrir réttar lausnir á öllum kross
gátunum — flugferð til Khafnar
og heim aftur, Sindrastól og
transistor-viðtæki — og skulu
lausnir hafa borist til Krossgátu
útgáfunnar, Ljósvallagötu 20,
Rvilk, fyrir 1. okt. 1962.
• Vor í Vesturbænum
G.M. hefur öðru sinni beðið
Velvakanda að vera mitli-
göngumaður milli R.J. og sín
og segir:
Ég held að ég naegi fullyrða
að ég hafi birt pistil minn um
daginn án tillits til greinar
„Hjálmtýs í Nonna“ í Tíman-
um ekki alls fyrir löngu. Hitt
skal játað, að þegar ég hafði
skrifað þetta, fór mér eins og
R.J., að mér kom í hug sam-
líkingin við þá grein. En ég
taldi þó hvorki Velvakanda né
M'bl. neina hættu búna á borð
við það sem hlaust af þeirri
grein, jafnvel þótt grein R.J.
væri sxáldleg á köflum, enda
skil ég kveðju hans til mín á
þann veg, að hann hyggi ekki
á slíkar hefndir. Þvert á móti
býður R.J. mér í morgun-
göngu með sér og er það vel
boðið.
En svo við snúum okkur aft
ur að veðurfarinu, þá mætti
kannski minna R.J. á það, að
eitthvert vinsælasta „ljóð dags
ins“ um þessar mundir endar
á orðunum: „Ekkert er feg-
urra en vorkvöld í Reykja-
ví’k“. Þetta kann og syngur
hvert einasta barn í Reykja-
vík, sem nokkuð getur sungið,
raunar börn og fullorðnir um
allt land. Og svo kemur R.J.
og lýsir þvi yfir, blákalt, að
í höfuðstaðnum sé ekkert vor!
Meðan Vesturbæingar voru
og hétu, hefði þeim manni,
sem lét sér slik orð um munn
fara naumast orðið vært á
Melurium til lengdar.
• Gönguferð á Esju
Það væri náttúrlega „alveg
draumur“ að fá að aka
snemma morguns með R.J. í
hans (fjólu)bláa jeppa upp að
Esju eða jafnvel Skarðsheiði,
en þó að R.J. kunni að vera
ennþá hraustari en undirrit-
aður, þá held ég að ráðagerð-
ir hans um morgungöngu upp
á Esju nú á miðri Góu séu
„hreystilegri" en góðu hófi
gegnir. Eg gekk einu sinni fyr
ir állmörgum árum upp á
Esju, upp frá Kollafirði. Það
var að sumarlagi í góðu veðri,
ógleymanleg gönguferð. Eg
Wiás&Jt \-jJl
/ V 7J-L
ji J~*) t *jJl íCiTiúv- (I i i/ ^ I/
var einsamall og fór mér hægt
og hvíldi mig við og við. En
eins og R.J. sjálfsagt veit, er
leiðin gróflega brött á köflum,
og ég lít svo til héðan úr bæn-
um að sjá, að svo miklir skafl-
ar séu á þeim stöðum sem
annars er gengt, að það mundi
illfært jafnvel fjallagörpum á
borð við okkur R. J. Eg verð
því að afþakka boðið um morg
ungönguna á Esju, og ég held
að R.J ætti heldur ekki að
vera að príla upp um Esjuna
ofanverða fyrr en blessað vor-
ið kemur, því að þrátt fyrir
allt viljum við líklega ekki
missa’nn!
• Hitaveituhiti fyrst
Til að gera langt mál stutt,
þá vil ég af tilefni greinar
R.J. 21. 2. segja það, að hvem-
ig svo sem ráðamenn þessar-
ar borgar taka þeirri hug-
mynd hans að „búa Reykvík-
ingum þann munað sem flest
önnur lönd hafa ókeypis
handa almenningi" þá hljóti
að verða að teljast æskilegt að
nýta fyrst miklu betur hitann
af hitaveituvatninu en nú á
sér stað, og hlýtur að koma
að því að það verði gert, þótt
það verði kannski ekki „áður
en við er litið“.
Og að lokum, þótt ég af.
þakki morgungöngu boð R.
J. að sinni, þá kynni að
vera að við mæltum okkur
mót einhverntíma seinna, og
þar sem R.J. var svo kurteis
og vingjarnlegur að gefa mér
upp heimilisfang sitt, tel ég
rétt og skylt að ég geri slíkt
hið sama.
Baugsveg 26, 2. marz 1962.
G. M.