Morgunblaðið - 06.03.1962, Page 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjtídagur 0. marz 1962
XvXÍ'IWW''
... ..m i.i i M ............riTirinrrh y
Viðtal við
dr. Gunnar
Böðvarsson
EINS og skýrt er frá í frétt ifggö
í blaðinu, rituðu þeir dr.
Gunnar Böðvarsson og Jón
Jónsson, fiskifræðingur, grein
í brezka blaðið Nature, og
settu fram tilgátu um hugs-
anlegt samband á styrkleika
þorskstofnsins og annarra
fiskistofna við Island annars
vegar og sólbletta hins veg-
ar, þannig að 11 ára sveiflan
í sólblettum hefur sterk áhrif
á styrkleika fiskárganganna.
Fréttamaður blaðsins leit-
aði til dr. Gunnars og spurði
hann um tildrög þess að
þessi tilgáta varð til og nán-
ari skýringu á henni.
— Eins og kunnugt er, er
Ynismunandi blettamagn á sól
inni og þetta blettamagn
breytist ár frá ári. Er greini-
leg 11 ára sveifla í þessu,
sagði Gunnar. Blettirnir ná
hámarki 11. hvert ár og var
....»922^924
1«
»60
111
»20
Á efra kortinu er sýnt þorskstofnar fram á síðasta Á neðra kortimu sést á
þorskveiðimagnið við Vest- tug aldarinnar. hvaða árum sólblettirnir eru
mannaeyjar frá árinu 1900 mestir og hvenær minnstir,
—1940 og merktir sterkir en sveiflan er 11 ár.
Sterkir þorskárgangar klekjast út
þegar sdlblettirnir eru minnstir
síðasta blettahámark um
1957. Þessar sveiflur eru
kunnar öllum, sem fást við
jarðeðlisfræði.
Ég hef á undanfömum ár-
um lesið nokkur rit eftir Jón
Jónsson, fiskifræðing, um
þorskstofninn við ísland og
veitti því athygii, að í nokkr-
um gögnum um veiðar hér
við land á þessari öld koma •
fram 10—11 ára sveiflur í
aflamagni. Þetta minnir ó-
neitanlega nokkuð á sveifl-
•urnar á sólblettastarfseminni.
Ég ræddi þetta við Jón, sem
var að sjálfsögðu ljóst fyrir
að slíkar sveiflur væru fyrir
hendi, og við ákvóðum að
birta grein um þetta í
Nature.
í greininni er lögð á-
herzla á það, að þegar
borin eru saman styrk-
leiki einstakra árganga
þorsksins hér við Suður-
»and og sólblettastarf-
semin, þá virðist koma
greinilega fram að sterkir
árgangar klekjast út svo
að segja eingöngu á þeim
tíma, þegar lítið er um
hletti á sólinni og virðist
11 ára sveiflan koma nokk
uð greinilega fram í styrk
leika árganganna.
Einkum þorskur, einnig
síld, lax og hrognkelsi
Það sem hér er sagt gild-
ir um þorskinn, en auðvitað er
fróðlegt að sjá hvort svipað
kemur fram í aflamagni eða
styrkleika stofns annarra
fiska hér við land, segir Gunn-
ar. Til að kanna þetta, höfum
við athugað sveiflur í síldveiði,
laxveiði og hrognkelsaveiði.
Þau gögn, sem eru fyrir
hendi, eru af ýmsum ástæð-
um erfiðari viðfangs en gögn
in um þorskinn. Við höfum
gögn um þorskveiðar frá
Þorsteini í Laufási í Vest-
mannaeyjum, en hann tók
niður meðalafla á 100 öngla
og lögn á árunum 1900—1940,
og þau gögn verður að telja
góð. Gögnin um aðrar fisk-
tegundir eru bara venjuleg-
ar aflaskýrslur, þau ná ekki
jafn íangt aftur í tímann og
eru heldur ekki eins hrein.
Að sjálfsögðu eru í íslenzk-
um annálum eldri gögn um
afla hér við land og geri ég
ráð fyrir að þar sé mjög
merkilegur fróðleikur, þó
ekki hafi verið unnið úr því.
Þrátt fyrir þetta virð-
ist okkur að í öllum fyrr-
nefndum fisktegundum
megi greina nokkrar 11
ára sveiflur, þó þær séu
ekki eins greinilegar og
hjá þorskinum.
Til fróðleiks má skjóta því
hér inn í, að dr. Finnur Guð
mundsson hefur fyrir nokkr-
um árum sýnt fram á mjög
sterkar 10 ára sveiflur í ísi.
rjúpustofninum. Og yfirleitt
eru til í ísl. annálum ýmis
náttúrufræðileg gögn, sem
geta komið að miklum not-
um við almennar rannsóknir
og varla til annars staðar
hliðstætt efni að vinna úr.
fsland liggur í
aðalnorðurljósasvæðinu
Gunnar tekur það fram, að
þetta sé alis ekki í fyrsta
skipti sem tglað er um sam-
band milli líffræðilegra fyr-
irbrigða og sólbletta. Tilgát-
ur um áhrif þessarar 11 ára
sólblettasveiflu á ýmis líf-
fræðileg fyrirbrigði á jörð-
inni, hafa verið margar og
ýmsir hafa lagt fram gögn því
til sönnunar, segir hann. En yf
irleitt er óhætt að segja, að
Gunnar Böðvarsson
þessi gögn hafi verið léleg
og það samhengi sem reynt
hefur verið að benda á, hef-
ur verið mjög vafasamt. Það
má því kannski segja að það
sé að bera í bakkafullan læk-
inn að bæta við nýjum gögn-
um.
En gögnin sem við Jón
Jónsson teljum hægt að
leggja fram um sveiflur í
þorskstofninum, virðast mun
áreiðanlegri en þau sem áð-
ur hafa komið fram, segir
Gunnar. Virðist okkur því
nauðsynlegt að þetta mál
verði rannsakað áfram. Ef
sólblettasveiflan hefur á ann-
að borð áhrif á fyrirbæri hér
á jörðu, þá er sérstök ástæða
til að vænta þess að þau
áhrif séu sérstaklega mikil á
ökkar breiddargráðu. ísland
liggur á aðalnorðurljósasvæð-
inu og fiskimiðin við suður-
strendur landsins eru einmitt
á því svæði, þar sem norður-
ljósatíðnin nær hámarki. En
norðurljósin stafa, sem kunn-
ugt er, af geislim frá sólinni
og þessi geislun fylgir sól-
blettastarfseminni. Svæðið
við ísland ætti þvi að vera
sérstaklega viðkvæmt.
Það vill einmitt svo til, að
á síðustu árum hafa jarðeðl-
isfræðingar getað sýnt ótví-
rætt fram á samhengi milli
háloftastrauma og sólsveifl-
unnar, bætir Gunhar við, og
þessi vitneskja styrkir okk-
ur í þeirri trú að sambandið
milli sólblettanna og styrk-
leika fiskstofnsins eigi að
rannsaka, og að þessi kenn-
ing sé ekki eins út í bláinn
og maður hefði annars
kannski freistast til að halda.
Af því sem sagt hefur verið
hér að ofan, tel ég að þorsk-
stofnsveiflurnar gefi tilefni til
að við hér á íslandi gefum
þessu meiri gaum en hingað
til. Persónulega fékk ég á-
huga á þessu máli á árunum
1950—1952, þegar ég var í
nefnd til rannsókna á síld-
veiðum. Þá fór ég að velta
fyrir mér og setja í samband
ýmis atriði sem falla undir
lífeðlisfræði og hefi ætíð síð-
an gefið slíku gaum. Eg
mundi vilja kalla þá grein,
sem ofarnefndar rannsóknir
falla undir, „ytri lífeðlisfræði“
og á með því við áhrif eðlis-
fræðilegra fyrirbæra í um-
hverfinu á líffærastarfsemi.
Samvinna
fiskifræðinga og
eðlisfræðinga
Talið berst nú að því hve
sú stefna er að færast í auk-
ana að sérfræðingar í ýmsum
greinum hafi samstarf, og
kveðst Gunnar einkurn hafa
orðið var við þá tilhneigingu
í Bandaríkjunum, þar sem er
t. d. til sérstök stofnun, sem
hefur það að verkefni að
kanna gerð lífvera með það
fyrir augum að nota sér þá
tækni sem náttúran hefur
fundið upp, til að leysa ýmis
vandamál á öðrum sviðum.
Sem dæmi um það má nefna
að maður nokkur fór að velta
því fyrir sér hvernig á því
gæti staðið að smáhveli gátu
elt skip dögxun saman án þess
að þreytast og komst með
rannsóknum að því að þeir
bæði ráða yfir sérstakri sund-
tækni og auk þess er húðin
sérstaklega gerð til að minnka
viðnámið í vatninu. Tók mað-
urinn svo einkaleyfi á að nota
þessa tækni hvalsins við ann-
að.
— Sú tilhneiging að auka
samstarf milli hinna ýmsu
fræðigreina á áreiðanlega eft-
ir að aukast, segir Gunnar. Og
á sama hátt tel ég að hér eigi
samstarf fiskifræðinga og eðl-
isfræðinga um rannsóknir á
sjávarlífi í hafinu umhverfis
ísland, eftir að aukast mikið.
Tölulegur
styrkleiki stofnsins
Við göngum nú á Gunnar og
spyrjum hann um framhald á
þessum rannsóknum. Hann
kveðst að sjálfsögðu mundu
halda áfram athugunum á
þessu. En í framtíðinni vonaði
hann að það yrði verkefni fyr-
ir hina væntanlegu Raunvís-
indadeild Háskólans.
— í því sambandi langar
mig til að leggja á'herzlu á
annað atriði, sem virðist
skipta miklu máli, og það er
notkun nútima reiknistækni
við rannsóknir á styrkleika
íslenzka fiskistofnsins, segir
hann. Það skiptir miklu máli,
að maður geri sér tölulega
grein fyrir veiðiþoli stofn-
anna og ef lögð er nægileg
vinna í þessi verkefni, þá ætti
síðar meir að vera hægt að
gera sér tölulega góða grein
fyrir veiðiþolinu. Þetta ætti
að vera auðveldast þegar um
þorskstofninn er að ræða, þvi
hann hefur verið rannsakaður
langmest, fyrst af Bjarna
Sæmundssyni og síðan af Jóni
Jónssyni, sem báðir hafa sem
kunnugt er leyst af hendi
mjög merkilegar rannsóknir á
þessu sviði.
— Það sjá allir hvílíka hag-
nýta þýðingu það 'hefur, ef við
getum séð nokkurn veginn fyr
ir að sérstaklega sterkur ár-
gangur muni klekjast út
ellefta hvert ár, og að við get-
um líka gert okkur reiknings-
lega grein fyrir veiðiþoli þess-
ara árganga. Nokkuð af þeirri
óvissu, sem hvílir yfir fiski-
veiðum almennt, mundi þá
rutt úr vegi, sagði Gunnar
Böðvarsson að lokum. — E. Pá.
— Alþingi
Framh. af bls. 8.
hefur vísitaian hækkað úr 134
stigum í 168 stig, samkv. upplýs-
ingum í síðasta hefti fjármála-
tíðinda. Byggingarkostnaður hef-
ur með öðrum orðum hækkað
um 25% og fer þá eingögu eftir
því, hve dýra íbúð menn taka,
hverju sú hækkun nemur í krónu
tölu.
En menn skyldu ekki ætla, að
það sé óþekkt fyrirbæri, að bygg
ingarkostnaður hækki. í tíð
vinstri st]órnarinnar, eða frá árs-
byrjun 1957 til ársloka 1958,
hækkaði byggingarvísitalan úr
113 stigum í 134 stig eða um 19%
á tveim árum í stað 25% á þeim
þrem árum, sem síðan eru liðin.
Á því sést, að byggingarkostnað-
urinn hefur hlutfallslega hækkað
meir í tíð vinstri stjórnarinnar.
80 þús. kr. hækkun
Þegar lögin um húsnæðismála-
stjórn voru sett, var ákveðið að
hámark iána skyldi vera 100 þús.
kr. f raun námu þau þó ekki
meiru en 70 þúsundum. 1960
hefðu þau hækkað í 100 þús. kr.
og ríkisstjórnin hefur lagt fram
frumvarp þess efnis, að þau megi
nema allt að 150 þúsundum. Hin
raunverulega hækkun lánanna
frá 1960 nemur því 80 þús. kr.
verði það frumvarp samþyfckt og
kvaðst ráðherrann vilja halda
því fram, að sú upphæð sé ná-
lægt aukningu byggingarkostn-
aðar á minni íbúðir frá tíma
vinstri stjórnarinnar. Með hækk-
uninni sé ráðin mjög veruleg bót
á lánaupphæðinni og þeim mál-
um komið í hlutfallslega betra
horf en fyrir 1960.
Þá kvaðst hann enga trú hafa
á því, að það dugi að lækka
vexti A-lána með einu penna-
striki í 4%, það sé miklu flókn-
ara mál en svo. Því er slegið
föstu, að eftir að skuldabréf er
gefið út, verða vextirnir þeir
sömu, meðan það er í gildi. Verði
því vöxtunum breytt, kvaðst ráð-
herrann hvggja, að ríkissjóður
yrði að taka á sig mismuninn, en
hann næmi hærri upphæð, en rík
issjóði yrði mögulegt að taka S
sig, nema þá með því að afla
tekna þar á móti.
Loks gat ráðherrann þess, aS
vaxtahækkunin hafi verið tíma-
bundin og hugsuð sem einn liður
í því kerfi að koma fjármálun-
um á varanlegan grundvöll. í ára
byrjun 1961 voru þeir lækkaðir,
1 flestum tilfellum um helming
hækkunarinnar, og kvaðst ráð-
herrann vilja ætla, að með þeim
árangri, sem náðst hefði, sé si
dagur ekki langt undan, að frek-
ari vaxtalækkun sé möguleg.