Morgunblaðið - 06.03.1962, Side 13

Morgunblaðið - 06.03.1962, Side 13
Þriðjudagur 6. marz 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 Megi bdnaðarþing verða Eandbúnaðinum til farsældar Ræða Ingólfs Jónssonar landbúnaðarráðherra við setningu búnaðarþings INGÓLFUR Jf/nsson land- búnaðarráðherra flutti ýtar- lega ræðu við setningu bún- aðarþings, þess sem nú sit- ur að störfum. Ráðherrann kom víða við og drap á margt er nú er efst á baugi til hags bændum í landinu. Ræða ráð herrans fer í hcild hér á eftir: Formaður Búnaðarfélags ís- landis, búnaðarmálastjóri, búnað arþingsfulltrúar Og aðrir áheyr- endur. Búnaðarþing kemur ár- lega saman til þess að raeða mál efni landbúnaðarins. Aðrir at- viunnvegir hafa einnig ársþing Og ræða þar sín vandamál. Atvinnuvegirnir hafa ávallt við ýmsa erfiðleika að etja, en erfiðleikarnir eru til þess að verða yfirstignir en ekki til þess að hindra framgang mála. Búnaðarþing gerir sér þetta á reiðanlega ljóst og stefnir að því að gera landbúnaðinn að þe im atvinnuvegi, sem stöðugt se.’kir fram, þjóðinni til heilla og uppbyggingar. Mr.i-gt gefur ástæðu 'I bjartsýni Þótt menn tali um þessar mund ir um erfiðleika, sem að landbún aðinum steðja, eins og alltaf hef ur verið frá því menn muna, þá er margt, sem gefur ástæðu til bjartsýni í landbúnaðinum og at vinnulífinu yfirleitt. Land'búnað- arframleiðslan fer stöðugt vax- andi og sannar það dugnað og framikvæmdir íslenzkra bænda. Hér áður olli það bændum á- hyggjum að framleiðslan seldist e’ ki og eru ekiki mörg ár síðan að búnaðarþing ræddi um offram leiðsluna með nokkrum ótta og það tjón, sem bændur biðu af lágu verði arlendis. Þótt landbún aðarframleiðslan hafi nú vaxið meira en áður tvö síðustu árin, geta bændur verið áh; ggjulausir út af sölu framleiðslunnar. Bænd ur hafa nú fengið verð- ög sölu tryggingu á allri framleiðslunni og munu flestir áður en langt líð ur kunna að meta hvers virði það er. Fyrir s.l. verðlagsár námu útflutningsuppbætur um 18 millj. kr., en á yfirstandandi verðiags ári er gert ráð fyrir að þær muni nema 45 millj. Mjólkuraukningm er nokkru meiri en aukning neyzl unnar og hefur því verið flutt út mjólkurduft sem er verðbætt úr ríkissjóði. Sauðfé hefur fjölgað mikið Og kjötmagnið mun vera 1300 tonnum meira sl.l haust en það var 1960. Gert er ráð fyrir að flytja út 1000 tonnum meira af dilkakjöti nú en árið áður. Kjötmarkaðurinn brezki er lak- ari en fyrir ári síðan, auk þess ihefur verð til bænda hækkað nokkuð og verður því útflutnings uppbótin á hvert kíló talsvert hærri en áður. Búnaðarþing heÆ ur vakið athygli á þvi að gera beri víðtækari ráðstafanir til eölu á íslénzku kjöti á erlendum markaði en gerðar hafa verið. Er auðvitað náuðsynlegt að gera allt sem mögulegt er til þess að fá sem hæst verð fyrir okkar ágæta dilkakjöt og leita nýrra markaða og nýrra leiða til þess að kynna þessa ágætu vöru. Mið að við hina auknu framleiðslu mætti ætla að afkoma bænda færi batnandi en um það skal ekki fullyrða hér, enda vitað, að landbúnaðurinn, eins og aðrir at vinnuvegir, eiga í nokkrum erifið leikum meðan jafnvægi er að komast á í efnahagslífinu og verð lagið að samræmast. Að gjaldmiðillinn verði traustur Það er landbúnaðinum, fyrir mestu, að jafnvægi komist á og gjaldmiðillinn megi verða traust ur og verðlagið stöðugt. 'r.dan afirn ár hafa verið miklar fram kvæmdir í sveitum landsins. Ræfctun hefur aukizt mikið og byggingarframkvæmdir hafa ver ið mjög miklar. Segja má, að bændur hafi í bezta máta til- einkað sér véltækni Og þau þæg indi, sem talin eru nauðsynleg við nútíma búskap. Rafmagn er nú að verða útbreitt um sveitir landsins og er 10 ára áætlun um rafvæðingu landsins vel á veg komin. Frá því að verðlagning landbúnaðarvara miðaðisit við vísitölubú, hefur meðalbúið stækkað mikið, og miðar það í rétta átt. Við stækkun búanna eiga bændur að njóta betur en verið hefir aukinnar framleiðslu og verðmæta búsins. Á s.l. hausti varð ekki samkomulag um verð lagningu landbúnaðai ra Var því máli skotið til yfirdóms og úr skurðaði hagstofustjóri verðlagn inguna. Bændur eru óánægðir með þennan úrskurð og telja að verðið hefði átt að vera tals vert hærra. Talið er að ýmsir kostnaðarliðir við búreksturinn séu ekki teknir til greina. Að svo miklu leyti sem það er rétt, verður ekki við það unað. Sex manna nefnd hefur haft með verðlagninguna að gera í 18 ár. f 15 ár mun samkomulag hafa orð ið innan nefndarinnar um verð ið. f þrjú skipti mun ágreiningur hafa verið og málinu vísað til yf irdóms. Það er skoðun margra að verðgrundvöllurinn hafj aldrei verið réttur og vafasamit sé að verðgrundvöllurinn, eins og hann er nú, sé lakari m hann var t.d. 1960, þegar samkomulag varð um verðið. Út í það skal ekki farið nánar hér, en fullyrða miá að ekki þarf að undrast þótt full leiðrétting hafj ekki náðst á grundvellinum s.l. haust urn allt að 30% hækkun hafi verið samið um ekki hag- stæðari grundvöll haustið 1960, en þann grundvöll, sem nú gildir. Allir vita að ekki varð sú rösk un á verðlagsárinu að munað geti allt að 30% á verðlagi land búnaðarvara. Það sem nauðsyn legt er að gera til þess að fá alla útgjaldaliði búsins viðurkennda, er að rökstyðja greinilega þær kröfur, sem gerðar eru um verð hækkanir og sýna fram á, :.ð bóndinn beri skarðan hlut frá borði, ef ekki eru tekin til greina þau útgjöld, sem óhjákvæmileg eru við búreksturinn. Telja má, að kröfugerð stéttarsambandsins s.l. haust hafi verið í aðalatrið um rökföst og vel upp byggð og fullyrði ég, að ef þannig hefði verið á haldið að undaförnu, að þá væru bændur komnir iangt með að fá réttan verðgrundvöil. JVXeð rökum og góðum má'.flutn ingi mundu bændur ná því, sem þeim ber og grundvöllur undir verðlagningunni verða réttlátur. Nýjar búgreinar. Bændur og fleiri velta þvi oft fyrir sér, á hvern hátt auka megi tekjur búanna fram yfir það sem verið hefur. Er þá rætt um nýjar búgreinar, búgreinar sem verða mættu til tekjuaka. Búnaðar- þing hefur gert ályktun um rækt un holdanauta. Sú ályktun var send landbúnaðarráðuneytinu á s.l. ári. Skipuð var nefnd til þess að endurskoða lög um innflutn- ing búfjár o.fl. Nefndin skilaði frumvarpi og eftir að það hafði verið athugað í ráðuneytinu, kall aði ég á 3 menn ,sem höfðu verið í nefndinni á minn fund, þá Ólaf Ingólfur Jónsson Stefánsson, ráðunaut, Pétur Gunnarsson, tilraunastjóra og Pál A. Pálsson, yfirdýralækni, og ræddi við þá um, hvernig hugsan legt væri að koma holdanauta- ræktun í framkvæmd sem fyrst. Niðurstaðan varð sú, að heppileg ast þótti að semja nýtt frum- varp, sem væri við það miðað, að koma upp sóttvarnarstöð á til- teknum stað og flytja inn sæði úr Gallbwaynautum. Álitlegur stofn er í Gunnarsholti, sem ráðgert er að styðjast við. Það kom fram hjá yfirdýralækni, að íslending ar hafi beðið það mikið tjón af búfjársjúkdómum, að ekki kæmi til miála, eins og sakir stæðu, að flytja inn lifandi búfé. Eina leið in, sem hugsanleg væri, var sú, að hans áliti, að flytja inn sæði og hafa gripina í sóttvarnarstöð, sem komið yrði upp í þessu skyni. Frumvarpið var samið og voru nefndarmenn sammála um að setja í frumvarpið öll þau örygg isákvæði, sem hugsanleg eru til þess að gera sæðisflutninginn hættulausan. Samkomulag var fengið um ákveðinn og hentugan stað í nágrenni Reykjavífcur. Fé var veitt á fjárlögum þessa árs, hálf milljón króna, til þess að koma sóttvarnarstöðinnj upp á þessu ári. Vegna fyrirvara, sem yfirdýralæknir gerði í greinar- gerð með frumvarpinu, hefi ég talið eðlilegt að frumv. verði út- útbýtt á búnaðarþingi ásamt sameiginlegri greinargerð nefnd armanna og sérstakri greinar- gerð Ólafs Stefánssonar og Pét- urs Gunnarssonar, svo og fyrir vara yfirdýralæknis um málið. Það eru mér vonbrigði, ef ekki verður horfið að því ráði að koma upp sóttvarnarstöð og holdanautarækt í landinu. Það er sannfæring mín, að sú ráðsföf un gæti orðið landbúnaðinum lyftistöng og aufcið tekjur bú- anna til muna. Það er nauðsyn legt að búnaðarþing taki málið til ítarlegrar athugunar og geri sér fulla grein fyrir, hvern ig viðhorfin eru. Það er von mín, að yfirdýralæknir endur- skoði afstöðu sína með tilliti til þess að fumvarp það sem stend ur til að lögfesta, gefur honum fuilt vaild til að beita öllum hugs anlegum öryggisráðstöfunum til að útiloka allar hættur, í þessu sambandi. Fiskeldisstöð Búnaðarþing hefur gert áiykt- un um fiskeldi í ám og vötn- um. Er það vissulega stórt mál, sem á eftir að bæta hag margra byggðarlaga og auka þjóðar- tekjurnar. Á sl. ári keypti ríkið jörðina Kollafjörð á Kjalamesi og hefur komið þar upp fisk- eldisstöð. Eru miklar vonir við þetta mál tengdar og æskilegt að fleiri stöðvum verði komið upp í því skyni. Búnaðarþing hefur gert ályktun um korn- rækt og talið eðliiegt að korn- ræktin fái styrk úr ríkissjóði. Kornrækt var með mesta móti sl. ár og munu yfir 400 ha hafa verið undir korni sl. sumar. Kornræktin hefur ekki enn sem komið er notið verulegs styrks, enda ekki langt síðan að hún byrjaði að nokkru ráði. 1955 var úr lögum numið að styrkja kornakra, eins og annað land, sem brotið er til ræktunar. Á sl. þingi var þetta ákvæði aft- ur tekið í lög og er nú veittur j arðabótastyrkur á kornakur eins og túnrækt 1200 kr. á ha. Er þetta óneitanlega nokkur styrkur þótt það sé aðeins á frumræktun eða í eitt skipti fyr ir öll. í athugun er, hvað unnt er að gera meira til að ýta undir kornrætkina. Það er mik- ils virði, ef þjóðin gæti ræktað í íandinu það fóðurkorn, sem notað er. Enginn vafi er á því, að það korn er gott til fóðurs, en erlent korn er oft gamalt og vægast sagt misjöfn vara. Bún- aðarþing hefur oft kvartað und- an því, að fóðurmjölið væri misjafnt og þá ekki síður það innlenda. í tilefni af því hefur landbúnaðarráðuneytið látið fara fram víðtæka athugun á gæðum innlenda mjölsins. Gæðamat á mjöli Búnaðardeild Atvinnudeildar háskólans var falið á sl. sumri að gera gæðamat á síldarmjöli og fiskimjöli í Síldarverksmiðj- um ríkisins til innanlandsnotk- unar. Alls voru rannsakaðir og merktir 26 þúsund sekkir og merktir með merkinu I. og II. gæðaflokkur. Bændur vita þess vegna nú, hvað þeir kaupa og þurfa ekki að taka við úrkasits- mjöli eins og oft hefur áður borið við að þeim hafi verið selt. Sjálfsagt er að láta sams konar athugun fara fram á hverju sumri til þess að tryggja að ekki verði boðið nema gott mjöl. Búnaðarþing hefur gert samþykktir um afurðalán til landbúnaðarins, svo sem Græn- metisverziunar ríkisins. Afurða- lán hefir aldrei verið veitt út á garðávexti. Eigi að síður hefur Grænmetisverzlunin fengið nokk urt lán tvö sl. ár til þess að geta greitt nokkurn hluta verðs út á birgðir, sem komnar eru í vörzlu verzlunarinnar. Afurða- lán út á garðávexti þarf að veita svipað og á aðrar land- búnaðarvörur. Það hefur sézt á prenti, að landbúnaðurinn njóti verri lánskjara en sjávar- útvegurinn. Sagt hefur verið að sjávarút- vegurinn fái að minnsta kosti 75% afurðalán af verðmæti sjávarafurða, en landbúnaðurinn ekki nema 54 eða 55%. Sann- leikurinn er sá, að Seðxabank- inn lánar mjög svipað prós- entu út á sjávarafurðir og land- búnaðarafurðir, eða um 55%. Hvort landbúnaðurinn hefur lak ari aðgang að viðskiptabönkun- um en sjávarútvegurinn ætla ég ekki að ræða um hér, en ég hefi talið að viðskiptabank- arnir veittu landbúnaðinum margs konar fyrirgreiðslu, eins og sjávarútvegi. Þótit æskilegt væri að það væri meira. Það hef ur verið gert að um.talsefni, að út flutningsuppbætur landbúnaðar- ins væru ekki greiddar á rétt- um tíma. Landbúnaðarvörur voru flutt- ar út á sl. hausti, s.s. kjöt og mjólkurduft, sem ríkissjóði ber að bæta. Ríkissjóður hafði sl. áramót greitt að fuilu útflutn- ingsuppbætur á þær vörur, sem tilheyrðu fyrra verðlagsári. Það sem flutt var út sl. haust, til- heyrði því verðlagsári, sem byrj aði 1. sept. sl. haust og endar 31. ágúst n. k. Útflutningsupp- bætur á þetta magn námu við áramót 17.6 milljónum króna og greiðast með fjárveitingu á fjár lögum 1962. Eklki er ástæða til að ræða þetta frekar, en ástæða þykir til að minna á þetta, þar sem um það hefur verið rætt og ritað af nofckrum misskilningi. Áburðareinkasalan lögð niður Á sl. ári var Áburðarverk- smiðjunni falið að annast inn- flutning á erlendum áburði og sjá um dreifingu hans og leysa áburðareinkasöluna af hólmi. Þessi ráðstöfun var gerð vegna þess að verksvið áburðareinka- sölunnar er of lítið til þess að halda henni uppi sem sérstöku fyrirtæki. Ráðstöfunin var einn- ig og ekki síður gerð vegna þess að með þessum hætti er unnt að spara talsverða fjár- hæð, sem getur komið bænd- um til góða. Um þetta mál er ekki ástæða til þess að ræða mikið hér, enda rétt að bíða og láta staðreynd- imar tala og munu menn þá sannfærast um að þessi ráðstöf- un var réttmæt og sjáifsögð, þótt ýmislegt hafi verið sagt og ritað um málið í hita dags- ins, sem ekki hefir við rök að styðjast. Fundið hefir verið að því að kjarnaá'burður væri of fínn, kornin ekki nógu stór. Nú er verið að setja upp tæki í verksmiðjunni til þess að bæta úr þessu. 1 Alþingi eru til um- ræðu bráðabirgðalög um að breyta lausaskuldum bænda í löng lán. Gert er ráð fyrir að bændur geti breytt lausaskuld- um sínum í 20 ára lán gegn veði í fasteignum. 1200—1300 bændur hafa óskað eftir því að nota það tækifæri, sem boðið er og sú fjárhæð, sem ætlað er að breyta, nemur yfir 80 millj. króna. Bændur eru að því leyti betur settir en sjávarútvegurinn, að þeir mimu langflestir hafa nægileg veð til þess að skuld- unum verði að mestu breytt, en á það mun hafa vantað hjá ýmsum í sjávarútveginum. Um þetta mál hefur verið mikið rætt og ritað og skal það þess vegna ekki rætt ítarlega hér. Ég get tekið það fram, að þær hnútur, sem ég hefi fengið í sambandi við málið hafa ekki meitt mig, enda er ég sannfærð- ur um, að það á eftir að koma í ijós ,að þessi lagasetning gerir mikið gagn og mun hjálpa mörg um bændum út úr örðugleikum vegna skúidasöfnunar frá ár- unum 1956 til ’60. Efling lánasjóða Rétt er að gera sér grein fyr- ir því hvers vegna bændurhafa safnað lausaskuldum. Það er vit- anlega vegna þess að þeir hafa á undanförnum árum ráðizt í miklar framkvæmdir, ræktað, Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.