Morgunblaðið - 06.03.1962, Page 17
Þriðjudagur 6. marz 1962
MORGVNBLAÐIÐ
17
— Ræða Sngólfs
Frh. af bls. 13
byggt og keypt vélar. Lán út á
framkvæmdirnar hafa verið allt
of lág og ekki nema brot af
stofnkostnaðinum. Um leið og
gerðar eru ráðstafanir til að
losa bændur við lausaskuldir lið
inna ára er nauðsynlegt að gera
ráðstafanir til að skuldasöfnun-
in endurtaki sig ekki. Það á
ekki að gera það með því að
draga úr framkvæmdum, held-
ur með því að efla lánasjóði
iandbúnaðarins og gera þá megn
uga að lána hlutfallslega meira
heldur en áður út á framkvæmd
irnar.
Eins og nú er ástatt, má segja
að lánasjóðir landbúnaðarins séu
gjaldþrota og lítils megnugir.
Allir vita orsakirnar fyrir því
og þarf því ekki að ræða um
(það hér, en nauðsynin á því að
efla sjóðina er brýn og þolir
enga bið. Ríkisstjórnin hefur
þetta mál til meðferðar og von-
ast ég til að geta flutt frum-
varp á þessu þingi um endur-
reisn og eflingu lánasjóða land-
búnaðarins. Geri ég ráð fyrir
að í því frumvarpi verði heim-
ild fyrir Búnaðarbankann til
þess að taka lán erlendis, sem
nota mætti til lánveitinga í
vinnslustöðvar landbúnaðarins
og önnur lán, sem veita mætti
til styttri tíma. Á árinu 1960
var búnaðarsjóðunum útvegað
innlent fé til þess að lána bænd-
um og einnig í árslok 1961.
Þessar íánveitingar eru ekki
fullnægjandi og hefur ekki ver-
ið unnt að þessu sinni að taka
til greina aðrar lánbeiðnir en
þær, sem komið hafa frá bænd-
um vegna ræktunar og bygg-
inga. Lán út á vinnslustöðvar
og vélar frá síðasta ári hafa
ekki enn verið afgreidd, en í
athugun er að fullnægja þeim
beiðnum, sem fyrir liggja. Lán
út á ræktun og byggingar síð-
astliðið ár nam 50 millj. króna
og síðan um áramót hafa verið
veitt lán til bænda eftir því
sem umsóknir hafa borizt, vegna
ræktunar og bygginga.
Til þess að æskileg aukning
ha’idist í framleiðslu og fram-
kvæmdum í landbúnaðinum
þarf nú þegar að gera ráðstaf-
anir til að lán verði aukin út á
framkvæmdir, þótt lán út á
byggingar og ræktun hafi verið
hækkuð 1960 um 15% og aft-
ur 1961 um 10% . Lán verður að
veita út á vélar, en það hefur
eklci verið gert fram að þessu.
Vélar þykja dýrar nú, eins og
fyrstu árin eftir gengisbreyt-
inguna 1950. Komist á jafnvægi
og samræming í verðlagi, mun
fara að þessu sinni eins og þá,
að verð á vélum og rekstrar-
vörum verður í samræmi við
verðlag framleiðslunnar. Toll-
skráin er í endurslcoðun að þessu
inni og verður þeirri endurskoð
un væntanlega lakið n.k. haust,
áður en Alþingi kemur saman.
Aðfiutningsgjöld á vélum til
landbúnaðarins verða áreiðan-
lega tekin til athugunar með
það fyrir augum, að þau verði
lækkuð verulega Megi takast,
eins og vonir standa til, að búa
þannig um hnútana að lána-
sjóðir landbúnaðarins verði fær-
ir um að veita nauðsynleg og
hagstæð lán til bænda, má
vænta þess að framfarir og
uppbygging landbúnaðarin haldi
áfram með æskilegum hætti.
Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að
vel megi takast um efnahagslega
uppbyggingu og þróun í landbún
aðinum.
I.andbúnaðurinn verði
eftirsóttur
Það er einnig þjóðfélagsleg
nauðsjm að gera landbúnaðinn
arðbæran og eftirsóttan, svo að
ungir menn snúi ekki baki við
búskap og sveitastörfum. Það
er þjóðarnauðsyn að byggjaupp
í landinu traustar atvinnugrein-
ar, sem reynast styrkar stoðir
undir efnahagslífinu og æski-
legri uppbyggingu í þjóðfélag-
inu. Til þess að þjóðin geti lif-
að við bættan hag og sigrazt
ávallt á þeim erfiðleikum, sem
að kunna að steðja, verða hin-
ar ýmsu atvinnugreinar þjóðfé-
lagsins að eflast og starfa af
fullum þrótti. Fullyrða má, að
búnaðarþingsfulltrúar hafa hug
á að vinna að því, sem horfir
til heilla og framfara.
Ég vil ljúka máli mínu með
því að óska þess að störf bún-
aðarþings megi verða landbún-
aðinum og þjóðinni í heild tíl
farsældar og vaxandi gengis.
Skotnaglar
Skotboltar
Naglaskot
= HÉÐINN =
Vélaverzlun
simi 24860
ER VANDAIííALIÐ
N 8
LEYST
★ Með nýrri gerð
★ þunnrar einangrunar hefur
LCO
★ verksmiðjunum tekizt
að framleiða
12 cubikfeta kæiiskáp
•k sem ekki er stærri
•k að utanmáli, en venjulegur
★ 8 cubic feta kæliskápur
PH I
Hæð: 145,5 cm. Breidd: 65 cm. Dýpt: 66 cin
Þetfa er skápurinn,sem stórar
fjölskyldur með lítið eldhusrými
hata beðið eftir
VERÐ KR. 19.975.00
Minnsta útborgun aðeins kr. 2,000,— Lengsti greiðslutími 9 mánuðir Gerið svo vel að líta inn
RAFT Æ KJADEILD
0. JOHNSON & KAABER h/f
Hafnarstræti 1
Fyrir sprengidag
SALTKJÖT — BAUNIR — FLESK
GULRÓFUR — PÚRRUR
Miínið okkar velkunna hangikjöt
léttreyktu og léttsöltuðu
Lambahamborgarlæri — hrvggi og
framparta.
8 S - gæða fæða bragðast bezt
MATARBÚÐIR S. S.
Matarbúðin Akranesi
Matardeildin
Matarbúðin Laugavegi 42
Kjötbúð Vesturbæjar
Kjötbúðin Skólavörðustíg 22
Kjölbúðin Grettisgötu 64
Kjötbúðin Brekkulæk 1
Kjötbúðin Réttarholtsvegi 1
Kjötbúðin Alfheimum 4
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS