Morgunblaðið - 06.03.1962, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.03.1962, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 6. marz 1962 GEORGE ALBERT CLAY: Saga samvizkulausrar konu 1 i. Tim ýtti frá sér skjölunum á borðinu og leit á klukkuna á veggnum. Hún var orðin fimm, og hinir voru farnir, en sjálfur gat hann ekki farið á undan hús- bóndanum — hann gat alltaf verið með einhverjar skýrslur, sem þurfti að afgreiða á síðustu stundu. Dagurinn hafði verið seinn að líða, og það var heitt, eftir því sem gerist um San Francisco í aprílmánuði. Skrif- stofan var heit og óþægileg, flibb inn hans var orðinn gegndrepa og hann langaði að komast heim og í bað. Han kveikti sér í vindlingi og horfði út um gluggarúðuna, sem á var letrað „De Aviles & Co.“ Hann leit aftur á klukkuna. Lík- lega var Gina einhversstaðar að hringsóla fyrir utan og leita sér að bílstæði nógu nærri skrif- stofunni, til þess að þurfa ekki að leggja það á sig að ganga nokkrar húslengdir. Hún hafði ýmiskonar ávana, sem hann gat ekki almennilega þolað, þegar hún var hvergi nærri og í hundr- aðasta skipti tók hann að undrast með sjálfum sér, hvemig hann léti hana vefja sér um fingur og heimta allt af honum, án þess þó að vilja giftast honum. Oft datt honum í hug að ganga á hana eftir ákveðnu svari en svo .... jafnskjótt sem hún brosti til hans eða hlú með honum, gleymdi hann því aftur, og þeg- ar hún nú ók gamla Fordinum hans aftur á bak að stéttinni skammt þarna frá, var það enn gleymt — sem og hitinn og hús- bóndinn. Hann horfði á "hana, þegar hún steig út, gleymdi að taka lykilinn úr, eins og hún var vön, og stóð svo á stéttinni með ánægjusvip eftir unnið afrek yið að leggja bílnum. Hún brosti til lögregluþjónsins, sem hafði verið viss um, að henni tækist þetta aldrei, og hann glotti á móti, og Tim fékk þessa ánægjulegu til- finningu eigandans, sem greip hann jafnan, er hann sá hana. Tim stikaði til dyra og opnaði fyrir henni Þú kemur nokkuð seint, sagði hann ásakandi Það hefði ég ekki gert, hefðir þú ekki látið mig aka í allri verstu umferðinni klukkan fimm. Þú hefðir ekki lent í henni ef þú hefðir farið af stað á réttum tíma, leiðrétti hann. Svo baðstu sjálf um bílinn í dag, var ekkj svo? Þú hefðir nú getað tekið strætisvegninn og hirt hann heima hjá mér, sagði hún. Hún tók af sér hanzkana og virtist alls ekki taka eftir gremju hans. Tim ætlaði að fara að segja eitthvað en hætti við. Hann var þreyttur .og það borgaði sig ekki að fara að stofna til rifrildis. Hann settist aftur í stólinn og hún á borðröndina. Eftir hverju erum við að bíða? spurði hún. Ég hélt þér lægi á. Hr. Baetz er ekki farinn enn. Tim benti með höfðinu á skrif- stofudyr húsbóndans. Geturðu ekki sagt honum, að þú sért að fara? Klukkan er hálf- sex og ég þarf að fara að komast heim. Nei, ég get ekki sagt honum, að ég sé að fara, hermdi hann eftir. Hann er húsbóndi minn og ég segi honum ekkert, heldur segir hann mér. Svo bætti hann við, kuldalega: Auk þess er hann Diego vinur þinn inni hjá honum. Langar þig ekki að sjá hann? Gina hló. Ég var að bíða eftir, að þú kæmir að því! Ég er ekki að „koma að“ neinu, svaraði hann. Þér er frjálst að skemmta þér með hverjum, sem þú vilt. Það hefur víst svo verið lengst áf. Hann hafði ætlað sér að tala í reiðitón, en þegar hann leit á hana, fór sá ásetningur út um þúfur, því að hann vissi sjálf- ur, að hún var honum kærari en nokkuð annað í heiminum. Hann reyndi að stilla sig, og sagði lágt: Gina! Hversvegna viltu ekki þiggja hringinn af mér Æ, Tim! asgði hún og laut fram til þess að laga á honum háls- bindið. Við skulum ekki fara út í þá sálma einu sinni enn. Mér liggur bara ekkert á að giftast, eins og ég hef sagt þér. Það er kannski Diego____.? Diego kemur þarna hvergi við sögu. Þau þögðu bæði og Gina horfði út um gluggann á svarta Cadill- acinn hans Diego. Tim hafði einu sinni kynnt hana þessum unga Spánverja í skrifstofunni, og nokkrum dögum síðar, þegar þau hittust á götu, hafði hann boðið henni til hádegisverðar. Hann hafði verið í skóla ein- hversstaðar austurfrá, en var nú að bíða eftir skipsferð heim til Filipseyja. Hún vorkenndi hon- um einmanaleik hans, og þáði boð hans að fara út með honum um kvöldið. Þegar hann svo bauð henni aftur út tvö næstu kvöld, sagði hún Tim, að húri væri að sýna honum þorgina, en hann sagði við sjálfan sig, að þetta mundi fremur vera vegna þess, áð hann var Doego de Aviles, en Tim hafði oft sagt henni frá hinni forríku fjölskyldu með því nafni, sem átti heima á Filips- eyjum. Diego var ekki lagiegur, en hann var hár og grannur og mjög kurteis. Hann sagði henni marg- ar sögur af óhófslífinu, sem lifað var í heimalandi hans, og loks var eins og hann tæki sjálfur á sig glæsileikann frá þeim lýs- ingum. Hann var aldrei ákafur í framkomu sinni við Ginu, en nærgætinn og kurteis og loks sá hún í anda allt ríkidæmið og skrautið heima hjá honum: glæsi legt hús, bíla, þjónalið og skart- gripi. Hún leit nú af bílnum og á Tim. Þú ættir að heyra það, ems hann segir mér um fjölskylduna sína, ságði hún. Hún ferðast um allar heimsins álfur og hefur þjóna til að gera hvert viðvik fyrir sig. Hún er afskaplega for- rík! Það kæmi mér ekki á óvart. Við græðum ekki svo lítið fyrir hana hérna. Þetta útbú er ekki nema smá- ræði, svaraði hún storkandi. Það er í Austurlöndum, 'íem hún græðir fyrst og fremst. Mér hefði aldrei dottið í hug, að ég ætti eftir að kynnast manni eins og Diego.... það er eins og heilt ævintýri bara að þekkja hann. Þú talar eins og þú ætlist til, að ég sé afbrýðissamur, en það er ég bara ekki, íaug hann. Til hvers ætti ég að vera það? Það er ekki svo sjaldan, sem þú verð- ur skotin í einhverjum náunga og stóra bílnum hans....en þú kemur bara alltaf aftur! Ginu fannst eins og hann hefði rekið henni löðrung. Hún gekk frá borðinu og út að glugganum Vertu ekki alltaf viss, Tim, sagði hún. Það gæti einhverntíma far- ið svo, að ég kæmi ekki aftur. Fyrirgefðu mér, Gina. Hann staðnæmdist við hlið hennar. Þetta var ljótt af mér að segja. Ég meinti ekkert með því. En hvað sem því líður, þá er Diego að fara í kvöld. Ég veit það. Hann sagði mér það í gærkvöldi. Var það mikil kveðjuathöfn? Hann brosti og komst aftur í gott skap við tilhugsunina um vega- lengdina, sem brátt yrði milli þeirra. Þú getur nú nærri! sagði Gina hlæjandi. Ég varð að hrinda hon- um út úr dyrunum hjá mér! Segðu mér frá því. Nei, þú verður að láta * þér nægja þitt eigið ímyndunarafl, svaraði hún hressilega, en sjálf segi ég þér ekkert. Diego hafði aldrei fyrr snert við henni, en þegar hann var að kveðja hana við dyrnar, hafði hann snögglega dregið hana að sér og kysst hana. Hún hafði fundið harðan og vöðvasterkan líkama hans. snerta sig og þá hafði hún ýtt honum frá sér snöggar en hún hafði ætlað sér, svo að hann hafði hrasað þegar hann kom niður á neðsta þrepið. Hún hafði ekki vitað, hvort hún átti að hlaupa til og hjálpa hon- um, flýta sér inn, eða hlæja. Hann yar venjulega svo feiminn við haha en þegar hann nú stóð UPP, var hann enn klaufalegri en endranær, fneð gleraugun frammi á nefbroddi og grisjað hárið niðri í augum. Einhvern tíma seinna kynni hún að segja Tim eitthvað meira af Diego, en bara ekki þetta.... hversu svo sem’ hann kynni að spyrja. Það hefði hann líka gert í af- brýðisemi sinni, hefði ekki Diego í sama bili komið út úr innri skrif stofunni. Hann myndi hafa geng ið beint til dyra og látið sér nægja að kinka kolli til Tim, en nú, er hann sá Ginu, gekk hann yfir þvera stofuna með útrétta hönd til að heilsa henni. Nú fer ég í kvöld, sagði hann. Ég hef skemmt mér svo vel, þessi kvöld, sem við höfum verið saman og þessvegna þykir mér fyrir því að fara. En ég vil þakka.... og þér fyrir að hafa kynnt okkur bætti hann við og sneri sér að Tim. Ég hef líka skemmt mér vel, Diego, sagði hún. Komdu fljótt aftur hingað. • Það býst ég við, að geti dregizt, sagði hann með alvörusvip, en þakka þér fyrir. Ég ætla að skrifa. Þau horfðu á hann sæta lagi að komást út í þétta umferðina á langa bílnum. Þarna fer góður náungi.... þrátt fyrir alla peningana, sagði Gina. Þú átt vist við vegna þeirra, sagði Tim og hló. Þú skalt ekki neitt vera að reyna að hræsna fyrir mér. Svona skaltu ekki tala við mig, svaraði hún og reyndi að halda röddinni rólegri. Svona læturðu í hvert sinn sem ég lít á nokkurn karlmann. Og ég kann vel við Diego....og jafnvel þó að hann sé ríkur.... Sjáðu nú til, tók Tim fram í fyrir henni, gramur yfir þessum látalátum hennar. Ef hann pabbi hans hefði ekki nóg að gera með báðum höndum að telja aurana sína, liturðu ekki einu sinni í átt- ina til hans. Þetta veizt þú og >f X- >f GEISLI GEIMFARI >f >f >f — Það er mjög ánægjulegt að heyra ákvörðun yðar frú Preston. Ég læt þegar hef ja undirbúning að prófunum. Seinna: — Svo þið hafið ákveðið að hefja prófanir á durabillium herra Jason? — Það er rétt Geisli höfuðsmaður. Og þar sem þetta eru svo þýðingar- miklar tilraunir er alveg nauðsyn- legt að fá aðstoð öryggiseftirlits jarðar. þetta veit ég, svo að okkur er bezt að gleyma því....og Diego líka. Og hún hafði líka sannarlega gleymt honum, þegar hún fékk fyrsta bréfið frá honum, og hann skrifaði henni oft þennan vetur. Stundum svaraði hún bréfunum, stundum ekki. En hann hélt á- fram að skrifa. Þau Tim hlógu oft að bréfunum hans, því að mál ið á þeim var stirt og skrítið, en hitt nefndi Gina ekki, með hví- líkri græðgi hún gleypti í sig lýs- ingarnar hans á lifnaðarháttum Spánverjanna á Filipseyjum og heldur ekki hve vandlega hún las í bréfunum frásagnir hans af auðmannslífinu og öllu sem því fylgdi. Samt sýndi hún Tim alltaf Sflíltvarpiö Þriðjudagur 6. marz 8:00 Morgunútyarp (Bæn :— 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar — .8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tillk. — Tónl. 16:00 Veðurfr. — Tónleikar — 17:00 Fréttir. — End urtekið tónlistarefni). 18:00 Tónlistartími barnanna: (Jón G. Þórarinsson). 18:20 . eðurfr. — 18:30 Þingfréttir. -• Tónleikar. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 19:50 Ávarp frá Rauða krossi íslands (Dr. Sigurður Sigurðsson land- læknir). 20:00 Vinsæl lög: Sinfóníúhljómsveiit Donalds Voorhees leikur. . 20:15 Framhaldsleikritið ..Glæstar von ir“ eftir Charles Dickens og Old- field Box; áttundi þáttur. t>ýð- andi Áslaug Ámadóttir. — Deik stjóri: Ævar R. Kvaran. — Leik endur: Gísli Álfreðsson, Valuir Gíslason, ~'>lgi Skúlason, Katrín Thors, Gísli Halldórsson, I>or- steinn Ö. Stephensen, Brynja BenediktS''5ttir, Baldvin Hall- dórsson, Ævar R. Kvaran og Oktavía Stefánsdóttir. 20:50 ,,Kindertotenlieder“, lagaflokkur eftir Gustav Mabler (Kristen Flagstad syngur með Fílharmon íusveit Vínarborgar, Sir Adrian Boult stjórnar). 21:20 Ný ríki í Suðurálfu; V. erindi: Malí (Eiríkur Sigurbergsson við skiptaf ræðingur). 21:45 Ungir íslenzkir tónlistarmenn: Sónata fyrir fiðlu og píanó eftiir Jón S. Jónsson (Einar G. Svein- björnsson og Þorkell Sigur- bjömsson leika). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:10 Passísusálmur (13). 22:20 Lög unga fólksins (Úlfar Svein- björnsson). 23:10 Dagskrárlok. Miðvikudagur 7. marz (Öskudagur) 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar —• 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Vcðurfregnir — 9:20 Tónl.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Frétti-r og tilkynningar). 13:00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilik. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar — 17:00 Fréttir — Tón- leikar). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna: ,.Nýja hein-.ilið“ eftir Petru Flagestad Larsen; XV. (Benedikt Arnkels- son). 18:20 Veðurfr. — 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Varnaðarorð: Þórður Runólfsson öryggismálastjóri talar um ör- yggi á vinnustöðum. 20:05 Tónleikar: Andre Kostelanetz og hljómsveit leika lög eftir Richard Rodgers. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fomrita: Eyrbyggja saga; XII. (Helgi Hjörvar rit höfundur). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Áma Björnsson. c) Andrés Bjömsson flytur síð ari hluta frásöguþáttar Þor- móðs Sveinssonar: Úr fjörðu — inn Látraströnd. d) Jóhannes úr Kötlum les úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. e) Úr Vestfjarðaför: Stefán Jóna son ræðir við Guðmund Gils son og Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli um roðskó. 21:45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:10 Passísusálmur (14). 22:25 Veraldarsaga Sveins frá Mæli* fellsá; VI. (Hafliði Jónsson garð yrkjustjóri). 22:45 Næturhljómleikar: Frá tónleik* um Sinfóníuhljómsveitar íslanda í Háskólabíói 22. f.m.; síðari hluti íslenzkrar efnisskrár -• Stjómandi: Jindrich Rohan. Einsöngvari: Guðmundur Jóns- son. a) „Landssýn** eftir Jón Leifa, b) „Um ástina og dauðann“ eft ir Jón Þórarinsson. c) „Á krossgötum*', svíta efti* Karl O. Runólfsson. 23:25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.