Morgunblaðið - 06.03.1962, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 6. marz 1962
SGS
v-’ » /' vmvs''. c&. •
Geír borgarstjdri sýndi
borgurum gott fordæmi
Sklðalandsgangan hófst um land
allt um helgina
SKÍÐALANDSGANGAN
hófst á laugardaginn víða um
land. í Reykjavíkurumdæmi
hófst gangan við Skíðaskál-
ann í Hveradölum. Flutti
Baldur Möller, varaformaður
það að sem fiestir leysi þraut-
ina. Með þátttöku sinni gaf borg
arstjóri Reykvíkingum gott for-
dæmi um þátttöku.
Á eftir borgarstjóra fóru í
göngunni Einar B. Pálsson, for-
maður Skíðasambandsins, Stefán
Kristjánsson, formaður fram-
kvæmdanefndar Skíðalandsgöng
unnar og síðan ýmsir forystu-
menn skíðamála og allur almenn
ingur og voru alls í brautinni
innan lítillar stundar yfir 100
manns.
Alls gengu fyrsta daginn 106
við Skíðaskálann í Hveradöium.
En jafnframt hófst gangan við
aðra skála Og var einkum góð
þátttaka hjá Ármanni í Jósefs-
dal.
Á sunnudag var enn fleira
fólk við Skíðaskálann í Hvera-
dölum og gengu þá alls 168
manns gönguna. Þann dag var
einnig gengið við aðra skála og
það ekki af minna krafti en
fyrsta daginn.
Er blaðið hafði samtal við
Skíðaskálanji í Hveradölum í
gærdag, sagði gestgjafinn, Óii
Ólason, að þar hefði ekkert ver-
ið í gær, en á miðvikudaginn
væri mikill viðbúnaður til að
taka á móti göngufólki. Þá er
frí í skólum og við vitum um
að minn§ta kosti þrjár skíða-
ferðir, sem ákveðnar eru hing-
að uppeftir.
Ellen Sijhvatsson afhendir borgarstjóra viðurkenningarmiða
fyrir að hafa gengið Landsgönguna.
Harðasta barátta á Háiogalandi
Víkingur og Fram skildu jöfn eftir
æsispennandi leik
ÞAÐ VARÐ hörð atlaga í Hand-
knattleiksmótinu er Fram og Vík
ingur mættust í 1. deild í karla-
flokki á sunnudagskvöldið. Leikn
um lauk með 22 mörkum gegn
22 eftir æðislega bará'tlu í lok-
in og var þá vítakast sem Fram
skoraði úr réttilega dæmt ógilt.
Það var því ekki aðeins um heift
arleg lokaúrslit ið ræða heldur
og afdrifarík mistök Fram til að
hreppa bæði stigin.
• 5 mörk yfir.
Leikurinn var framan af
mjög jafn. Vilkingur náði forystu
í upphafi en síðan tókst Fram að
jafna o gná forystu og kom að
því að Fram hafði 5 miörk yfir
13:8. Töldu ýmsir að þar með
væri gert út um leikinn. Virtist
og að hálfgert vonleysi kæmist
í Vílkingsliðið.
En smátt og smá-tt breyttist
þetta og þegar ti-1 leiikh-lés var
fla-utað var munurinn ekki n-ema
tvö m-örk 1-3:11 fyrir Fram — allt
gat skeð. — Og það ko-m líka á
daginn.
Viikinga-r byrjuðu að skora 1
síðari hálfleiik og munaði þá að-
eins einu marki. Harkan jófcst og
var það einkum af hálfu Fra-m
aranna. En Víkingum tóikst ekki
að jafna. Það skildiu alltaf 1 til
2 mörk liðin að en þegar að leilks
lokum lauk kom þó svö að Vrk-
ingur jafnaði 22 mörk gegn 22.
Varð þá æðisgengin baxá-tta á
leikvellimum Og spennan meiri en
nokkru sinni á Hálogalandi og
átti Víkingur meiri hlutann af
hrópunum, enda töl-du fæstir að
Víkingur gæti staðið í Fram.
Baldur Möller setur gönguna.
IBR ræðu og hvatti bæjar-
búa sem aðra til að- koma til
stefnumóts við veturinn og
ganga 4 km. á skíðum.
Baldur Möiler sagði að það
væri ekki alltaf sem Reykvík-
ingar gæti gengið til móts við
veturinn í sÖmu sólskinsblíðunni
og þarna var er gangan hófst,
en hann kvaðst vona að þær
stundir yrðu notaðar sem gæf-
ust á borð við þennan dag. Kalt
var í veðri en sólskin og hress-
andi veður.
fkr Ganga borgarstjórans
Gönguna í Reykjavíkurum-
dæmi hóf borgarstjórinn Geir
Hallgrímsson. Hann gekk rólega
af stað og „gekk með sínum
hraða“ alla leið eins og sjálf-
sagt er. Það er ekki keppt um
tima, heldur aðeins beðið um
Friðrik vunn
Cuelinr
Biðskák Friðriks og Cuellars
úr 21. umferð lauk með sigri
Friðriks.
I 22. umferð svæðamótsins í
Stokkhólmi fóru leikar þannig:
Stein vann Cuellar, skák
Petrosjans og Germans fór í bið,
Filip og Gligoric gerðu jafntefli,
Bolbochan vann Pomar, Fischer
vann Bertok, Uhlmann vann Bis-
guier, skákir þeirra Teschners og
Friðrik Ólafsson sat hjá í þessari
í bið, og Aaron vann Portisch. —
Barcza og Benkös og Bileks fóru
umferð.
Borgarstjóri leggur af stað. Á eftir koma Einar B. Pálsson og Stefán Kristjánsson.
• örlög ráða.
Á síðustu m-ínútu var
dæmt vítakast á Víking og
náðj spennan þá hámarki.
Ingólfur Óskarsson, annar
markahæsti maður mótsins
framkvæmdi kastið og skor-
aði örugglega, eins og hans er
vandi. En dómarinn dæmdi
kastið ógilt þar sem Ingólfur
hafði stigið á línuna. Þetta ör
lagaríka glappaskot hafði
kostað Fram annað stigið. Það
var því ekki að furða þó að
Framh-ald á bls. 23.
Heimsmet Vilhjálms bætt
IMorðmaðurinn
en hann
HEIMSMET Vilhjálms Einars
sonar í hástökki án atrennu
stóð ekki lengi. Á sunnudag-
inn bætti fyrrverandi heims-
methafi met han-s, þegar hann
stökk 1,76 m í móti sem fram
fór í Oslo. Það vekur mikinn
spenning, að þetta met setti
Norðmaðurinn nokkrum dög-
um áður en hann leggur upp
í ferð til íslands í boði ÍR til
þess að keppa við Vilhj-álm og
Jón Þ. Ólafsson sem stokkið
hefur manna hæst 1,78 m á
æfingu vel að merkja.
Á sunnudaginn fór fram
meistaramót Oslarborgar í
stökkum innanhúss. Meðal
Evandt stökk 1,76 m áður
lagði í íslandsterðina
greina sem þá var keppt í
voru hástökk án atrennu og
langstökk án atrennu, en ein-
mitt í þeim greinum kemur
John Evandt hingað til lands
til að keppa í um næstu helgi
og verður afmælismót ÍR að
Hálogalandi á laugardag og
sunnudag.
Á mótinu í Oslo sigraði John
Evandt í báðum greinum.
Harm stökk 1,76 m í bástökki
og það er nýtt heimsmet sem
skráð verður. Hann vann einn
ig í langstökki án atrennu, og
þar stökk hann 3,50 m, en þar
á hann heimsmetið sem er
3,56 m.
Þetta sýnir að Evandt er í
mjög góðri þjálfun þegar hann
kemur hingað til keppni við
næstbeztu stökkvara heims-
ins, og m. a. þann sem tók
af honiím heimsmetið um nær
hálfs árs skeið Vilhjálm Ein-
arsson.
Á Osloarmeistaramótinu á
sunnudaginn var Evandt hinn
ókrýndi konungur stökkvar-
anna. Það virtist þó ekki blása
byrlega fyrir honum í fyrstu.
1,67 m fór hann ekki fyrr en
í 3. tilraun.
Síðan var hækkað í 1,70 m
og þá hæð fór hann í 1. til-
raun. Þá var hækkað í 1,75 m.
Evandt felldi í fyrstu en fór
yfir í annarri tilraun. Þar með
hafði hann jafnað heimsmetið
og var hækkað, að hans beiðni
í 1,76 m. Þá hæð fór hann í
' 1. tilraun. Hann reyndi ekki
frekar og hann kemur hingað
í vikunni til keppni á ÍR-
mótinu sem nýkrýndur heims-
methafi. Hann hefur endur-
heimt sína fyrri frægð. En
hér mætir hann áreiðanlega
harðri keppni í hástökkinu,
því bæði Vilhjálmur og Jón
eru vel undirbúnir íþróttalega
séð en Jón hefur kennt las-
lcika undanfarna daga. En
hvað um það. Viðureign
þeirra verður án efa einhver
sú eftirminnilegasta sem hér
hefur átt sér stað, ekki sízt
vegna þess að við eigast nú- ’
verandi og fyrrverandi heims-
methafar og auk þeirra sá, er
hæst hefur stokkið allra
manna — þó ekki í keppni sé.
■Mm