Morgunblaðið - 06.03.1962, Qupperneq 23
Þriðjudagur 6. marz 1962
MOHGTJN BLAÐIÐ
23
;
frumsýíid á laugardagiun
„My Fair Lady“
VOR-söngleikur Þjóðleikhúss
ins, „My Fair liady“ verður
frumsýndur næstkomandi
laugardag og nú gefst ís-
lenzkum leikhúsgestum tæki-
færi til að sjá þennan róm-
aða söngleik, sem farið hef-
ur sigurför um lieim allan.
Eins og kunnugt er er söng-
leikurinn byggður á leikriti
efíir Bernhard Shaw, „Pyg-
malion“, en Lemer og Loewe
færðu það í óperettubúning.
Söngleikurinn var fyrst sýnd
ur í New York fyrir átta ár-
um, skömmu síðar í London,
og standa sýningar enn yfir
á báðum stöðunum, en auk
þess hefur hann verið sýnd-
ur í flestum borgum Evrópu
og víðar.
Um 100 leggja
hönd á plóginn
Þjóðleikhúsið hefur mjög
vandað til sýningar þess-
arar; búningar allir og leik-
tjöld léðir frá Falconer Centr-
et í Kaupmannahöfn, 6 ball-
ett-dansarar fengnir frá Norð
urlöndunum o.s.frv. I söng-
leiknum koma fram um 30
leikarar í stærri og smærri
hlutverkum, söngkór skipað-
ur 25 söngmönnum, 26 hljóm
sveitarmenn og 14 ballett-
dansarar. Með aðalhlutverk
fara: Vaia Kristjánsson (Elísa
Doolittle), Rúrik Haraldsson
(prófessor Higgins), Róbert
Arnfinnsson (Hugh Paddick),
Ævar Kvaran (Doolittle), Er-
lingur Vigfússon (Freddie),
Regína Þórðardóttir (frú
Higgins) og Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir (ráðskona Higg
ins).
Söngleikurinn er í tveimur
þáttum og 18 myndum og
hafa æfingar staðið yfir síð-
an í lok janúar. Leikstjóri er
Svend Áge Larsen, aðstoð-
arleikstjóri Benedikt Árna-
son, Erik Bidsted, ballett-
meistari, hefur æft ballettinn,
Carl Billich kórinn og hjjóm-
sveitarstjóri er Jindrich Roh-
an. —■
Engar simapantanir
fyrstu tvær
klukkustundirnar
Þjóðleikhússtjóri sagði á
blaðamannafundi í gær, að
verða aðgöngumiða yrði frá
190 kr. niður í 100 kr., en
verð frumsýningarmiða væru
100 kr. dýrari. Ekki hefði
verið unnt að hafa verð mið-
anna lægra, þar sem hér
væri á ferðinni ein dýrasta
sýning, sem færð hefði verið
upp í Þjóðleikhúsinu. Væri
verðið þó mun lægra en ann-
ars staðar, t. d. væru miðar
á söngleikinn seldir á 10 doll-
ara í New York.
Þá gat hann þess, að pant-
anir yrðu ekki teknar í gegn-
um síma fyrstu tvær klukku-
stundirnar eftir að aðgöngu-
miðasalan opnaði. Reynslan
hefði sýnt, að símakerfið
færi úr sambandi, þegar fieiri
himdruð manns hringdu sam-
tímis í afgreiðsluna. Sú á-
kvörðun, að taka ekki á móti
pöntunum fyrstu tvo tímana,
hefði verið tekin í samráði
við símstöðvarstjóra.
Svend Áge Larsen sagði,
að það væri erfitt verk að
setja söngleikinn á svið, en
skemmtilegt. Um árangurinn
vildi hann sem minnst tala,
sagði að allir ynnu af áhuga
og ánægju, en það væri á-
horfendanna að segja til um,
hvort sýningin heppnaðist
eða ekki.
iðstjdrnin á fundi í Kreml
— hófst með 7 klst. ræöu Krúsjeffs
um ástandiö í landbúnaðarmálum
Moskvu, 5. maxz. — AP —
NTB — Reuter —
dag hófst í Moskvu fundur mið
stjórnar kommúnistaflokks Ráð-
stjómarríkjanna með þvi að
Krúsjeff forsætisráðherra flutti
sjö klst. ræðu og gerði grein
fyrir ástandinu í landbúnaðar-
málum þjóöarinnar. — Fundinn
sækja um 400 flokksforingjar og
embættismenn víðsvegar að úr
Sovétríkjunum.
í ræðu sinni sagði forsætisráð
herrann m.a., að gera þyrfti mik
ið átak í landlbúnaðarmálum
Rússlands, án þess þó að það
bitnaði á iðnaðinum. Iðnaður-
inn þyrfti enn að vaxa, en fram
leiðslan á því sviði hefði þó auik
izt eins og áætlað var í uppthafi
síðustu sjö ára áætlunar árið
1959 eða um 33%,
• „Höfum ekkl nóg kjöt“.
Krúsjeff gagnrýndi hanka-
lega hvernig farið hefði um fram
kvæmd landbúnaðará'ætlanna og
sagði, að það vandamiál yrði að
- íþróttir
Framh. af bls. 22.
Ingólfur hyrfi af velli vonsvik
in og daufur í bragði.
Um þessa helgi fóru fram ýms
ir aðrir leikir í handlknattleiks-
jnótinú og urðu úrslit þessi.
Haukar unnu Keflvíkihga í 2.
deild með 49 mörkum gegn 23.
í Valshúsinu urðu úmlit í
Handknattleiksmjóti íslandis á
laugardagskvöld;
2- fl. kv. B Vík — Árm. 8:4
2. fl. kv. B KR — Fram 33
S. fl. k. B Vílkingur — R 11:7
S. fl. k B Fram — ÍBK 12:7
3. fl. k B Ármann — KR 7:8
S. fl. k BFH — Hauikar 11:4
2. fl. k B FH — KR 18:3
2. fl. k B Fram —- Valur 9:6
Vegna rúmleysis bíðuir urnsögn
um meistaraflokíksleik kvenna til
xnorgiums, en úrslit þar urði þessi:
M.fl. kv. Valur — Víkingur 15:5
M.fl. kv. FH — Ármann 9:16
1. fl. k Fram — Þróttur 18:13
fl. k Valur — ÍR 19:13
leyisa sem skjótast — einkum
bæri brýna nauðsyn tiil þess að
bæta úr kjötskortinum. Nú er
ekki um það að ræða hverjum
hefur láðst að standast fyrri á-
ætlanir eða hvort Skipulagi hef-
ur verið ábótavant — nú er um
það að ræða að ráða bót á brýnu
vandamáli. Staðreyndin er, sagði
Krúsjeff, að við höfum ekki nægi
legt kjöt og það verðux að breyt
ast. Aukning landbúnaðarfram-
leiðslunnar annar ekki þörfum
íbúa landsins, sem sífellt fer
fjölgandi. Það þarf að ala fólkið
upp í áhuga á ræktun jarðarinn
ar og beitingu vélaaflsins í því
efni. Flakkurinn verður að
leggja áherzlu á að auka tæknina
í landbúnaðinum svo árangur
— Krúsjeff
. Framh. af bls. 1
kjamorkuvopn í gufuhvolfinu í
apríl nk., ef elcki hefði þá
náðst neinn árangur af ráðstefn
unni í Genf.
Macmillan ræddi um þessar
fyrirhuguðu tilraunir 1 neðri
málstofunni í dag, og sagði að
ekki væri unnt að loka augun-
um fyrir þeim árangri, sem vit-
að væri að Rússar hefðu náð
með síðustu tiiraunum sínum.
Hann væri þeirrar skoðunar, að
forseti Bandaríkjanna hefði ekki
getað skorazt undan því að sam-
þykkja þessar tilraunir.
Vegna hinnar nýju afstöðu
Krúsjeffs er nú talið öruggt, að
hann fari ekki til Genfar, í upp-
hafi ráðstefnunnar, heldur
Gromyko utanríkisráðherra. —
Enda hafa fregnir borizt um,
að Krúsjeff ætli að halda mikil-
væga ræðu 15. marz í Moskvu
— og þá væntanlega minnast á
þau alþjóðlegu deilumál, sem
efst eru á baugi. Eru stjóm-
málafréttaritarar í Moskvu
þeirrar Skoðunar, að Krúsjeff
hafi séð að möguleikarnir á leið
togafundi í Genf væru litiir
orðnir en talið betra en ekki
að halda utanrikisráðherrafund.
verði eins og hann getur orðið.
Krúsjeff sagði ennfremur, að
það, sem bandaríiskir auðvalds-
menn óttuðust mest væru mögu
leikar kommúnism.ans á því að
framileiða gnægð varnings, sem
myndi sannfæra meirihluta
mannkynsins um að kommúnism
inn hefði mikla yfirburði yfir
kapitalismann.
Því sagði hann, að þyrftj enn
að auka iðnaðarmábt og hernað
armátt Sovétríkjanna til þess að
tryggt verði að ógnanir heims-
veldastefnunnar geti aldrei skert
landið á nokkum hátt. Þá ræddi
hann um, hversu mikilvæg og
víðtæk áhrif áætlun sú hefði
haft, sem samiþykkt var á 22.
flokksþinginu — þar sem ráðgerð
var framtíðaþróun kommúnisim-
ans.
Ræða Krúsjeflfs hefur ekki enn
verið birt opinberlega en í
Moskvuútvarpinu var lesið stutt
ágrip af henni. Var Krúsjeff þá
enn að tala — hafði talað í 4
klukkusbundir.
Drengur fótbrotn-
ar í bílslysi
UM kl. 16,30 á sunnudag varð
6 ára drengur fyrir bíl á Selfossi
ög fótbrotnaði. Var drengurinn
á reiðhjóli á gatnamótum Kirkju-
vegar Og Eyrarvegar, er hann
lenti fyrir fólksbíl. Ók bifreiðar-
stjórinn á móti sól og kveðst
ekki hafa séð drenginn fyrr en
of seint.
Samkomnr
K.F.U.K. ad.
í kvöld kl. 8.30, fundur í föstu-
inngang. Hallgrímskvöldvaka. —
Takið handavinnu með. Allt
kvenfólk velkomið.
Fíladelfía
Tage Söberg talar á almennri
samkomu kl. 8.30. Allir vel-
komnir.
Samkoma
verður í Breiðfirðingabúð í
kvöld kl. 9. Allir velkomnir.
Stefán Runólfsson.
Skúr brann
í Skerjafirði
KLUKKAN langt gengin í ellefu
á laugardagskvöldið, var slökkvi-
liðið kvatt að Þvervegi 32 í
Skerjafirði. Var \ ar eldur í
geymsluskúr, sem í var talsvert
af timbri og öðru dóti. Tó'k á
annan klukkutíma að ráða niður-
lögum eldsins, enda lítið um
vatn þarna og mikið frost.
Skemmdist skúrinn talsvert Og
það sem í honum var.
Ný sfjórn stúdenfaráðs:
Jón E. Ragnarsson
form. ráðsins
Á MÁNUDAG kom hið nýkjörna
Stúdentaráð Háskóla íslands
saman til fundar í fyrsta skipti.
Stjórn þess var kosin á fundin-
um, og var Jón E. Ragnarsson,
stud. jur., kosinn formaður stúd-
entaráðs. Ritari var kosinn Ólaf-
ur Björgúlfsson, stud. odont., og
gjaldkeri Gunnar Ragnars, stud.
oecon. Varaformaður var kosinn
Sigurður Hafstein, stud. jur.,
vararitari Ingi Viðar Árnason,
stud. philol., og varagjaldkeri
Eysteinn Hafberg, stud. polyt.
Fráfarandi stjórn stúdentaráðs
var þannig skipuð: formaðux
Hörður Sigurgestsson, stud.
oecon., ritari Halldór Halldórs-
son, stud. med., og gjaldkeri Jó-
hannes L. L. Helgason, stud. jur.
BÁTAR ERU
Þar er FORD diesel. Það eru 30—86 B.H.P.
vélar sem henta sem aðalvélar í báta 5
til 15 tonn og sem ljósavélar í skip og báta
Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum
OOOO
EINKAUMBOÐ FVRIR FORD-PARSON
SVEINIM EGILSSON H.F.
Laugavegi 105 — Símar 22469 og 70
HRINGUNUM.
rJtijU'iþói&w
Kaupum hreinar
léreftstuskur
PRENTSMIÐJA