Morgunblaðið - 07.03.1962, Side 8

Morgunblaðið - 07.03.1962, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. marz 1962 Fangelsisvist liggi við stórfelldum og endurteknum skattsvikum Á FUNDI efri deildar í gær urðu íöluverðar umræður um frum- varp ríkisstjórnarinnar um tekju og eig-naskatt, er það var tekið til 2. umræðu og tókst ekki að ljúka þeim, áður en venjulegur fundartími deildarinnar var út. Komið höfðu fram margar breyt ing-artillögur, þar á meðal um, að við stórfelldum og endurteknum skattsvikum varði allt að tveggja ára fangelsisvist. Hert á eftirliti með framtölum. Ólafur Björnsson (S), fram- sögumaður meirihluta fjárhags- nefndar, skýrði frá þvd að þótt nefndin hafi ekki getað orðið sammála í öllum atriðum, hafi hún þó orðið ásátt um að bera fram ýmsar breytingartillögur um frumvarpið. Yfirleitt er þar eklki um mikilvægar efnisbreyt ingar að ræða, heldur miða flest ar að því að gera ákvæði skýrari að orðalagi. M.a. er lagt til, að hámarksfrá dráttur, sem leyfður er vegna greiðslu til lífeyrissjóða, verði hækkaður úr 7 þús. kr. í 10 þús. kr., sem alþingismaðurinn kvaðst aðeins skoða sem leiðróttingu vegna verðlags- breytinga. Þá eru og ákyæði, um að skattar lægri en 100 kr. verði ekki inn- heimitir. Lagt er til, að niður falli ákrvæði um, að skatturinn hækkj að sjáltfu sér um 15%, hafi hann verið áætlað ur og skattþegn kærir ekki. Hugs imin á bak við þetta hjá þeirri nefnd, sem samiþykkti frumvarp ið, var sú, að koma þannig í veg fyrir þaoð, að menn gætu hagnazt á því að telja ekki fram. En með tilliti til þess, að óviðráðanlegar orsakir geta oft legið til þess, að menn kæri ekkf slíkar áætlanir skattstjóra, þótti nefndinni rétt að fella þetta ákvæði niður. Þá er það nýmæli, að heimilað er að dæma menn 1 allt að tveggja ára varðhaldsvist, sé um endurtekin og stórfelld skattsvik að ræða. Hingað til hefur aðeins verið um sektarákvæði að ræða, en hér er gert ráð fyrir þyngri viðurlögum í þeim tilfellium, sem vikið hefur verið að. í þessu sam bandi benti alþingismaðurinn á breytingartillögu þess efnis, að gera eftirlit meö skattaframtöl- um strangara. Það mátti deila um það, meðan skattarnir voru svo háir, sem raunin var á, áður en skattalagabreytingin frá 1960 kom tiíl framlkvæmda, hversu þimg viðurlög ættu að vera við þvi, þótt menn teldu ekiki rétt fram. Mátti líta á það sem nauð vörn borgaranna og e.t.v. hæpið að hafa þung refsiákvæði, ef vit að er, að verulegur hluti borgar- anna er brotlegur við tiltekin lög. En í þessu efni er viðhorf nú breytt, eftir að skattarnir hafa verið lækkaðir. Þá má gera meiri kröfur tl borgaranna í þessurn efnum og liggur það sjónarmið að baki þeim breytingartillögum, sem um er að ræða. Loks er ákvæðj um, að skatt- frelsi Mjólkursamsölunnar og Sambands ísl. saltfiskframleið- enda standi óbreytt. Þessi skattstofn mundi hæfa. Þá vók ræðumaður nokkuð á því, að frumvarp þetta ber að Skoða sem rökrétt framhald þeiirra breytinga, sem gerðar voru á skattalögunum 1960, en þær voru fólgnar í því, að afnurn inn var tekjuskattur á alrnenn- um launatekjum, þannig að tekju skattur til rikisins í heild lækk uðu verulega. Rökin fyrir því voru tvenns konar. Annarg veg ar þau, að stighækkandi skattar draga mjög úr hvöt manna til að afla sér tekna; hins vegar hafði reynslan sýnt, að ekki var unnt að hafa fullkomið eftirlit með því, að rétt sé talið fram, og þess vegna hætta á, að tekj-u- skattar komj ranglátt niður, séu þeir verulegur liður í tekjuöfl un ríkissjóðs. Þó kvað hann nokkuð annað koma til, er rætt væri um þau rök, er hníga að því að lækka tekjuskatta félaga. Benti hann m.a. á, að þar sem flest starfandi hlutafélög hér á landi eru yfir- leitt lítil félög, hafa eigendur þeirra yfirleitt í hendi sér, hvort þeir láta tekjur myndast í félag inu eða hjá sjálfum sér sem ein staklingum. Það sé því Ijóst, ef tekjuskattar á félögum verða látnir standa óbreyttir, eftir að þegar hafa verið lækkaðir tekju skattar á einstaklingum, að sama og engar tekjur verða látnar myndast hjá félögunum, þannig að þessi skattstofn til ríkiisins mundi þá hverfa. Annað meginatriðið, sem ræðu maður taldi mæla með þvi og jafnvel gera óhjákvæmilegt, að tekjuskattar á félögum verði lækkaðir, er það, að félagaskatt ar eru nú svo háir, að að öllu óbreyttu verður félögunum ó- mögulegt að leggja nokkuð fyrir til aukningar þeirra framleiðslu tækja, er þau ráða yfir. Eðlilegt að taka tillit til endur- nýjunarinnar. Þá vék alþingismaðurinn nokkr um orðum að hinum nýju ákvæð um um fyrningarafskriftir. Varla ætti að vera ágreiningsmál, að hinar eldri afskriftareglur hafa í rauninni gert fyrirtækjunum það ókleift að leggja fyrir pen- inga til þess að endurnýja fram leiðslutæki sín vegna hinna stöð ugu verðhækkana, sem átt hafa sér stað síðustu tvo áratugina. Nú ber í fyrsta lagi að líta svo á, að endurnýjun framleiðslu tækjanna er kostnaður við at- vinnufyrirtækin, sem eðlilegt er að taka tillit til, þegar skatt- skyldar tekjur þeirra eru ákveðn ar. Séu menn sammála um þetta, virðist það leiða af sjálfu sér, að þennan kostnað eigi að reikna á raunverulegu verði, en ekki, broti af því, sem þessi kostnað ur nemur. í öðru lagi, og kvað ræðumað ur það jafnvel skipta öllu meira máli, er það á fullkomnum mis skilningi byggt, að með því að skattleggja þá sjóði, sem fyrir- tækin mynda til að endurnýja framleiðslutæki sín, sé hægt að létta verulega skattbyrðina af almenningi. Þótt það sé að vísu rétt, að með skattalögunum hef ur verið unnt að koma í veg fyr ir, að fyrirtæki hafi getað safnað fjármagni til endurnýjunar fram leiðslutækjanna, hefur eftir sem áður orðið að endurnýja þessi framleiðslutæki. En þar s-m fyr irtækin hafa ekkj sjálf getað lagt f-ramt það fjármagn, sem til end- urnýjunarinnar þurfti, hafa bank ar og aðrar fjárstofnanir í mörg um tilfellum orðið að leggja fram að fulilu eða svo að segja fullu það fé, sem til þess þurfti. Ekki leikur vafi á því, að þessi auknu útlán bankanna hafa svo átt verulegan þátt í verðbóig- unni. Kostnaðinum við endurnýj unina hefur þannig að verulegu leyti verið velt yfir á almenning í aukinni verðbólgu. Að nokkru hefur verið farin sú leið, að leitað hefur verið ríkisábyrgðar til þess að afla þess fjár, sem til endur nýjunarinnar þurfti. Rikisábyrgð irnar hafa svo að meiru eða minna leyti fallið á ríki-ssjóð og almenningur komið til með að borga brúsann í hærri sköttum. Það er því fullkominn misskiin ingur, að verið sé að velta byrð um yfir á almenning, þótt fyrir tækjum sé gert kleift að mynda sjóði til að standa undir endur- nýjun framleiðslutækjanna. í hiff fyrra far. Karl Kristjánsson (F) k-vað frumvarp ríkisstjórnarinnar ætl- ast til, að öll-um félögum verði heimi-lt að fá undanþegna frá skatti upphæð, er nemi aiilt að fjórðungi hreinna tekna, sé hún lögð í varasjóð. Eigi með þessum nýju ákvæðum að au-ka vara- sjóðshlunnindi venjulegra félaga en minnka varasjóðshlunnindi fé laga, sem hafa sjávarútveg sem aðalatvinnurekstur, og samvinnu fólaga. Kvað hann eðlismun varasjóðanna krefjast munar í skattlangningu og flutti breyt- ingarti-llögu þess efnis, þar sem gert er ráð fyrir, að skattfrjálst framlag í vara sjóð samvinnufélaga og féjaga, sem hafa sjávarútveg sem aðal atvinnurekstur, megi nema þriðjungi af hreinum telkjum, sem verið hefur. Ennfremur lagði hann til, að felld verði úr frumvarpinu á- kvæðj um nýja tilhögun skatt- veika, þar sem hann taldi hæpinn ávinning að henni og rétt væri að hugsa það mál betur. Rökstudd dagskrá. Björn Jónsson (K) lagði til, að frumvarpið yrði afgreitt m-eð svofell-dri rökstuddri dagskrá: Þar eð framlkomið frumvarp til laga um tekju- skatt og eignar- skatt stefnir að því að auka mjög skattfrjáls an gróða fyrir- tækja að nauð- synjalausu og mundi, ef sam- þykkt yrði, valda enn þyngri óbeinni skattheimtu af al menningi og verðhækkunum, en aðkallandi er hins vegar, að skattalögin í heild verði ^ndur- skoðuð með því markmiði, að óbeinni skattheimtu verði stillt í hóf, geta eignamanna og fyrir tækja til skattgreiðslna metin að nýju, skattsvik hindiruð og hag kvæmn; í framkvæmd skattalag anna aukin og í því trausti, að ríkisstjórnin tryggi slíka endur skoðun á vegum nefndar skipaðr ar fulltrúum allra þingflokka, visar d-eildin frumvarpi þessu frá og tekur fyrir næsta mál á dagskrá. .■.':-.-.-.v.‘.v/X'.v/... ...fí Nóbelsverðlaunahafinn í bók- menntum á þessu ári Júgóslav- inn Ivo An.dric, þykir mjög líti-llátur og hlédrægur maður. Þegar loftárásirnar voru mestar á Belgrad. er Þjóðvérjar réðust á Júgóslavíu, voru götumar full- ar af fólki, sem reyndi með öllum ráðum að flýja þetta logandi Víti. — En Ivo Andric sat bara kyrr í stofu sinni og hélt áfram að skrifa bók. Seinna spurði einn af vinum hans hann, hvers vegna í ósköpunum hann hefði ekki líka reynt að flýja — Það skal ég segja þér, svaraði Andric. Ég gekk út að glugganum og horfði á allt þetta flóttafólk. Hver mað- úr var að reyna að bjarga ein- hverjum, eiginkonu, barni eða einhverri gamalli manneskjú. Fyrir utan mitt eigið líf hafði ég engu að bjarga, svo ég komst að þeirri niðurstöðu, að það væri vesælt hlutskipti að flýja aðeins til að bjarga sínu auma lífi. B reiðfi rskar-hafnir EINS og allir vita sem komnir eru til vits og ára, þá hefur bæði fyrr og síðar verið rekin mikil útgerð við Breiðafjörð, og hinir vösku og dugmiklu breiðfirzku sjómenn sótt gull í greipar Ægis oft og tíðum við hin verstu skil- yrði, að minnsta kosti fyrr á öld- um, enda voru þau alltof mörg „Bláu Leiðin“ breiðfirzkra úrvals drengja sem misstu lífið í hinni hörðu lífsbaráttu fyrri alda. Eins og sagan kennir okkur, sóttu landsmenn víðsvegar af 1-andinu skreið sína til útgerðarstaða und ir Jökli eins og það var kallað, og voru helstu útgerðar-staðirnir Dritvík, Hellissandur, Rifsós og Ólafsvík. Eins og að líkum lætur voru hafnarskilyrði á þessum stöðum og öðrum útgerðar-stöðum undir Jökli hin verstu og í vondum veðrum stórhættuleg eins og sagnir fyrri alda sín-a og sann-a, það var því ekki heiglum hent að stunda sjóróðra frá þessum út- gerðar-stöðum, enda völdust venjuleg úrvals Breiðfirðin-gar til sjómensku á þessum árum og sóttu þeir sjóinn með harneskju og dugnaði sem ávalt hefur ein- kennt breiðfirzka sjómannastétt. Við sunnanverðan Breiðafjörð eru nú staðsett fjögur grósku- mikil útgerðarpláss, sem eru kauptúnin Stykkishólmur, Graf- arnes, Ólafsvík, Hellissandur. Til þessara kauptúna hefur verið varið allmiklu fé hin síðari árin og hafn-arbætur því orðið tals- verðar, en þó hvergi nærri að nægjanlegt megi teljast. f Stykkishólmi eru allgóð hafnarskilyrði frá nátturunnar hálfu, til þeirrar hafnar hefur verið varið talsverðu fé, þar er nú ágæt hafskipabryggja og enn- fremur oflítil bátabryggja. Ef auka ætti útgerð úr Hólminum sem er iífsnauðsyn til þess að hin dugmikla alþýða Stykkis- hólms- kauptúns geti lifað menn- ingarlífi í sínu fagra kauptúni, þá þarf allmikið átak til hafnar- bóta, þv£ byggja yrði uppfyll- ingu fram-í Stykkinu til þess að bátaflotinn hefði sæmilegt svig- rúm til sinna þarfa. Þess má geta að í Stykkishólmi var rekin tog- araútgerð hin síðari ár til mik- illa hagsbóta fyrir alþýðu manna á meðan vel gekk með útgerðiníj, en Hólmarar voru óheppnir með þessa útgerð sína, því vél togar- •ans reyndist mjög léleg og varð iþví stórtap á rekstrinum. í Stykkishólmi hefur á undan- förnum árum verið starfrækt dráttarbraut og skipasmíðastöð, Mun nú dráttarbrautin mjög úr sér gengin og þörf á nýrri. í ráði er nú að byggja nýja dráttar- braut á hentugri stað og skipa- smíðastöð í því sambandi. Þessar framkvæmdir verða áreiðanlega til þess að auka og efl-a útgerð á Snæfellsnesi og til mikils hag- ræðis fyrir hinn breiðfirzka báta- flota. Þá kem ég að hinu ung-a kaup- túni Graf-arnesi við Grundarfjörð sem nú er rúmlega tuttugu ára gamalt eða því sem næst. Þar hefur verið byggð allgóð báta- bryggja og myndarlegar verbúðir hin síðari árin enda mun ekki af veita vegna sívaxandi útgerðar þaðan. í Grafarnesi eru hin beztu skilyrði til útgerðar, og þá sér- staklega vegn-a hafnarinnar sem telst nokkuð örugg, og hversu stutt er á hin fengsælu breið- firzku fiskimið. Áframhaldandi þróun útgerðarmála í Grafarnesi mun vera nokkrum vandkvæðum bundin vegn-a of hægfara fram- kvæmda í hafnarmálum grund- firðinga. Áriðandi er því að vel og dyggilega sé haldið á málum hinna þróttmiklu Grundfirðinga. Ólafsvík er nú stærsta útgerð- arplássið við Breiðafjörð, og stendur útgerð þar með miklum blóma miðað við erfiðleika á allri útgerð og slæmum hafnárskilyrð. um, brýn nauðsyn er því á meiri hafnarbótum í Ólafsvík ef hin þróttmikla útgerð þaðan á ekki að drag-ast verulega saman. Frá Hellissandi er nú útgerð að -aukast vegna framkvæmda við landshöfnina á Rifi. Nokkur und- anfarin ár hefur verið unnið að byggingu landshafnar á Rifi, en framkvæmdir gengið nokkuð seint vegna skorts á fé og vegna ýmsra tæknilegra örðugleika. Frá Ólafsvík og Rifi, er að sjálf sögðu lang styttst á hin fengs n una, hin auðugu síldar og fiski- mið útaf Jökli. í sambandi við þessi fáu or8 m-ín um k-auptúnin við Breiða- fjörð, vildi ég mega benda á eftip farandi, að mikil útgerð er í besa um kauptúnum, en mætti vera miklu meiri með bættum hafnar- skilyrðum, það er því hin mesta nauðsyn að þessi mál séu tekin föstum tökum og að háttvirt Al« þingi taki þessi mál til nákvæmp- ar yfirvegunar. í því sambandi mætti benda á, að það er ekki vanzalaust að engin full-gerð höfn skuli vera á þessu svæði, og væri vel athugandi að fé væri aðeina veitt til einn-ar hafnar á þessu svæði, hin næstu árin, og sú höfn fullgerð hið bráðasta. Það er ósk og von allra góðra manna, að þessi mál verði rannsökuð vel og dyggilega og framkvæmdum hraðað eftir því sem efni standa til. Ámi Ketllbjamar frá Stykkishólmi, Jóhannes Lárusson héraffsdómslögmaffui lögfræðiskrifst. - fasteignasaU Kirkjuhvoli — Sími 13842

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.