Morgunblaðið - 07.03.1962, Síða 12
12
MORGVTSBLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. marz 1962
wdpissiMflMfr
Otgefandi: H.f Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átom.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson.
Ritstjórn: ðöalstræti 6.
Augiýsingar og argreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
Viðreisn og vestræn
sam vinna
TTvað skiptir mestu máli í
íslenzkum stjórnmálum
í dag?
Fyrst og fremst tvennt: Að
þjóðinni takist að treysta svo
efnahagsgrundvöll þjóðfélags
síns að hún geti haldið
áfram uppbyggingu og fram-
förum í landi sínu.
í öðru lagi, að íslendingar
geri sér Ijóst, að sem nánust
samvinna þeirra við vestræn
ar lýðræðisþjóðir er hrein-
lega frumskilyrði þess að
haldið verði uppi á Islandi
fullkomnu, batnandi og
þroskavænlegu þjóðfélagi.
Ef þessi tvö meginatriði
eru athuguð nokkru nánar,
dylst engum hugsandi manni,
hvar í flokki sem hann er
staddur, að áframhaldandi
framfarir og uppbygging í
landinu er fyrst og fremst
háð því, að þjóðin reki
bjargræðisvegi sína á heil-
brigðum grundvelli, miði
eyðslu sína við arðinn af
framleiðslustörfunum og hag
nýti sem bezt krafta sína. Ef
við gerum þetta ekki, ef við
eyðum um efni fram, látum
íslenzka krónu halda áfram
að grotna niður og verða að
engu, ef við glötum öllu láns
trausti út á við, ef við gef-
um taumlausri eyðslu og ráð-
leysi byr undir báða vængi,
en hindrum alla ráðdeild og
sparnað — þá er voðinn vís.
Þá stöðvast uppbyggingin og
framfarirnar láta á sér
standa.
Á sama hátt myndi það
þýða ófrelsi og niðurlæg-
ingu, skerðingu mannrétt-
inda og kúgun frjálsrar
hugsunar á öllum sviðum,
ef íslenzka þjóðin einangraði
sig frá vestrænum lýðræðis-
þjóðum og nágrönnum sínum
en hallaði sér að hinum al-
þjóðlega kommúnisma og
hinni austrænu ofbeldis-
stefnu. Af slíku hátterni
myndi á örskömmum tíma
leiða nýlenduaðstöðu til
handa íslandi. Á sama hátt
og Ungverjaland, Austur-
Þýzkaland, Búlgaría og fleiri
lönd Austur- og Mið-Evrópu
hafa orðið algerar hjálendur
Sovétríkjanna, myndi ísland
og hin örfámenna þjóð þess
á skömmum tíma glata póli-
tísku og efnahagslegu sjálf-
stæði sínu.
Þetta sýnir reynsla þjóða
þessara landa og fjölmargra
annarra, þannig að eigi verð-
ur um villzt. Hér er því ekki
um neina hrakspá að ræða,
heldur framsýni og skilning
á sorglegri öfugþróun, sem
orðið hefur hlutskipti margra
menningarþjóða.
Það er því frumskilyrði á-
framhaldandi uppbyggingar
og framfara í hinu íslenzka
þjóðfélagi, að þjóðin geri sér
Ijós þau tvö meginatriði ís-
lenzkra stjórnmála, sem
minnzt var á hér í upphafi.
Ef hún gerir það, og það
mun hún áreiðanlega gera, á
íslenzka þjóðin bjarta og
farsæla framtíð fyrir hönd-
um. —
Kermsluverkstæði
á Hvanneyri
T afmælisviðtali, sem birtist
við Guðmund Jónsson,
skólastjóra á Hvanneyri, sex-
tugan hér í blaðinu fyrir
nokkrum dögum, skýrði
hann m.a. frá því að nú væri
í deiglunni við Bændaskól-
ann á Hvanneyri nýbreytni,
sem hann vonaðist eftir að
yrði skólanum til mikils
vegsauka, en það væri sér-
nám í vélfræði. Frá 1. janú-
ar í vetur starfar sérstakur
kennari í -vélfræði við
bændaskólann og gert er ráð
fyrir því, að því er skóla-
stjórinn segir, að byggt verði
kennsluverkstæði þar á
komandi sumri. Verður þá
hægt að stórauka kennslu í
meðferð véla við Hvanneyr-
arskólann.
Fyllsta ástæða er til þess
að fagna þessari nýbreytni
við Bændaskólann á Hvann-
eyri. Vélanotkun fer stöðugt
í vöxt við allar greinir land-
búnaðarins. Mikils er um
vert, að hin ungu bændaefni
fái góða undirstöðuþekkingu
á þeim vélum og tækjum,
sem þeir óhjákvæmilega
verða að nota á búum sínum.
Þeir þurfa einnig að læra
hirðusemi og virðingu fyrir
þeim miklu verðmætum, sem
í þessum tækjum eru fólgin.
En mjög oft hefur á það
brostið að margskonar nýjar
vélar og tæki væru hirt sem
skyldi. Þau hafa jafnvel ver-
ið látin standa úti vetur,
sumar, vor og haust, og enzt
af þeim sökum miklu verr
en skyldi.
Vonandi kemst hið nýja
kennsluverkstæði upp á
Hvanneyri á komandi sumri
og verður bændaskólanum
og íslenzkum bændum að
því gagni, sem að er stefnt.
Krúsjeff
á undanhaldi
TVTikita Krúsjeff, forsætis-
■*•’ ráðherra Sovétríkjanna,
hefur nú fallizt á þá tillögu
TALDAR eru likur fyrir því
að Gyðingaböðullinn Adolf
Eichmann, sem dæmdur hef-
ur verið til dauða í ísrael,
komi aftur fyrir rétt í Jerú-
salem. Fári svo er sennilegt
I að endurminningar hans
verði lagðar fram í réttinum,
því verjandinn telur að þar
komi fram nýjar upplýsingar
í málinu.
Á fimmtudagskvöld var
skýrt frá því að verjandi
Eichmanns, dr. Robert Serva-
tius, hafí ritað hæstarétti
ísraels og óskað eftir að leiða
Eichmann fyrir rétt að nýju
og auk þess ný vitni og end-
urminningar þær, sem Eich-
mann hefur skráð í fangels-
inu. —
Lögfræðingar telja að svo
geti farið að hæstiréttur úr-
skurði að réttur sá, sem
i dæmdi Eichmann til dauða,
i verði kvaddur saman að
nýju til að fjalla um málið.
Hér yrði þó ekki um nýja
málsrannsókn að ræða, held-
ur aðeins frekari vitnaleiðsl-
ur ixm einstaka atriði.
Mynd þessi var tekin í réttarsainum í Jerúsalem 15. desember
s.l. þegar dauðadómurinn var lesinn yfir Eichmann.
Ký rannsókn í máli Eichmanns?
Hæstiréttur á svo að taka
málið fyrir, en þar verður
aðallega rætt um ýmis mót-
mæli, sem Servatius bar
fram í undirrétti varðandi
málssóknina, og sérstakiega
um þá fullyrðingu verjand-
ans að ísraelskur dómstóll
hefði enga heimild til að
dæma Eichmann.
Hæstarétti er ætlað að
koma saman hinn 22. marz,
en ef mál Eichmanns fer aft-
ur fyrir undirrétt, getur það
dregizt eitthvað.
Enginn veit hvað endur-
irrinningar Eichmanns hafa
að geyma, en þær skráði
hann í fangelsinu meðan
hann beið dóms. Enginn hef-
ur séð endurminningamar,
jafnvel ekki verjandinn, sem
nú vill leggja þær fram í
réttinuiii. En Servatius vill
leggja þær fram vegna þess
að hann segir að þær muni
leiða í Ijós „hinar sönnu til-
finningar“ Eichmanns gagn-
vart Gyðíngaofsóknum Hitl-
ers. —.
12 doga Ítalíu.'srð um póskana
Vesturveldanna að afvopn-
unarráðstefna hinna 18 ríkja,
sem fyrirhugað er að hefjist
í Genf á næstunni, hefjist
með fundi utanríkisráðherra
aðildarríkjanna. Áður hafði
Krúsjeff lagt til að æðstu
menn allra aðildarríkjanna
kæmu til þessarar ráðstefnu.
Þegar sú tillaga fékk daufar
undirtektir, lét hann að því
liggja að hann myndi sjálf-
ur sitja ráðstefnuna, hvað
sem aðrir gerðu. Hann hefur
nú fallið frá þeirri fyrirætl-
an sinni og tekið undir þá
skoðun leiðtoga Vesturveld-
anna að æskilegt sé að málin
séu undirbúin betur og sam-
komulagsmöguleikar athug-
aðir, áður en efnt sé til
funda hinna æðstu manna.
Á sl. sumri hótaði Krús-
jeff öllu illu í sambandi við
Berlín. Setti hann í því sam-
bandi ýmsa fresti, ýmist til
október eða áramóta. Var
því jafnvel hótað af hálfu
Sovétríkjanna að þau mundu
semja sérfrið við Austur-
Þjóðverja og rjúfa allt sam-
FERÐASKRIFSTOFAN Lönd og
leiðir h.f. efnir um páskana til
12 daga ferðar til Ítalíu. Ferða-
áætlunin er í stórum dráttum á
þessa leið: I>ann 13. apríl verður
flogið til Rómaborgar með við-
komu í Glasgow og London,
komulag um frelsi Vestur-
Berlínar.
Öllum þessum digurmæl-
um hefur Krúsjeff orðið að
kingja. Vesturveldin hafa
staðið ákveðin á grundvelli
gerðra samninga um Berlín
og látið hótanir Rússa sem
vind um eyrun þjóta. Hins-
vegar hafa lýðræðisþjóðirnar
verið reiðubúnar til samn-
inga um Berlínarvandamál-
ið. Við það situr.
Krúsjeff hefur nú vafa-
laust gert sér ljóst, að hót-
anir hans um ofbeldi og
samningsrof eru hvorki lík-
legar til þess að treysta að-
stöðu Sovétríkjanna, né held-
ur að stuðla að bættum frið-
arhorfum í heiminum.
stanzað dag í Róm og síðan ekið
með langferðabifreið suður með
ströndinni til Napoli og Sorento
og siglt þaðan til Capri. Á Capri
verður dvalið næstu 5 daga, og
sennilega ekin önnur leið, og dag
inn eftir, sem er páskadagur, fær
ferðafólkið blessun páfa. Frá
Róm verður farið 24. apríl og flog
ið heim með viðkomu á sömu
stöðum og á útleið. Einnig getur
fólk hagað heimferðinni á marga
aðra vegu og komið við í ýmsum
borgum.
Kostnaður við ferðina verður
kr 13.880, og eru allar ferðir þá
innifaldar, svo og gisting og fæði.
Fararstjóri í ferðinni verður Ein
ar Pálsson, leikari, en hann talar
ítölsku og er vel kunnugur svæð
inu, sem farið verður um.
Pompei og Vesúvíus
Meðan dvalið er á Capri er um
margt að velja fyrir ferðafólkið,
það getur sleikt sólskinið á bað-
ströndinni, skoðað bláa hellinn
og farið í ferðir eins og til Napoli.
Einnig gefst fólki kostur á að
sjá eldfjallið Vesúvius og skoða
fomleifarnar frá árinu 7Ö f. Kr,
í PompeL