Morgunblaðið - 07.03.1962, Síða 13
Miðvikudagur 7. marz 1962
MORGVNBLAÐIÐ
13
Tæknilega dmögulegt að takmarka
sendisviðið við Keflavíkurflugvöil
Ræða IVfagnúsar Jónssonar við utvarpsumræðurnar
CTtvarpsumræður sem þessar
eru óvenjulegt fyrirbæri, og sann
ast sagna eru litlar líkur til þess,
að útvarpshlustendur endist til
að hlusta í þrjá klukkutíma á um-
ræður um jafneinfalt mál og hér
er til meðferðar. Eðlilegt er að
efla til útvarpsumræðna um stór
mál, sem eru margþætt og vanda
söm, en þetta sjónvarpsmál er
svo fábrotið, að engin tök eru
á að rökræða það fram og aftur
klukkustundum saman, nema
með því að japla æ ofan í æ á
sömu atriðum. Bera þessar um-
ræður því ótvírætt vitni, og þessi
ræða mín mun vafalaust heldur
ekki leiða fram nein ný máls-
atvik. Auðvitað getur viðhorf til
sjónvarps, hvort heldur er frá
Keflavíkurflugvelli eða islenzkt
sjónvarp, ekki fallið saman við
sneina flokkslínu, heldur er þar
um algerlega einstaklingslegt
mat að ræða. Umræður um mál-
ið eru eðlilegar, enda hefur rík-
isútvarpið þegar efnt til um-
ræðufundar á eðlilegum grund-
velli, en þessar umræður eftir
flokkspólitískum línum hljóta
hins vegar að setja óeðlilegan og
ibeinlínis villandi blæ á málið.
Krafa Alþýðubandalagsins um
útvarpsumræður og allur mal-
flutningur talsmanna þess flokks
Ihér í kvöld, og raunar Framsókn
armanna lika, er vijluljós. sem
menn þurfa að forðast, ef þeir
vilja mynda sér raunhæfar skoð-
anir á viðfangsefninu.
Reyna að egna til
illinda
Auðvitað var sjálfsagt að leyfa
'Alþýðubandalagsmönnum að
túlka málstað sinn fyrir almenn-
irjgi, enda hafa þeir með mál-
flutningi sínum hér i kvöld ótví-
rætt staðfest það, sem öllum þing
heimi var Ijóst, er tillaga þeirra
var lögð fram, að sjónvarp eða
ekki sjónvarp, er algert aukaat-
riði í þeirra huga. Aðalatriðið er
að nota sérhvert tækifæri til þess
að reyna að egna til illinda við
bandaríska varnarliðið á Kefla-
víkurflugvelli. Þá er handhægt
að gerast eldheitir talsmenn þjóð
legrar menningareinkenna, þjóð-
ernis og tungu, þótt verð slíkra
verðmæta hafi til skamms tíma
ekki verið ofarlega á stefnuskrá
hins alþjóðlega kommúnisma,
enda lítt samræmanleg alþjóða-
hyggju þeirrar stefnu. en hverju
skiptir það, þótt boðskapurinn
komi ekki alltaf frá hjartanu, ef
hægt er að þjóna því hlutverki
að koma Islandi úr varnarsamtök
um vestrænna þjóða. Einungis
með hliðsjón af þessum pólitíska
tilgangi eru útvarpsumræðurnar
í kvöld skiljanlegár, en hvorki
þessi tilgongur né stóryrtar fujl-
yrðingar um siðspillandi dag-
skrár Keflavíkursjónvarpsins og
tortímingu þjóðlegrar menning-
er og góðra siða af hennar völd-
um, eru heppilegur grundvöllur
eð umræðum um þetta sjónvarps
tnál.
Ekki hægt aS banna þeim
að njóta sjónvarps.
Vissulega er hér um vandamál
eð ræða, sem vert er að gefa
gaum, en það verður að íhug-
ast öfgalaust og algerlega óháð
öllum pólitískum kennisetning-
um og vináttu eða andúð í garð
rtiltekinna ríkja. þótt tillaga Al-
(þýðubandalagsins sé aðeins póli-
tískt herbragð, sem hlýtur að fá
efgreiðslu í samræmi við tilgang
hennar, þá hlýtur málið þó á
þessum vettvangi að verða rætt
efnislega á grundvelli þeirrar til-
iögu. Utanríkisráðherra hefur
hefur þegar rakið ýtarlega sögu
Keflavíkursjónvarpsins, allt frá
jþeim tíma, er dr. Kristinn Guð-
mundsson, þáv. utanríkisráð-
herra. leyfði sjónvarp varnarliðs
ins árið 1955 ,eftir að hann hafði
fengið öll mál snertandi varnar-
liðið í sínar hendur. Er rétt að
vekja sérstaka athygli á því, að
tilkoma sjónvarpsstöðvarinnar
var bein afleiðing girðingarhug-
myndar þessa utanrikisráðherra,
hugmyndar, sem hann sjálfur
gafst upp við að framkvæma, en
var Islendingum til lítils sóma.
Hitt er auðvitað rétt og skiljan-
’egt, að ekki er í senn hægt að
ætlast til þess, að varnarliðsmenn
fari ekki út fyrir bækistöðvar
sínar, og banna þeim um leið að
njóta í bækistöðvunum dægra-
dvalar eins og sjónvarps, sem er
hin eftirsóttasta tómstundaiðja í
heimalandi þeirríi. Er að þessu
leyti hægt að taka undir ummæli
í greinargerð fyrir tillögu nokk-
urra Framsóknarmanna um sjón
varpsmálið.
Una sér betur á
varnarsvæðunum
Það kann að vera, að erfitt hafi
verið í upphafi að synja varnar-
liðinu sjónvarps, og þar sem
sjónvarpsstöð þessi hefur einu
sinni verið leyfð. tel ég útilokað
að banna varnarliðinu nú að
starfrækja þessa stöð. Er enda
líklegt að ekkert sé fremur fall-
ið til að fá varnarliðsmenn til
að una í bækistöðvum sínum en
sjónvarpið. Ýmsir hafa látið sér
detta í bug, að hægt hefði verið
að takmarka sjónvarpið í upp-
hafi við svokallað lokað sjón-
varp, en af einhverri ástæðu mun
dr. Kristinn Guðmundsson, þáv.
ubanrrh., ekki hafa talið það ger-
legt, er hann upphaflega veitti
leyfið. Lokað sjónvarp er þó eina
úrræðið til að loka sjónvarpið
inni, eins og talsmenn Fram-
sóknarmanna predika eftir sjö
ára afskiptaleysi af málinu. Eg
tel óvefengjanlega upplýst í mál-
inu, að aukning orkustöðvarinn-
ar er eingöngu tæknileg nauð-
syn og stafar ekki af neinni við-
leitni varnarliðsins til þess að
ná betur augum og eyrum_ íslend
inga. Það er staðfest af sérfræð-
ingum póst -og símamálastjórnar
innar, að endurnýja þurfi tæki
sböðvarinnar, og tæki fyrir nú-
verandi orku hennar séu ekki
lengur framleidd. Það er jafn-
framt upplýst, að það hafi aldrei
verið tæknilega framkvæmanlegt
að takmarka sendisvið stöðvar-
arinnar við Keflavíkurflugvöll,
og ennfremur, að orkuaukning
stöðvarinnar muni ekki auka
langdrægni hennar svo neinu
nemi. Málflutningur Framsókn-
armanna er því hlálegt vindhögg.
Orðið til af misskilningi.
Allt bendir því til þess að hið
mikla moldviðri, sem blásið hef-
ur verið upp á stækkun stöðvar-
innar, og hefur náð jafnvel til ís-
lenzkra menntamannahópa er-
lendis, sem ekkert vita um mál-
ið, sé ýmist orðið til af misskiln-
ingi á eðli málsins eða af þeim
sömu hvötum og liggja að baki
þáltill. Alþýðubandalagsins. Hið
broslega í málinu er svo það, að
ef varnarliðið hefði haft einhverj
ar slæmar hvatir í orkuaukningu
sinni, þá hefði verið auðið fyrir
það að ná tæknilega sama árangri
með aðferðum,sem ekki hefðu
krafizt neins nýs leyfis og eng-
inn mundi hafa tekið eftir. Það
verður því að játa, að tillaga Al-
þýðubandalagsins um að banna
alveg sjónvarpsstöðina er burtséð
frá pólitískum tilgangi hennar
raunhæfari en tillaga Framsókn-
armanna um að banna orkuaukn
ingu stöðvarinnar, því að stækk-
un eða stækkun ekki hefur lítil
áhrif til útilokunar á nýtingu
íslendinga af sendingum sböðv-
arinnar. Teljum við lífsnauðsyn
að losna við sjónvarpið, verður
alveg að loka stöðinni, en um
leið verður að gera sér grein fyr-
ir því, að brottfall þessarar
dægradvalar varnarliðsmanna
hlyti að leiða til þess, að þeir
leituðu meir út frá bækistöðvum
sínum. Er mjög ólíklegt að nokk
ur óski þess.
Hafa þagað í sjö ár.
í greinargerð þingsályktunar-
tillögu þeirra Alþýðuibandalags-
manna er sagt að upphaflega hafi
verið sett það skilyrði að sendi-
svið sjónvarpsstöðvarinnar yrði
takmarkað við Keflavíkurflug-
völl. Upplýst er, að tæknilega
var þetta ekki auðið, og skilyrðið
því dauður bókstafur og nánast
hlægilegt. Strax var vitað, að
sviðið var stærra, en það látið
afskiptalaust, og þótt sjónvarps-
notkun Íslendinga hafi aukizt á
síðari árum, þá hafa margir átt
sjónvarpstæki um lengri tíma.
Magnús Jónsson.
Engu að síður hefur aldrei verið
amazt við stöðinni né heldur á
dögum vinstri stjórnarinnar. Og
hefur þó dagskrárefnið, verið
menningarlegra þá en nú, eða
hafa framámenn kommúnista
ekki almennt farið að stunda
Keflavíkursjónvarpið fyrr en nú
síðustu mánuðina? Öll þessi sjö
ár hafa Framsóknarmenn líka
þagað. Eg hefi aldrei horft á
sjónvarp frá Keflavík, og get
því ekki gefið lýsingu á dagskrár
efninu eins og flutningsmenn
þingsályktunartillögunnar, sem
virðast því nákunnugir. Mér
þykir hins vegar næsta ótrúlegt,
að útsendingar stöðvarinnar séu
að mestu helgaðar soranum ein-
um úr andlegu lífi stórþjóða,
eins og svo smekklega er kom-
izt að orði í greinargerð þings-
ályktunartillögunnar.
Sjónvarp óumflýjanlegt
Þótt við láturn liggja á milli
hluta áhuga Bandaríkjastjórnar
á andlegri meðferð íslendinga,
þá er næsta torvelt að skilja það,
að bandarísk stjórnarvöld telji
sorann úr andlegu lífi Banda-
ríkjaþjóðarinnar viðeigandi and-
lega fæðu varnarliðsmanna sinna
á Keflavíkurflugvelli og þeirra
mörgu bandarísku kvenna og
barna, sem þar dveljast. Er ekki
hér lengra gengið í öfgum, en
hægt er að bjóða nokkrum manni
með sæmilega óbrjálaða skyn-
semi? Auðvitað er ekki hægt að
rökræða við menn, sem eru í
þessum ham. Vil ég því hugleiða
vandamálið með því fólki. sem
lítur á það með rólegu hugarfari.
Eg er ekki hrifinn af sjónvarpi
og hefi alltaf verið dálítið kvíð-
inn að fá það yfir okkur. Sjón-
varpið er stórkostlegt tæki, sem
hefur mikinn áhrifamátt, og ég
mun naumast einn um að kvíða
þeim áhrifum, sem það kann að
hafa á lífsvenjur okkar. Vel kann
að vera að sá kvíði sé ástæðulaus
og mótist af of mikilli þröngsýni,
og vonandi reynist svo. því að
hvað sem mér og öðrum slíkum
kann að finnast, þá er þróunin
vafalaust óstöðvandi í þá átt að
sjónvarpið nái til íslendinga,
hvað sem Keflavíkursjónvarpinu
líður, þótt það kunni að hraða
þeirri þróun í okkar landi.
Áform eru þegar uppi um það
að nota gervihnetti til að endur-
varpa sjónvarpinu, sem þá mun
r.á um alla jörð ,nema hindrunin
se þá sú, að menn eigi ekki sjón-
varpstæki. Auðvitað mætti
hindra notkun Islendinga, bæði
á sjónvarpi frá Keflavík og ann-
ars staðar frá með því að banna
innflutning og sölu sjónvarps-
tækja ,en telur nokkur maður
þá leið færa? Við skulum því
gera okkur grein fyrir því að
innan skamms tíma er sjónvarpið
skollið yfir okkur, hvort sem við
bönnum sjónvarpsstöð varnarliðs
íns í Keflavík eða ekki. Rás fram
þróunarinnar verður ekki stöðv-
uð.
Deila um keisarans skegg
Þar sem sjónvarpið er jafn
áhrifaríkt áróðurstæki bæði til
góðs og ills. og raun ber vitni,
þá er það ekki nema eðlilefft. að
mönnum þyki almennt séð var-
hugavert að láta erlendan aðila
hafa einkaaðstöðu til starfrækslu
slíks tækis í landinu. Eg mundi
því persónulega telja æskilegast,
að engin sjónvarpsstöð væri á
Keflavíkurflugvelli, og auðvitað
mundum við einnig öll telja
æskilegast, að ástand í heimsmál
um væri þannig, að þar þyrfti
alls ekki neitt erlent varnarlið
að vera. Gætu því flutningsmenn,
slegið tvær flugur í einu höggi,
ef þeir gætu haft þau áhrif á
húsbændur sína eystra, að þeir
létu af þeirri yfirgangsstefnu,
sem neyðir okkur sem aðrar
f-jálsar þjóðir til að halda uppi
hervörnum sem okkur Islend-
ingum hlýtur sérstaklega að vera
ógeðfelld, af því að við erum
engum herbúnaði vanir og fyrir-
lítum allan hernaðaranda, en eitt
leiðir af öðru. Ur því að við
vegna yfirgangs hins alþíóðleva
kommúnisma verðum að hafa
hér varnarlið, sýnist eigi heldur
auðið að banna varnarliðinu að
starfrækja þá sjónvarpsstöð. sem
dr Kristinn Guðmundsson heim-
ilaði því á sínum tíma. Og deila
um orkuaukningu þeirrar stöðv-
ar, sýnist vera deila um keisar-
ans skegg.
Eigum við að hafa bein
afskipti af stöðinni?
Spurningin verður því raunar
■aðeins sú, hvort Islendingar eigi
að hafa bein afskipti af starfsemi
þeirrar stöðvar. Vafalaust munu
hinir áhugasömu verndarar ís-
lenzkrar siðmenningar varla hafa
óski a.m.k. eftir að fá að fylgjast
á móti því að íslenzk stjórnarvöld
með dagskrá sjónvarpsins, til
'þess að reyna að útiloka sorann,
og láta ekki mata þjóðina á því
ómerkilega efni, sem Karl
Kristjánsson lýsti í ræðu sinni,
sem öll var hin mesta fordæming
á aðgerðum þess ráðherra Fram-
söknarflokksins, sem leyfði stöð-
ina. A sama hátt og hér er eftir-
lit með kvikmyndum, getur ekki
talizt nema sjálfsagt, að sjónvarp,
hverjir sem það starfrækja, sé
háð hliðstæðu eftirliti um efnis-
flutning. Þótt ég telji þingsálykt-
unartillögu Alþýðubandalagsins
fráleita og enga ástæðu til af-
skipta Alþingis af málinu, sérstak
lega nú, úr því að það aldrei hef-
ur komið til kasta þingsins á
neinu stigi þess, þá tel ég jafn-
sjálfsagt, að íslenzk stjórnvöld
hafi augun opin fyrir því, að
einkaaðstaða erlends aðila til
sjónvarpsreksturs í landinu er
viðkvæmt mál og varasamt, sem
fylgjast þarf vel með og setja
þau takmörk eftir föngum, að
erlendur hugsunarháttur og sið-
venjur, þótt gott kunni að vera á
sínum stað. ýti ekki til hliðar ís-
lenzku mhugsunarhætti og sér-
kennum, sem telja verði rétt að
reyna að vernda. En einnig á
þessum sviðum sem öðrum verð-
uim við þó að minnast þess, að
við getum ekki byggt um land
okkar neinn Kína-múr. Við erum
undirorpnir erlendum áhrifum
úr öllum áttum, og til lengdar
ræður það því fyrst og fremst
varðveizlu íslenzkra séreinkenna,
hvort þau eru það sterk í eðli
okkar og vitund, að við sjálf
hvert og eitt „viljum vernda þau.
Alþjóðlegt
sjónvarp við bæjardyrnar
Ég skal ekki mörgum orðuift
eyða að íslenzku sjónvarpi, enda
hefur Benedikt Gröndal, sem
einnig er formaður útvarpsráðs,
gert því máli glögg skil. Alþjóð-
legt sjónvarp er við bæjardyrn-
ar, og auðvitað er eina sam'keppn-
isvon okkar við erlend sjónvarps-
áhrif sú, að við getum sjálfir kom
ið upp sjónvarpi, því að sjón-
varpstækjabannið er álíka frá-
leitt og að við létum okfcur detta
i hug að banna að sýna erlendar
kvikmyndir í kvikmyndahúsum,
af því að við eigum ekki íslenzk-
ar kvikmyndir. En því miður er
sjónvarp dýrt fyrirtæki, svo að
ég er hræddur um að torvelt reyn
ist að lyfta því Grettistaki. Engu
að síður verðum við að stefna að
því marki. Við getum þá a.m.k.
átt þá huggun, ef um einhver
slæm áhrif af sjónvarpi verður
talið að ræða, að þá séu áhrií
íslenzk.
Eftir að hafa hlustað á ræðu
Alfreðs Gíslasonar, læknis, um
hin geigvænlegu áhrif sjón-
varps almennt, furðar menn
þó á því að síðari hluti þáltillögu
þeirra Alþýðubandalagsmanna
skuli fjalla um athugun á að
koma upp íslenzku sjónvarpi.
Herra forseti. Svo sem ég í upp
hafi sagði, tel ég viðhorf til sjón-
varps, hvort heldur er um sjón-
varp að ræða frá Keflavíkurflug-
velli eða íslenzkt sjónvarp, ekki
geta fallið saman við stjórnmála-
skoðanir manna, og tel það mál-
inu til tjóns að reyna að færa það
inn á svið pólitískra deilna. Eg
tel því tillöguflutning og mála-
tilbúnað Alþýðubandalagsins
beinlínis spillandi, að málið geti
verið rætt á eðlilegan hátt og til-
lögur þeirra fluttar svo augljós-
lega í þeim tilgangi einum að
vera liður í baráttu þeirra gegn
aðild Islands að vestrænu varnar
samstarfi, að ekki geti verið
áhorfsmál að fella tillöguna. Sjón
varpsmálið sjálft tel ég svo verða
að íhuga út frá þeim sjónarmið-
um, sem ég hefi hér reynt að
araga fram. Góða nótt.
Húsgognaveizlun í Keilnvík
SÍÐASTL. laugardag opnaði ný
húsgagnaverzlun í Keflavík og
var fréttamönnum og nokkrum
gestum boðið að kynna sér þau
nýmæli, sem þar eru á ferð og
skoða fjölbreytt og nýtízkulegt
vöruval, sem þar er fyrir hendi.
Húsgagnaverzlun þessi er
deild við verzlunina FONS og
eru vörur hennar frá Húsbúnaði
h.f. í Reykjavik, en að því fyr-
irtæki standa um 30 húsgagna-
smiðir og arkitektar og er því
um að ræða margar nýjar gerð-
i rog „módelsmíðar" enda var
heildarsvipurinn mjög nýstárleg
ur og mátti þar sjá marga frum-
lega og fallega hluti.
Nýmæli er einnig að Sveinn
Kjarval húsgagnaarkitekt og inn
réttingameistari verður til við-
tals í þessari húsgagnaverzlun,
fyrst um sinn tvisvar í mánuði
til leiðbeininga og ráðlegginga
varðandi húsgögn og húsbú’nað.
Einnig verða þarna á boðstól-
um listmunir og listaverk, svo
sem ástæður leyfa.
Húsakynni eru ný og vel úr
garði gerð, enda teiknuð af
Sveini Kjarval og smíði fram-
kvæmd undir hans umsjá.
Eigandi FONS er Ari Jónsson
kaupm. í Reykjavík. Hann er
bæði stórhuga og áræðinn í
rekstri sínum og er þetta fram-
tak þakkarvert, þvi það eykur
þægindi og vöruval fólksins í
Keflavík og á Suðurnesjum, auk
þess sem aukin samkeppni er
til beinna hagsbóta fyrir kaup-
endur — enda sú eina stefna,
sem arftökum Duus gamla er
samboðin, því Keflavík var, sem
kunnugt er, eitt af helztu ein-
okunarhreiðrum dönsku verzl-
unarinnar.
Zakarías Hjartarson er verzl-
unarstjóri í báðum deildum
Fons, er hin deildin er fata-
verzlun. — hsj —