Morgunblaðið - 07.03.1962, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 7. marz 1962
MORGVTSBLAÐIÐ
15
Powers
Washington, 6. marz. (AP)
LEYNIÞJÓNUSTA Banda
ríkjanna tilkynnti í dag,
að U - 2 f lugmaðurinn
Francis Gary Powers hafi
staðið við ráðningarskil-
mála sína og „skyldur sín-
ar sem Bandaríkjamaður“.
Hermálanefnd þingsins
opinberaði skýrslu um mál
flugmannsins, en vél hans
hrapaði yfir Rússlandi í
maí 1960, eins og kunn-
ugt er.
Skýrslan er hyggð á
rækilegri rannsókn CIA og
ráðgjafanefndar, og er flug
maðurinn þar hreinsaður
af öllum áburði um að
hann hafi látið neyða sig
til að segja meira en hann
hafði Ieyfi til.
Leyniþjónustan sagði, að
Powers og aðrir U-2 flug-
menn hefðu fyrirmasli um að
„gefast upp án mótspyrnu
og vera samvinnuþýðir við
fangaverði sína“, ef þeim tæk
ist ekki að forða sér og þeir
ættu í vændum að verða
teknir.
Ennfremur eru flugmenn
HreyfUlinnii úr U2 þotu Powers tU sýnis í Moskvu.
brast ekki skvldum sínum
U-2 vélanna „fullkomlega
sjálfráðir gerða sinna, þegar
frá eru tekin ákveðin fyrir-
mæli í flugvélinni.“
I skýrslunni segir, að Pow
ers hafi fylgt þessum fyrir-
mælum og haft leýfi til að
játa fyrri þjónustu sína í
Cughernum og að hann væri
í þjónustu CIA.
Þessi yfirlýsing er hin
fyrsta opinbera staðefsting
þess, að Powers hafi verið í
þjónustu CIA, enda þótt lítill
vafi hafi leikið á því.
í skýrslunni segir, að hin
eitraða nál, sem Powers bar,
„hafi verið ætluð til notk-
unar, ef reynt yrði að beita
hann pyndingum, eða undir
öðrum þeim kringumstaeðum,
að hann teldi rétt að svipta
sig lífi“.
„Hann hafði engin fyrir-
mæli um að fremja sjálfs-
morð í þeim aðstæðum, sem
hann var í, og enginn ætlað-
ist til þess af hónum,“ er
bætt við.
Skýrslan sagði, að ekkert
hefði komið fram, sem benti
til að hann hefði „hlýðnast
Rússum“ né framið skemmd-
arverk.
CIA segir ennfremur, að
Powers hafi sagt rannsóknar-
nefndinni, að hann hefði get-
að náð í húninn, sem taka
átti í til að sprengja vélina
í loft upp, en þá ekki getað
skotið sér út úr hrapandi flug
vélinni.
í yfirlýsingu CIA sagði, að
nefnd sérfræðinga hefði rann
sakað framburð Powers um
sprenginguna, sem olli hrapi
flugvélarinnar, og hafa kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að
„sprenging hefði skemmt flug
vélina á þann hátt sem hann
lýsti.“
„Þar af leiðandi," segir
skýrslan, „verða Mr. Pow-
ers greidd laun þau, sem
hann átti inni samkvæmt
ráðningarsamningi sínum.“
Powers átti að fá greidda
30.000 doxlara á ári. Hluti af
þessari upphæð var ekki
greiddur meðan hann væri
við þjónustu í U-2 flugvélum,
og ekkert meðan hann var í
fangelsi hjá Rússum. Hann
á því inni um 50.000 dollara.
Skýrslan gat um, að þótt
Powers hafi fylgt fyrirmæl-
um sínum og játað, vegna
áleitni fangavarðanna, tilgang
farar sinnar, neitaði hann
samt sem áður að nefna nöfn
annarra flugmanna á U-2 vél
unum.
Skýrslan sagði, að Powers
hefði sagt Rússum, að flug-
mennirnir „væru félagar sín-
ir og vinir og þeir myndu
missa atvinnu sína, ef hann
nefndi nöfn þeirra“. Powers
sagði, að Rússarnir hefðu
„fallizt á afstöðu hans“.
Um hrap flugvélarinnar er
haft eftir Powers, að hann
hefði reynt að komast í að-
stöðu til að taka í hina fjóra
aðskildu húna, sem stjórna
segir í skýrslu
leyniþjónustu
Bandaríkjanna
eyðileggingu flugvélarinnar,
eftir að hafa slengzt harka-
lega til í vélinni, en tókst
það ekki vegna þyngdarafls-
ins, og þess hvað flugbúning-
ur hans var uppblásinn og
móðunnar á sjóngleri hans.
Að endingu segir skýrslan,
reif Powers buxtu súrefnis-
slönguna, sem wr hið eina
sem hélt honum í stjómklef-
anum. Þá tók hann að falla
og fallhlif hans opnaðist
nærri því þegar í stað, í um
það bil 4500 metra hæð eða
lægra.
í skýrslunni sagði, að
sprengjurnar í flugvélinni
hafi aðeins vegið um 1200
grömm og verið ætlaðar til
þess að eyðileggja myndavél-
ina og önnur tæki, en hafi
hvorki átt ’að sundra þeim
né filmunni algjörlega.
Leyniþjónustan sagði, að
upplýsingar þær sem Powers
gaf um stefnu sína, áður en
sprengingin varð og staðar-
ákvörðunina rétt á eftir, hafi
verið borin saman við „leyni-
legar upplýsingar“, og að
sumt af þessum leynilegu
upplýsingum staðfesti fram-
burð Powers, en „öðru bar
ekki saman að nokkm leyti..“
en „það sem ekki bar saman
við frásögn Powers hafi einn-
ig að nokkru leyti verið 1
mótsögn við sjálft sig og hafi
mátt draga af því mismun-
andi ályktanir."
CIA sagði, að nokkuð af
þessum upplýsingum hafi ver
ið grundvöllur umræðna í
fréttum, skömmu eftir at-
burðinn þann 1. maí, að vél
Powers hefði verið búin að
lækka flugið smátt og smátt
og hefði verið skotin niður
af rússneskum orrustuflugvél
um í meðalflughæð.
Við nákvæma rannsókn,
sagði CIA: „.... virðist sem
upplýsingar þær, sem þess-
ar sögur vom byggðar á,
hafi annað hvort verið rang-
ar eða mátt draga af þeim
mismunandi ályktanir. Nefnd '
in komst að þeirri niðurstöðu,
að hún gæti ekki samþykkt
vafasamar ályktanir í þessu
máli, sem væru í ósamræmi
við allar aðrar þekktar stað-
reyndir." Nefnd manna,
reyndra í yfirheyrslum, sem
átti m. a. að rannsaka, að
hvað miklu leyti mætti taka
Powers trúanlegan, komst að
þeirri niðurstöðu, að Powers
væri sannleikanum samkvæm
ur í frásögn sinni, og voru
þeir allir sammála um þetta.
Til að rannsaka æviferil
Powers voru meðal annars
notaðir læknar, sérfræðingar
í geðlækningum, sálfræðingar
og fyrri félagar hans í flug-
hernum og U-2 sveitunum.
„Allir þessir menn voru
þeirrar skoðunar, að Powers
væri sannsögull, bæði af eðl-
isfari og af vana,“ segir
skýrslan.
CIA sagði, að Powers hefði
„boðizt til með nokkrum æs-
ingi að láta prófa sig í lyga-
mæli, þótt hann hefði ógeð á
því“.
„Skýrsla Polygraph-sér-
fræðingsins segir að ekkert
hafi bent til þess, að Powers
hefði sagt ósatt, á meðan yf-
ir heyrslan fór fram,“ segir
leyniþjónustan ennfremior.
Við þetta er bætt, að rann-
sókn á ljósmyndum af flug-
vélarflakinu og öðrum upp-
lýsingum hafi sýnt að ekk-
ert benti heldur til að frá-
sögn Powers af atburðunum
væri röng, að áliti þeirra sér
fræðinga sem hana fram-
kvæmdu.
Skýrslan segir framburð
rússnesku vitnanna við rétt-
arhöldin í Moskvu hafi verið
í samræmi við sögu Powers.
„Powers gat þekkt aftur
stað í nágrenni lítils þorps,
þar sem hann hélt sig hafa
lent,“ segir í skýrslunni. —
„Þegar landslag þessa stað-
ar var borið saman við fyrri
framburð Powers ,stefnu flug
vélar hans, hraða hennar og
flugtíma, ber þessu öllu sam-
an. Ennfremur er framburð-
ur hans staðfestur með sjálf-
stæðum upplýsingum, sem
fyrr voru fengnar, um að
nokkrir þeirra, sem tóku
hann höndum áttu heima í
þessu þorpi.“
Bridge
ITALSKA sveitin græddi 13 st.
á spili því er hér fer á eftir.
Spilið er frá síðustu heimsmeist
arakeppni í leiknum gegn Eng-
landi. Á öðru borðinu sátu
ítölsku spilararnir Forquet og
Garrozzo N—S, en ensku spil-
ararnir Priday og Truscott A—
V. — Sagnir gengu þannig:
Austur Suður Vestur Norður
1 grand pass pass dobl
pass 2 hjörtu dobl Allir p.
A A D 10 8 2
V D 8 5
♦ 7
4> D 9 4 2
* K 9 5
V G 6 3
♦ Á 9 6 2
4» Á 8 7
A G ð 3
V K 10 4 2
♦ K G 10 4 3
* 6
Vestri lét út spaða 7, sem
drepið var með ás í borði. —
Næst var tigul 7 látið út úr
borði. Austur (Priday) lét, án
þess að hika, tigul 2 og Suður
drap með kóngi. Þar sem ensku
spilararnir nota opnun á einu
grandi sem veika opnun, þá var
Suður (Garrozzo) alls ekki örugg
ur um, að Austur ætti tigul ás,
en heppnin var með honum. —
Suður lét nú út laufa 6, Vestur
drap með tíunni, Norður með
drottningu og Austur fékk slag-
inn á ás. Nú lét Austur út
hjarta 3, sem Vestur drap með
ás, og því næst lét Vestur út
hjarta 7, sem drepið var í borði
með áttunni, Austur drap með
gosa og Suður fékk slaginn á
kóng. Suður lét nú út spaða
gosa, sem Austur drap með
kóngi og enn lét Austur út
spaða, sem Vestur trompaði. —
(A—V hafa nú fengið 4 slagi).
Nú lét Vestur út tigul 8. Nú
sýndi Suður hvað í honum bjó,
því hann gaf í borði (trompaði
ekki), Austur drap með ás og
fékk þann Slag. Austur lét nú
út lauf, sem Suður trompaði
heima. Nú trompaði Suður tigul
í borði og drottningin hjá Vest-
ur féll í og voru því tiglarnir
hjá Suður orðnir góðir. Nú er
sama hvað Austur gerir, Suður
vinnur alltaf spilið. Suður læt-
ur spaða úr borði. Ef Suður
trompar, þá trompar Suður yf-
ir heima og fær afganginn á
tigul. Ef Austur gefur, þá gef-
ur Suður einnig, því spaðamir
í borði sem hæstu spaðarnir.
ítölsku spilararnir unnu því
2 hjörtu dobluð og fengu fyrir
það 670. Á hinu borðinu fengu
ítölsku spilaramir í A—V að
spila 2 lauf og unnu. Fengu þeir
90 fyrir það eða samtals 760 á
báðum borðum.
Cjafir
þakkaðar
Gjafir til aðstandenda þeirra,
sem fórust með m.s. Særúnu.
Sama dag og minningara'tihöfn-
in fór fram í Neskirkju uœ þá
menn, sem fórust af m.s. Særúnu,
kom til mín hr. N. N. og frú N.
N. og gáfu þau 2500.00 krómur
til eftirlifandi aðstandienda. Fyr-
ir þessa höfðinglegu gjöf færi
ég gefendum innilegar þakkir.
Peningar þessir vom strax af-
hentir.
Jón Thorarensen.
A 7 4
V Á 9 7
* D 8 5
+ K G 10
5 3