Morgunblaðið - 07.03.1962, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.03.1962, Qupperneq 17
Miðvikudagur 7. marz 1962 MORGVNBLAÐIÐ 17 Míatlhías B|arnason Fiskverðsákvðrðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins er mikið áfall fyrir iínuútgerðina á Vestfjörðum Á VESTFJÖRÐUM er útgerð stærri báta, serri veiða með línu, stunduð að staðaldri frá síðari hluta septembermánaðar, eða í byrjun október, Og fram til miðs maímónaðar Á sumrin eru svo imargir hinir smærri bátar, sem veiða með línu, þó eru þeir fleiri sem nú á seinni árum stunda ihandfæraveiðar að sumrinu. Nokkrir hinna stærri báta hafa á síðustu árum hætt á veiðum imeð línu þegar komið er fram í febrúar eða byrjun marz og farið að veiða í net, því það hefur verið talið fjárhagslega betra bæði fyrir sjómenn og útvegs- menn, því þar er aflavon meiri Og verðmunur fisks, sem veiddur er í net og línu ekki teljandi mik- ill. En þrátt fyrir þetta hefur línu útgerðin verið til þessa aðalút- gerð vestfirzkra vélbáta í í 7—8 mánuði á ári, og á henni byggja tflestir bátar og sjómenn afkomu sína að verulegu leyti. .Verndun i'iskimiðanna Á síðustu árum hefur mikið verið gert og margt á að gera til þess að auka vernd á uppeldis- stöðvum fiskjarins og koma í veg fyrir hina gengdarlausu rón- yrkju á mörgum fiskimiðum okk- ar umhverfis landið. Margir halda því fram, og það með réttu að netaveiðin sé stunduð af slíku Ofurkappi og fyrirhyggjuleysi að hún hafi stórskaðað fiskistofninn Og ótaldar eru þær netatrossur sem sokkið hafa og glatazt, en halda áfram að veiða og drepa fiskinn. Á þann hátt er fiskinum eytt og afli þessara neta, sem inefnd eru drauganet, hefur skað- að þjóðarbúið stórlega. Línan er ■það veiðaríæri sem ekki er brugð ið um rányrkju á fiskimiðunum, þessvegna er það þjóðfélagsleg nauðsyn og fjárhagsleg hyggindi að stuðla að því að veiðar með línu verði stundaðar meira og almennara en nú er og þannig verði um hnútana búið að línu- fiskur verið greiddur hæsta verði, þegar hann uppfyllir þær gæða og stærðarkröfur, sem gerðar eru á hverjum tíma. Fiskverðssamningarnir 1961 Á aðalfundi Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna í nóvem- ber 1960 var þetta sjónarmið við- urkennt og í framhaldi af því var samið um hærra verð á línufiski, en nökkrum öðrum fiski á árinu 1961, á tímabilinunum 1/1—20/5 og 15/9—31/12. Smærri bátar, sem stunduðu veiðar að sumrinu á tímabilinu 21/5—14/9 með línu eða handfæri, fengu því aðeins $ama verð að fiskurinn væri lif- andi blóðgaður, slægður, þveginn Og ísaður um borð og landað dag lega, sem er ill framkvæmanlegt. Voru eigendur og sjómenn á smærri bátunum mjög óánægðir með þetta fyrirkomulag. Útgerð- »r og sjómenn á línubátum, sem vetrar Og haustróðra stunda, töldu viðunandi verðlag á þorski Og ýsu í fiskverðssamningnum 1961, en verð á steinbít var að flestra dómi fyrir neðan allár hell ur, eins Og síðar verður vikið að. En þrátt fyrir þetta verður að viðurkenna, það að í fiskverðs- *amningunum fyrir árið 1961 var »ð nokkru tekið tillit til línuveið- »nna og sýndu fiskkaupendur með því skilning og jafnframt að þeir töldu það hag sinn að hlynna að línuútgerðinni og var það skynsamleg stefna. Hér á Vest- fjörðum og vafalaust einnig á Austf jörðum og Norðurlandi mun því vera haldið fram af flestum, að þessi stefna hei'ði einnig átt að ráða við verðákvörðun fisks á þessu ári, og þá einnig að taka tillit til þeirra vankanta sem voru á fiskverðssamningunum árið 1961 hvað snertir smærri bátana að sumrinu að þeir fengju sama verð fyrir sinn fisk, sem landað er daglega og uppfyllir gæða Og stærðar kröfur, sem línubátar á öðrum árstímum fá. Stofnun verðlagsráðs Flestum mönnum, sem beinna Á árinu 1961 á timabilinu 1/1—20/5 og 15/9—31/12 var verð á línufiski. þorski og ýsu lönduðum daglega sting og gogg- stungulaus kr. 3.11 pr. kg. slægð- ur með haus og kr. 2.78 pr. kg. óslægður með haus. Þá var neta fiskur þorskur og ýsa landað dag lega á sama tímabili kr 2.70 pr. kg. sl. með haus Og kr. 2.41 pr. kg. ósl. með haus. Nú er þessi tfiskur greiddur sama verði í I. fl. A, ef hann uppfyllir þær gæðakröfur sem gerðar eru. Með öðrum orðum línubátar fá 10 aura hækikun á kíló fyrir slægðan íisk með haus Og 9 aura fyrir óslægðan fisk með haus, eða 3,2% hækkun, eri netabátar fá 51 eyris hækkun á kg. fyrir slægðan fisk með haus og 46 aura fyrir óslægð an fisk, eða 19% hækkun. Steinbíturinn er nú á kr. 2,29 pr. kg. sl. með haus Og kr. 2.03 pr. kg. ósl. með haus. en var ár- ið 1961 kr 2.10 pr. kg. sl. með haus og kr. 1.86 pr. kg. ósl. með haus. Hælckun á honum er því 19 aurar og 17 aurar á kg. Keila er nú á kr. 2.67 pr. kg. sl. með haus og kr. 2.38 pr. kg. ósl. með haus. Hækkun á keilu er því 22 aurar og 20 aurar pr. kg. Matthías Bjarnason. hagsmuna hafa að gæta af fisk- veiðum g fiskverkun hafa marg- oft á liðnum árum látið í ljós ósk um að sett yrði löggjöf um verðlagsráð sjávarútvegsins. Að tilhlutan núverandi ríkisstjórnar var nefnd skipuð til að undirbúa frumvarp til laga um verðlags- ráð sjávarútvegsins og lauk hún því verki á stuttum tíma og var frumvarpið lagt fram á Alþingi Og samþykkt sem lög skömmu áð- ur en fundum Alþingis var frest- að fyrir síðustu jól. Sjávarút- vegsmálaráðherra skipaði síðan menn í verðlagsráð eftir tilnefn- ingu samtaka útvegsmanna, sjó- manna og sérsamtaka fiskkaup- enda. Yerðlagsróð tók fljótlega til starfa og náðist þar ekki sam- komulag um fiskverðið. Þess- vegna var samkvæmt 9. grein verðlagsráðslaganna skipuð fimm manna yfirnefnd, einn fulltrúi L.Í.Ú. og annar frá fulltrúum sjómanna, tveir frá fiskkaupend- um og fimmti maðurinn, odda- maðurinn, var valinn af verðlags- ráði með samhljóða atkvæðum. Þannig skipuð yfirnefnd felldi svo fullnaðarúrskurð sinn um á- greiningsatriði, Og 1. febrúar var svo tilkynnt lágmarksverð á ferskfiski fyrir tímabilið 1. janú- ar til 31. maí þ á. Verð á hclztu fisktegundum Og flokkum er samkvæmt því, sem hér segir: Fiskverðið og vörugæðin. Fiskverðsákvörðun þessi er þungt áfall íyrir línuútgerðina hér á Vestfjörðum og getur dreg- ið dilk á eítir sér. Hvergi á land- inu er úthaldstími báta á línu lengri en hér er, sjósókn óvenju- löng, og þar við bætist að af afla línubáta á vetrarvertíð er um 45% steinbítur, sem er á miklu lægra verði en annar fiskur. Á sama tíma og verðlagsráð hækk- ar I. fl. netafisk um 51 eyri kg„ hækkar steinbítur um 19 aura Og jafnframt tekið upp strangt gæða mat á honum og það sem ekki telst fyrsta flokks til vinnslu í hraðfrystihúsunum er gert verð- laust. Við þessari flokfcun er ekkert að segja, það af þessum fiski sem ekki er vinnsluhæft er eðlilegt að hraðfrystihúsin séu ekki skyld að kaupa, en með þess ari breytingu hvað gæðakröfur snertir hefði verið eðlilegt að þessi fiskur hefði hækkað lang mest af öllum fisktegundum. Það þykir harla undarlegt að stein- bítur til vinnslu í hraðfrystihús- um skuli keyptur fyrir kr. 2.29 pr. feg. á sama tíma og verð á II. flokks fiski er kr. 2.57 pr. kg.. en sá fiskur sem fer í þann flokk er óhæfur til vinnslu í hraðfrysti húsum og er aðeins hægt að fram leiða úr honum i lægstu gæða- flokka saltfisks og skreiðar. Hækkun á fiski í lakari gæða- flokkum hefur orðið miklu meiri, en á þeim fiski sem hægt er að framleiða úr beztu og dýrustu vörunia, og bendir það til þess að fiskverðsákvörðunina. Fulltrúar útvegsmanna I verð- lagsráði viiðast hafa gersamlega gleymt þeirri stefnu sem samtök þeirra mörkuðu í nóvember 1960, eða látið sig hana engu Skipta. Með þessu ráðslagi er verið að neyða þá útvegsmenn og sjó- menn, sem gert hafa báta sína út á línu að hætta línuútgerð og taka upp netaveiðar. Ef netaveið ar yrðu almennt teknar upp hér á Vestfjörðum er hætt við að bát- ar hér myndu á miðri vertíð leita suður á land. því netasvæði eru hér takmörkuð, og leggja þar upp afla sinn. Það myndi þýða stórminnkandi framleiðslu hrað- frystihúsanna hér og minnkandi atvinnu verkafólks og vaxandi fólksflótta frá Vestfjörðum og er hann þó ærið nógur fyrir. Það heyrðist á síðastliðnu ári að fiskkaupendur, sem nær ein- göngu keyptu línufisk gætu ekki rekið vinnslustöðvar sínar með góðu móti, því að þeir fengju ekiki meira fyrir sína framleiðsiu en þær vinnslustöðvar sem ynni að mestu netafisk. Þetta má vel vera. En hvernig stendur á því að þeir sem vinna úr bezta fisk- inum sitja við sama borð í þess- um efnum? Það hefur ekki farið dult að kaupendur hraðfrysts fisks í Bretlandi vilja ekki kaupa aðra framleiðslu en þá sem unnin er úr fiski sem veiddur er á linu, og fyrir þann fisk er greitt gott verð, sem lítillega hefur hæklkað frá sl. ári. Sú rösknn sem verðlagsráð sjávarútvegsins hefur gert á milli verðflokka fisks frá árinu 1961 er stórt spor aftur á bak, og ef sú óheppilega þróun,, sem þar átti sér stað á að halda áfram, að fiskvérð hækki lang minnst á bezta fiskinum, sem gengur í hvaða verkun sem er og á alla markaði, en lélegur fiskur óhæf- ur til hraðt’rystingar og í fyrstu gæðaflokka saltsfisks og skreiðar hætokar 2 til 3 sinnum meira, þá horfir illa að ná því marki að auka framleiðslu á betri vöru og verðmeiri fyrir þjóðarbúið. Fiskverðsákvörðun þessi er illa séð hér á Vestfjörðum, af þessum ástæðum sem nú hafa verið rtefnd ar, af útvegsmönnum og þá ekki síður af sjómönnum, og ef þessi óhappastefna á að ráða áfram þá er ekki vafi á að línuútgerð fer minnkandi og mun hverfa með öllu á stuttum tíma, og hvað verð ur þá um sölu á beztu og vand- látustu markaði þjóðarinnar? Hér skal ekki farið út í að rekja að rekstursgrundvöllur línu báta hefur stór versnað, því með þessari smá fiskverðshækkun er langt frá því kömið til móts við þá hækkun sem orðið hefur á öllum útgerðarkostnaði frá síð- ustu vertið. Hagur þessarar út- gerðar hefur því farið hnignandi og mátti þó sannarlega ekki rýra rekstursgrundvöll meðalbátsins frá því sem hann var 1961. Þar við bætist að margar fiskverk- unarstöðvar geta ekki greitt hrá- efni sitt á réttum tíma vegna þess að afurðalán hafa farið hlutfalls- Jega minnikandi, og virðist Seðla- bankinn vera seinn að taka við sér í þeim efnum. Að sjálfsögðu verður ekki gild- andi fiskverðsákvörðun breytt á þessari vertíð, en vilja þeir menn, sem þessum málum ráða, hug- leiða betur þessi mál Og bæta um við næstu fiskverðsákvörðun fyrir það sem svo stórlega hefur miður farið og muna þá eftir því að ennþá er útgerð um allt land og það þarf að líta á þessi mál af meiri viðsýni, en gert var. Matthías Bjarnason Ekki að missa bátinn ÞESS eru mörg dæmi á liðnum öldum, er menn höfðu einungis opin skip til þess að fleyta sér á, að þegar ekki var drægt á árum og ósiglandi smáfleytu fyr ir ofsaveðri, þá lögðust menn við stjóra, svo ekki ræki til hafs. Var þá ávallt setið undir færinu. er svo var kallað þann- ig, að færið var ekki bundið fast í skipið, eins og í góðu veðri væri, heldur héldu framá- menn í færið, gáfu eftir á stór- um bárum, sem gátu rykkt því í sundur en dregið að sér á milli. Var í þessu mikið öryggi ef vel var gætt. (Stjórafæri var 2” manilla). Væri ekki stjóri í skipinu, var notazt við, að kippa saman alla lóðarstjórana og renna þeim í botn á sameinuðum eða jafn- þættum bólfærunum, sem oftast voru 5, öll úr fjögrapunda lín- um. Auðvitað varð að halda í þessar línur og gæta þess, að jafnt átak væri á öllum, gefa eftir á stærri bárum eða draga að sér á víxl, allt eftir ástæð- um. Fásinna hefði þótt að setja línurnar fastar. * Sem gamall sjómaður hefi ég undanfarinn slysatíma fylgzt með fréttum af ströndum og slysum. — Ætíð er settur út Þorskur og ýsa I. fl. A stór slægð m/haus óslægð m/haus gúmmíbátur og ávallt slitnar hann frá, ef ekki strax, þá von kr. 3.21 kr. 2.87 pr.kg. bráðar. — — I. fi. B — — 2.89 _ 2.58 Eg hefi lesið allar ritgerðir í — — II. fl. — — 2.57 _ 2.30 tveim dagblöðum og hlustað á, eg held öll, útvarpserindi er — — 1. fl. A smár — 2.82 — 2.52 snerta vandamálið um gúmmí- — — I. fl. B — — 2.53 _ 2,26 bátana og ráðin við þessum ó- sköpum og dálítið fræðst. Svo Steinbítur (hæfur til frystingar) — 2.29 _ 2.03 virðist að þessi ágætu björgun- Keila — 2.67 _ 2.38 artæki séu fremur veikbyggð að gerð og verður að haga sér eft- ir því við notkun þeirra. Eigi veit eg annað, en að fangalína þeirra báta, sem slitnað hafa frá síðu skipanna, hafi verið bund- in föst í skipið, þar sem ekkert gat gefið eftir í rykkjum báts- ins á þessa örmjóu, léttu og fremur veiku línu. Það sýnist því augljóst, að ekki má setja fangalínuna fasta, heldur á mað- ur eða menn, eftir þörfum og ástæðum, að halda í hana. Þetta er gamall sjómannasiður, byggð ur á viti, gætni og hyggindum, og loks á reynslunni sjálfri, sem er sögð ólýgr.ust. Hvers vegna þarf fangalínan að vera svo veik, að reikna megi út í kíló- um hvað hún þolir mest? Því þá ekki að reikna út af bár- unnar, sem skekur bátinn við síðuna og rykkir í, svo einhver hliðstæða sé, eða er hún óút- reiknanleg? Sterk er hún, það vitum við gömlu sjómennirnir. Þegar þessi örmjóa og lauf- létta lína er orðin strengd eins og hismi, sem hún verður auð- veldlega fyrir léttleika sakir, á hún ekkert annað eftir, við auk- ið átak, en að hrökkva sundur, eða festingin í bátnum rifnar uppi þá er gott að eiga eftir ráð gömlu mannanna, að sitja undir línunni, láta aldrei strengj ast, gefa eftir eða draga af eft- ir atvikum. Ef trúlega og af samvizkusemi er haldið í fanga- línuna, kemur naumast fyrir að línan hrökkvi, maðurinn eða mennirnir láta ósjálfrátt undan rykkjunum og átakið verður mjúkt. Og haldið þið nú laglega og trúlega í fangalínuna piltar, svo þið missið ekki frá ykkur gúmmíbátinn. Magnús Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.