Morgunblaðið - 15.03.1962, Side 6

Morgunblaðið - 15.03.1962, Side 6
6 MORGVNBLAÐ1B Fimmtudagur 15. mar* 1961 Breyta þarf vökulögunum til að kjarabætur geti oröið 1 GÆR birtist á forsíðu Þjóð- Viljans fregn þess efnis, að botnvörpuskipaeigendur hefðu krafizt þess, að vökulögin yrðu afnumin. Morgunblaðinu hefur borizt fréttatilkynning frá Fé- Iagi ísl. botnvörpuskipaeigenda, þar sem þessu er mótmæit sem algjörum ósannindum, en hins vegar skýrt frá því, að félagið hafi sent deildum Alþingis bréf þess efnis, að vökulögunum verði breytt þannig, að vaktir á ísfiskveiðum verði 12 klst. á þilfari og 6 klst. hvíld, en mál- tíða neytt í vinnutíma. En án þessara breytinga telja togara- elgendur sér ekki fært að mæta kröfum sjómanna um hækkað kaupgjald. Fréttatilkynningin fer hér á eftir: Villandi blaðafregnir í tilefni af blaðafréttum, sem birtar voru í dag hér í Reykja- vík út af bréfi, sem fulltrúar FÍB afhentu í gærmorgun báð- um sjávarútvegsmálanefndum Aibingis, og þar sem þessar biaoafréttir eru meira og minna vlllandi, leyfum vér oss hér með að senda yður eintak af bréfun- um og auk þess taka eftirfar- andi fram: Það er í fyrsta lagi alrangt, sem í einu dagblaðanna stend- ur, að farið sé fram á, að vöku- lögin verði afnumin. Hins veg- ar er farið fram á ákveðnar breytingar, eins og fram kemur í bréfinu, og eru þær fólgnar í því, að heildarvaktir á þilfari á ísfiskveiðum verði miðaðar við einn sólarhring, 16. klst. og hvíldartími 8 klst., en alls ekki 18 klst. vaktir og 6 klst. hvíld, eins og sagt er í sama blaði. Benda má á, að þar sem í bréfi voru er rætt um 12 klst. sam- fellda vakt, myndi vinna á þil- fari aðeins vera helmingur af þeim tima, eins og aflabrögð eru nú. — Eins og bent er á í meðfylgjandi bréfi voru, hafa ekki verið sett lög um hvíldar- tíma bátasjómanna. Hins vegar hafa verið gerðir milli þeirra og bátaútvegsmanna samningur um 6 klst. hvíldartíma á sólarhring. Er þá ekki um samfelldan hvíldartíma að ræða. MikiII aðstöðumunur 1 sambandi við þessi tilmæli má benda á þann mikla aðstöðu mun, sem er ríkjandi varðandi annars vegar íslenzka og hins vegar brezka og þýzka togara- útgerð. Eins og á er bent í bréf- inu, er áhöfn á brezkum togur- um 20—21 maður, en á þýzkum togurum 24 menn og fiska þeir álíka mikið og íslenzkir togar- ar, þegar þeir veiða í sama sjó. Þegar íslenzkir togarar landa erlendis, þurfa þeir að greiða þar háa tolla, sem þarlendir togarar þurfa ekki að greiða. Auk þess nýtur brezk togaraút- gerð mikils ríkisstyrks, og eftir því, sem bezt verður vitað, mun hafa verið ákveðið að veita þýzkri togaraútgerð opinberan stuðning einnig. Þrátt fyrir þetta á togaraútgerðin í Eng- landi og Þýzkalandi í miklum f j árhagsörðugleikum. Öílum má ljóst vera, þegar á þetta er litið, að íslenzka tog- araútgerðin er alls ekki sam- keppnisfær við brezka og þýzka togaraútgerð. Beinar og óbeinar launagreiðslur 135,800 kr. Samkvæmt athugun, sem gerð hefur verið á launakjörum há- seta, námu laun þeirra hvers um sig árið 1961 að meðaltali, miðað við heils árs starf, eða 340 daga úthaldstíma og 25 daga samfelldam frítíma í landi, um 104 þús. krónum. Er hér um að ræða beinar launagreiðslur að viðbættu orlofi. Auk þess nema ýmis hlunn- indi á hvem háseta, sem út- gerðin greiðir, um 31.800 krón- um. Er þar um að ræða eftir- talda liði: Frítt fæði um borð, lífeyrissjóðsgjald, sjúkrasamlags- iðgjald, iðgjald af ábyrgðar- tryggingum, atvinnuleysistrygg- ingariðgjald, iðgjöld af trygg- ingum hjá almannatryggingum, iðgjöld af eignatryggingum (um borð í skipi) og iðgjald af stríðstryggingu. Samkvæmt þessu nema bein- ar og óbeinar launagreiðslur togaraútgerðarinnar til hvers háseta á sl. ári um 135.800 kr. þrátt fyrir hinn mikla aflabrest. Laun netjamanna og báts- manna eru hærri. Fréttatilkynning þessi var í gær send öllum dagblöðum í Reykjavík svo og Ríkisútvarp- inu. — Bréf sent sjávarútvegs- nefndum Alþingis Eins og hæstvirtri nefnd er kunnugt, stendur nú yfir verk- fall á togaraflotanum, sem boð- að er af hálfu stéttarfélaga há- seta, netjamanna, bátsmanna, matsveina og annarra skipverja á togurunum en yfirmnna. Verk- fallið skall á á miðnætti föstu- daginn 9. þ. m. Það er alkunna, að togaraút- gerðin á nú við mikla fjárhags- örðugleika að etja, og er þess ekki megnug að auka útgjöld sín með hækkuðum launagreiðsl um til sjómanna. Hins vegar er sú leið fær að bæta kjör þeirra, ef þeir auka störf sín með fækk- un rrtannafjölda á skipunum. A almennum félagsfundi í fé- lagi voru, sem haldinn var 9. þ. m. var samþykkt að skora á hæstvirta nefnd áð flytja frum- varp til laga um breytingu á lögum nr. 54 9. apríl 1956, Sbr. lög nr. 45 7. maí 1928 og lög nr. 53 27. júní 1921, um hvíldartíma háseta á íslenzkum botnvörpu- skipum þess. efnis, að vaktir á ísfiskveiðum verði 12 klukku- stundir á þilfari og 6 klukku- stundir hvíld og máltíða sé neytt í vinnutímanum. Vaktir á salt- fiskveiðum verði óbreyttar frá því sem nú er. — Fyrirkomulag það, sem vér förum hér með fram á, gilti á togurunum og ís- fiskveiðum og saltfiskveiður 1928—1956. Með þessu er lagt til, að tekin verði upp hliðstæð tilhögun og nú gildir á þýzkum togurum, en á þeim eru 24 menn, en á brezk- um úthafstogurum er 3—4 mönn um færra en á þeim þýzku eða 20—21 maður. Á íslenzkum tog- urum er tilsvarandi tala 31 mað- ur. Framtíð togaraútgerðar í húfi Eins og áður er bent á. gæti þessi breytmg leitt til launahækk , Þeir fulltrúar fslands, sem fóru utan með flugvél Flug- félags íslands í gær, áleiðis til Helsínki á fund Norður- landaráðs. Þeir eru Friðjón Sig urðsson, skrifstofustjóri Al- þingis, Þorleifur Thorlacius í utanríkisráðuneytinu og frú hans, Gisli Jfónsson, alþingis- maður og frú, og alþingis- mennirnir Einar Olgeirsson, Sigurður Ingimundarson «g Matthías Á. Mathiesen. Ætl- uðu fulltrúarnir að halda áfram ferðinni til Heisinki í gær eftir nokkurra tíma bið í Kaupmannahöfn. Auk þeirra fara utan BJarni Benediktsson. dómsmálaráð- herra, Ásgeir Bjarnason, ai- þingismaður, og Steingrímur Þorsteinsson, prófessor. unar til þeirra, sem á þilfari vinna, án þess að útgjöld togar- anna aukist við hana. Auk þess má rökstyðja þessa lagabreytingu með því, að aflabrögð togaranna eru nú miklu minni en þegar lög nr. 54 9. apríl 1956 voru sett, en sú breyting á fyrri reglum var ekki sízt rökstudd með miklu vinnuálagi á háseta og voru afla- brögð þá miklu betri en nú, eða hægt er að gera sér vonir um í náinni framtíð. Skal hæstvirtri nefnd bent á, að þótt rétt sé um 12 klukkustunda þilfarsvakt, mun vinnutími þeirra, sem á þilfari vinna ,aðeins vera um helmingur af þeim tíma, eins og aflabrögð eru nú. Ef hæstvirt Alþingi samþykk- ir umrædda lagabreytingu nú, væri að sjálfsögðu athugandi að endurskoða hana síðar, ef afli ykist verulega frá því, sem nú er og vinnuálag þeirra, sem á dekki vinna ykist þar með. Loks má benda á, að lögin frá 1956 um hvfidartíma sjómanna á íslenzkum botnvörpuskipum, munu vera einsdæmi. Hivergi þar sem togaraútgerð er rekin hjá erlendum þjóðum, gilda slík lög. og á islenzka bátaflotanum eru engin hvíldartímalög, en samið um 6 klukkustunda hvíld á sólarhring. Verði ekki umrædd breyting á vökulögunum gerð, sjáum vér enga möguleika á því að mæta kröfum sjómannafélaganna um hækkað kaupgjald á togurunum. svo þeir geti hafið veiðar á ný, og er það því undir hæstvirtu Alþingi komið hvort togaraút- gerð leggst alveg niður hér £ landi eða ekki. Fyrrgreindur félagsfundur kaus eftirtalda félagsmenn til að ræða þetfca mál við hæstvirta nefnd og skýra sjónarmið fund- arins nánar, ef þörf krefur: Tryggva Ófeigsson, Sæmund Auðunsson, Vilhjálm Árnason. Vér væntum þess, að hæstvirt nefnd taki mál þetta til vinsam- legrar og skjótrar afgreiðslu. Virðingarfyllst, f.h. Félags ísl. botnvörpuskipa- eigenda. • Tjörnin og krakkarnir Tjörnin okkar í miðjum bænum er nú búinn að vera botnfrosin í margar vikur. Manni finnst að þar ættu börn að leika sér í góða veðrinu á spegilsléttu svelli. En, því miður, á svellinu er bara stöm ljót skán. í því frosti sem er nú daglega, þyrfti ekki nema sprauta svellið. Vatnið mundi undir eins frjósa. Þarna er verðugt verkefni fyrir íþróttafélög, æskulýðs- félög eða aðra þá aðila sem mundu gleðjast af því, að geta gert eitthvað fyrir æsku þessa bæjar. • Passíusálmarnir og útvarpið Sæmundur Tómasson skrif- ar: Fyrir fáum árum var nokk- uð rætt í blöðum, hvort heldur skyldi lesa eða syngja passíu- sálma í útavrpið. Þar voru ekki allir á sama máli, sem ekki var við að búast. Nú er þó svo komið að sungin eru fyrsta og síðasta vers af hverj- um sálmi. Það er þó tilbreyt- ing frá því sem áður var. En nú lætur enginn til sín heyra um þá nýbreytni, og er það óvenjulegt. Það setur þó nokk- urn annan svip á þessa helgi- stund. Býst ég við að mörgum þyki betur komið málinu, og er það gott. Frá því fyrst ég man eftir mér heima, voru alltaf sungn- ir passíusálmar, og lesnar við eigandi hugvekjur á föstunni. Á heimilinu var alltaf margt fólk, sérstaklega á vertíðum. Það voru flest sjómenn úr Árness- og Rangárvallasýsl- um, og það voru oft þeir sem höfðu stjórn á söngnum. En aldrei var sungið nema ein- raddað, þegar passíusálmar voru sungnir. Bæði karlar og konur sungu. Á sunnudögum var oft sungið tví- og þríradd- að, vegna þess að söngkraftar voru nógir. Eg hefði helzt kos ið að sá háttur hefði verið hafður í útvarpinu að syngja aðeins einraddað án hljóðfær- is, vegna þess að mér virðist orðið sjálft ná betur eyrum -<S> V62B manns, heldur en margar radd ir og að auki orgelspil, sem ég er ekki bær að dæma um hvort kallast má undirspil eða yfirspil. Eg bara veit það að það truflar í'lutning orðsins í mín eyru, en það er bót í máli að þau vers eru líka lesin sem sungin eru, og er það léttara fyrir þá sem ekki kunna alla sálmana. • Sungið einraddað Fyrir nokkru var 1 útvarp- inu sagt frá upphafi samvinnu félaganna í Þingeyjarsýslu. Þar var m. a. þáttur, sem lýsti kvöldstund á sveitaheimili. Þar var sungið með aðeins einni rödd (einraddað) og les inn húslestur, sem endaði eins og venjulegt var með „þökk fyrir Igsturinn". Þetta fannst mér fara mjög vel. Þessu likt var hjá okkur allt fram yfir aldamót. Um lögin vil ég fátt segja. mér finnst ég lítið kann ast við þau í þessum nýja bún- ingi. Þó var sagt frá þvi við byrju/n söngs þeirra, að mörg væru tekin eftir fólki austur í Hrepp (eða Hreppum), en þaðan voru einmitt margir af þeim sem hjá okkur sungu o* höfðu oft söngstjórnina. Þeir voru úr Hreppum, Biskupa- tungum og Fljótshlíð. Svo að lokum, ég býst við að sá háttur, sem nú hefur verið upptekinn á þessum þætti I útvarpinu verði látinn hald- ast í framtíðinni, hann fellur að líkindum betur við núfcím- ann heldur en eins og áður þótti bezt hæfa, einföld og yfirlætislaus helgisfcund, sem allir tóku þátt í af fullri ai- vöru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.