Morgunblaðið - 15.03.1962, Síða 8
8
MORGVNBL401»
Flmmtudagur 15. marz 1962
Tryggt sé við lögskráningu að
frjálsar trygging-
ar séu í gildi
Á FUNDI neðri deildar Alþingis
sl. þriðjudag var tekið fyrir frum
varp um lögskráningu sjómanna,
sem nokkrar umræður urðu um.
Atkvæðagreiðslu um frumvarpið
var frestað.
Pétur Sigurðsson (S) gerði
grein fyrir frumvarpinu og gat
þess m. a., a'o frumvarpið fæli í
sér þann viðaulka við lögsíkrán-
ingu sjómanna, að skipstjóra sé
skylt að sýna við lögskráningu
vottorð frá tryggingarfélagi þess
efnis, að samningsbundnar líf- og
slysatryggingar séu í gildi. A síð-
ustu árum hafi
samtölk sjó-
manna Og útvegs
manna í æ ríkari
mæli teikið upp
í kaup- og kjara
samninga sína á-
kvæði um líf- og
slysatryggingar
til viðbótar þeim
sem lögboðnar
eru. Hins vegar hefur komið í ljós
við hin hryllilegu sjóslys, sem
orðið hafa nú að undanförnu á
síðustu mánuðum, að til eru þeir
forráðamenn útgerðar, sem van-
rækt hafa að tryggja þá menn,
sem þessarar tryggingar eiga að
njóta. En með þessari smávægi-
legu breytingu á lögum um lög-
Skráningar sjómanna verður að-
standendum þeirra sjómanna,
sem samningsbundinna trygginga
njóta, tryggt, að tryggingarféð
verður greitt, hvað sem f járhags-
legri afkomu útgerðarinnar líður
og án málareksturs. Þar að aúki
gæti þetta ákvæði einnig orðið
til hagsbóta fvrir útgerðina, svo
að hún bíð'i ekki hið, f járhagslega
tón, sem af vanrækzlu í þessu efni
getur hlotizt, né þann sársauka,
sem þeir menn hljóta að verða
fyrir, sem þátt eiga í að van-
rækja slíkt.
Hannibal Valdimarsson (K)
kvað fjarri sér að mæla gegn
þessu frumvarpi, sem hann taldi
til bóta. Hins vegar þætti sér
eðliiegra að fara þá leið að hækka
almannatryggingar fyrir sjómenn
um þær 200 þús. kr., sem hinar
samningsbundnu tryggingar
nema, þar sem ekki hafi verið
samið um þær fyrir alla sjó-
menn, enda hefði hann borið fram
frumvarp þess efnis. Lagði hann
áherzlu á, að bæði Alþýðusam-
bandið Og Vinnuveitendasamband
ið hefðu mælt með samþykki
þess, svo að hann vænti þess,
að Alþingi gerði það einnig.
Ekkert lokamark
Pétur Sigurðsson (S) kvaðst
efeki sjá, hvaða rök hnigu að því,
að líf sjómanna sé meira virði
frá almannatryggingum séð en
t. d. Dagsbrúnarmannsins eða
Hlífarmannsins. Hins vegar sé
það staðreynd, að hinar frjálsu
tryggingar geía meiri tryggingu
en þær, sem lögboðnar eru, en
leiki ekki vafi á því, að hugur
sjómanna hneigist fremur að því
að ná fram frjálsum tryggingum.
Og eru þá 200 þús. kr. þar ekk-
ert lokamark, þvert á móti kvaðst
hann líta á það sem byrjunar-
mark, að sjómenn séu tryggðir
fyrir 200 þús. kr. umfram al-
mannatry ggin gar.
Hannábal Valdimarsson (K)
fevaðst hafa spurt um það, hvort
meirihluti þoirrar nefndar, sem
um frumvárp sitt fjallaði, gæti
fallizt á 200 þús. kr. fyrir alla,
en hann hefði ekki verið fús til
þess; þó kvaðst hann vænta þess,
að frumvarp sitt yrði samþykkt
óbreytt.
Birgir Finnsso* (A) mótmælti
því sem hreinum ósannindum, að
meirihluti nefndarinnar hefði
verið því andvígur að hækka all
ar tryggingar. Wert á móti hefði
meirihlutinn viljað athuga leiðir
til þess og vísað því til ráðherra,
að hann beit.ti sér fyrir því, að
sú nefnd, sem almannatrygging-
arnar hefur til endursikoðunar,
kannaði möguleika á þessu at-
riði.
Hannibal Valdimarsson (K)
kvað BF fara þar með rangt mál.
Lúðvík Jósefsson (K) tók mjög
í sama strcng og Hannibal, en
Þórarinn Þórarinsson (F) taldi
einfalda lausn á þessu máli. þá,
að lögleiða 200 þús. kr. frjálsa
tryggingu fyrir alla, sem sjómenn
gætu svo keppt að að hækka.
Pétur Sigurðsson (S) þakkaði
honum fyrir hans innlegig og
kvaðst vænta þ«ss, að sjóvarút-
vegsnefnd tæki þessa tillögu til
rækilegrar athugunar.
— Alúminiumverk-
smiöjan
Framh. af bls. 2
hætti og við AIAG. Viðræðum
við bæði fyrirtækin, AIAG og
Pecheney, hefur verið haldið á-
fram og verður enn ekki sagt
um, hver árangur verður af
þeim, en bæði fyrirtækin, svo
og fulltrúar ríkisstjómarinnar
hafa lýst hug sínum til þess að
kanna til hlítar, hvort samkomu
lagsgrundvöllur er fyrir hendi.
Hingað til hefur í viðræðum
þessum eingöngu verið skipzt á
upplýsingum. Ríkisstjómin hef-
ur jafmramt látið vinna að
söfnun gagna um ýmis atriði,
er skipta máli um rekstur sem
þennan, og menn þurfa að átta
sig á, þegar að því kemur að
taka skuli ákvörðun í málinu,
en að sjálfsögðu verður hún
ekki gerð nema með atbeina
Alþingis.
FIMM STAÐIR HAFA
VERIÐ ATHUGAÐIR
Við seinni spumingunni er
þetta svar: Eins og ráða má af
því, sem sagt hefur verið hér
að framan um viðræðurnar við
AIAG og Pechiney, eru þær
ekki komnar svo langt á veg,
að tímabært hafi verið að gera
áætíanir um byggingu alúmíní-
umverksmiðju og þá heldur
ekki um byggingarkostnað. Ráð-
gert er, að hinir erlendu aðilar
reisi og eigi a.m.k. að mestu
umrædda verksmiðju eða verk-
smiðjur, en skuldbindi sig til
kaupa af íslenzka ríkinu ákveð-
ið lágmark raforku um tiltek-
inn árafjölda fyrir umsamið
verð. Algengur byggingarkostn-
aður erlendis mun vera nálægt
þúsund dollurum fyrir hvert
tonn af alúmíníum sem verk-
smiðja getur framleitt á ári. —
Þrjátíu tonna verksmiðja, sem
er aigeng eining í stærð slíkrar
verksmiðju, muni þannig að
líkindum kosta nálægt 30 millj.
dollara eða nær 1300 millj. ísl.
kr. Á hinn bóginn mundi virkj-
unarkostnaður t.d. við Búrfell
ásamt nauðsynlegum háspennu-
Iínum nema um 28 millj. doll-
ara eða nær 1200 millj. ísl. kr.
Af sömu ástæðum og að
framan greinir hefur staðsetn-
ing hugsanlegrar alúmínium-
verksmiðju ekki verið ákveðin.
Virkjunarstaðir, sem sérstak-
lega hafa verið til athugunar,
eru tveir, í Þjórsá við Búrfell
og Dettifoss í Jökulsá á Fjöll-
um. Staðir sem athugaðir hafa
verið fyrir verksmiðju eru á
Húsavík, Eyjafjörður nálægt
Dagverðareyri, Geldingarnes við
Reykjavík, svæðið sunnan Hafn-
larfjarðar og Þorlálcshöfn. 1
Nauösyn að styrkja
kornræktarmenn
SÍÐASTLIDTNN mánudag sam-
þykkti efri deild Alþingis aff
vísa frumvarpi um kornrækt til
ríkisstjórnarinnar í trausti þess,
aff lagffar verffi fram jákvæffar
tillögur til styrbtar kornræktar-
mömnum eins fljótt og auffiff er.
Kornræktin búin að sanna sig
Bjartmar Guðmundsson (S),
framsögumaður meirihluta land-
búnaðaraefndar, slkýrði m. a. frá
því, að er frumvarp þetta var
upphaflega samið, var kornrækt
hér a. m. k. mjög á bernskuskeiði
eða tilraunastigi. Frumvarpið var
fyrst og fremst hugsað ti'l þess
að létta undir og koma mönnum
af stað með kornrækt, sem áhuga
höfðu á málinu, |
svo að reynsla
fengist, hvort til
tækilegt mundi
verða að rækta
born hér á landi.
Nú hafa þessi
mál þróazt þann
ig, að komrækt-
in er raunar bú-
in að sanna sig
hér á landi og gefið álitlega raun
miðað við það, sem álitið var,
er hinir framtakssömu menn hófu
tilraunir sínar. Kvað hann meiri-
hluta nefndarinnar telja, að korn
ræktin sé rr.ikils stuðnings verð
af hinu opinbera. Stuðningurinn
eigi eðliiega að koma í gegnum
jarðræktar'ögin eins og við aðra
jarðrækt, enda eru í gildi ákvæði
um, að kornræktarmenn fái jarð-
ræktarstyrk eins Og túnræktar-
menn fyrir frumvinnslu manns.
Kvaðst alþingismaðurinn ekki
viss um, að þetta sé nógur stuðn-
ingur, heldur þurfi einnig stuðn-
ing í formi þess, að endurvinnsla
lands verði styrkt að einhverju
leyti. Einnig sé eðlilegt, að korn-
yrkja innanlands njóti sams kon-
ar stuðnings og nemi niður-
greiðslu korns til fóðurbætis, Þá
vék ræðumaður að því, að fyrir
deildinni lægi frumvarp um lána
sjóði landbúnaðarins, sem reikna
megi með, verði það samþykkt,
að valdi því, að vei-tt verffa lán
út á landbúnaðarvélar ög þá einn
ig að sjálfsögðu feornræktarvélar.
Loks kvaðst hann væ-nta þess,
að þegar endursfeoðun tollskrór-
innar verður lokið fyrir næsta
haust, verði verulegar breytingar
gerðar á tollu-m landbúnaðarVéla.
Hér væri um stórt mál fyrir land
búnaðinn og þjóðina í heild að
ræða og nauðsynlegt að styrfcja
kornræktarmenn í einhverju
formi.
Góður afli í
Sandgerði .
SANDGERÐI, 12. marz. — Á
laugardaga bárust hingað 159 1.
af 27 bátum Aflahæstir voru Jón
Garðar með 15,2 lestir, Guðmund
ur Þórðarson með 13,5. og Guð-
björg með 13.
Mikill afli barst hingað í gær
og þrengsli í höfninni. Kemur
það stundum fyrir, að línubátar
komast ekki að fyrir netabátum,
og veldur það nokkrum van-dræð
um. í gær vora t. d. 30-40 neta-
bátar í höfninni.
í VETUR hefur m-rgur folinn
verið vaninn á að lúta viljaf
mannsins, eins og þessi á
myndinni. Hún var tekin fyrir
nofekrum árum í tamninga-
stöð Léttiis á Akareyri og birt
ist ásamt tveimur öðrum
myndum af sama atburði í ný
útkomnu hefti af Hesturinn
ofekar. Hesturinn er leirljós
hrefekjalómur, ættaður úr
Borgarfirði, en tamningaimað-
urinn Arnór Jónsson frá Mýr-
arlóni.
í „Hestinum ofekar" eru að
vanda margar góðar greinar
og vísur um hesta og fjöldi
mynda, ga-mlar myndir og nýj
ar. T.d. skrifar Þórður Krist-
leifsson um Blei-k, Albert Jó-
hannsson um Blesa, Bjarni
Bjarnason um þarfasta þjón-
inn, Bjarni Ólafsson um Mósa,
Kristinn Hákonarson rabb
um kynbætur o.fl. er í ritinu.
Sning-Up Shclf
Með einu handtaki er pallur
með hrærivélinni á, tekinn út
úr öruggri geymslu í eldhús-
skápnum, tilbúin til notkunar.
Járnin má einnig nota fyrir
palla undir saumavélar, ritvél-
ar o. fl.
Starf síldarúivegs-
nefndar
ÁFUNDI neffri deildar sl. þriffju
dag gerffi Emil Jónsson sjávarút-
vegsmálaráffherra grein fyrir
frumvarpi ríkisstjórnarinnar u-m
síldarútvegsnefnd og var sam-
þykkt aff vísa því til 2. umræðu
og sjávarútvegsnefndar.
Nefndarmöninum fjölgaff
Ráðherrann gat þess m. a., að
á síðasta þingi hefði verið flutt
frumvarp um síildarútvegsnefnd,
sem hlaut ekki afgreiðslu. Hinn
4. jan. sl. hsfði verið skipuð nefnd
til að endurskoða þessi lög og áttu
sæti í henni alþingismennirnir
Birgir Fmnsson og Jónas Rafnar
og Jón Sigurðsson stjórnarráðs-
fulltrúi. Aðalbreytingin er sú, að
nefndarmönnum í síldarútvegs-
farsælt
nefnd er fjölgað um tvo Og bæt-
ast þá við fulltrúar frá Félagi
síldarsaltenda á Norður- og Aust
urlandi og Félagi síldarsalten-da á
Suðvesturlandi. Þá vakti ráðherr-
ann athygii á því, að lögin um
síldarútvegsnefnd hefðu staðið
svo til óbreytt frá 1934, enda væri
það sammæli flestra, að störf
bennar hefðu verið farsæl fyrir
þennan atvinnuveg og hans af-
komu.
Eysteinn Jónsson (F) fagnaði
því, að í frumvarpinu væru skýr
ákvæði um það, að útflutningur
á síld í neytendapafekningum
væri frjáls og kvað það mundu
geta verið hvatning til síldarsalt
enda til að reyna nýjar leiðir í
þeim efnum.
!A
simi
^ 3V333
VALLT TIL LElGU;
Vdskóflur
"Xranabílar'
2)rattarbílar
Vlutnin.gauajna.f
þuNGAVINNUVÉim
síwi 34333