Morgunblaðið - 15.03.1962, Page 13
Fimmtudagur 15. marz 1962
MORGVTSBLAÐIÐ
13
Frá vígsluathöfn sæluhússins við Hafursey á Mýrdalssandi.
Sæluhús við Haf-
ursey á Mýrdalssandi
KVEÐINN hefur verið upp í
Hæstarétti dómur í máli, er Hall
Ibjörn Elímundarson, húsasmiður,
höfðaði á hendur Páli Guðjóns-
eyni, húsasmíðameistara, til
Igreiðslu á skuld vegna ógreiddra
launa að fjárhæð kr. 16.000,00.
Btefndi hafði uppi kröfur til
skuldajafnaðar að upphæð kr.
12.444,»5.
M Launaikrafa þessi er sprottin
»f því, að í nóvembermánuði
1956 vann stefnandi sem sveinn
S þjónustu stefnds við að setja
rúður í samibýlishús hér í bæn-
um, en stefndi var meistari við
emíði þess. Stefndi játaði ,að
stefnandi hefði unnið verk, sem
skv. kauptaxta ætti að greiða
fyrir hina umstefndu uppihæð og
að hún væri ógreidd.
Hinsvegar krafðist hann þess,
eð frá fyrrgreindri upphæð yrðu
dregnar tvær kröfur, er hann
italdi sig eiga á hendur stefnanda.
Fyrri kröfuna, að upphæð kr.
11.073,32, taldi stefndi eiga ræt-
ur sínar að rekja til þess, að í
*narz 1957 hafi orðið að taka upp
rúðulista þá, sem stefndi hafði
Jagt niður í nóvemlber 1956. Hafi
»rðið að bera undir þá alla kítti
á ný og setja þá niður aftur.
Óumdeilt var, að ofangreind upp
hæð hefði verið kostnaður við
verk þetta, en hinsvegar greindi
aðila á um það, hvor ætti að
|>era kostnaðinn.
Stefnandinn, Hallbjörn Elí-
mundarson hélt því fram, að
vegna rigninga og kulda hefðu
aðstæður verið slæmar til að
eetja í rúðurnar, en taldi, að
fbúar hússins hefðu rekið mjög
é eftir stefnda og viljað láta
vinna verkið fljótt. Stefndi hafi
hingsvegar komið á vinnustað-
ínn á hverjum degi og haft full-
Ikomið eftirlit með verkinu og
talið það ágætt. Meistarinn hafi
lagt sérstaklega fyrir sig, að
vesna rigningar skyldi hann
Jeitast við að vera í hléi við
rigningarátt og bera inn lausa
glugga og kvaðst stefnandi hafa
gætt þess.
Stefndi sagði, að hann hefði
komið í bygginguna oft á dag
og kvaðst hafa lagt fyrir stefn-
enda það, sem greinir hér að of-
fui. Hinsvegar sé stefnandi iðn-
lærður maður, en glerjun ein-
falt verk og því hafi hann ekki
jéð ástæðu til að standa yfir hon
«m. Meistara sé ekki unnt að
ekoða hverja einustu rúðu til að
komast hjá göllum. Kostnaður
eá, er hið gallaða verk hafði í för
með sér eigi því að greiðast af
jþeim sveini, sem vann verkið,
þ. e. steifnanda í máli þessu.
Stefnandi hélt því hinsvegar
fram, að það væri meginregla
Islenzks réttar, að meistari bæri
hina fjárhagslegu ábyrgð á því,
að verk væri unnið, eins og vera
bæri. Var í því sambandi vitnað
til bréfs frá Trésmiðafélagi
Reykjavíkur, sem staðfesti það
álit. l>á taldi hann, að stefndi
hefði lagt fyrir sig, að vinna við
glerjunina og fyrirmælum hans
«m vinnutilhögun hafi verið
*ylgt- . , . .
Af hálfu meistarans, stefnda í
málinu, var því hinsvegar hald-
Jð fram, að sveinn, sem ynni skv.
uppmælingartaxta, bæri fjár-
hagslega ábyrgð á göllum, sem
fram kæmu í verki hans. Svein-
ar hafi hlotið sérstakan undir-
húning til starfans og þeir megi
vinna sjálfstætt að iðn sinni.
Meistari, sem hafi sveina í þjón-
ustu sinni, megi ætlast til, að
jþeir vinni eins og sérmenntuð-
tim mönnum ber. Ef út af því
»é brugðið, hljóti sveinar að bæta
fyrir glöp sín. Þá hélt stefndi
því fram, að kaupgrundvöllur
meistara og sveina, þegar eins
stæði á og hér, væri sá sami og
fengju meistarar ekki aðrar
greiðslur en þær, sem fundnar
væru með því að leggja vissa
bundraðstölu ofan á kaup sveina
skv. uppmælingu. Þar sem kaup
sveina miðuðust við afköst væri
eðlilegt, að þeir bæru ábyrgð á
göllum á verki þeirra.
f héraðsdómi litu dómendur
svo á, að það færi eftir almenn-
um reglum bótaréttarins, hvort
iðnmeistarar gætu að einhverju
eða öllu leyti endurkrafið sveina
sína vegna tjóns, er þeir hefðu
bætt verkkaupendum, þ.e. að um
saknæmt atferli þyrfti að vera
að ræða að 'hálfu sveina. Þegar
litið væri til málavaxta yrði að
telja, að stefnandi hefði ekki
bakað stefnda tjón með saknæmu
atferli og því var skuldajafnað-
arkrafa þessi ekki tekin til
greina. Var sú niðurstaða og
staðfest í Hæstarétti.
Síðari krafan, sem um var
deilt, að upphæð kr. 1.371,53, var
þannig til komin, að stefnandi
vann í samibýlishúsinu, sem um
ræðir að framan, við ýmsa inn-
réttingarsmíði. Taldi stefndi, að
hann hefði greitt stefnanda of-
angreinda upphæð vegna vinnu
í vélum við eldhúsinnréttingar.
Upphæðin hefði verið greidd
vegna mistaka og húseigendur,
þegar til kom, neitað greiðslu-
skyldu og stefndi því endurgreitt
þeim féð. Niðurstaða um kröfu
þessa varð sú sama í héraðsdómi
og fyrir Hæstarétti. í forsendum
Hæstaréttardómsins segir, að
þar sé um að ræða önnur skipti
aðila en dómkröfur stefnda lúta
að. Þessi krafa um enduriheimt
greiðslu, sem stefndi innti fyrir-
varalaust af hendi, verði ekki
höfð uppi til skuldajafnaðar
verkkaupskröfu stefnda.
Niðurstaða máls þessa varð því
sú, að meistarinn, Páll Guðjóns-
son var dæmdur til að greiða
sveininum, Hallbirni El'ímundar-
syni hina umstefndu upphæð, kr.
16.000 auk vaxta og kr. 2.500,00
í málskostnað.
Haworih, New Jersey,
U. S. A.
„Bandarísika þjóðin er mjög gagn
rýnin á sjálfa sig og þjóðfélag
sitt, almenningi er mjög í mun
að ráða bót á öllum agnúum“,
sagði Rögnvaldur Hannesson frá
Höfn í Homafirði í viðtali við
bandarískan blaðamann fyrir
nokkru. Viðtalið fór fram í
Haworth á heimili Conklins-fjöl
skyldunnar, þar sem Rögnvaldur
mun dveljast í þrjár vikur. Með
Rögnvaldi eru fimm þar í heim
ili, því að hjónin eiga tvo syni,
William, 17 ára, og Craig 12 ára.
Rögnvalduir er fulltrúi íslands
á æskulýðsþingi því, er stór-
blaðið „New York Herald
Tribune“ hefur gengizt fyrir og
nefnist „N. Y. H. Tr. World
Youth Forum“. Flugfélagið „Pan
American Airways", sem styrkir
kynningarmót þetta, sér um ferð
ir Rögnvalds fram og til baka.
Ails mun hann dveljast vestra í
þrjá mánuði, og er dvöl hans hjá
Conklins-hjónunum þáttur í á-
LAUGARDAGINN 3 .marz sl.
var vígt nýtt sæluhús við Haf-
ursey á Mýrdalssandi. Frá fomu
fari hefur verið sæluhús þarna
við eyna. Meðan farið var á
hestum yfir sandinn, var einatt
áð þar og hitað kaffi. Eftir að
bílvegur var lagður yfir sand-
inn, var húsið minna notað en
áður. Þó kom sér oft vel, ef
bílar biluðu á sandinum, að
geta leitað til sæluhússins.
Eftir að hlaupið úr Mýrdals-
jökli tók af brýrnar á Múla-
kvísl og Skáím, árið 1955, fóru
ýmsir að ræða nauðsyn þess, að
skýlið við Hafursey yrði endur-
nýjað og lagfært, svo að það
gæti orðið ferðafólki til gagns,
ef eitthvað teppti samgöngur
yfir sandinn. Mun einna fyrst
hafa vefið vakið máls á þessu í
slysavarnadeildinni Vonin í Vík.
ætlun dagblaðsins. f janúarmán-
uði bjó hann hjá fjölskyldu í
Ma-lverne í New York-ríki, og í
marz dvelst hann hjá fjölskyldu
í New York-borg. #
Frjálslyndi
í viðtalinu sagði Rögnvaldur
m.a.: „Ég er mjög hrifinn af
bandarísku þjóðinni, eftir það
sem ég hef séð. Bandaríkjamenn
eru sérstaklega frjálslyndir og
frjálshuga í viðræðum. Fólk hef-
ur sýnt mér margt, m.a. „West
Side Story“, sem gefur heldur
ófagra lýsingu á stórborgarlífi'1.
„Eg hef tekið þátt í mörgum
umræðuim, t.d. um samskipti
verkamanns og vinnuveitenda,
hlutverk verkamannsins í verk
smiðjuiðnaði, um kommúnisma
og margt annað“.
„Mér finnst athyglisvert,
hvernig ólíkir trúarbragðafiokk-
ar lifa hér saman í sátt og sam
lyndi. í Malverne bjó ég á heirn
ili gyðingaprests. Það var merki
leg lífisreynsla að kynnast rabb
Leitað var samstarfs við sýslu-
nefnd og tók hún vel í málið.
Var gamla húsið síðan lagfært
og búið nauðsynlegum tækjum
til að ferðamenn gætu leitað
þar skjóls í þörf.
Undirbúningur hafinn
Þetta gamla hús fauk vetur-
inn 1959. Var þá þegar hafinn
undirbúningur að smíði nýs
húss. Var það síðan reist árið
1961 með samstarfi slysavarna-
félagsins, sýslunefndar Vestur-
Skaftafellssýslu og Vegagerðar
ríkisins. Yfirsmiður við húsið
var Sigurlinni Pétursson, Rvík.
Grunnur er steyptur, veggir úr
steyptum flekum og járnþak. Að
innan er húsið einangrað með
texi og masonit. Stærð þess
mun vera um 40 fermetrar. —
Vinna við bygginguna var að
íanum og fólki hans, og þar
kynntist ég gyðingatrú noikkuð.
Mér finnst, að trúarbrógð Gyð
inga séu að ýmsu leyti mjög skyn
samleg. Á héimili gyðingapresbs
ins hitti ég hvíta dóttur lúthers
trúarprests ásamt vini hennar,
sem var svertingjapiltur. Á sama
heimili kynntist ég fólki, sem
hafði hin frábrugðnustu trúar-
brögð. Þá heyrði ég mjög oft
skýrt frá aðstöðu svertingja i út
varpi, sem stundum er allörðug,
og eins las ég mikið um þetta í
blöðum og tímaritum. Það hafði
góð áhrif á mig, hve mál þessi
voru rædd einarðlega og hrein-
skilnislega á opinberum vett-
vangi“.
Námstilhögun vest'ra.
Rögnvaldur sækir kennslustund
ir ásamt William Conklin í
menntaskóla í New Jersey.
(„North Valley Regional High
Sohool" í Demarest). „Eg hef
lært mikið um sögu Bandaríkj
anna“, sagði Rögnvaldur. „Hér
fara miklar umræður fram í tim
um, og nemendur mega spyrja
spurninga mjög frjálslega. Eg hef
mestu gefin. Unnu þar að ýms-
ir sjálfboðaliðar úr Vik, auk
stjórnar slysavarnadeildarinnar
Vonin.
Hús þetta er hið myndarleg-
asta. Veitir það mikið öryggi á
hinni erfiðu og viðsjálu vetrap
ieið yfir Mýrdalssand.
Vígsluathöfnin
Séra Jónas Gíslason, sóknar-
prestur í Vík, framkvæmdi
vígsluna og Söngfólk úr kirkju-
kór Víkurkirkju söng sálma.
Áður en vígslan fór fram,
rakti Ragnar Þorsteinsson,
Höfðabrekku, formaður Vonar-
innar, byggingarsögu hússins 1
fáum orðum. Ónefnd kona i
Vík gaf Biblíu til sæluhússins.
Að vígslu aflokinni veittu kon-
ur úr slysavarnadeildinni kaffL
Alls- munu yfir þrjátíu manns
hafa verið viðstaddir vígsiuna,
m.a. Jón Kjartansson, sýslu-
maður, en hann hefur átt einna
mestan þátt í að vinna að fram-
gangi byggingarinnar.
fengið að sækja kennslustundir
hjá nemendum, sem hafa óvenja
legar mjiklar námsgáfur til
brunns að bera, og hrifizt af því,
hve námið er tekið föstum tök-
um. í mannkynssögu hef ég aðal
lega fræðzt um tímabilið eftár
kreppuna á fjórða áratugi aldar
innar, og þar hafa alvarlegar um
ræður verð mjög gagnlegar. Eg
hef einnig verið fræddur um for
setatímabil Roosevelts og starf
semi verkalýðsfélaga. Þá hef ég
ög lært um breytingar á völduim
forseta Bandarikjanna. Mér
finnst, að umræður kennara og
nemenda séu mjög mikils virðL
Bæði kemur meiri fróðleikur
þannig fram, og svo hitt, að skoð
anir nemenda eru athyglisverðar
fyrir kennara. Þá læra nemend
ur líka að gera grein fyrir máli
sínu.
Rögnvaldur hefur þrívegii*
heimsótt bækistöðvar Sameinuðu
þjóðanna og í desember skoðaði
hann stórborgarlífið í New York.
í viðtalinu greinir Rögnvaldur
síðan frá dvöl sinni í New York.
Segir hann þar m.a.: „Eg heim
sótti listamann og konu hans í
Greenwioh Village. Eg hélt, að
ég væri kominn til Evrópu. Göt
urnar eru mjóar og vindast í ótal
krókum; mörg húsanna smá.
Rögnvaldur hefur ferðazt með
hópi nemenda til Washington,
D.C., þar sem hann kom meðal
annars í Hvíta húsið, og til Knat-
ville í Tennessee. 23. marz tekur
hann þátt í 16. ársþingi „New
York Herald Tribune World For
um" í Waldorf Astoria hótelinu
í New York-borg. Síðan flýgur
hann með Pan American flugvél
heimleiðis.
Rögnvaldur er sonur Sigur-
bjargar Þorleifsdóttur og Hannes
ar Erasmussonar á Hóli í Höfn í
Hornafirði. — Hann er nemandi
í Menntaskólanum á Akureyri.
Frjálslyndi, gagnrýni, hrein-
skilni og umburðarlyndi
einkenna bandarísku þ jdðina
Viðtal við Rognvald Hannesson