Morgunblaðið - 15.03.1962, Side 17
Fimmtudagur 15. marz 1962
MORGVNBLAÐIÐ
17
Horfinn brautryðjandi
ÞEGAR mér barzt sú fregn, að
Símon Olsen, formaður á ísafirði,
íhefði farizt á báti sínum Karmöy
ánnarlega á ísafjarðardjúpi,
Ihnykkti mér við, og ég sagði
við sjálfan mig: Já, margt skeð-
ur á sæ! . . . Og svo hugsaði ég:
Ef ég hefði verið staddur vestra
daginn sem Simon fór sína síð-
ustu sjóferð, ekkert haft við bund
ið og hitt Símon og hann boðið
mér með sér, má vel vera, að ég
hefði tekið boðmu, og ef ég hefði
meitað, þá hefði það verið sakir
værukærni en. ekki vegna þess,
að ég hefði látið mér til hugar
köma, að báturinn kynni að far-
ast, jafnvel þótt veðurútlit kunni
að hafa verið ískyggilegt. Karm-
öy var verulega hýr og fallegur
farkostur. þótt ekki væri hann
stór — og áreiðanlega góður 1
sjó að leggja, enda fer oftast
saman hýr svipur skips og mikil
sjóhæfni, og mér er það mjög vel
kunnugt, að Símon hafði farið
til veiða inn í Djúp ekki nokkur
- kundruð, heldur nokkur þúsund
sinnum og aldrei hlekkzt á, einn
ig sótt rækju í Útdjúpið og alla
leið vestur í Arnarfjörð um há-
vetur og oft fengið gjóstur og
bratta í sjó út úr Jökulfjörðum
og jiorður með núpunum, en
Karmöy skilaði honum heilum á
húfi — og hann henni án allra
brotalama. Enda var Símon það,
sem stundum hefur verið kallað
fæddur sjómaður Eg fór með
honum í nokkrar rækjuferðir.
Við lentum aldrei í veðri, sem
kallazt gæti vont, en ég hafði
nautn af að sjá hann athafna
sig í-báti. Hann var svo í essinu
sínu á sjónum, að viðbrögðin það
an fylgdu hönum á land. Á landi
steig hann ekki aðeins ölduna,
eins og flestir sjómenn gera
meira og minna, heldur var eins
og hver vöðvi líkamans hreyfði
sig þannig, að hann væri við-
búinn snöggu öldukasti.
En það er ekki fyrir þessar
sakir, að ég minnist Símonar Ol-
sens hér í blaðinu, heldur vegna
(þess, að hann var svo merkur
brautryðjandi nýrrar atvinnu-
greinar, að ég tel ekki hæfa, að
hann liggi óbættur í unnum sjáv-
ar.
Símon var Norðmaður, fæddur
á Karmöy eða Körmt, svo sem
eyjan hét á norrænu máli, árið
1698, kominn af bændum og sjó-
mönnum og tók snemma að
stunda sjó. Hingað til lands kom
hann 1924 og settist að á fsa-
firði Hann var vélstjóri um skeið
á ýmsum skipum, smáum og stór-
um, unz hann keypti frá Nor-
egi bátinn Karmöy, sem ekki var
inema átta smálestir, en úr kant-
settum valviði og allrúmgóður
ofan þilja. Á honum tók Símon
að stunda rækjuveiði í Hestfirði,
sem er einn af smáfjörðunum, er
ganga suður úr ísafjarðardjúpi,
sá þriðji í röðinni, ef talið er frá
Skutulsfirði. Með Símoni var ann
ar Norðmaður, O. G. Syre, sem
lengi var búsettur á ísafirði.
Þetta mun hafa verið árið 1935.
Veiðin gekk mjög vel, en hins
vegar var það ekki nema nauða-
Uátið magn, sem þeir félagar gátu
nýtt, því að markaður fyrir nýja
rækju var mjög takmarkaður, í
rauninni ekki unnt að selja ann-
að en smáslatta, sem sendir voru
til Reykjavíkur, þá sjaldan ferð
féll
Þetta var á kreppuárunúm, og
enginn af þeim einstaklingum
vestra, sem réðu yfir verulegu
fjármagni, virtist finna hjá sér
hvöt til að afia sér véla og taka
að sjóða niður rækju til útflutn-
ings. Þá var það, að bæjarstjórn
ísafjarðar samþykkti að kaupa
vélar til niðursuðu og láta breyta
Og bæta húsnæði, sem var í eigu
hafnarsjóðs og setja þar upp
verksmiðju. Þetta komst í fram
kvæmd, framleiðslan hófst o,g
fjöldi kvenna og unglinga fékk
vinnu, auk nokkurra fullþroska
karlmanna, og þó að raekju-
vinnslan yrði aldrei ísafjarðar-
kaupstað beinn gróðavegur, sakir
verndartolla erlendis, varð hún
sú atvinnubót, sem minnst þurfti
að borga rneð. Leið þeirra Símon
ar Olsens og Syre lá ekki lengi
saman, til þess voru þeir of ólík-
ir, Símon ákafamaður, sem sótti
fast veiðina og taldi ekki nema
sjálfsagt að leita nýrra miða, ef
Símon Olsen
hin gömlu brugðust, jafnvel í
fjarlæga firði, hinn rólegur og
hæglátur og frekar svifaseinn,
þótt þrekmaður væri og dugleg-
ur við það, sem hann var kominn
að, þessa eða hina stundina. En í
broddi fylkingar sem aflamaður
var Símon allan þann aldarfjórð
ung, sem hann reri á rækjumið-
in vestra — og útgerð hans far-
sæl. Eins og öllum er nú kunn-
ugt, hafa rækjuveiðar Og rækju-
iðnaður orðið ísfirðingum til ó-
metanlegs atvinnuauka, og þá er
þeir fóru að sækja rækjuna alla
leið vestur í Arnarfjörð, tóku
Bílddælingar að veiða Og nýta
kampalampann, sem á bernsku-
árum mínum þótti hinn mesti
skaðvaldur, því að þorskurinn
kýldi svo af hönum vömb sína,
að hann lá löngum og löngum
á meltunni og leit ekki við þeirri
beitu, sem útvegsbændur buðu
honum. Nú munu og Stranda-
menn hafa hafið rækjuveiði, og
segja mætti mér það, að sá mað-
ur, sem fyrstur stofnaði til hum-
arveiði hafi hugsað sem svo: Úr
því að þeir vestur í fjörðum
hafa gert rækjuveiði að arðbærri
atvinnu, ætti að mega veiða og
nýta humarinn hér syðra Braut-
ryðjandastarf Símonar Olsens
befur því orðið heilladrjúgt og
mun reynast það frekar en orðið
er, og raunar er engan veginn
víst, að íslendingar væru tekn-
ir að veiða rækju og humar, ef
Símon Olsenar hefði ekki notið
við. Norðmenn hafa átt heillarík
an þátt í þróun sjávarútvegsins
hér á íslandi. og þótti mér vænt
um, þegar ég heyrði nú fyrir
skemmstu, að hingað hefðu kom-
ið Norðmenn til að læra af ís-
lendingum að nota kastblökk á
síldveiðum. Með kennslunni mun
um við hafa greitt fyrstu afborg
un af skuld okkar við norska út-
gerðar- og fiskimenn.
Símon var röskur maður að
hverju sem hann gekk, fljóthuga
Og kappsamur. Hann var vand
aður til orða og verka og lét sig
engu varða einkamál náungans,
enda með öllu laus við illkvittni
og öfund. Hann gerðist fljótt ís-
lenzkur borgari og kvæntist árið
1931 íslenzkn stúlku, Magnúsínu
dóttur Stefáns Richters, tré-
smiðs á ísafi^Si, og systur þeirra
Aðalsteins arkítekts og skipulags
stjóra og Finns slökkviliðsmanns
hér í Reykjavík, en Stefán var
alkunnur að dugnaði og kappi og
kona hans vinsæl og vel metin.
Magnúsína eða Magga, eins og
hún hefur oftast verið kölluð,
var góður kvenkostur, mikil hús-
móðir og vel að sér ger, ljúf í
lund og góðgjörn — Og Símon
var ágætur heimilisfaðir. Frú
Magnúsína lifir bónda sinn. Þau
áttu fjögur börn, sem öll voru
myndarieg og góðir borgarar.
Synirnir voru þrír, Kristján, sem
fórst með föður sínum, Óli, er
rekur rækjuverksmiðju á ísafirði
og Marteinn, sem vinnur í verk-
smiðju bróður síns. Dóttirin heit
ir Ingibjörg.
Símon var ekki margmáll um
einkamál sín en þó gat hann tal
að í trúnaði, ef svo bar undir.
Eg hitti hann oft og ræddi við
hann, en þá oftast um rækju-
veiðina og nýtingu rækjunnar
eða þá við brugðum á gaman og
sögðum hvor öðrum sögur Eitt
sinn, þegar hann var að leita
rækjumiða, fór ég með honum.
þá sátum við alllengi einir
frammi í stafnklefa Og ræddum
fyrst um daginn og veginn og
síðan um þau kynni, sem ég hafði
haft af Rogalendingum, þá er ég
ferðaðist úr einu hverfinu í ann-
að á Rogalandi og flutti fyrir-
lestra og kom meðal annars á
bernskustöðvar Símonar. Loks
spurði ég hann, hvort hann hefði
komið hingað til lands í atvinnu-
leit, því að ég vissi, að atvinnu
lífið í Norégi þjáðist af tim-
burmönnum Bör Börsons áranna,
þegar hann settist hér að.
Kristján Olsen
lega. En þó að ég telji mig krist-
inn mann, þá hef ég alltaf viljað
vera sem frjálsastur, — já, ég
skal segja þér eitt: Einmitt þess
vegna valdi ég mér rækjuveiðina.
Þar taldi ég mig ekki þurfa að
binda mig á skuldaklafa og þar
er ég eins frjáls og hugsazt get-
. «
,,En,“ sagði ég með ennþá
meira hæglæti en ég hafði áður
talað. „Hvarflar nú aldrei að þér
uggur um hvað við taki, þar
sem þú heyrðir í bernsku og
æsku, að engu mætti muna, ef
menn ættu að geta orðið hólpn-
ir?“
Símon rétti úr sér, skók höf-
uðið og sagði á hreinni Roga-
landsmállýzku, blandaði hana
hvorki norsku bókmáli né ís
lenzkum orðum, — ég sé hann
enn fyrir mér. þar sem hann stóð
og leit snoggt við mér, kaskeit-
ið lítið eitt úti í öðrum vangan-
um, þumalfingurnir innan við
buxnalistann: ,
„Nei,“ sagði hann, „nei: Eg
hef það álit á himnaföðurnum,
kall minn, að hann sé enginn
eigingjarn pg valdagírugur sveit-
arpáfi. Kristur valdi fiskimenn
sem félaga sína, og ekki þarf víst
að efa, að þeir hafi orðið hólpn-
ir, þó traustið þeirra á honum
væri ekki meira en það fyrir
eina tíð, að þeir urðu lafhræddir,
þegar hann gjólaði á Genesaret-
vatninu. Þó ég sykki í sjó í dag,
eins og ég kem fyrir, mundi ég
óhræddur ganga fram fyrir Hann
Og segja: Hér er þá Símon Olsen
eins Og hann kemur fyrir af
sjónum.“
Að svo mæltu vatt Símon sér
að stiganum og brá sér upp á
þiljur . . En þó að ég kímdi
lítið eitt, var ég honum ynnilega
sammála og er það enn. Eg þyk-
ist þess fullviss, að jafnframt þvi
sem ástvinir hans njpta í minn-
ingunni fjölmargra stunda, sem
þeir áttu með honum, megi þeir
treysta því, að honum hafi orð-
ið að trú sinni, þegar bylgjur
þess djúps, sem í aldarfjórðung
lét honum í té björg handa sér
Og sínum og mörgum öðrum,
vöfðu hann köldurn og votum
örmum.
Guffm Gíslason Hagalín.
★
TVEIR sjómenn kveðja fjöl-
skyldu og heimili og leggja á
sjóinn árla dags. Veður er ekki
„Nei,“ svaraði Símon. „Það var
hrein tilviljun. að ég kom til ís-
lands.“
„En þér hefur fallið hér vel?“
„Já, ég kunni strax ágætlega
við mig.“
„Og hvað heldurðu nú að það
hafi verið, sem þér féll hér sér-
lega vel? ‘
„Jú, ég get sagt þér það Það
er ekki rrikill stéttamunur í
Noregi, en þó er hann ennþá
minni hér. Og svo er það annað:
f Noregi er fullt af alls konar
trúarflokkum, sem allir þykjast
hafá fundið sannleikann, og það
er eins og' múrveggur á milli
þessara bópa, fólkið í hólfum,
eins og fiskur í stíum, þar sem
steinbítur er í einni, ýsa í ann-
arri, þorskur í þriðju og flatfisk-
ur í þeirri fjórðu. Hér á ísafirði
er bara Hjálpræðisherinn, og
hann stússar helzt í því að selja
mat og gistingu . . . Mér fannst
álíka að koma hingað eins og
undir bert loft úr troðfullu sam
komuhúsi“.
Svo spýtti Símon um tönn,
skók höfuðið, gretti sig eins og
að honum hefði sett velgju, stóð
því næst á fætur og mælti:
„Nú er vist bezt að fara að
athuga, hvað ferðinni líður “
„En sitja nú ekki í þér ein-
hver áhrif frá þessu fólki?“
spurði ég með hægð.
„Nei, ekki önnur en þau, að
mig væmir alltaf við að hugsa
til þessa ástands allrar þeirra
úlfúðar og fordæmingar, sem því
fylgdi, — þú gazt, sko, verið viss
um, að ef þú hafðir ekki höndl-
að þann eina sannleika þá varst
þú fordæmdur . . . Og öll höftin,
kall minn, — bannað að spila,
bannað að dansa, bannað að líta
í bók, nema í henni væri það
guðsorð, sem þessi eða hinn hóp-
urinn taldi það eina sáluhjálp-
mjög slæmt, en fer versnandl
er á daginn líður. Aflinn er inn-
byrtur og haldið er heim á leið.
En ferðin endar handan við djúp-
ið mikla — þeir komu ekki að
landi.
Þetta er harmasaga, sem við
íslendingar höfum oft orðið að
héyra, og mann setur hljóðan i
hvert skipti, er fregn berst um
að bátur hafi farizt.
Á nýbyrjaðri rækjuvertíð fyr-
ir vestan í haust, þá Ægir enn
eina fórn vaskra sjómanna,
þeirrar stéttar íslendinga, sem
ávalt hefur goldið hvað mest af-
hroð í viðskiptum sínum við
náttúruöflin í baráttu sinni við
að draga björg í bú og afla þjóð-
arbúinu gjaldeyristekna.
Þann 25. sept. sl, fórst rækju-
báturinn Karmöy í ísafjarðar-
djúpi og með honum feðgarnir
Símon Andreas Olsen og Kristján
Ragnar Olsen, báðir til heimilis
á ísafirði.
Símon var fæddur í Nóregi, en
kom ungur að árum hingað til
lands og settist að á ísafirði. 1931
kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni Magnúsínu Olsen, sem hann
eignaðist fjögur mannvænleg
börn með. Kristján Ragnar fædd-
ist á fertugsafmæli föður síns.
Hann lætur eftir sig unga konu,
Snjólaugu Guðmundsdóttur og
sveinbarn ungt
Hin fámenna þjóð hefur misst
tvo dugandi þegna, heimilin
fjölskyldufeður og fyrirvinnu, en
konurnar tvær, þær Magnúsína
Olsen og Snjólaug Guðmunds-
dóttir eiga um sárast að binda,
við missi ástvina sinna. Það sem
gerir söknuð þeirra og sorg svo
sára, er hve ágætum mönnum
þær hafa orðið að sjá af. Var
Símon hinn bezti drengur og lífs-
förunautur MagnúsínU og geym-
ast því í hug hennar ótal ljúfar
enduiminningar frá þrjátíu ára
hjónabandi þeirra. Unga Snjó-
laug hafði bundið allar framtíð-
arvonir sínar við sinn ágæta eig-
inmann Kristján Ragnar, sem
var hvers manns hugljúfi.
Eins og endurminningin nú
veldur þeim sorg og söknuði,
mun hún síðar valda þeim gleði,
því: „Sælir eru syrgjendur því
að þeir munu huggaðir verða“
(Matt. 5. 4.)
Aðalsteinn Richter
Nauðungaruppboð
að kröfu Vilhjálms Þórhallssonar hdl. og að undan-
gengnu f járnámi verður bifreiðin Ö 321 seld á nauð-
ungaruppboði er haldið verður að skrifstofu em-
bættisins Mánag. 5, föstud. 23. marz n.k. kl. 11 f.h.
Bæjarfógetinn í Kefiavík 13. marz 1962
Eggert Jönsson.
Til sölu
4 herb. íbúð við Hagamel, Sér hiti og sér inngangur.
Nánari uppiýsingar gefur
Málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar
Guðmundar Péturssonar
Aðalstræti 6. Simar: 1-2002, 1-3202, 1_3602
Vörubílastöð Keflavíkur
filkynnir:
Af marg gefnu tilefni eru viðskiptamenn vorir beðnir
að aihuga að samkvæmt gildandi kjarasamningum
eru gjalddagar akstursreikninga 10. og 25. hvers
mánaðar. Verði reikningar eigi greiddir á nefndum
gjalddögum, verður eigi hjá því komist að stöðva
akstur án taíar og reikningar settir i innheimtu án
frekari fynrvara.