Morgunblaðið - 18.03.1962, Síða 10
10
MORGUNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 18. marz 1962
f „öldinni oikikar 1931—1950“
stendur á bls. 154: „Einax Sig
urðssan, forstjóri Hraðfrysti-
stöðvarinnar í Vestmanna-
eyjum, var í gær (iþ.e. 30.
júní 1940) staddur ausbur und
ir Eyj afjöllum og hafði beðið
bát að saekja sig þangað úr
Eyjutm. En er báturinn kom
var haugabrim, svo að óikleift
var að lenda.
En Einar lét það elkki aftra
sér. Hann afklæddi sig í fjör-
unni, fleygði sér síðan til
sundis og synti í gegnum brim
garðinn út að bátnum. Sundið
var ekki langt, en brimið hins
vegar mikið, og þykir þetta
því mjög karlmannlega gert.“
Þegar ég hafði lesið þessa
klausu langaði mig að eiga
samtal við Einar. En nokkrir
mánuðir liðu án þess hann
gæfí færi á sér. Svo var það
4. marz s.l., að ég leit á for-
síðu Tímans og sá svofellda
fyrirsögn með heimsstyrjald-
arletri: „Einar kaupir bát-
ana.“ Einar Sigurðsson útgerð
armaður hafði keypt fiski-
skip! Ég hringdi í hann og
sagði: „Má ég tala við þig
um bátana?“
„Ég er að fara til Eyja.“
„Hvenær kemurðu aftur?.“
„Á föstudaginn.“
„M!á ég þá hringja?"
„Látitu þetta eiga sig.“
„Ég hringi á föstudaginn."
Á föstudaginn lét ég verða
af hótun minni.
„Ég þarf að skreppa niður
í SH, ég skal korna við hjá
þér, en . . .“
„Þakka þér fyrir“ greip ég
fram í.
Við hittumst nokkrum mín-
útum síðar.
„Þú ert í nýjum frakka
mleð nýjan hatt og trefil, ég
fer að halda að þú sért eins
ríkur Og af er látið.
Einar brosir. “,,Ég fékk
frakkann í SÍS, þú getur ef-
laus fengið þér annan eins“.
„Ég þarf að tala við þig.“
„Ekkert samtal.“
„En það er tilefni.“
„Tilefni!“ og Einar glottir.
„En komdu samt með mér
upp á skrifstofur. Ég ætla að
gefa þér kaffi.
Ég hetf ekki farið varhluta
I af árásum í blöðum, einhver
verður að vera bitbein. Ég hef
aldrei svarað blaðaskrifum
um mig einu orði. Ég skal
eiga viðtal við þig, þegar ég
verð 85 ára. Þá verð ég kom-
inn á raupsaldurinn og hef
gaman af að gorta af því
hvernig mér tókst að stand-
ast öll áhlaup ykkar blaða-
mannanna".
Þegar við höfðum fengið
okkur sæti í skrifstofu Árna
Finnbjörnssonar ætlaði Ein-
ar að fá handa okkur kaffið.
„Ég vil heldur kók“, skaut ég
að honum. Hann bað þá stúlk-
una að ná okkur í 10 flöskur
af kók. Drukkum við svo úr
einni flöskunni af annarri,
meðan eftirfarandi orða
hnippingar fóru fram.
„Þeiim er táðtalað um þig í
blöðunum."
„Þeir skrifa um miig eins og
erlent kóngafólk, ég má ekki
snúa mér við, svo ég sé etkki óð-
ara kominn í blöðin.“
„Það gerir pólitíkin. Þeir kalla
þig Einar skuldakóng og Einar
Eyjajarl og sæma þig öðrum titl-
um. Svo hafa þeir gefið þér við-
urnefnið „ríki“. Langar þig til
að verða kóngur eða jarl?“
„Ekki kannast ég nú við þá
kennd.“
„En pólitíkus?1*
„Ég var 8 ár í bæjarstjóm Vest
mannaeyja og hafði gaman af að
vinna að sveitarstjórnarmálum."
„Og vildir ráða þar einn öllu?“
„Læt ég það nú vera. Ég
held að ég hafi verið samvinnu-
þýður. Annars hef ég gaman af
baráttu.**
„En hvernig hefur þér líkað
á alþingi?**
„Ég hef lítið verið þar, annars
fellur mér það vel.“
„Ef þú ættir að velja á milli
stjórnmálanna og atvinnulífsins,
hvort miyndir þú þá kjósa?“
„Þetta tvennt er svo samtvinn-
að að ómögulegt er að aðskilja
það. Stjórnmálin byggjast á at-
vinnulífinu. En ekki mundi ég
óska strákunum mínum þess að
verða útgerðarmenn**.
„Heldurðu, að stjórnmálin séu
arðvænlegri en útgerð?"
„Arður eða peningar skipta
mig engu.“
„Engu?“
„Ég hef aldrei gert neitt vegna
peninganna, ég hef heldur aldrei
átt neina peninga. Alltaf verið
búinn að eyða þeim, um leið Og
ég eignaðist vonina í þeim. Fram-
kvæmdaþörfin hefur verið mér
allt: að byggja, kaupa nýja vél
eða bát, sem var nauðsynlegur.
Á meðan ég á frystihús, verð ég
líka að eiga báta til að hafa
hráefni.**
„Tíminn segir, að þú sért ný-
búinn að kaupa tvo.“
„Ég hef keypt marga báta uim
dagana og selt marga. Það er
ekkert athugaverðara, þó bátar
gangi kaupum og sölum en hús
eða bíll. Að það sé tilefni til
fimm dálka fyrirsagnar með
fimm sentimietra háu letri, að ég
hafí keypt 59 tonna bát, fæ ég
ekki skilið. Þessi bátur, Hannes
lóðs, var búinn að vera til sölu í
tvö ár og margauglýstur í blöð-
unum. Það er ekki eins og
þetta séu fyrstu samskipti okkar
Jóhanns Fálssonar, sem áfeldi mér
bátinn. Hann hefur verið formað-
ur fyrir mig á þremur bátum
og aflakóngur hverju sinni.“
„Hvar á báturinn að leggja
upp?“
„Hér í Reykjavík. f Vest-
roannaeyjum er nóg hráefni, en
vantar hins vegar fólk. Ég vona
að verkafólkið, sem á að verka
aflann úr honum, þegar til kemur
sjái a.m.k. í gegnum fingur við
mig fyrir þetta ódæði. Frysti-
húsin í Reykjavík eru illa sett
með hráefni, síðan togararnir
hættu að leggja þar á land afla
sinn. Það er ekki hægt að segja,
að þar hafi verið handtak að
gera fyrstu tvo mámxði ársins."
„En „Kristbjörg**, sem er nú
aðallega lagt út af.“
„Ég hef ekki keypt „Krist-
björgu".
„Af hverju keyptirðu ekki
nýjan bát?“
„Ég hef aðeins einu sinni látið
byggja fyrir mig bát, annan bát-
inn, sem ég eignaðist, Tý í Vest-
mannaeyjum, 37 tonn, happaskip.
Fyrsti báturinn, sem ég eign-
aðist, var 12 lestir, vafalítið
minnst eftirsótti báturinn í Eyj-
um þá. Ég hef alltaf orðið að
kaupa báta, sem aðrir hafa ekki
viljað eiga. Ég gat aldrei fengið
innflutningsleyfi fyrir bát, á
meðan leyfa þurfti við, ekki einu
sinni fyrir bíl. Þeim á skrifstof-
unum fannst alltaf ég eiga svo
mikið. Fyrir 5 árum samdi ég
þó um að láta smíða fyrir mig
innanlands tvo 190 lesta báta
hjá Þorgeiri Jósefssyni á Akra-
nesi, en þegar ég sótti um lán
út á þá eins Og ég hélt, að lög
stæðu til, var mér neitað svo
ekkert varð úr þessu.“
Einar stóð nú upp og drakk úr
síðustu kókflöskunni. Hann vildi,
að ég skryppi með sér heim. Ég
sat sem fastast.
„Frystihúsin þin og bátarnir
hafa verið auglýst í Lögbirtingar-
blaðinu, já, meira að segja í
Morgunblaðinu."
„Það ber aðeins vott um, að ég
baða ekki alltaf í rósum. Bf mig
vantar tilfinnanlega vél í bát eða
frystihús, kaupi ég hana. Ég
treysti á, að forsjónin hjálpi mér
til að greiða næstu skuld, ef
ekki á gjalddaga þá að minnsta
kosti fyrir eindaga.**
„En ef forsjónin bregst?"
„Hún hefur aldrei brugðizt
mér.“
)rÞeir segja, að þú farir óvar-
lega með peninga, sumir kalla
þig _braskara.“
„Ég reyni að vera heiðarlegur.
Mér vitanlega hef ég hingað til
borgað allar mínar skuldir.**
„Hvað um Sigurð? Þeir segja,
að ríkið borgi hann?“
„Sigurður er kapituli út af
fyrir sig. Ég lenti í togaraútgerð
vegna fyrirtækis, sem ég keypti
á -Flateyri fyrir 9 árum. Það átti
einn gamlan togara og svo keypti
ég annan, sem margir höfðu gef-
izt upp á að þ'ira út. Þessi skip
gerði ég út í ein 7 ár, og örvuðu
þau atvinnu í byggðarlaginu og
veittu gjaldeyri í þjóðarbúið.
En þau voru gömiu!, æva-
gömul, og það varð ekki komizt
hjá að endurnýja skipakostinn.
Þá voru karfaveiðarnar við Ný-
fundnaland í algleymingi. Skipin
komu þaðan drekkhlaðin mánuð
eftir rnánuð. Ég barst með
straumnum og var einn af þeim
fimim,. sem sömdu um smíði 1000
lesta togara. Þeir kostuðu þá 25
milljónir; srvo kom gengisbreyt-
ingin. Ég var óheppinn til
að byrja með og getan ekki
otf mikil til að mæta skakka-
föllum. Þó ég hefði viljað veita
fé í útgerðina, voru bank-
arnir ófúsir að lána í botnlausan
taprekstur, eins og togaraútgerð-
in hefur verið undamfarið, og
lái ég þeirn það ekki.“
„Hvað hefur þú tapað á Sig-
urði?“
„Ég lagði í hann rúmar 4 millj.
kr., aúk þess sem ég bjó skipið á
veiðar og hef haft af því veru-
legan kostnað. Alls hef ég ekki
lagt minna en 7 milljónir króna
í skipið.“
„En þessar 4 milljónir kr. er
ekki hægt að reikna sem tap“.
„Ég mundi glaður afhenda
skipið í dag fyrir það, sem hvílir
á því og afskrifa þar með þessar
7 milljónir króna.“
„Sá, sem þolir að tapa slí'ku
fé á tveimur árum, er ekki á
flæðiskeri staddur?"
„Eysteini vini mínum tókst að
setja mig efistan á blað af þeim
burgeisum, sem voru á sínum
tíma skyldaðir til að greiða stór-
eignaskatt. Mér var gert að
greiða rúmar fjórar miilljónir
króna. Þá fékk ég viðurnefnið
„hinn ríki.“ En nú er meira að
segja Þjóðviljinn farinn að draga
í efa réttmæti þess titils og hetfur
haft hann innan gæsalappa up>p
á síðfcastið. Ég er samt efcki að
berja mér.“
„Hefur þá forsjónin brugðizt,
hvað Sigurð snertir?"
„Ég trúi því, að Sigurður eigi
eftir að skila sínu og meira að
segja, að það hafi átt að fara
eins og fór, þegar vélsmiðirnir 1
Héðni gleymdu að „opna fyrir
smurninginn**, svo vélin bræddi
úr sér, og ekki varð úr að skipið
færi tiil Færeyja.**
Einar fór nú í samrvihnufrakk-
ann, setti á sig hattinn og við
gengum sem leið liggur heim tiil
hans.
„Þú spurðir mig áðan, hvort
ég væri rikur. Það má tiil sanns
vegar færa, já, ég á fjársjóð. Við
hjónin höfum eignazt níu börn.“
Ég staldraði við. „Og hvað er
það yngsta gamalt?**
„2ja ára.“
„Og elzta?
„13 ára“.
„9 böm á 11 árum.“
„Settu það samt ekki á prent,
það gæti Utið út sem gort!“
„Ertu hættur?“ *
„Því verður forsjónin að ráða
eins og í gamla daga.“
Við vorum nú komnir heim
til Einars Sigurðssonar, og frú
Svava tók glaðlega á móti ofcfc-
ur. „Ég ætla að skrifa samtal
við hann.“
„Og hvað eruð þið búnir að
tala lengi saman?“ spurði hún.
„Klukkutíma**, sagði Einar,
„en þetta á ekki að vera neitt
samtal til birtingar.**
„Klukkutíma?, sagði hún“ neí,
það getur ekfci orðið neitt sam-
tal. „Svo bætti hún við: „Það er
ekkert gaman að samtölum, nema
þau séu sönn og einlæg.**
Heimili þeirra hjóna er faliegt,
íburðarlaust. Við fórum inn I
skrifstofu Einars. Alilir veggir
eru þaktir bókum. Við vorura
varla seztir, þegar börnin komu
niður. til að fagna föður sínum.
i „Eg er búin að sofa“, segir
lítil ljóshærð hnáta.
„Hvað heitirðu?**
„Helga".
„Og hvað ertu gömul?“
„Þriggja ára.“
Pabbi segir við hana: „Þú ert
bellarass, farðu aftur í rúmið
þitt.“
„Þú ert sjálfur bellarass á hau3
inum,“ sagði sú litla.
Pabbi hennar hló og frú Svava
fór með börnin í háttinn.
„Hafurðu ekki áhyggjur?**
spurði ég Einar.
„Ég get ekki neitað því, að ég
hef átt marga andvökustund út
af daglegum viSfangsofnum, sem
erfitt hefur verið að ráða fram
úr. En ég reyni af fremsta megni
að láta áhyggjurnar aldrei ná
tökum á mér. H5f ég gerði það
væri lifið óbærilegt.**
„Þú lendir iðulega í árekstr-
um við menn og blöð?“
Samtal v/ð Einar Sigurðsson