Morgunblaðið - 21.03.1962, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.03.1962, Qupperneq 2
2 MORGVNBLAÐ ÍÐ Miðvikudagur 21. marz 1962 Merk mál til umræðu Læknafélags Rvíkur AÐALFUNDR Læknafél. Reykja* víkur var haldinn 1 Háskólanum 14. marz s.l. Fundinn sátu 134 félagsmenn Og er það fjölsóttasti fundur, sem haldinn hefur verið í læknafé- laginu. Féie.gar eru 240 þar af rúmlega 70 eriendis. Formaður félagsins Arinbjöm Kolbeinsson var endurkosinn til tveggja ára og sömuleiðis ritari þess Snorri Páll Snorrason, gjald keri var kosinn Bjarni Konráðs- son. í meðstjórn hlutu kosningu Guðmundur Björnsson, Riöhard Thors og Þórarinn Guðnason. Skqrtur á sjúkrahúsrými í skýrslu félagsstjórnar var meðal annars skýrt frá niður- stöðum neífndar, er athugað hafði væntanlega framvindu í sjúkrahúsmálum á félagssvæðinu. Athugunin fór fram vegna þess að sjúkrahússkortur torveldar nú æ meir störf lækna, veldur sjúki- ingum ómælandi erfiðleikum Og skaða, en þjóðfélaginu fjárhags- tjóni vegna óeðlilegs sjúkrakostn aðar og vínnutaps. Þótt ýmsir telji kostnað við rekstur sjúkra- húsa mikinn,, þá er enm dýrara fyrir þjóðféiagið að vanta slíkar stofnanir en að standa straum af rekstri þeirra, því líf og heilsa borgaranna er sú undir- staða, sem öll velgegni og verð- mæti byggist á. Flestir börgarar þarfnast einhverntíma á ævinni sjúkrahúsvistar og margir oftar en einu sinni. í skýrslu nefndar- innar kom fram að f járframlög til sjúkrahúsbygginga í Reykjavík hafa aukist i tíð núverandi land- laeknis og er útlit fyrir að all vel verði séð fyrir fé til stækkunar Landsspítaians Og byggingar Bæjarspítaians næstu tvö árin, og má þar vænta notokrar aukn- ingar á sjúkrarúmum, þótt hvergi nærri mum takast að Ijúka þeim byggingum á þessum tíma. Stækkun Hjúkrunarskólans aðkallandi í ár Að áliti nefndarinnar er skort- ur hjúkrunarfólks eitt mest að- kallandi og alvarlegasta vanda- málið í sambandi við bætta ög aukna þjónustu á sjúkrahúsum. f landinu eru um 600 hjúkrunar- bonur, þar af starfandi á sjúkra- húsum liðlega þriðjungur — 215. En það er að tiltölu nærri helm- ingi minna en í Danmörku. Til þess að fullnægja þörfinni fyrir hjúkrunarkonur þyrfti Hjúkrun- arskólinn að útskrifa árlega tvö- falt meira hjúkrunarlið en hann gerir nú. Þó mætti einnig ráða nokikra bót á þessum vanda með betri nýtingu starfskrafta hjúkr- unarfólks. Fundurinn ályktaði að beina þeirri ábendingu til heil- brigðisyfirvalda að samfara nauð syn á auknum hraða í sjúkrahús- byggingum væri mjög aðkallandi að bæta við kennslúhúsnæði HjúkrunarSkóians nú þegar á þessu árL Lög um geislavarnir Þá samþykkti fundurinn til- mæli til ríkisstjórnarinnar þess efnis að hraða lagasetningu um öryggisráðstaíanir gegn jónandi geislum frá geislavinkum efnum og geislatækjum. Lög þessi munu að vísu ekki fjalla um varnir gegn geislavirkum efnum frá atomsprengjum heldur um notk- Freysteinn þús. fyrir A BÆJARÞINGI Reykjavíkur hefur verið kveðinn upp dómur í máli, sem Freysteinn Þorbergs son, hinn kunni skákmaður, höfð aði gegn Vélasjóði og Ræktunar sambandi Breiðdæla og Beru- nesshrepps vegna slyss, er hann varð fyrir sumarið 1955. Voru Freysteini dæmdar kr. 112.000,00 í skaðabætur úr hendi Véla- sjóðs, svo og vextir og máls- kostnaður, en ræktunarsamband ið sýknað. Málavextir eru þeir í stuttu máli, að Freysteinn var að vinna austur á Berufjarðar- strönd sumarið 1955 að skurð- grefti. Átti Vélasjóður gröfuna, en unnið var m. a. við tún- skurð fyrir bændur í hinu stefnda ræktunarsambandi. Eitt sinn var Freysteinn að stilla ás nokkurn á gröfunni og hafði handlegginn milli pílára í stóru tannhjóli, sem er í sambandi við víraútbúnað gröfunnar. Sam- starfsmaðunr hans ræsti vél gröf unnar, áður en Freysteinn hafði lokið verkinu, og þar sem víra- útbúnaðurinn var tengdur við vélina, tók tannhjólið að snú- ast. Handleggsbrotnaði Frey- steinn og greri brotið seint. Læknir mat síðar, að hann hefði orðið fyrir 15% varanlegri ör- orku. Niðurstaða málsins varð sú, að ræktunarsambandið var sýkn að, þar sem ekki var sannað að unnið hefði verið fyrir það, er slysið varð, og samningar þess og Vélasjóðs óljósir. Vélasjóði var hins vegar gert að greiða 4/5 af örorkutjóni Freysteins og að auki bætur fyrir þjáningar. Var talið, að Freysteinn sjálfur hafi átt sök á slysinu að fimmta hluta, m. a. af því, að hann hefði ekki gætt þess að tann- Sínióníutónleikor d íimmtudng TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitarinnar er fresta varð vegna veikinda hljómsveitar- manna í fyrri viku hafa nú verið ákveðnir fimmtudaginn 22. marz kl. 21.00 í Háskólabíói. Á efnisskránni er Egmont-for- leikur Beethovens, Rococotil- brigði fyrir cello og hljómsveit eftir Tschaikowsky, Tapiola eftir Sibelius og Skozka sinfónían eftir Mendelsohn. Stjómandi er Jindrich Rohan og einleikari með hljómsveitinni er Einar Vigfússon. Aðgöngumiðar frá 15. marz gilda á þessa tónleika, en auk þess eru miðar seldir í bóka- verzlunum Sigfúsar Eymunds- sonar og Lárusar Blöndal. >■ Við Genezaretvatn Miklir árekstrar hafa orðið undan- farna daga á landamærum Sýr lands og ísraels og saka hvorir aðra. Myndir þess ar eru teknar á laugardag eftir bardaga nálægt sýrlenzka þorpinu El-Nuqueib. Féllu þar 30 sýrlenzkir hermenn og fimm hermenn frá ísra- el. Israelsmenn réðust þarna á virki Sýrlendinga eftir að skotið hafði verið frá virkinu á fiski- báta og eftirlits- báta ísraelsmanna á Genesaretvatni. Efri myndin sýn- ir rústir hjá virk- inu eftir bardag- ana en sú neðri þrjár brynvarðar bifreiðir ísraels- manna, sem lask- aðar voru í bar- dögunum. Sýrlendingar hafa nú óskað þess að öryggisráff Sam- einuðu þjóðanna taki þetta mál til umræðu. Hernaðaryfirvöld in í ísrael til- kynntu í gær- kvöldi að skotið hafi veriff úr fall- byssum á þorpið Ein Gevji austur- strönd Genesaret- vatns. Ben Gurion forsætisráffherra hefur snúiff heim til Jerúsalem úr leyfi. Efling Hjúkrun- arskóla íslands 114 nemendur þar við nám í vetur á aðalfundi un geiála og geislaefna í lækna- ingastarfsemi og iðnaði. En slík geisiahætta er á vissan hátt tengd þeirri geislahættu, sem stafar af atomsprengjum. Læknahús — Domus Medica — Ail mikið var rætt á fundinum um Domus Medica læknahús, sem væri í senn félagsheimili og fræðslustaöur, en auk þess lækn- ingamiðstöð sérfræðinga og jafn vel einnig heimilislækna. Reykja víkurbær hefur lofað lóð við Snorrabraut fyrir læknahús. Það hefur verið ætlun lækna í nær 40 ár að koma upp slíku húsi, en fiárskortur ætíð hamlað framkvæmdum og svo er enn. Til þess að ráða noklkra bót á vandamálinu samþykkti fundur- inn að hver læknir skyldi greiða aúkaársgjald, er renni í sjóð Domus Medica. Með vaxandi fé- lagatölu getur á þennan hátt skap azt á nökkrum árum fjárhags- grundvöllur fyrir þetta mikla nauðsynjamál lækna. (Fréttatilkynning frá Læknafélagi Reykjavikur). fékk 112 beinbrot hjólið og vél gröfunnar væru ekki tengd, meðan hann vann að stillingunni. Við mat á tjóni Freysteins var m. a. tekið tillit til þess til lækkunar, að hann var við nám í fjóra vetur eftir slysið og gat hagað námi sínu þannig, að sem minnstur bagi yrði að örorku hans. Dóminn kváðu upp Einar Arn alds yfirborgardómari og verk- fræðingarnir Jóhannes Zoega og Ögmundur Jónsson. Lítill afli í net Eskifjarðarbáta ESKIFIRÐI, 20. marz. — Aflinn 'hjá Eskifjarðarbátum var þann 15. þ.m. sem hér segir: Seley 234 lestir, Vattarnes 217 lestir, Hólma nes 208 lestir, Guðrún Þorkels- dóttir 242 lestir. Eru bátarnir búnir að taka net. Seley kom með 35 lestir úr 4 lögnum. Fiskur virtist vera held- ur tregur í netin enn sem komið er. Undanfarna daga hefur verið hér sumarblíða, sólskin og stillur. — GW STRJÁLAR þrýstilínur á kort inu sýna, að vindur er yfir- leitt hægur og veður aðgerða- lítið. í háþrýstisvæðinu fyrir suðvestan landið var loftið fremur hlýtt og rakt niður við jörð, og þoka lá yfir Faxaflóa allan fyrri hluta dagsins. Aust an lands var hins vegar viða bjartviðri, en hiti 2—6 stig um land allt. Veffurspáin kl. 10 í gærkvöldi: Á FUNDI neffri deildar Alþingis i gær var frumvai-p um Hjúkr- unarskóla íslands samþykkt sam hljóffa við 2. umræffu, svo og frumvarp um almamnatryggingar, og vísaff til 3. umræffu. Námstíminn styttur Sigurffur Bjarnason (S) hafði framsögu fyrir heil'brigðis- og fé- lagsmálanefnd um frumvarp til SV-land til Breiðafjarðar og miðin: Vestan og NV kaldi skýjað. Vestfirðir, Vestfjarðamið og norðurmið: Vestan stinnings- kaldi, víðast skýjað. Norðurland, NA-land og NA-mið: Vestan kaldi, víðaist léttskýjað. Austfirðir, SA-land og mið in: NV gola eða kaldi, létt- skýjað. laga um Hjúkrunarskóla fslands. Gat hann þess, að sú breyting væri gerð með frumvarpi þessu, sem ríkisstjórnin flytur, að nafni skólans verði breytt, Hjúkrunar- skóla íslands í stað Hjúkrunar- kvennask óla íslands. Sprettur sú breyting af því, að gert er ráð fyrir, að karl- menn geti sótt ikólann eklki síð ur en kvenfólik. Þá er gert ráð fyrir, að skólinn muni framvegis heyra undir menntamálaráðu ráðuneytið eins og læknadeild Háskólans. Samkvæmt frumvarpinu mun námstími í skólanum styttast nokkuð, en áherzla lögð á að skipuleggja það betur og laða fólk þannig til náms í hjúkrunar- fræðum. En til þess ber brýna nauðsyn, sagði Sigurður Bjarna- son, þar sc-m miikill skortur hefur undanfarið verið á hjúkrunar- fóliki. Heilbrigðis- Og félagsmálanefnd flutti þrjár smávægilegar breyt- ingartillögur við frumvarpið, sem allar voru samþykktar. Hannibal Valdimarsson (K) lýsti því yfir, að hann væri mót- fallinn þyí ákvæði frumvarpsins, að skólinn skyldi lúta stjórn menntamálaráðherra. Taldi hánn réttara, að hann lyti áfrám heú- brigðis- og félagsmálaráðuneyt- inu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.