Morgunblaðið - 21.03.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIB Miðvikudagur 21. marz 1962 Ekki er önnur lausn finnanleg á vandanum Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær urðu töluverðar umræð- ur um írumvarp ríkisstjórnar- innar um að breyta lausaskuld- um bænda í föst ián. Var frum- varpið samþykkt óbreytt við 2. umræðu og vísað til 3. umræðu. I»á voru frumvörp um Heym- leysingjaskóla og eyðingu svart- baks samþykkt sem lög frá Alþingi. Tekizt vel til Magnús Jónsson (S), fram- sögumaður meirihluta fjárhags- nefndar, gat þess m .a., að ekki hefði orðið samkomulag um frumvarpið innan nefndarinnar, þar sem minnihlutinn legði til, að tilteknar breytingar verði gerðar á frumvarpinu, þótt hann að vísu hefði verið efnislega sammála um kjama málsins. — Grundvallar- gagnrýnin á þessu frv. sé sú, að bændum sé ætlað að búa við lakari kjör en útvegsmönnum í sambandi við þá aðstoð, sem þeim hefur verið veitt með breytingu lausaskulda í föst lán. I>ó mun engum blandast hugur um, að varðandi lausa- skuldir bænda voru ýmsir örð- ugleikar, sem ekki var hægt að leysa úr á sama hátt og í sam- bandi við lausaskuldir sjávar- útvegsins. Ein orsök þess var sú, að lausaskuldir útvegsins voru aðalega skuldir við tvo banka, en lausaskuldir bænd- anna hins veg'ar miklu dreifð- ari við alls konar aðila, ekki sízt verzlunarfyrirtæki og hinar og aðrar stofnanir, svo að tor- velt hefði reynzt að leysa lausa- skuldamál bænda á sama grund veli. Og sannleikur málsins mun vera sá, að sáralítið af almenn- um víxilskuldum útgerðar- manna mun hafa verið breytt í föst láh. Það voru fyrst og íremst og nær eingöngu bahka- skuldir útvegsins, sem komið hafa til greina í því efni, en hins vegar væri ætlunin að ganga miklu lengra í sambandi við lausaskuldir bænda. Eins og málið liggur fyrir er sæmilega trygt, að þessi aðstoð komi að notum öllum þeim, sem hafa til tekin og tilætluð veð eða trygg- ingar fyrir lánum sínum og kvaðst þingmaðurinn hyggja, að það væri yfirgnæfandi meiri hluti umsækjenda, sem svo væri ástatt um. Miðað við allar að- stæður hefði því tekizt vel til og fengizt fram í málinu lausn í sambandi við samninga við bankana, sem eigi að geta tryggt bændum viðunandi afgreiðslu þeirra mála. Æskilegra aff hafa vextina lægri Þá kvað þingmaðurinn vafa- laust alla sammála um, að æski legast hefði verið að hafa vext- ina sem lægsta. En þegar menn athuga af fullu raunsæi mis- muninn, sem hér er á og í sambandi við lán útgerðarinnar, sem voru í þessu tilfelli á mjög fárra höndum, gefur auga leið, að við allt annan vanda var að glíma. Og þar sem enn fremur lá ljóst fyrir, að finna varð leið, sem ekki yki á þenslu í þjóð- rélaginu, en svo hefði óneeitan- lega orðið, ef tugmilljóna króna í nýju fjármagni hefði verið varið út í efnahagslífið, þá var ekki önnur lausn finnanleg á vandanum en sú, sem hér er um að ræða. Kvaðst þingmaðurinn nokkurn veginn þora að fullyrða, að það mundi a.m.k. valda bændum tölu verðum bollaleggingum, áður en þeir ákvæðu að lúta heldur þeim reglum, sem útgerðin býr við, jafnvel þó um vaxtamismuninn sé að ræða. Óneitanlega séu miklu fleiri hliðar á því máli heldur en minnzt hafi verið á og snerta vextina eina. Og kvaðst hann hyggja, að útgerðarmenn, sem þetta mál þekktu, gætu stað fest það. Með þessu væri þó á engan hátt gert lítið úr þeirri aðstoð, sem útveginum hefði ver- ið veitt. en þar hljóti til greina að koma ýmis önnur sjónartmið og ýmsar r.ðrar reglur en í sam- bandi við lausaskuldir bænda. Enda sé óhætt að fullyrða, að þegar öll kurl eru komin til graf ar og öll atriði málsins metin, muni sízt vera verr búið að bænd um í sambandi við lausn á lausa- skuldum þeirra, heldur en útvegs mönnum, enda eru þær röksemd- ir meira og minna á misskilningi byggðar, sem hniga í aðra átt. VIÐ DAKARI KJÖR Ólafur Jóhannesson (F) kvað bændum að ýmsu leyti ætlað að búa við lakari kjör en sjávarút- veginum með frumvarpi þessu. í því væri enga tryggingu að finna fyrir því, að nokkur stofnun eða skuldheimtumaður taki við bréf um þeim, sem lánin er veitt í, á nafnverði. Nú hefði að vísu náðst um það samkomulag við Seðla- bankann og ríkisbankanna þrjá, að þeir taki bankavaxtabréf þessi f viðskiptamönnum sínum á nafn verði. Að því sé mikil bót, enda þótt samkomulagið sé takmarkað við skuldagreiðslu eða innlán í g bundinn reikn- | ing. Samt sem | áður skorti enn | mikið á til þess, | að bændur eigi | að njóta sömu i kjara og útvegs- 1 menn þeir, sem | á síðast liðnu ári EjHmp fengu lausa- skuldum breytt í föst lán. Af skuldaskilalánum sjávarútvegsins hafi vextir verið ákveðnir 6,5%, en bændum hins vegar ætlað að greiða 8% verti eftir reglum ’þeim, sem settar hafi verið samkvæmt bráðabirgðalög- unum, sem hér á að staðfesta. Enn fremur létu ýmsir undir höf uð leggjast að sækja um þessi lán vegna þeirrar óvissu, sem lengi hefur verið ríkjandi um, hvort bankavaxtabréfin yrðu raunverulega gjaldgeng, þvi sé nauðsynlegt að framlengja um- sóknarfrestinn. Gunnar Gubjartsson (F) kvað það ekki geta farið fram hjá neinum, að kvartanir frá bænd- um hefðu farið mjög vaxandi síðustu árin, sérstaklega hefði þó verið kvartað um tvennt, annars vegar það, að lánsfjárskortur hafi verið og híns vegar Og lágt afurðaverð, enda horfi svo, að bændum muni fækka um ca. 100 á ári, svo sem verið hefði. Hins vegar geti þetta mál, sem hér sé til umræðu, skapað aukna bjart- sýni í sveiiunum svo að bændum taki að fjölga á ný en þó því aðeins að breytingartillögur minnihlutans verði samþykktar. Málið hefði farið í hnút Magnús Jónsson (S) kvaðst mundu stilla sig um að fara út í almennar umræður um efna- hagsmálin. Þótt tilefni hafi verið gefið til þess, þó vildi hann taka fram, að skiptar skoðanir væru um hvort hagur bænda væri lak- ari nú en oft áður. Þá kvaðst hann ætla, að málið hefði farið í hnút, ef vextirnir hefðu verið hafðir lægri, enda búi bændur sízt við lakari kjör en útvegsmenn, þegar allt kemur til alls, m. a. með tilliti til þess, að með ákvæðum frumvarpsins verður verulegur hluti bænda með öilu losaður við lausaskuld- irnar, sem er víðs fjarri með út- gerðina. Fyrir lægi breytingar- tillaga um, að allar lausaskuldir ársins 1961 verði teknar með. Kvaðst hann ekki ætla, að það sé svo auðvelt og eðlilegt, sem látið sé i skína, þar sem í öllum viðræðum um þessi mál hafi ver- ið gengið út frá að breyting lausa- skulda í föst lán yrði miðuð við árslok 1960. Það mundi því með öðrum Orðum valda því að við- horf lánastofnananna breyttust, svo að hætta yrði á, að bankarnir teldu sig lausa allra mála. Lánaff verffi út á vélar Ingólfur Jónsson, landbúnaffar- ráffherra gerði athugasemd við þá fuliyrðingu GG, að bændum fækk aði árlega um eitt hundrað, og vitnaði í því sambandi til bænda tals, sem tekið er upp úr jarðar- skrá landnáms ríikisins, en þar eru hvorki kaupstaðir taldir með né tví eða þtríbýli, srvo að bænd- ur verða um 11—12 hundruð fleiri en þar er sagt. Kemur þá í Ijós, að árið 1955—56 voru byggðar jarðir 5176, 1957—58 voru 5168, 1958—59 voru þeir 5068, 1959—60 voru þeir hins vegar orðnir 5159 eða fjölgaði þegar er núverandi ríkisstjórn tók við völdum, Og 1960—61 5266 eða fjölgaði enn. Upp- lýsingar þessar kvaðst ráð- herrann hafa frá Pálma Einans- syni landnámsstjóra og stangist þær alveg á við það, sem GG hefði hér fullyrt. Þá gerði hann noikkuð að um- talsefni breytingartillögn þess efnis, að vinnslustöðvar fyrir land búnaðarafurðir verði teknar inn í þetta írumvarp. Benti hann á, að það sem lam- aði vinnslustöðv- arnar væru ekki lausaskuldir heldur skortur á nýj-u fjármagni, sem alltaf hefði verið vitað, að ekki fælist í þess um lögum, þar sem einungis væri þar um að ræða að breyta lausaskulum í föst lán. Einmg hefði mikið verið rætt, að þessi lög gerðu einungis ráð fyrir lánum út á fasteignir en ekki vélar. Kvaðst ráðherr- ann hafa upplýst það við 1. um- ræðu þessa rnáls, að fyrir ríkis- stjórninni vakti að byggja upp lánasjóði landbúnaðarins, eins og komið hefði fram frumvarp um, með það fyrir augum að gera það mögulogt, að lánað verði út á vélar, sem aldrei hefur verið unnt áður. Viðvíikjandi lánstím- anum sé rétt að vekja athygli á því, að ekki hefur verið ágrein- ingur um að hafa hann til 20 ára, þótt lán útvegsins hafi verið til 10 ára og nokkur til 15 ára, en sennilega alveg undantekning, ef þau hafa verið lengri. Og enn má minna á það, að þeir bændur, sem sótt hafa um breyt- ingu á sínum lausaskuldum, fá hlutfallslega milklu betri og meiri fyrirgreiðslu en útgerðin, þannig að margir eða jafnvel flestir bænda fá mestum hluta lausa- skulda sinn breytt í föst lán. Loks gat hann þess, að fullyrt hefði verið, að inn í verðlags- grundvöllinn vantaði ýmsa liði, en svo hefði verið um margra ára skeið. Það verkefni væri þvi fyrir dyrum að fá þar nokkra bót á. _______ Gunnar Guffbjartsson (F) bvaðst hafa upplýsingar sínar, frá Hagstofunni og því hyggja, að þær væru réttar, þess bæri þó að geta, að engar tölur lægju fyrir um 1962. ____^ Páll Þorsteinsson (F) ræddi nokkuð um verðlagsgrundvöll landbúnaðarvara. Einnig taldi hann, að samdráttar gætti í land- búnaði. A Ingólfur Jónsson landbúnaffar- ráffherra kvað Fjármálatíðindi Landsbankans staðfesta, að bú- fénaði hefði fjölgað s.l. tvö ár og framleiðsla landbúnaðarafurða aukizt meir en nokkru sinni, það væri þvi sá samdráttur, sem framsóknarmenn töluðu svo mik- ið um. Vatnselgur og krap á vegum í Eyjafirði AKUREYRI, 20. marz. — Vegir um Eyjafjörð innan verðan eru flestir eða allir færir. Þó mi'n Dalvíkurvegur vera orðinn erf iður smærri bílum, þar sem þar hefur verið ekið ofan á gömlum klaka. Við hlýindin síðustu daga, hefur sá klaki hlaupið í vatnselg og krap og er því orð- inn erfiður yfirferðar nema stór um bílum. Þessi vegur mun verða lagfærður einhvern næstu daga. Vegurinn milli Akureyrar og Húsavíkur um Svalbarðseyri Og Dalsmynni hefur verið ill fær að undanförnu, jafnvel afl mestu bílum. í gær og í dag fóru ýtur vegagerðarinnar um veginn og ruddu hann svo að nú er hann fær öllum bifreið- um. — St. E. Sig. Búnaðarsjóöum bætt gengistap og tryggð ríkisframlog að auki Framsóknarmenn hafa nú gefizt upp á að halda því að lesendum Tímans, að bönk um og sjóðum hafi verið bætt ur gengishalli, sem þeir hafi orðið fyrir. í þessu felst við urkenning á því, að Eysteinn Jónsson fór rangt með, þegar hann í rökþrotum greip til þessara fullyrðinga. Engir bankar eða sjóðir haifa feng ið eða munu fá bættan geng isalla nema landbúnaðarsjóð • ir, eins og fyrirhugað er með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um endurreisn búnaðarsjóð- anna. Fra'misóknarmenn hafa flutt fruimvarp um, að ríkis sjóður bæti gengiishallann og greiðj sjóðunum 10 millj. kr. árlega í þessu skyni. Aðrar tillögur hafa framsóknar- menn ekki borið fram til við reisnar búnaðarsjóðunum. Þótt tillögur framsóknar- manna væru samlþyikktar, væru sjóðirnir eigi að síður févana og gætu ekki lánað út á framkvæmidir í sveitum landsins. Ríikisstjórnin gerði sér Ijóst að stærra átak og frekari tekjuöflun sjóðunuim til handa var nauðsynleg, ti'l þess að þeir mættu byggjast upp og verða þess umkomnir að veita landbúnaðinum þá að- stoð, sem nauðsynleg er. í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um sbofnlánadeild landbúnað arins er sjóðunum tryggðar árlega yfir 20 millj. kr. frá ríkissjóði, 5,5—6 millj. kr. með hækkun búvöruverðsins til neytenda, auk 1% gjaldsins sem bændum er gert að greiða af búvörum. Verða því árlegar tekjur sjóðanna 35 millj. kr. auk vaxtatekna og er þar með lagður grundvöll ur að uppbyggingu þeirra. Með þessum hætti vex eigið fé sjóðanna mjög ört, svo að þeir verða færir um að veita hærri lán en áður og skilyrði skapast til þess að lækka vext ina, þegar frá líður. Fram- sóknarmenn skiidu við sjóð ina í rústum, til málanna hafa þeir fátt að leggja ann að en það, að ríkissjóður greiði gengishallann Og ekk- ert annað. Framsóknarmenn reyna hins vegar að gera íil lögur ríikisstjómarinnar tor- tyggilegar og vinna nú gegn samþykkt þeirra, eftir því sem þeir geta. Framsóknar- menn telja öðru máli gegna með sjávarútveginn heldur en landbúnaðinn. Sjávarútvegur inn hefur í mörg ár greitt um 2% útflutningsgjald af sjáv- arafurðum, sem lagt er í fisk veiðasjóð. Með því hefur sjáv arútvegurinn eignazt sterka lánastofnun, sem er sjávar- útveginum mákil stoð í upp- byggingu þess atvinnuvegar. Ríkissjóður hefur greitt að- eins örlitla upphæð, eða um 2 millj. kr., árlega í fiskveiða sjóð á móti tugum milljóna, sem útgerðin greiðir sjálf til sjóðsins. Framsóknarmenn fullyrða, að útgerðin fái þetta bætt gegnum verðlagn ingu á fiskafurðum, en sú fullyrðing stenzt ekki, þar sem sjávarútvegurinn hefur ekki verð- og sölutryggingu á sjávarafurðum hliðstætt því, sem landbúnaðurinn nú hefur á útflutningsafurðum sínum. Framsóknarmenn tala mikið um vextina og nauð syn þess, að þeir verði lækk aðir. Þess ber að geta, að með því að byggja upp sjóði landbúnaðarins, eins og lagt er til með frumvarpi ríkis- stjórnarinnar, skapast grund- völlur fyrir því, að lána með lágum vöxturn. Rétt er að geta þess, að bændur íá inn í verðgrundvöll landbúnaðar vara vaxtagreiðslurnar og standa því ekki nema að nokkru leyti undir þeim þunga, sem vextirnir skapa. Það miá t.d. geta þess, að ár ið 1958 voru vaxtagjöld í verðgrundvellinum 8188 kr., en á árinu 1961 voru vaxta- gjöldin reiknuð 16579 kr. Eft ir því sem vaxtagjöldin eru reiknuð hærra í grundvellin um því hærra verð fær bónd inn fyrir afurðinar. Það er eftirtektarvert, að fram -ókn- armenn hamast gegn því, að búnaðarsjóðirnir verði byggð ir upp með 1% gjaldi á bú- vöruna, sem gefur búnaðar- sjóðunum margfalda upphæð á móti, en þeir sömu menn hafa alltaf og munu sennilega áifram ljá samþykki sitt til þess, að gjald verði lagt á bú vörur bænda til þess að óyggja bændaihöllina í Reykjavík. nMm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.