Morgunblaðið - 23.03.1962, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.03.1962, Qupperneq 15
Föstudagur 23. marz 1962 MORGVlSfíTAÐlÐ 15 GESTIR UTAN ÚR GEIMNUM VÍSINDIOOG TÆKNI FINNSX líf úti í geimnum milli hnattanna, þar sem kuldinn og einmanaleikinn ráða ríkjum? Með því að rannsaka loftsteina, sem fall- ið hafa til jarðarinnar, hafa vísindamenn komizt að raun um, að það sé ekki óhugs- andi. Fyrr á tímum þegarstjöm- urnar voru guðir, sem stjóm uðu lífi manna, litu menn á loftsteina og stjömuhröp með ótta og skelfingu og töldu vera fyrirboða óhamingju. Nú hefur þetta breytzt. Nú er litið með eftirvænt- ingu á ÖH stjörnuhröp. Ef til vill bera loftsteinamir með sér lokasannanimar fyrir lífi úti í geimnum. Líkumar em þó litlar. Þótt daglega falli um 75 milljón- ir loftsteina inn í gufuhvolf jarðar, ná ekki nema e. t. v. tveir eða þrír af öllum þess- um aragrúa til yfirborðs hnattarins. — Aðeins þeir, sem em að stærð eins og fótbolti eða stærri, komast hjá þeim örlögum að étast upp af hinum mikla núnings- hita, sem skapast við ofsa- hraða, er steinarnir þjóta í gegnum gufuhvolfið. En fót- boltinn er orðinn að baun, þegar hann nær heim. "Öti í geimnum em fjöll á flan(|ri. Stundum lenda þau inn á aðdráttarsvið jarðarinn ar og missa við það sjálf- stæði sitt. Með allt að því 200 þús. km. hraða á klst. geisast þessir hnullungar í gegn um lofthjúpinn og splundrast á yfirborði jarð- ar. Einu merkin sem sjást eftir þá eru stórir gígar, oft \J margra kílómetra breiðir. í Arizona er einn slíkur og er hann 4000 fet á breidd og 600 fet að dýpt. í Mið- Ástralíu eru 13 stórir gígir af þessum uppruna, en annars falla svona „fjöll“ svo sjald- an, að veðrunin hefur étið upp flest spor þeirra. Ljósmyndun úr lofti hefur þó sýnt mönnum, að jörðin Er líf þarna úti? er miklu meira skrámuð en i fljótu bragði virðist vera. Veðruninni tekst ekki ávallt að hylja algjörlega yfir merk- in, vegna þess hve geysistórir sumir gigarnir eru. Gígarnir á tunglinu eru nærri ömgglega af sama uppruna en ekki eld- fjallamyndanir. ir Loftsteinar falla misþétt til jarðarinnar. Suma daga ársins logar himininn af stjörnuhröpum, en aðra daga er himininn án allra skelfinga- fyrirboða. Það þykir nú sann- að, að flest stjörnulhröp eigi sér stað, þegar jörðin á braut sinni umhverfis sólu sker brautir halastjama. Þann 13. nóvember, árið 1833, átti sér stað allsherjar- stjörnuhrap, sem frægt er orð ið. Himinninn glóði í Norður Ameríku 9vo að það var engu líkara en að öllum öflum him insins hefði verið sleppt laus um. Margir héldu. að nú væri heimsendir kominn og undir- bjuggu sig samkvæmt því. ★ En ekki kom heimsendir og hefir ekki komið enn. Lífið hefur þróazt og gengið sinn vanagang meðan tækninni og vísundunum hefur fleygt fram. Nú hefur maðurinn lagt braut sína út í geiminn og eyðir«nú milljónum milljóna króna í fyrirtækið. Til hvers, og hver er hinn raunverulegi hagnaður ? Það er engum blöðum um það að fletta, að geimvísindin Framh. á bls. 16. ÞETTfl GERDIST IFEBRUAR ' Greiðslujöfnuðurinn við útlönd hagstæður s.l. ár í fyrsta sinn frá ^ stríðslokum (27). A Li Þ I N G I Aljþingi kom saman 1. febrúar eftir hlé það, sem gert var á þingstörfum yfir hátíðarnar (2). Frumvörp ríkisstjómarinnar um erfðalög, skipti á dánarbúum og fé- lagsbúum, róttindi og skyldur hjóna og ættaróðal og erfðaábúð samþykkt eem lög frá Alþingi (7). Lagt fram á Alþingi stjórnarfrum- varp um tekjuskatt og eignaskatt. Á það að skapa atvinnurekstrinum í landinu heilbrigð starfsskilyrði (8). Samþykkt var að reglulegt Alþingi 1962 komi saman 10. okt. n.k. (10). Frumvarp ríkisstjómarinnar um fjáraukalög 1960 samþykkt á Alþingi. (15). Frumvarp um Iðnaðarmálastofnun íslands samþykkt á Alþingi (17). Frumvarp frá ríkisstjórninni um Bveitastjórnarkosningar samþykkt sem lög frá Alþingi (23). Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp, lem felur í sér stóraukna aðstoð við húsbyggjendur (24). ÍIGERDIN Óvenju lágt söluverð íslenzkra tog era erlendis (4). Verð á fersksíld veiddri við Suður- cg Vesturland ákveðið (7). Síldarverksmiðjur ríkisins kaupa píldarbræðsluna á Seyðisfirði (7). Aili togara á heimamiðum lélegur (7). t Narfi fer á veiðar við Grænland (8). J Fiskiþing haldið í Reykjavík (9). ' Vopnfirðingar draga smáfisk upp Vim ís úr Lónunum (9). Janúarvertíðin einkenndist af ó- gæftum (10). 50 þús. tonnum af fiski landað í Keflavík 1901 (10). Starfsfræðsludagur sjávarútvegsins haldinn í sjómannaskólanum (11). Straumar trufla sildveiðar austan Vestmannaeyja (14). Islenzkir togarar greiddu 3,8 millj. hr. i umsetningargjöld í Þýzkalandi I fyrstu 26 söluferðum sínum þangað á þessu ári (16). Aukafundur haldinn i Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (16). Miklar birgðir af grásleppuhrogr.um á íslandl hafa lækkað heimsmarkaðs verðið (22). Góður afli en gæftir stirðar á Bíldudal (27). Gæftale si hefur einkennt vertíð- ina sunnan og suðvestan lands (27). Fiskiþing afgreiddi fjölda mála. — Davíð Ólafsson endurkjörinn fiski- málastjóri (27). Loðnan gefur góða veiði í Vest- mannaeyjum (27). Líflegt í Vestmannaeyjum. Unnið til miðnættis í öllum frystihúsum (28). Fyr9ti togaripn landar í Reykjavík á árinu (28). VEÐUR O G FÆRÐ Færð þyngist sunnanlands vegna snjóa. Hellisheiði ófær. Keflavíkur- flugvöllur lokaðist (1). Akraborg kemst ekki til Borgar- ness og Langjökull ekki að bryggju á Akranesi vegna brims og storms (3). Ofsaveður á Norðfirði (6). Hreindýr koma niður undir bæi í Breiðdal (6). .Tíð hefur verið umhleypingasöm, svo að í nágrenni bæjarins hefur kom ið fyrir að regn hafi lokað vegum annan daginn en onjór hinn (10). Slæm færð um allt land vegna snjóa (14). Jarðskjálftar á Öskjusvæðinu 30. janúar (15). Keflavíkurflugvöllur lokast vegna kafalds (16). Leikhúsgestir ofan úr Kjós lentu í blindbyl (17). Tíð umhleypingasöm og erfið. Ekki sér til jarðar víðast á Suðurlandi. Bú peningur að mestu á gjöf síðan i nóvember (17). Hellisheiði aðeins fær bílum af stærstu gerð (17). Færð mjög þung á vegum vegna snjóa. Ekkert flogið. Bílar sex og hálfan tíma yfir Hellisheiði (18). Brotizt yfir Öxnadalsheiði, sem ekki hefur verið fær í rúman mánuð (21). Böm fuku á leið í skóla í Mos- fellssveit (21). 26. febrúar mældist mesti loftþrýst ingur í Reykjavík, síðan mælingar hófust hér, 1051,1 millibarar (27). Óvenjulog stjömublik á lofti vegna hins mikla háþrýstisvæðis (27). Þorri var veðrasamur en skipti um til hins betra í góubyrjun í Rangár- þingi (28). FRAMKVÆMDIR Nýr læknisbústaður reistur á Djúpavogi (1). Unnið að útrýmingu braggaíbúða í Reykjavík (1., 23). Samvinnunefnd ríkis og Reykjavík urbæjar um skipulagsmál mælir með byggingu móttökustöðvar fyrir flug félögin í Reykjavík (7). Nýtt skátahús tekið í notkun á Akranesi (7). Loftleiðir festa kaup á Tjarnacafé í Reykjavík og hefja þar rekstur (9). Loftleiðir kaupa fimmtu Cloudmast ervélina (11). Borgarráð samþykkir byggingu nýrr ar flugstöðvarbyggingar á Reykjavík urflugvelli (11). 162 hús í smíðum í Hafnarfirði (15). 230 millj. kr. tryggðar til hitaveitu framkvæmda í Reykjavík með láni frá alþjóðabankanum (16). Nýjum báti, Helga Flóventssyni, hleypt af stokkunum í skipasmíða- stöð í Noregi (17). ’ Fíladelfíusöfnuðurinn flytur í ný húsakynni (20). 64 íbúðir byggðar á vegum Reykja- víkurborgar (24). Braggaíbúðum í Reykjavík hefur fækkað um 360 frá 1955 ( 25). Unnið er að því að fá nýjan Djúpbát í stað Fagraness (27). Bærinn kaupir og fjarlægir gömul hús við Hverfisgötu (27). Útvarpshlustunarskilyrði á Aust- fjörðum stórbætt (27). Útvarpið fær nýja sendistöð á Vatnsenda (28). Mikið vatnsból fundið í nágrenni Rey k j aví kur (28). BÓKMENNTIR O G LISTIR ísleifur Konráðsson rúml. sjötugur maður, heldur fyrstu málverkasýningu sína (3). Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Hvað er sannleikur?" eftir Priestley. Leik- stjóri Indriði Waage (4). Bandaríska listasafnið „Museum of Modern Art“ í New York kaupir mál verk eftir islenzka málara (6). Ungversk-danski píanóleikarinn Georg Vasarhelyi leikur með Sinfóníu hljómsveit íslands (6). Merkar myndir brezka málarans Collingwoods frá íslandi fundnar (7). Út er komin ný messubók eftir sr. Sigurð Pálsson á Selfossi, sú fyrsta síðan 1779 (10). Komnar eru á markaðirm fjórar nýj ar málverkaeftirprentanir hjá Helga felli (14). Menntaskólanemar sýna gamanleik inn „Enarus Montanus“ eftir Ludvig Holberg. Leikstjóri Helgi Skúlason (14) Bandarískur leikflokkur sýnir hér gamanleikinn „Fædd í gær“ (16). Lesbók Morgunblaðsins kemur út í nýjum búningi (17). Kvikmynd gerð eftir sögu Indriða G. Þorsteinssonar .,79 af stöðinni** verður tekin næsta sumar (17). Filmía hefur sýningu á þremur Asíu myndum (17). tslenzk listasýning opnuð í Louisi- ana-safninu á Sjálandi (18). Menntaskólanemar sýna „Útilegu- mennina** eftir Matthías Jochumsson í upphaflegum búningi (18). Þjóðleikhúsið sýnir „(iestagang**, frumsmíð Sigurðar A. Magnússonar (18). Verk sjö íslenzkra tónskálda flutt á hljómleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar (21). Leikfélag Kópavogs sýnir bama- leikritið Rauðhettu eftir Robert Bíirkner (22). Guðmundur Guðjónsson söngvari fer með hlutverk Alfredo í La Tra- viata í óperunni í Árósum (23). Kirkjukórar 1 Vestur-Skaftafells- prófastsdæmi halda söngskemmtun (24). MENN OG MÁLEFNI Sigurgeir Sigurjónsson, hrl., kjör- inn í Mannréttindanefnd Evrópu (3). Friðrik Ólafsson tekur þátt í svæð ismóti í Stokkhólmi (4). Nýr sendiherra Kanada á íslandi, Louis Couillard (15). S.H. óskar eftir þvi við sölustjór- ana, sem sagt var upp hjá Coldwater, að þeir ráði sig ekki annars staðar (18). Guðmundur Ágústsson hrðskák- meistari Reykjavíkur (21). Norðmaðurinn Helge Ingstad býður íslendingi þátttöku í uppgreftri á bú stöðum norrænna manna á Nýfundna landi (21). Hermann Jónasson lætur af for- mennsku Framsóknarflokksins (24). Eysteinn Jónsson kjörinn í hans stað (27). Óttarr Möller ráðinn framkvæmda- stjóri Eimskipafélags íslands (24). Loftleiðir bjóða leiðangri Ingstads ókeypis flutning (27). Ingi R. Jóhannsson, skákmeistari, teflir á Akureyri (28). SLYSFARIR O G SKAÐAR Jóhanna Þórðardóttir (nær sjötug) á Arngerðareyri í ísafjarðardjúpi M mjaðmarbrotin í 50 tíma ein á bæ, matarlaus og í kulda (1). Met í árekstrafjölda, 220 árekstrar og 23 slys í Reykjavík 1 janúar (2). Sjúkraflugvél fann villtan mann á Axarfjarðarheiði, Árna Gunnlaugsson frá Skógum í Reykjahverfi (2, 3). 13 ára piltur í Dölum féll af baki og handleggsbrothaði (2). Vélbáturinn Vilborg (20 lestir) slitn aði frá legufærum í Sandgerði og rak á land (4). Bát rak á land, trilla brotnaði og járn fauk af húsum á Norðfirði (6). Ungur bandarískur varnarliðsmað- ur féll í sjóinn við Stokksnes og drukknaði (6). Verzlun Kaupfélags Stykkishólms að Vegamótum í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi brann (8). Brezki togarinn Northern Queen GY 124 strandaði skammt frá Bolungavík (8). Vélbáturinn Auðbjörg strandar skammt frá Grindavík. Mannbjörg varð (8). Ingódfur Þorvaldsson, Lundargötu 9, Akureyri höfuðkúpubrotnaði er hann féll niður stigagat (9). Óttast var um vélbátinn Hafdísi frá Hólmavík, en hann komst heill á húfi inn á Bjarnarfjörð (9). 208 árekstrar urðu á götum Reykja víkur í janúar (10). Götulögreglan í Reykjavík skráði 1688 árekstra á s.l. ári (10). Togarinn Elliði frá Siglufirði ferst undan Vestfjörðum. Togarinn Júpiter bjargar 26 mönnum af áhöfninni, en tveir skipverjar, sem fóru í gúmmí björgunarbát létust (11., 13. og 14). Vélbáturinn Skarðsvík frá Hellis- sandi ferst. Mannbjörg (13). Húsið að Stórholti 11 í Glerárþorpi skemmist nokkuð í eldi (14). Brezki togarinn Hawfinch strandar út af Grandanum við Reykjavík, en næst á flot aftur (14). Fugladauði í netjum 1 Mývatni á- ætlaður 1000 fuglar á 2 mánuðum (15). Eldur kom upp í vélbátnum Sæ- hrímni í Keflavík. Oddmjór kvenhæl! fór í gegnum rist ungrar sLúlku á dansleik í Skaga- fjarðardölum (16). Rafmagnstruflanir vegna saltroks i Þykkvabæ (17).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.