Morgunblaðið - 23.03.1962, Page 20
20
Fðstudagur 23. marz 1962
MORGTJTS BL AÐIÐ
GEORGE ALBERT CLAY:
OINA
Saga samvizkulausrar konu
____________ 16 -----------
aftur niður í sætið. Þessi klunna-
lega hreyfing hans kom henni
svo á óvart, að áður en hún vissi
af, voru þykku varirnar á hon-
um komnar á hennar varir. Þær
voru þykkar og mjúkar, líkastar
konuvörum. Hún reyndi að brjót-
ast um, en árangurslaust, svo að
hann gat farið sér hægt í blíðu-
atlotunum. Þá sleppti hann tak-
inu, rétt eins og hann ætlaði að
fara að segja eitthvað við hana,
en Gina reif sig lausa og heyrði
um leið reiðióp unglingsins í aft-
ursætinu, þegar hann barði hnef-
unum í bakið á húsbónda sínum.
Hún hljóp snöktandi eftir göng
unum og til herbergis síns Þetta
snökt var af einni saman reiði,
en ekki af hræðslu, og nú stöðv-
aði hún það að mestu leyti. Hún
fann enniþá varir Blas á sínum
vörum, blautar, og hún strauk
varimar með hendinni. Síðan fór
hún inn í baðherbergið og þvoði
munninn vandlega og svo andlit-
ið. En henni fannst hú vera ó-
hrein eftir sem áður.
Hún var óróleg þegar hún var
komin í rúmið og hugur hennar
sízt kyrrlátari en óveðrið sem
var að draga upp til fjallanna,
en henni var heitt og leið illa.
í gremju sinni fleygði hún af sér
náttkjólnum. Vindurinn, sem var
stöðugt að hvessa, hafði fundið
lausan gluggahlera einhversstað-
ar og feykti honum nú fram og
aftur eins og krakki bolta. Hún
fór fram úr til þess að leita sér
að vindlingi, og hló nú kuldalega
að sjálfri sér fyrir eftirvænting-
una, þegar Vicente bauð henni í
samkvæmið Heimskingi hafði
hún verið! En nú vissi hún, að
hann langaði aðeins til að ganga
alveg fram af henni og gera hana
reiða.
Allt í einu datt henni í hug
sundpollurinn. Hún gat sökkt sér
í vatnið, látið það hreinsa hana
og umlykja. Hún flýtti sér i slopp
og stakk vindlingnum og kveikj-
aranum í vasann á honum og
flýtti sér svo út úr herberginu.
Það var erfitt að opna garð-
hurðina móti vindinum, og þegar
hún var komin út, missti hún
takið á henni, svo að hún skellt-
ist harkalega aftur og rúðurnar
glömruðu, eins og í mótmæla-
skyni. Hún stanzaði snöggvast og
tók að hugsa um, hvort hún hefði
nú vakið alla í húsinu, en hún
heyrði ekkert annað en hvininn
í vindinum og skellina í hlerun-
um, sem hafði losnað.
Vindurinn togaði í sloppinn
hennar, þegar hún gekk út í
garðinn og hún lofaði sloppnum
að f júka lausum, því að hvað gat
það gert til í niðamyrkri? Fjúk-
andi lauf stungu hana í andlitið
og henni þótti það ekki nema
gott, það var eins og ofurlítil út-
rás fyrir skapsmuni hennar, sem
hún hafði orðið að stilla. Hana
langaði mest til að standa í miðj-
um garðinum með sloppirm fjúk-
andi fr(á sér og láta laufinu rigna
á berann líkama sinn og öskra
upp af öllum kröftum.
Hún fann harða laufið undir
fótum sér og svo rak hún tána
í kókoshnot, sem hafði dottið af
tré við pollinn og svo fann hún
kuldann af steinþrepunum undir
fótunum og samstundis hafði hún
fleygt frá sér sloppnum og kalt
vatnið luktist yfir höfði hennar.
Laufin sem flutu ofan á poll-
inum lentu á andlitinu á henni
og flæktust í hárið, þegar hún
synti, en henni var sama, því að
nú fann hún sig hreina aftur og
S kjfi&ULA bn\lA r\ i i*
sfccLluö/uf
Sigufþóf Jór\ssor\ * co
I l(*pr\&uf&lv'cL*bi U.
samkvæmi Vicentes umliðið og
næstum gleymt.
Hún synti lengi en stóð síðan
í grunnu vatni í endanum á poll-
inum. Hún jós vatninu með lóf-
unum yfir höfuð sér, hún dró
andann djúpt og lagði andlitið á
vatnsflötinn og hélt því þannig
eins lengi og hún þoldi, beygði
sig í hnjánum og hossaði sér
þannig upp og niður nokkrum
sinnum. Síðan steig hún upp úr
vatninu og lagði sig á togleður-
sængina, sem var á bakkanum.
Þarna var hún í góðu skjóli fyrir
storminum.
Halló! Það var Mario, sem var
úti í pollinum, ekki nema tvö fet
frá höfðinu á henni.
Ert þú héma ennþá, Mario?
sagði Gina. Það er orðið áliðið!
Ég veit það, ég var.að bíða
eftir þér. Hann fór nú upp úr
og settist við hliðina á henni, svo
að bakið á honum snerti síðuna
á henni. Ég vissi, að þú mundir
koma, sagði hann blátt áfram. Ég
bað þess, að þú kæmir, því að á
morgun fer ég héðan.
Hversvegna það Mario?
Frú Lolyta sendir mig á bú-
garðinn.
Frúin, skyldi hún hafa frétt um
þetta nætursund þeirra?
1 dag barði hann mig aftur,
sagði Mario, og frú Lolyta vill
koma mér frá honum, þó að ég
vilji sjálfur ekki fara. Hann
særði mig með beltinu sinu, og
það er ekkert, en hitt er meira,
ef ég verð að fara burt.
Hún fann hann hreyfast er
hann læddist burt út í myrkrið,
og nú tók Mario á sig í huga
hennar, því að hún mundi eftir
vikadrengnum, sem hún hafði
séð koma út úr herbergi Vicentes
einn morguninn, —• drenginn
með fleiðrið á kinninni, og dreng
inn, sem gremja og skömmusta
skein út úr augunum á.
Hann var kominn aftur til
hennar jafn hljóðlega og hann
hafði farið. Frú Lolyta gaf mér
smyrsl, en ég næ ekki til þess,
sagði hann og stakk lítilli dós í
höndina á henni.
Fingur hennar snertu ljóta ör-
ið, sem náði yfir þveran mjó-
hrygginn, en hún varð þó varla
vör við það, því að hendur henn-
ar höfðu um leið snert sterklegu
herðarnar og vöðvana á bakinu
og snögglega varð hún þess vör,
að hann var ekki drengur heldur
karlmaður.
í sama bili kom elding þjót-
andi eftir himninum og í birtunni
sá Gina, ekki dreng heldur karl-
mann, sem laut niður að henni
um leið og hún féll aftur á bak.
Þrekna brjóstið á bonum snerti
hana nú og flatur, sinasterkur
kviðurinn titraði af ástríðu. En
um leið hvarf birtan aftur og hún
fann tíðan andardrátt hans í eyr-
um sér er Mario fann það, sem
frú Lolyta hafði óttazt, án þess
að skilja það eða vita.. og í
fjarska heyrði Gina skellina í
gluggahleranum.
Ekki þetta, Mario, sagði hún,
en löngu handleggirnir tóku utan
um hana klaufalegu taki og
drógu hana að sér. Varir hans
voru á hennar vörum og hún
hafði engan vilja til að reka hann
burt, því 'að hann var hreinn og
eðlilegur og nóttin svört með
þrumum og ofsaroki, sem þau
voru í skjóli fyrir.
Gina seildist loks eftir sloppn-
um sínum og flýði án þess að
hugsa úm, að hún sá ekki út úr
Xr Xr *
GEISLI GEIMFARI
augunum. Kalt regnið í andlit
hennar svalaði henni. Hún gat
ekkert sagt eða gert til að hjálpa
mann-krakkanum, sem M á vind
sænginni í rigningunni, skelfdur,
óttasleginn og grátandi.
XI
Gina kom til frú Lolytu við
„seinni morgunverðinn" morgun-
inn eftir. Frúin sagði ekki neitt
fyrr en hún hafði lokið úr te-
bollanum, en þá leit hún á stúlk-
una, eins og hún væri að hugsa
sig um, hvernig hún gæti bezt
sagt það, sem hún vildi sagt hafa.
Við verðum víst að tala um
þetta í gærkvöldi, sagði hún
loksins. Ég hef hugsað mikið um
það, og ég skal játa, að ég á
nokkra sök á þessu. Og Don
Diego er á sama máli. Þú ert
amerísk og því gleymdi ég, þegar
ég ætlaði að fara með þig eins
og þú værir spænsk. Nei, reyndu
ekki að taka fram í fyrir mér,
þaggaði hún niður í Ginu, — ég
er ekki búin að tala út enn. Lík-
lega verður að vera sinn siður
í landi hverju, og ég hef verið
heimsk að ætla mér að fara að
móta þig að hérlendum sið, og
það blygðast ég mín fyrir.
Gina vorkenndi frú Lolytu, að
öllu athuguðu. Ég finn, að það
var rangt af mér að fara út í
gærkvöldi, sagði hún, og mér
þykir fyrir því að hafa hryggt
yður. Én ég hugsaði bara ekki
út í það. bætti hún við, og það
var lygi.
Þú ert uhg, .Gina, og þeir
sem ungir eru framkvæma oft
áður en þeir hugsa. Ég er ekkert
að afsaka Vicente, hann veit, að
hann gerði rangt, og faðir hans
er einmitt að tala við hann núna.
Það er gert, sem gert er. Það
setti að henni hroll. Kannske hef-
ur þetta engar afleiðingar. Eins
og ég sagði vil ég ekki vera að
neyða upp á þig siðum, sem eru
þér framandi.
Ég óska ekki eftir, að þú gerir
neina breytingu á því, hélt frúin
áfram eftir ofurlitla þögn, en ef
þú vilt aftur fara út að kvöld-
lagi, mætti ég þá ekki fá að vita
það fyrirfram? Ég vil ekki, að
dyrnar héma séu ólæstar og ef
þú ert úti, er ekki hægt að læsa
þeim né heldur hliðinu.
Gina fann, að þetta var ekki
spurning heldur skipun, þótt
kurteislega væri orðað, og jafn-
framt, að svars var ekki vænzt.
Og þá skulum við tala um eitt-
hvað skemmtilegra. Frú Lolyta
stakk vindlingi í munnstykkið
sitt sárfegin, að aðfinnslan var
af staðin. í dag er hétíðisdagur
hér í húsinu. Það á að opinbera
trúlofun Vicentes og Luisu og
þau gifta sig eftir tvo mánuði.
Orðin komu ósköp blátt á-
fram, en engu að síður gat Gina
merkt einhvern aukatón í þeim.
Það var rétt eins og þau væru
að ávíta hana fyrir að hafa farið
út með Vicente og nú ætti að
fyrirbyggja frekari skaða með
því að flýta brúðkaupinu sem
mest.
Lolyta hafði ekki getað séð,
að Gina var áhyggjufull, og hélt
áfram: Það verður svo mikið að
snúast heima hjá Sffredo, að við
ætlum að hafa trúlofunarveizl-
una hérna. Kannske getur þú
hjálpað mér eitthvað? Jlá, það
má segja, að þetta sé hamingju-
söm fjölskylda hér, sagði hún
glaðlega. Tvö brúðkaup á einu
og sama ári!
X- X- >f
■— John, þetta er Lára Preston....
Væri þér sama þó þú endurtækir það,
sem þú sagðir áðan? Eg varð svo
slegin, ég trúði varla mínum eigin
eyrum....
— Með ánæg.ju, Lára!
Og Vandal tekur orð Johns upp á
segulband...
— Láttu ekki durabilium-reynslu-
flugið fara fram! Það gæti haft
hættulegar afleiðingar.... fyrir flug-
manninn og fyrir þig!
Tvö? sagði Gina, í einhverju
hugsunarleysi, því að hún var
eingöngu að hugsa um Vicente
og eigin horfur, sem voru nú
orðnar býsna litlar.
Já, fyrst Luisa og Vicente og
svo.... augun urðu glettnisleg...
þú og Diego. Þú hefur þó vænt-
anlega ekki gleymt þínu eigin
brúðkaupi, Gina?! sagði hún
hlæjandi.
Nei Gina tók undir hláturinn,
en fann sjálf, að sá hlátur kom
ekki frá hjartanu. Nei, ég hef
ekki gleymt því. Ég var bara að
hugsa um nokkuð annað.
Síðdegis í dag ætla ég í búðir,
sagði Lolyta. Kannske þú viljir
fara með mér. Eftir hádegisverð.
í dag er enginn tími til miðdegis-
svefns. Ég ætla að hringja í búð-
irnar, svo að þær verði opnar.
Það verður enginn miðdegissvefn
hjá þeim heldur. Ég skal lofa
Don Diego að fá svima þegar
reikningamir koma!
ajlltvarpiö
Föstudagur 23. marx.
8.00 Morgunleikfimi (Bæn. — 8.09
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónd.
— 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar.
— 9.10 Veðurfregnir. — Tónl,
12 00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12:25 Fréttir og tilkynningair).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 Umræðufundur bændavikunnarf
Hvað á að gera cil að auka
afköst og arðsemi búanna? —
I>átttakendur: Dr. Björn Sigur-
björnsson, Gunnar Guðbjartsson
bóndi, Ingvi í>orsteinsson magistw
er og Jóhannes Eiríksson ráðu-
nautur; Agnar Guðnason ráðu«
nautur stjórnar umræðum.
14.15 ,,Við vinnuna"; Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og til.
Tónleikar. 16.00 Veðurfr. — Tónl,
— 17.00 Fréttir. — Endurtekið
tónlistarefni).
17.40 Framburðarkennsla í esperanto
og spænskú.
18:00 „I>á riðu hetjur um héruð“: Guð
mundur M. í>orláksson talar uiu
í>ormóð Kolbrúnarskáld.
18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfrétt-
ir. — Tónleikar.
19.00 Tilkyr ingar. — 19.30 Fréttir.
20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson
cand. mag.).
20.05 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds
son og Tómas Karlsson).
20.35 Frægir söngvarar; XVIII: Ezio
Pinza syngur.
21.00 Ljóðaþáttur: I>orarinn Guðnason
læknir les kvæði eftir Matthías
J ochumsson.
21.10 Píanótónleikar: György Gziffra
leikur fjórar etýður eftir I^iszt.
21.30 Útvarpssagan: „Sagan um Ólai
— Árið 1914“ eftir Eyvind John-
son; I. Árni Gunnarsson fil. kand
þýðir og les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10
Passíusálmar (28).
22.20 Glímuþáttur (Helgi Hjörvar rit-
höfundur).
22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón-
list.
a) Joan Hammond og Charlea
Craig syngja ástaratriði úr óp-
unni „Toscú* og „La Bo
héme" eftir Puccini.
b) Hljómsveitin Sinfónía í Lund
únum leikur vinsæl hljóm-
sveitarlög; Robert Irving stj<
23.25 Dagskrárlok.
Laugardagur 24. marz
8.00 Morgunleikfimi (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl.
— 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar,
— 9.10 Veðunfregnir. — Tónl.
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12:25 Fréttir og tilkynningar).
12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigur
jónsdóttir).
14.30 Laugardagslögin. — (15.00
Fréttir).
15.20 Skáþáttur (Guðmundur Arnlaugí>
son).
16.00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur
(Stefán Guðjohnsen).
16.30 Danskennsla (Hreiðar Ástvalds
son).
17.00 Fréttir. — IÞetta vil ég heyras
Guðrún Þorsteinsdóttir kennari
velur sér hljómplötur.
17.40 Vikan framundan: Kynning á
dagskrárefni útvarpsins.
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Leitin að
loftsteinum*' eftir Bernhard
Stokke; IV. (Sigurður Gunnars-
son.)
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Tómstundaþáttur barna og ungl-
inga (Jón Pálsson).
18.55 Söngvar í léttum tón. — 19.10
Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 „Kvöld í Vínarborg": Filharmon-
íusveit borgarinnar leikur undií
stjórn Rudolfs Kempe.
20.30 Leikrit: ,.Mýs og menn" effti*
John Steinbeck, í þýðingu Ólafa
Jóh. Sigurðssonar. — Leikstjóri;
Lárus Pálsson. Leikendur: I>or-
steinn Ö. Stephensen, Lárus Páls-
son, Steindór Hjörleifsson, Gíslf
Halldórsson Árni Tryggvason,
'Cristbjörg Kjeld, Rúrik Haralds-
son, Erlingur Gíslason, Jón Sig-
urbjörnsson og Valdimar Lárus-
son.
22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10
Passísálmar (29).
22.20 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.