Morgunblaðið - 31.03.1962, Page 3

Morgunblaðið - 31.03.1962, Page 3
Laugarclagur 31. marz 1962 MORGZnvniAÐIÐ 3 anMHHHMW Alþ j óðakj arnorkustof nun in hefur sem kunnugt er veitt íslendii.gum styrk til kaupa á geislamselingatækjum, er kosta 11—12 þúsund dollara og verSa þau notuð í rann- sóknardeild Landsspítalans. Er megnið af þessum dýrmætu tækjum nú komið hingað og þau þegar tekin í notkun. 1 haust kom hingað á vegum kjarnorkustofnunarinnar eðl- isfræðingurinn dr. M. M. Bluhm og hefur hann síðan starfað við uppsetningu tækj- anna og þjálfað starfsfólkið í notkun þeirra. — Hann og próf. Davíð Davíðsson, sem veitir forstöðu rannsóknar- deild Landsspítalans, sýndu okkur þessi tæki í gær og leyfðu okkur góðfúslega að mynda þau. Tækjum þessum er komið fyrir í fjórum herbergjum í kjallara nýbyggingar Lands- Próf. Davíð Davíðsson og dr. Bluhm fneð geislamælingatækin, sem notuð eru til að mæ>» ýmis efni i blóði, þvagi og saur. Dýrmæt geislamælingatæki tekin í notkun á Landspítalanum spítalans. >au geta mælt geislun geislaefna í líkaman- um og í sýnishornum, svo sem blóði, þvagi, saur, vefja- bitum o. s. frv. Geislaefni (radioactive isotope), þ. e. geislandi afbrigði frumefnis, hefur sömu efnafræðilega eiginleika og frumefnið, sem það er afbrigði af. Frumur líkamans greina ekki á milli þeirra. Þessvegna má nota geislaefni til að komast að leiðum einstakra efna í líkam anum. Á síðasta áratug hafa geislaefni verið notuð m. a. mikið við rannsóknir á sjúk- lingum við sjúkdómsgrein- ingar, ennfremur til lækn- inga. Auk þess má rekja mikið af þekkingaraukningu manna á sjúkdómum til rann sókna sem byggjast á notkun geislaefna. Joðefnarík fæða minnkar skjaldkirtil Islendinga Tæki það, sem notað er til að mæla geislandi efni í líkama, er ennþá staðsett í litlu herbergi í gamla spítal- anum, þar sem hægt er að taka sjúklinga inn. Hefur það tæki verið notað að und- anförnu og veitti dr. Bluhm okkur upplýsingar um það atriði. Hefur fólk komið til greiningar utan úr bae og eins sjúklingar í spítalanum. Mest hefur það verið not- að til skjaldkirtlarannsókna, þ. e. a. s. til greiningar á því hvort skjaldkirtillinn er eðli- legur, ofvirkur eða of lítið virkur. Hafa um 110 manns verið rannsakaðir í því skyni. Sjúklingunum er gef- inn lítill skammtur af geisla- virku joði. Sólarhring síðar er mælt hve mikið af skammtinum skjaldkirtillinn hefur tekjð í sig og degi síð- ar hve mikið hann hefur selt út í blóðið af geislandi skjald kirtilshormóni. — Ofvirkur skjaldkirtill er algengur sjúk dómur. Annars sagði dr. Bluhm, að 80 af þeim sem greindir hefðu verið með til- liti til virkni skjaldkirtilsins, væri fólk sem ekki væri vit- að að væri afbrigðilegt að þessu leyti. Væri það gert í þeim tilgangi að komast að hver væri meðalvirkni skjald kirtilsins í íslendingum. Vit- að væri að íslendingar borð- uðu mjög joðefnaríka fæðu og skjaldkirtillinn í þeim væri þar af leiðandi helm- ingi minni en almennt væri á meginlandinu. Kvaðst dr. Bluhm í tilraunaskyni hafa fengið til rannsókna 10 her- menn af Keflavikurflugvelli, sem lifðu á bandarískri fæðu og íslenzkri mjólk, og hefði virkni skjaldkirtilsins í þeim verið svipuð og í íslending- um. Léki sér því hugur á að fá til rannsóknar íslenzka kúamjólk, til að fá vitneskju um joðinnihald hennar, en búast má við að það sé mjög mikið. Og einnig langaði sig til að fá til athugunar út- lendinga, sem koma hingað, áður en þeir fara að lifa á íslenzkri fæðu. Það mætti þó ekki misskiljast, að skjald- kirtillinn ynni alveg eðlilega þó hann sé þetta öðruvísi, en nauðsynlegt væri að kom- ast að raun um hvað væri eðlilegt fyrir íslenzkan skjald kirtil. Þá hafa 10 sjúklingar ver- ið rannsakaðir með tilliti til nýtingar B 12 vítamíns í lík- amanum og 5 heilbrigðir til samanburðar. Ef líkaminn nýtir úr þörmunum lítið af þessu vítamini, líður hann af sjúkdómi er nefnist merg- runi, en það er eitt afbrigði blóðleysis. Æviskeið rauðra blóðkorna svarar til þess að helmingur þeirra deyi á 26 dögum. Og með þvi að merkja þau með geislakrómi , má komast að meðalaldri þeirra, en hann er oft stytt- ur í blóðsjúkdómum. Einnig eru mæld fituefni með því að merkja þau geislajoði og mæla hvernig þau nýtast í þörmunum. Nokkrir aðrir sjúklingar hafa verið athug- aðir með tilliti til annarra sjúkdóma. Til lækninga hafa geisla- Framh. á bls. 8. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, læknir, hleður blýklumpum milli sín og glass með geislavirkum efnum og notar töng til öryggis. Loft sogast stöðugt út og endurnýjast í skápnum, sem hann er við. Guðrún Blöndal við tækið sem notað er til að mæla geisl- andi efni í lifandi líkama. Mest hefur það verið notað til .kjaldkirtilsrannsókna. STAIÍSTEllÁR sr Ósæmilegt Sjaldan helur stjórnmálaflokk- ur farið jafnmiklar hrakfarir i umræðum um ákveðin málefni eins og Framsóknarmenn í sjón- varpsir.ilinu svonefnda. Þeir komu þvi máli af stað með mikl- um gauragangi og töldu stjóm- arflokkana vera að vega að tungu og menningu þjóðarinnar. Brátt sannaðist þó, að utanríkis- ráðherra þeirra sjálfra, dr. Krist- inn Guðmundsson, hafði veitt sjónvarpsleyfið, og vinstri stjóm- in hafði hvorki hreyft legg né lið til að breyta þar nokkm um. Á undanhaldinu i þessu máli hef- ur gripið um sig með Framsókn- anr.önnum mikil heift, sem m. a. birtist í ósæmilegri þlaða- mennsku. f fyrradag ræðir Tím- inn um utanríkisráðherra og tal- ar þar m. a. um „hviku þeirrar þýmennsku og undirlægjuháttar .... Svona getur þessi maður lagzt lágt til að reyna að bjarga flekkóttu skinni sínu .... Hve botnlaus andirlægjuhátturinn og þrælslundin er.“ Talsmáti á borð við þennan er ósæmandi í dagblaði. Hann hæfir engum öðmm en kommúnistunv. En því miður hafa Framsóknar- menn tilteinkað sér of margt í fari kommúnista að undanförnu. Berlín og Sijjluf íörðor f síðasta Siglfirðingi er að því vikið, að kommúnistablaðinu á staðnum finnist fátt um flótta nr.illjóna frá Austur-Þýzkalandi til Vestursins, þar eð fólk flýi einnig frá. Siglufirði! Síðan segir Siglfirðingur: „Er svo að skilja, sem orsakir flóttans séu hliðstæðar. Nær tveggja áratuga aflabrestur á síld, sem atvinna þessa byggðar- Iags var byggð á, ásamt einangr- un og samgönguleysi, er að dómi Mjölnis sama og kommúnismi. Niðurstöður blaðsins em því væntanlega þær sömu og skoð- anabræðra þeirra í Austur- Þýzkalandi. Siglfirzkur múr, gaddavír, vélbyssur og fleiri tákn kommúnismans, og átthagafjötr- ar í stað ferðafrelsis." Fjarlægt íslendingum Mönnum. finnst að vonum fjar- stætt að loka Siglfirðinga inni í gaddavírsgirðingu, ef þeir óska að flytja til annarra landshluta. En í sjálfu sér er lítill munur á því og athöfnum hins alþjóðlega kommúnisma í Berlín, þar sem fangelsismúr er byggður utan um fólkið til að hindra flótta þess. Maður með íslenzku nafni, sem dvelur í erindum heims- kommúnismans í Austur-Berlín hefur réttlætt þetta með því, að :tnnars stæðust ekki áætlanimar 07 vinnuaflsskortur yrði í A- Þýzkalandi. Þeir menn eru til hér á landi, sem vegsama slíkar aðgerðir, og þvi miður verður að segja þá sögu eins og hún er, að kommúnistar hér á landi eru ekkert frábrugðnir skoðana- , bræðrum sinum annars staðar og I mundu beita nákvæmlega sömu aðferðum. og þeir, ef því væri að 1 skipta. ' Annars voru líka broslegar t þær aðfarir kommúnista á Siglu- 1 firði að óska eftir því við stjórn- , málaflokkana að þeir byðu sam- eiginlega fram við bæjarstjóm- I arkosningarnar, afnæmu kosn- ingarétt borgaranna og segðu „almúganum“ hverjir ættu að fara með stjóm bæjarmálefn- anna en væru ekki að spyrja hann að því. Að sjálfsögðu var þessu frumlega tilboði hafnað og kommúnistar verða að heyja [ bæjarstjórnarkosningar á Siglu- firði og annarsstaðar. Það er þeim þó ekki tilhlökkunarefni, því að þeir gera sér orðið ljóst að þeir eru að verða áhrifalaus- | ir hér eins og í nágrannalönd- Iununx

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.