Morgunblaðið - 31.03.1962, Síða 12
12
MORGVJSBL AT>*Ð
Laugardagur 31. marz 1962
JtttftggtutMðfrife
Otgefandi: H.l Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson
Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Augiýsingar og afgreiðsla: A.ðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
ALMANNA VARNIR
TJíkisstjómin hefur nýlega
lagt fram á Alþingi frum
varp til laga um almanna-
varnir. Er þar um hiðmerk-
asta mál að ræða, semfyllsta
ástæða er til að skýrt séfyr-
ir þjóðinni.
í greinargerð frumvarpsins
er m. a. komizt að orði á
þessa leið:
„íslendingum er vissulega
mjög framandi allt það, sem
að hemaði lýtur eða afleið-
ingum hemaðar. Því hafa
menn spurt: Hvað em al-
mannavamir? En þær em
einfaldlega sérhverjar ráð-
stafanir, sem að því lúta að
forða frá manntjóni og eigna,
sem af hernaði eða árás
kynni að leiða, að bæta tjón
af sömu sökum, líkna og
hjúkra þeim, sem eiga um
sárt að binda — almanna-
varnir stefna að því að
bjarga mannslífum."
Af 1. gr. frumvarpsins er
einnig auðsætt, að almanna-
vamimar eiga ekki aðeins
að veita aðstoð vegna tjóns,
sem verður af hemaðarað-
gerðum, heldur er þeim skylt
að koma til hjálpar, ef tjón
vofir yfir, eða hefur orðið af
náttúruhamförum eða ann-
arri vá.
Vitanlega er það einlæg
von og ósk allra íslendinga,
að aldrei komi til hernaðar-
aðgerða í landi þeirra. En
því miður eru veður öll vá-
lynd í heiminum í dag. Víða
em ófriðarblikur á lofti, og
hefur svo verið einnig und-
anfarin ár. f>ess vegna er
það að allar nágrannaþjóðir
okkar hafa gert víðtækar
ráðstafanir til almannavarna,
sem miða að því að draga
úr því böli og óhamingju,
sem ný hernaðarátök hlytu
óhjákvæmilega að hafa í för
með sér.
Það er hygginna manna
háttur að byrgja bmnninn
áður en barnið er dottið í
hann. Eins verður það að
teljast sjálfsagt og eðlilegt,
þótt það sé allra von og ósk,
að til styrjaldarátaka komi
ekki, að gera nauðsynlegar
ráðstafanir til þess að draga
úr óheillavænlegum afleið-
ingum þeirra. Er það ekki
sízt nauðsynlegt nú þegar
svo er komið, að allur al-
menningur, konur og börn,
ekki síður en hermenn á víg-
völlum, eiga á hættu að
verða fyrir barði tortíming-
arvopna nútímahernaðar. —
Það væri til dæmis glapræði
að láta undan fallast að gera
ráðstafanir til þess að kenna
fólki að verjast aukinni
geislavirkni í andrúmsloft-
inu af völdum kjarnorku-
sprenginga í nálægum eða
fjarlægum löndum. Almennt
er tahð, að hægt sé að gera
margvíslegar ráðstafanir til
þess að vemda almenning
fyrir geislavirkni, ef unnið
er að þeim af forsjálni og
hyggindum.
Vera má að ýmislegt komi
fólki nýstárlega fyrir sjónir
í hinum nýju tillögum um
almannavamir. En við nán-
ari athugun munu þó flestir
gera sér ljóst, að hér er um
eðlilegar og sjálfsagðar ráð-
stafanir að ræða, ef þeir vilja
ekki viðhafa aðferð strútsins
og verjast hættunni með því
að stinga höfðinu í sandinn,
en horfast heldur hreinskiln-
islega í augu við þann vanda,
sem við blasir.
Á ófriðarárunum síðustu
var hafizt handa um marg-
víslegan undirbúning al-
mannavama hér í Reykjavík.
Vom þær ráðstafanir þá tald
ar sjálfsagðar og óhjákvæmi-
legar. Þær tillögur, sem nú
hafa verið gerðar um al-
mannavamir, og eru miklu
víðtækari, byggjast á nýjum
viðhorfum og breyttum að-
stæðum að fjölmörgu leyti.
En þær eru jafn sjálfsagðar
og eðlilegar og hinar fyrri,
sem aðallega voru fólgn-
ar x loftvömum og öðr-
um skyldum ráðstöfunum.
Takmark þeirra er fyrst og
fremst að vemda íslenzkt
fólk fyrir þeim voða, sem
því væri búinn, ef til þeirra
ótíðinda drægi, sem allir
vona að eigi muni gerast.
UNDIR SAUÐ-
ARGÆRU
HLUTLEYSISINS
Cukarno, Indónesíuforseti,
^ hefur sveipað sig sauðar-
gæm hlutleysisins. Hann þyk
ist vera einlægur friðarsinni,
sem hvarvetna vilji bera
klæði á vopnin og koma
fram sem mannasættir. —
Sjálfur hefur hann þó í stöð-
ugum hótunum um að leggja
undir sig með vopnavaldi ná-
granna sína á Vestur-Nýju-
Guineu. í síðustu viku lét
Sukamo gera ítrekaðar til-
raunir til landgöngu Indó-
nesa á Nýju-Gineu. En öll-
um hefur þeim tilraunum þó
verið hrundið. Á sama tíma
sem Sukarno var að gera til-
raunir til innrásar á Nýju-
Guineu, sátu fulltrúar hans
með fulltrúum frá Hollandi
á viðræðufundum í nágrenni
Washington, til þess að reyna
að komast að samkomulagi
um framtíð Nýju-Guineu. —
Sýnir þetta framferði Sukar-
UTAN UR HEIMI
j
Nixon svnrnr
VI® forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum 6. nóv. 1960
voru greidd alls 68.334.742 at-
kvæði. Af þeim hlaut John F.
Kennedy frambjóðandi demó-
krata 34.227.096, en Richard
M. Nixon frambjóðandi repu-
blikana 34,107.646. Kennedy
var þvi kjörinn forseti með
aðeins 119.450 atkvæða meiri-
hluta — og er það einn naum-
asti sigur sem um getur í for-
setakosningum í Bandaríkjun-
um.
Þessi sigur Kennedys og bar
áttan fyrir kosningamar era
mál, sem mikið hafa verið
rædd bæði í Bandarikjunum
og annars staðar. Og nú hefur
Richard Nixon birt svör sín
við ýmsum helztu spurningum
manna þessu varðandi í bók-
inni „Six Crises“, sem út kom
hjá Doubleday útgáfufélaginu
bandaríska s.l. fimmtudag.
Margir urðu undrandi yfir
því þegar Nixon viðurkenndi
strax ósigur sinn hinn 8. nóv-
emiber 1960 án þess að krefj-
ast endurtalningar atkvæða í
nokíkruim mikilvægum kjör-
dæonum þar sem munur var
lítill. Talningu var þá svo til
lokið og sýndi hún að
Kennedy hafði fengið 303 kjör
menn kosna en Nixon 219.
Auk þess voru 15 kjörmenn,
sem voru ófhéðir frambjóðend-
unum. Nixon skýrir svo frá
í bók sinni að ef endurtalning
í Illinois og Missouri hefði gef
ið republikönum nokikur þús
und atkrvæði til viðbótar og
endurtalning í New Mexico,
Nevada og Hawai gefið þeim
11.000 til 13.000 atkvæði hefði
það nægt til að fella Kennedy.
Ean það var einmitt 1 nokkr-
um þessara fylkja, sem stuðn-
ingsmenn Nixons sökuðu
demókrata um fölsun á úrslit-
um. Einnig voru demókratar
sakaðir um ranga talningu í
Texas, þar sem Kennedy sigr-
aði með naumum meirihluta.
HEFÐI SKAPAÐ
GLUNDROÐA
Urn þctta segir NixOn að við
rannsókii á ákæruatriðum hafi
komið í ljós að grundvöllur
væri fyrir þessum ásökunum.
En miklir erfiðleikar hefðu
verið á því að fá kornið á end-
urtalningu. Það hefði til dæm-
is tekið að minnsta kosti eitt
Og hálft ár í llinois, en í Texas
eru engar reglur til um kröfu
fallins frambjóðanda um end-
urtalningu. Ef hann hefði
spurningum irá 1960
Richard Nixoa i
þrátt fyrir þetta krafizt endur hafi stafað af þvi að fyrstu k'
talningar hefði það skapað vilku kosningabaráttunnar hafi
glundroða í öllum stjórnar-
störfum og dregið í marga
mánuði að hin nýja stjórn
gæti tekið við völdum. Þá ótt-
aðist Nixon einnig að með því
að krefjast endurtalningar
kæmi hann af stað nýjum deil
um og biturleika, sem gæti
haft mjög skaðleg álhrif, ekki
aðeins heima fyrir, heldur
einnig varðandi áhrif Banda-
ríkjanna út á við.
ÞJÓÐIN VIEDI UMRÆDUR
Ýmsir stjórnmálamenn í
Bandarikjunum sögðu að það
hefði verið rangt af Nixon að
samlþyklkja að koma fjórum
sinnum fram með Kennedy í
útvarpi og sjónvarpi fyrir
kosningar til að ræða baráttu
málin. Segja þessi menn að
Nixon hafi ekkert haft að
vinna en öilu að tapa. Hann
hafi sjálfur verið landskunn-
ur, en Kennedy hinsvegar lítt
þekktur. Um þetta segir Nixon
að sér hafi þótt nauðsynlegt að
samþykk.ia umræðurnar með
fúsum vilja. Ef hann hefði
neitað hefði mátt búast við
ásökunum um að hann væri
hræddur um að verja gjörðir
Eisenhowerstjórnarinnar og
sjálfs sín sem varaforseta. En
auk þess var erfitt að neita
að taka þátt í sjónvarpsdag-
skrá, sem vitað var að banda-
ríska þjóðin beið eftir með
mikilli eftirvæntingu. Sagt
var að Nixon hafi virzt þreytt
ur í sjónvarpsumræðunum.
Sjálfur segir Nixon að þetta
hann létzt um 10 pund.
ÖRYGGH) I HÆTTU
í bókinni sakar Nixon
Kennedy um að hafa hætt
öryggi Bandaríkjanna með því
að hivetja til þess í kosninga-
ræðu að Bandaríkin veittu
andstæðingum Castros á Kúbu
stuðning. En þegar Kennedy
flutti þessa ræðu sína hafði
hann þegar fengið upplýsing-
ar hjá bandarísku leyniþjón-
ustunni um þjálfun Castro- J
andstæðinga með stuðningi 1
Bandarí'kjanna undir innrás á
Kúbu, Hvíta húsið og Allen
Dull<=s fyrrverandi yfinmaður
leyniþjónustunnar hafa neitað
því að Kennedy hafi vitað um
innrásarundirbúninginn.
En Nixon segir að hann hafi
aðeins einu sinni reiðst við J
Kennedy persónulega í kosn- 1
ingabaráttunni og það hafi I
verið varðandi Kúbumálið. I
Og ekki dró það úr reiðinni J
að Nixon gat ekkert minnst 1
á það máll. Hann kveðst ekki I1
hafa getað barizt fyrir banda 1
rískum afskiptum af Kúbu, Z
því það hefði getað komið upp J
um fyrirætlanirnar. Og í síð- |
asta sjónvarpsþættinum með (
Kennedy varð Nixon að láta
sér nægja að mæla með að
setja Kúbu í „sóttkví". Ég var
í þeirri óþægilegu aðstöðu,
segir Nixon, að virðaist
vilja taka vægar á Castro
en Kennedy vildi, þótt þetta
væri alrangt ef Skýra hefði
mátt frá staðreyndum.
nos furðulega tvöfeldni og
óheiðarleilc.
Hollendingar eru reiðubún
ir til þess að hverfa frá
Vestur-Nýju-Guineu, en þeir
telja réttilega að Papúamir,
sem landið byggja, eigi að
hafa sjálfsákvörðunarrétt um
framtíð sína og skera sjálfir
úr um það, hvort þeir vilji
vera sjálfstæð þjóð eða hluti
af Indónesíu. En það er þessi
sjálfsákvörðunarréttur Papú
anna, sem Sukarno hatar eins
og pestina.
ÓFULLKOMIÐ
LÝÐRÆÐI
T ýðræðið stendur veikum
fótum í flestum löndum
Suður-Ameríku. Sú stað-
reynd verður m. a. ljós af
þeim atburðum, sem nú hafa
gerzt í Argentínu, öðru fjöl-
mennasta ríki þessa heims-
hluta. Herinn hefur neytt
Arturo Frondizi, forseta, til
þess að segja af sér. Ástæða
þessarar ráðabreytni hersins
er fýrst og fremst sú, að
forsetinn neitaði að ógilda
kosningu ýmissa fylgismanna
Perons, fyrrverandi forseta, í
síðustu kosningum.
í síðustu þing- og héraðs-
stjórnarkosningum í Argen-
tínu buðu fylgismenn Per-
ons, fyrrverandi einræðis-
herra landsins, fram í mörg-
um kjördæmum. Niðurstaða
kosninganna varð sú að þeir
unnu víða mikla sigra. Al-
mennt er talið að þessarkosn
ingar hafi farið fram með
lýðræðislegum hætti. Það var
því ekki með réttu hægt að
ásaka Frondizi fyrir hið
aukna fylgi Peronista.
Arturo Frondizi er ítalskur
að ætt og uppruna. Margir
telja hann hygginn og ráða-
góðan stjómmálamann. En
þjóð hans stendur greinilega
á lágu lýðræðislegu þroska-
stigi. Þess vegna er þar jafn
an skammt yfir í einræði,
þótt lýðræðisskipulag eigi að
heita í landinu. Fangelsun
Frondizi og þeir atburðir,
sem gerzt hafa í sambandi
við síðustu kosningar í Arg-
entínu, eru mikið áfall fyrir
lýðræðisskipulagið í Suður-
Ameríku.