Morgunblaðið - 31.03.1962, Page 13

Morgunblaðið - 31.03.1962, Page 13
Laugardagur 31. marz 1962 MORGVNBLAÐIb 13 Verkefni starfsfræðsiunnar Ávarp Jónasar B. Jónssonar fræðslustjóra á starfsfræðsludaginn HIN öra .þróum í atvinmilífiniu og mikjlar breytingar í framleiöslu Ihafa í för með sér, að starfs- greinum hefur fjölgað mjög á eíðustu áratugum. Allt fram á þessa öld tofcu synir venjulega við störfum feðra simna, enda áttu þeir fárra fcosta völ, en dæturnar biðu gift- ingar í heimahúsum. Engan sér- stakan undirbúning eða menntun þurfti til framleiðslustarfs annan en þá reynslu sem hverju barni féll í skaut við að vinna með hinum fullorðnu. Engar vélar eða tæki voru til nema handaflið og vöðvakraftur einstaklingsins. Frá vik frá þessu voru þó hinir sára- fáu, sem hleyptu heimdragan- um og réðust í það stórvirki að afla sér menntunar til embættis- starfa. Á síðustu áratugum heflur orð- ið byltimg í atvinnulífi hér á landi. Er nú svo komið. að al- menn verkamannavinna er að mestu horfin, afgreiðsluistörf og iðjustörf krefjast sérmenntunar, landbúnaður, sjávarútvegur og iðnaður byggist að mestu á vél- tækni og sérhæfingu. svo að hver maður verður að þekkja til hlít «r þau tæki, sem hann vinnur með, ef hann á ekki rýra afköst heildarvinnu eða spilla fram- leiðslunni. Af þessu má Ijóst vera, hvílík höfuðnauðsyn það er, að hver einstaklingur ráðist til * þess starfs, sem honum hentar og hann hefur áhuga á. að hahn sé búinn þeim hæfileikum, sem þarf, til þess að leysa starfið vel af hendi, og að harnn hljóti góð- an undirbúning til starfsins. Þetta er ekki aðeins mikilvægt vegna afkasta hans í starfmu, heldur einnig vegna öryggis hans í lífinu og lífshamingju. Það hlýt- lu' að vera erfitt að byggja upp heilbrigt og jafnvægt fjölskyldu- líf, halda lífsgleði og trú á giidi lífsins fyrir þann. sem sífeilt er að glíma við verkefni, sem hann ræður ekki við eða hefur óbeit á, jafnvel þótt það gefi góðar tekj- ur. Til þess að vinna að því, að sem flestir þjóðfélagsþegnar fái starf við sitt hæfi, hafa margar þjóðir tekið upp starfsfræðsiu. En með því er stefnt að þvi, að gefa ungmemnum kost á fræðslu um, hvaða starfsgreinar er um að velja, og hvaða hæfileika og undirbúningsnám þarf til hvers starfs. Fyrir tveimur árum settu Finnar lög um starfsfræðslu, og marka þau sjálfsagt tímamót í þessum málum hjá Finnum. Þessi lög gera ráð fyrir, að starfsfræðslan fal'li . undir það ráð'Uneyti, sem fer með vinnu- miðlun eða málefni vinnumark- aðsins. Báðuneytið skipar starfs- fræðslunefnd, sem ér skipuð skólamönnum að hálfu en mönn- um frá atvinnuvegunum að ■hálfu. Skólam'ennirnir eiga að sjá um, að starfsfræðslan falli eðlilega inn í starfisskrá skólanna, en fiul'ltrúar atvinnuveganna gæta þess, að starfsfræðslan gefi æskufólki réttar og hagnýtar upplýsingar um atvinnulíf þjóð- arinnar. Landinu er skipt í starfs- fræðsluhéruð, en í hverju héraði er sterfsfræðslumiðstöð, sem starfsfiræðsluistjóri veitir for- stöðu. Höfiuðverkefini starfsfræðslunn ar í Finnlandi er að skipu'leggja fræðslu og upplýsingastarf um hinar mörgu ólíku starfsgreinar, safina upplýsingum um þær kröf- ur, sem hver um sig gerir ti'l starfsmannsins og gera skýrslu um menntun, launakjör og at- vinnumöguleika innan hverrar starfsgreinar. Þá er einnig verkefni starfis- firæðslunnar að aðstoða ein- staklinga við að gera sér grein fyrir, hvaða starf þeim hentar bezt og hvort þeir hafa hæfni til þess -----, sem hugur þeirra í svipinn beinist framar öðru að. Einnig ber starfsfræðslunni að aðstoða, ef einstaklingar vilja skfpta um starf. . En Finnar leggja áherzlu á, að starfsfræðslan rýri ekki á neinn hátt frelsi einstaklingsins til þess að velja sér starf eða við- fangsefni, starfsfræðslan aðeins leiðbeinandi. Ég gæti hugsað mér, að þetta fyrirkomulag, sem Finnar hafa tekið upp, mundi henta hér. Ráðuneytið, annað 'hvort atvinnu- eða ef til vill fremur félagsmála- ráðuneytið, skipaði starfsfræðslu nefnd fyrir allt landið. sem yrði eitt starfsfræðsluhérað, og sú nefnd réði til sín einn eða fleiri menn til þes-s að hafa á hendi skipulagða starfsfræðslu um allt landið. Sérsitákir kennarar yrðú þjálf- aðir úl þess að hafa hina al- mennu starfsfræðslu á hendi í skólum, en nánari leiðbeiningar gefnar af sérfróðari mönnum. Hin mikla aðsókn að starfs- fræðsludögunum hér gefur ótví- rætt til kynna, að æskan vilji fá raumhæfar upplýsingar um, hvaða möguleika þjóðfélagið hefur handa þeim varðandi lífs- starf. Allir vilja búa við mann- sæmandi kjör, allir vilja kjósa sér starf. sem þeim þykir gaman að, og mikilsvert frá sjónarmiði þjóðfélagsins er, að sem flestir einsitaklingar komi glaðir og ánægðir heim að loknu dags- verki. Að jþví er stefint með starfs- fræðsludeginum og óska ég þess, að góður árangur náist. Verður hann næsti geimfarinn? — Ekki ef hann mögulega kemst hjá því! — Myndin sýnlr Bob Hope í hlutverki sínu i nýrri mynd, sem verður frumsýnd í London næstkomandi mánudag. Með Hope leika i m.yndinni Bing Crosby, Joan Collins og Dorothy Lamour, Myndin heitir „The Road To Hong Kong“ og er fyrsta „Road“-myndin, sem gerð er í níu ár, en þessar myndir kannast flestir við frá fyrri tíð. (AP) Þorkell Sigurðsson vélstjóri skrifar Vettvanginn í dag — Togaraútgerðin hefur verið undirstaða fjársöfnunarinnar — Togararnir fái að veiða að 4 mílna mörk um — Togarasjómenn og útgerðarmenn börðust fyrir friðuninni — Um þetta m. a. fjallar greinin, sem höfundurinn nefnir: Landhelgin og framtíð ís- lenzkr togaraútgerðar Á ÁRINU 1955 gat ég þess í eiflt irmiála að bókarborni um land- helgismálið, að ég liti sivo á að íslenzka þjóðin stæði nú á tímamótum þvi nú vœri hún fyrst að vakna til fullrar með- vitundar um rétt sinn til að njóta ein hinna ómetanlegu auð æfa, sem eru fólgin í göngum nytjafiskanna í landgrunnshafið aillt í kringum íslands. Þjóðinni bæri því að fyikja sér saman í eina órofa heild til að fá þarin rétt viðurkenndan; einnig til að vernda þasisi náttúruauðæfi siin, bæði fyrir allri erlendri á- gengni, eftir því sem mögulegt væri, og einnig með nauðsyn- legri friðun vissra svæða eftir því sem nauðsynlegt verður í framtíðinni og fært þykir. Á öðrum stað í sömu bók set ég fram það sjónarmið, að orðið „landhelgi" tákni aðeins það, að svæðið innan þeirra marka sé belgað viðkomandi landi til eig in nytja. Það sé því algjört innan ríkismiál viðkomandi þjóðar, hvaða veiðafæri eru notuð af þegnum hennar, á hennar einka veiðisvæðum. Það sé algjör hugs unarvilla ef menn standi í þeirri trú, að togveiðar, hvort heldur þurfi að banna á hinum af- mörkuðu friðunar- eða land helgissvæðum. Síðan þessi sjónarmið voru eett fram, hafa rnikiil og merk tíðindi gerzt. Það er ekki of- mælt þótt sagt sé, að algjör tímamót hafj orðið. Nú hefur loks tefeist að flá þá þjóð, sem hefur verið höfuð andstæðingur íslands í landhelgismálinu til að hverfa frá sínu fyrra hefðbundna sjónarmiði (3 mílna reglunni) og viðurkenna 12 rnílur, sem fiSfeveiðilandlhelgi við ísland með opinni leið til meiri út- færslu síðar, ef fullgild rök eru færð fyrir nauðsyn þess, sem standast fyrir alþjóðadómi — (Haagdómstólnum), ef efeki næst samkamiulag án þess. Það er ástæða til að leggja áherzlu á þá staðreynd, að þetta er annar mesti sigur, sem unn- inn hefur verið fyrir íslenzku þjóðina, í baráttunni fyrir endur heimt hinna fornu réttinda, sem hún hafði verið rænd á niður- lægingartímabili liðinna alda. Að svo giftusamlegur endir varð á því máli má þalkka mjög hyggilegri málsmeðferð og ör- uggri forustu. Það ber einnig að vekja sérstaka athygli á þeirri staðreynd, að útvegsmenn og sjómenn stóðu óskiptir á bak við allar sóknaraðgerðir í þessu máli, bæði frá togurum og bát- um. Þessir menn höfðu fylgzt með hinni þverrandi fiskgengd á veiðisvæðunum, eftir að hin áhugnanlega áhrifa erlendra veiðiskipa náði hámarki, eftir seinni styrjaldarlokin. Menn gerðu sér að fullu grein fyrir því, að ef árangurs mátti vænta, urðu allir aðilar að standa sam- an svo aðal auðuppsprettu ís- lenzku þjóðarinnar, yrði forðað frá eyðingu, áður en það yrði of seint. Hér voru menn að keppa að því, að friða sem mest af ís- lenzku veiðisvæðunum frá er- lendri áníðslu, svo bæði íslenzk ir togarar og bátar gætu í friði notið þeirra náttúrugæða, sem land þeirra byði þeim upp á. □ Efeki efast ég um það, að íis- lenzkir togarasjómenn og útvegs menn hafi trúað því, þegar þeir studdu eftir megni að framgangi þessa máls, að íslenzku togskip- in mundu einnig flá að njóta hlunnindanna af hinni auknu friðun, og fá a.m.k. að veiða á sömu slóðurn og áður, upp að fjögurra miílna mörkunum. Við sem höfum starfað á togaraflot anum frá árunum 1915 og fram á 6. tug aldarinnar gerum okkur að fullu grein fyrir því, að meg in uppistaðan að hinni ævintýra legu fjáröflun íslenzfes sjávanit vegs var hjá togarafiotanum, þótt þar hafi Skiptzt á skin og skúrir. Þar er því að finna aðal undirstöðuna að hinum ævin- týralegu framförum og uppbygg ingu efnahagslífs íslenzku þjóð arinnar, sem átt hefur sér stað hjá henni síðan um aldamótin seinustu. Þeirri staðreynd ættu hvorki Reykvikingar né Iiafin- firðingar að gleyma, því þar hef ur togaraútgerðin verið stortæk ust og árangursrífeust. En nú hafa þau tíðindi gerzt, að þessi afkastamestu framleiðslu tæki þjóðarinnar virðast vera orðnir eins feonar „vargar í vé um“ á lífcama hins íslenzka þjóð armeiðs, þar sem togskipin íis- lenzku eru rekin út fyrir 12 mílna mörkin, á aðalfisfeisvæð- unum þann tima, sem von er til að aflinn gæti orðið það mikill, að hann gæti bætt um þá afla- tregðu, sem orðin er á fjarlægari miðum. Þetta er því furðulegra þegar það er haft í huga að eft ir að búið er að bægja frá mörg um hundruðum erlendra sfeipa, sem mun svara tiil þúsunda, mið að við skipastærðir fyrir styrj- öldina má segja að um algjöra friðun miðanna væri að ræða, fyrir togaveiðumi, þótt þessi ca 44 íslenzku skip fengju að veiða áfram á þeim miðum, sem þau veiddu á áður. Það vekur því ennþá meiri furðu mína þegar íbúar heillra byggðarlaga eru farnir að stofna til samþykkta, þar sem þess er krafist, að ís- lenzfeu togurunum verði bannað ar veiðar innan 12 mílna mark- anna, á þeim veiðisvæðum, sem þeir höfðu áður aðgang að. Hér skulum við því líta til baka. Eins og að framan er sagt þá er það algjört innanríkis- mál íslands hveris konar veiðar færi íslendingum er leyfilegt að nota, á þeim veiðisvæðum, sem eru innan fiskiveiðilandhelgi þess. Þar kemur aðenis til greina að vega og meta hvaða veiðíað- ferð er hagkvæmust með tilliti til aflamagns miðað við tilkostn að vörugæði og hvaða veiðiferð er skaðlegust fisfestofninuim. Hvað viðkemur hagkvæmn- inni, skulum við líta til ársins 1951. Þá höfðu togararnir ofekar aðgang að öllum beztu vertíða- miðunum upp að 3. mílna mörk unum, en bátarnir höfðu þá það fram yfir togarana, að geta ver ið á öl'lum grunnmiðunum þar fyrir innan, en þó var svo kom ið að óumfilýjanlegt var talið, til að bjarga bátaflotanum, að veita þeim forréttindi um fisk- verð með bátagjaldyerisifríðind- unum, sem svaraði til þess að meðaltaili, að hverjum toggra var mismunað um kr. 700.000 ár lega fró árinu 1951, til ársins 1958, eða kr. 5,6 millj. á hvert skip á 8 ára tímabili. Þetta mis rétti var talið fært að leggja á togarana, vegna þeirra mögu- leifca, sem þeir höfðu fram yfir bátana. Þetta atriði útaf fyrir sig talar sínu máli, um hag- kvæmnina, þegar togaramir meiga fiska á þeim slóðum sem þorskurinn heldur sig mest á um aðalhrygningartímann. Hvað vörugæðunum viðvifeur er miálið næsta einfalt. Algengt mun það hafa verið að í kapphlaupinu um aflamagn séu lögð svo mörg net í sjóinn frá bátunum, að ekki takist að inrjbyrða allan afilann; afleiðingin verður að stór hluti afilans verður gamall, fiskurinn búinn ð vera langan tíma dauður Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.