Morgunblaðið - 03.04.1962, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.04.1962, Qupperneq 12
12 MORGVNBLAÐiÐ Þriðjudagur 3. apríl 1962 Ctgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áPm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: íVðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. HITA VEITA í ÖLL HÚS k llir Reykvíkingar munu •**• sammála um það, að Hitaveitan sé eitt glæsileg- asta og merkasta fyrirtæki borgar þeirrar. Hún hefur á liðnum tíma skapað stórum hluta borgarbúa margvísleg lífsþægindi og sparað þjóð- inni í heild hundruð milljóna króna í erlendum gjaldeyri. í dag munu um 40 þúsund af íbúum Reykjavíkur njóta Hitaveitunnar. Fyrirhuguð stækkun hennar mun hins- vegar ná til hverfa, sem hafa um 30 þúsund íbúa. Sjálf- stæðismenn í borgarstjórn hafa ákveðið að beita sér fyr ir því að hitaveita verði leidd í öll hús borgarinnar á næstu fjórum árum. Hefur Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, haft ágæta forystu um vel undirbúna áætlun um þessar framkvæmdir. Jafn- framt hefur verið tryggt fjármagn til þessarar miklu aukningar Hitaveitunnar. En samtals er gert ráð fyrir að heildarkostnaðurinn muni nema um 240 milljónum króna. Alþjóðabankinn hefur lofað stóru láni til fram- kvæmdanna. Þessi lántaka hjá Alþjóða- bankanum er fyrst og fremst möguleg vegna þeirr- ar stefnubreytingar, sem orð- ið hefur í fjármálum íslend- inga á yfirstandandi kjör- tímabili. — Viðreisnarstefna ríkisstjórnarinnar hefur skap að landinu aukið lánstraust út á við. Er það ómetanlega mikils virði fyrir Reykjavík- urborg að hafa fengið loforð fyrir þessu láni. Borgarstjóri og borgar- stjórn eiga miklar þakkir skyldar fyrir ágætan undir- búning og lánsfjáröflun til aukningar Hitaveitunni. Hitaveita í hvert hús í Reykjavík er svo stórkost- legt framfaraspor, að menn gera sér ef til vill varla ljóst í skjótu bragði, hversu þýðingarmikið það er. Það mim skapa 30 þúsund Reyk- víkingum stóraukin lífsþæg- indi og spara þjóðinni millj- ónir króna árlega í innflutn- ingi erlends eldsneytis. Það er Sjálfstæðismönnum um land allt mikið gleðiefni, að flokkur þeirra hefur frá upphafi haft forystu um hag- nýtingu jarðhitans í landinu. í kjölfar Reykjavíkur hafa ýmsir kaupstaðir og byggðar lög úti á landi hafizt handa run hitaveitur í þágu íbúa sinna. Meðal þeirra má nefna Sauðárkrók, Ólafs- fjörð, Hveragerði, Selfoss cg Húsavík. Það er einnig at- hyglisvert, að flestum þess- um byggðarlögum hefur ver- ið stjórnað af Sjálfstæðis- mönnum, sem haft hafa for- göngu um hagnýtingu heita vatnsins. Jarðhitinn á Islandi eru ein helztu náttúruauðævi þessa lands. Sjálfstæðismenn munu halda áfram að beita sér fyrir hagnýtingu hans. Þeir munu stuðla að því að hann verði notaður til þess að framleiða orku og yl, til þess að skapa fólkinu aukin lífsþægindi, bætt atvinnu- skilyrði og bjartari framtíð. KEMUR PERON AFTUR? k rið 1955 hrundi einveldi Juans Perons í Argen- tínu. Hafði hann þá verið við völd í tæp tíu ár. Stjóm hans var kaldrifjuð einræðis- stjóm. Peron er um þessar mund- ir í útlegð á Spáni, 6000 míl- ur frá heimalandi sínu. Engu að síður er hann áhrifamik- ill persónuleiki í argentínsk- um stjómmálum. Af hans völdum hafa nú skapazt þar pólitískir erfiðleikar og upp- lausn, sem ekki er enn séð fyrir endann á. Forseti lands ins hefur verið hnepptur í fangelsi og herinn hefur í raun og veru tekið stjórn landsins í sínar hendur. — Eins og áður hefur verið skýrt frá eru það fyrst og fremst sigrar peronista í síð- ustu kosningum í Argentínu, sem þessum atburðum valda. Þrátt fyrir þetta verður það að» teljast ólíklegt, að Peron komist á ný til valda í Argentínu. Einræðisstjóm hans og ýmiss konar spilling eru stórum hluta Argentínu- manna ennþá í fersku minni. En lýðræðið stendur völtum fótum þar, eins og í fleiri löndum Suður-Ameríku. — Þess vegna getur það gerzt, að herinn setji forseta lands- ins frá völdum og hneppi hann í fangelsi. Bandaríkjamenn leggja nú vaxandi áherzlu á að veita Suður-Ameríku-ríkj unum efnahagslega aðstoð til þess að bæta kjör almennings þar. Sumir gera sér von um að í kjölfar batnandi efna- hags muni lýðræðisskipulag- ið eflast í þessum hluta heimsins. En um það þarf ekki að fara í neinar graf- götur að traust og rótföst * mmmmj . f< CARÖLINUIYIAR / -// WARSHALL ! [5 ^ UNDlR STJÓRN | JAPANA 1937 ° 1 ■ UNDIRSTJPRN B;;] UNDIR5ÖVET' STJDRN NU , ÓVÍÐA hSfa orðið meiri breytingar á landabréfinu á síðari árum en í Austurlönd- um. Lönd, sem voru frelsuð undan oki japanska heims- veldisins í lok síðustu heims- styrjaldar, eru nú sum hlekk j t.ð í þrældómsfjötra hinna tveggja heimsvelda kommúnismans. Japan varð fyrst austurlenzkra ríkja til þess að tileinka sér vestræna tæknimenningu. Ör fjölgun íbúanna olli landþrerigslum heima fyrir þegar á síðustu öld, en slíkt er oft upphaf heimsveldisstefnu í utanrík- ispólitík. Útþenslustefna Jap- ana er talin hefjast árið 1895, þegar þeir náðu For- mósu úr höndum Kínverja. Það eyland hefur verið undir stjóm margra. Kinverjar munu fyrst hafa náð þar fót- festu tun árið 600, en síðan hafa Japanir, Hollendingar, Spánverjar og Portúgalar reynt að ná varanlegum völd um þar. Hinum innfæddu hef ur sjaldnast tekizt að ná nein um yfirráðum á eynni, síðan Kínverjar komu þangað fyrst, nema þá í afskekktum fjallahéruðum. Á japönsku og kínversku nefnist Taiwan, en Portúgaiar gáfu henni nafnið Formósa, sem þýðir hin fagra, svo að nafn hennar á íslenzku er eiginlega Skrúð- ur. Á hún sér því nöfnu í mynni Fáskrúðsfjarðar. Sama ár og Japanir toguðu For- mósu úr höndum Kínverja, 1895, gerðu þeir Kóreu að verndarríki gínu. Ibúar Kóreuskaga og Formósueyjar hafa ætíð búið við það ólán, að voldugir nágrannar hafa girnzt lönd þeirra, lagt þau undir sig til skiptis og sent landnema í fótspor herflokka. Tíu árum síðar, 1905, sigr- uðu Japanir Rússa í styrj- öld og lögðu undir sig suð- urhluta Sakalíneyjar og kín- versku flotastöðina Port Art- hur ásamt nokkru landssvæði þar um kring. Port Arthur (Kwangtung) er hafnarbær á suðurenda Liaotung-skaga í Kína. Höfnin er íslaus á vetr- um, og þaðan má ráða yfir innsiglingunni í Gula hafið. Umhverfis höfnina eru hamrar og í þeim rammgerð vígi með stórskotafallstykkj- um. Kínverjar hófu að bora virki sín í bergið árið 1880, og þess vegna hernámu Jap- anir skagann. Við gerð frið- arsamninga vildu sigurveg- aramir fá hann allan, en stórveldi Vesturlanda komu í veg fyrir það, og árið 1898 settust Rússar að í bænum. í janúar 1905 gáfust Rússar upp fyrir Japönum eftir hrikalegar orustur, þar sem Austurlandamenn báru sigur- orð af Evrópumönnum í fyrsta skipti um langan ald- ur. Rússar höfðu sent mik- inn herskipaflota austur með ærnum tilkostnaði, en neydd ust til þess að sökkva hon- um í hafnarkjaftinum í Port Arthur. — Sakalín er eyja austur undan Síberíu, vest- an Kamtsjakaskaga í Okh- otska hafinu. Rússar eru mesta nýlenduveldisþjóð, sem mannkynssagan kann frá að greina. Hafa engir bælt und- ir sig víðlendari svæði eða fleiri þjóðir en þeir. Komust þeir alla leið að Kyrrahafi, 1858, þegar þeir svældu undir sig lönd og þjóðir um norðan yerða Asíu með grimmd og harðýðgi. Sakalín, sem Jap- anir nefna Karafuto, gerðu Rússar að nýlendu 1875. — Frumbyggjar þar eru Aínóar, einstæður þjóð- flokkur, sem flokkast senni- lega undir hvíta kynstofninn. Sérkenni þeirra er geysilegur skegg- og hárvöxtur. Hafa Japanir og Rússar kúgað þá síðustu aldir og sent land- nema á bezta jarðlendið. Mikilvægasta borg Rússa á þessum lóðum er Vladivo- stok, útrásarborg þeirra til Kyrrahafsins. Vladivostok þýðir „herra austursins", og fer sú nafngift vitaskuld mjög í taugarnar á Austur- landabúum. í borginni er endastöð Siberíujárnbrautar Rússa. Tékkó-Slóvakar náðu borginni á sitt vald í júní- mánuði árið 1918, þótt und- arlegt megi virðast, og náði sovézka byltingarstjórnin henni ekki fyrr en í október 1922. Árið 1919 voru nokkrir eyjaklasar í Kyrrahafi tekn- ir undan þýzku keisara- krúnunni og lagðir undir þá japönsku. Það voru Maríaneyj ar, (Ladrone-eyjar eða Sjóræn ingj aeyjar), Karólínu-eyjar og Marshall-eyjar. — Árið 1931 hreppti japanska keisaraveld- ið þann hluta Mansjúríu (Mansjúkó), sem sýndur er á landabréfinu, og næstu tíu ár hernámu Japanir mikinn hluta Kínaveldis. Höfðu þeir þann háttinii. á að hertaka mikilvægustu hafnir og járn- brautarstöðvar. Þegar bændur sendu frá sér uppskeru sína, sendu Japanir hermenn á birgðastöðvar og rændu af- rakstri ársins. — í siðari heimsstyrjöld, aðallega á ár- unum frá 1940 til 1942, brutu Japanir undir sig eða náðu áhrifaaðstöðu í Suðaustur- Asíu, hollenzku Austur-Indí- um (Indónesíu), Filippseyj- um og víða á Kyrrahafseyj- um. Þegar Bandaríkjamenn unnu sigur á Japönum árið 1945, voru voldugir kommún- istaherir tilbúnir að ráðast á hræið, sem aðrir höfðu lagt að velli. Þeir hernámu þegar í stað Suður-Sakalín, Kúril- eyjar, Norður-Kóreu og Man- sjúríu. Bandaríkjaher hertók Japanseyjar, Rjúkjú-eyjar Framh. á bls. 17. lýðræðisstjórn á enn langt í land í Argentínu og öðrum löndum Suður-Ameríku. „ALÞYÐUBANDA- LAG" Á NÁSTRÁI ITið svokallaða „Alþýðu- ** bandalag“ kommúnista hefur undanfarið haldiðnokk urs konar landsfund. Öllum fregnum af þeirri samkomu ber saman um, að hún hafi mótazt af vonleysi og upp- dráttarsýki. En kommúnistar leggja samt mikla áherzlu á að nota þessa sauðargæru sína áfram. Hugmynd þeirra er að nota hana framvegis sem hingað til til þess að breiða hana yfir „Sameining- arflokk alþýðu, Sósíalista- flokkinn,“ deild hins alþjóð- lega kommúnistaflokks hér á landi. í þessu skyni eru þeir Hannibal og Alfreð læknir dubbaðir upp sem miklir ráðamenn innan hins svo- kallaða „Alþýðubandalags“. En innan Sósíalistaflokksin3 ráða þeir engu og eru hafðir þar að háði og spotti. En fleira og fleira fólk gerir sér ljóst, að hlutverk þessa „Alþýðubandalags“ er eingöngu að vera sauðargæra til þess að fela úlfshár hins alþjóðlega kommúnista- flokks. Þess vegna sætir það engri furðu, þótt vegurþessa bandalags verði minni með hverju árinu sem líður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.