Morgunblaðið - 03.04.1962, Page 13
Þriðjudsgur 3. apríl 196L
MORGVTSBLAÐH>
13
Gríma
Biedermann og
brennuvargarnir
Leikrit í sex atriðum eftir Max Frich
Leikstjóri: Baldvin Halldórsson
LEKFÉLAGIÐ Gríma frumsýndi
s.l. fimmtudagsk'völd í Tjarnar-
bæ leikritið „Biedermann og
brennuvargarnir“ eftir svissneska
rithöfundinn Max Frich. Er þetta
annað leiíkritið, sem Gríma sýnir
é þeissum vetri.
Max Frich mun efeki mikið
iþekktur hér á landi, enda mun
þetta vera fyrsta leikritið eftir
hann, sem sýnt er hér. Hann er
nú maður á miðjum aldri, fædd-
ur í Zúrich árið 1911. Eftir
nokkra ára háskólanám gerðist
Frioh blaðamaður og ferðaðist
víða um lönd síðar sneri hann sér
að námi í byggingarlist og lauk
prófi í þeirri grein á styrjaldar-
árunum. Hörmungar stríðsáranna
höfðu djúptæfe áhrif á þennan
unga og gáfaða mann og brátt
tók hann að skrifa bæfeur, sem
byggðar voru á_____sárri reynslu
harv, Og ihugun um vandamál
mannleg lífs á þessum árum.
Hafa komið út eftir hann tiu leik
rit og fimm bæfeur aðrar. Er
Frioh nú ásamt Friedritíh Dúrren
matt, sem einnig er Svisslending-
ur, talinn í fremstu röð þeirra
höfunda á síðari tímum, er rita
á þýzfea tungu.
1 „Biedermann og brennuvarg-
arnir“ er talið eitt allra merkasta
leikrit höfundarins. Hann samdi
leikritið árið 1958, en það á sér
þó í rauninni töluvert lengri
sögu. Það var þáttur í ,,Daigbók“
hans, sem hann samdi árið 1950,
síðan bjó hann úr því útvarps-
leikrit og samdi hann leiferitið
um fyrir leiksvið. Var leikritið
frumsýnt í Zúricih vorið 1958 Og
vakti feifena athygli. Um haustið,
sama ár var leikritið sýnt í
Frankfurt með eftirleik, sem fer
fram í Viti, en eftirleiiknum er
sleppt hér, sem víða annarsstað-
ar. Síðan hefur leikritið verið
sýnt víða um lönd, meðal annars
á Norðurlöndum, í París Og Lon
don og hlotið hvarvetna frábærar
viðtökur, enda er leikritið áhrifa
mikið verk og snilldarlega sam-
ið. Sxunum þykir kenna áhrifa frá
Bert Brecht í þessu leiferiti og
má það vel vera, því að þegar
Brecht dvaldist landflótta í Sviss
hittust bessir mifeil'hæfu höfund
ar oft og ræddust mifeið við.
„Biedermann og brennuvarg-
arnir“ er táfenlegt verk, — lik-
ing. Biedermann, hinn einfaldi
og huglausi broddborgari getur
verið hver sem er og hvar sem
er. Og bak við atburðina, sem
gerast á sviðinu, eygir áhorfand-
inn eigi aðeins óttann og ör-
yggisleysið, sem þjáir einstakl-
ingana nú á timum heldur einnig
hið ógnþrungna ástand sem rííkir
í heimsmálunum. Og þó að höf-
undurinn tafei á efninu með vægð
arlausu háði, þá er það vissulega
efeki gert til þess að skemmta,
heldur til þess að hitta sem
best í mark. Biedenmann óttast
hina óhugnanlegu gesti, sem setj
ast óboðnir upp hjá honum og
gera sig heimakomna. Hann
hefur hugboð um að þeir séu
hættulegir óbótamenn, — jafnvel
brennuvargar, sem mjög láta til
sín taka um þessar mundir. En
hann er of huglítill og værukær
til að hefjast handa og vísa þeim
á dyr, en kýs heldur þann kost-
inn að fara eftir málshœttinum:
Heiðraður skálkinn svo hann
skaði þig ekki. Því fær hann þeim
bústað í húsi sínu og býður þeirn
að matast með sér og konu sinni
og efnir jafnvel til veizlu þeim til
heiðurs. Jafnvel þegar gestirnir
segja ihonum hispurslaust að þeir
séu brennuvargar og tukthúslim-
ir og hann sjái að þeir hafa fyllt
þatoherbergið með benzíntunnum,
vill hann eitoki láta sér skiljast að
þeim sé alvara. Og þegar bruna-
verðirnir (kórinn) vara hann við
svarar hann: „Ég hef rétt til þess
herrar mínir, að hugsa alls ekki
neitt“. — Vitanlega lýkur þessu
eins og til var stofnað: Brennu-
vargarnir koma fram áformi sínu.
Hús Biedermanns brennur til
grunna, en brunaverðirnir fá ekki
við neitt ráðið, enda eru þeir
alltaf kallaðir of seint: Þannig
hefur höfundurinn á áhrifamik-
inn hátt lýst ástandinu eins og
það er og hefur verið um langt
skeið í heimsmálunum. Brennu-
vargarnir í austurátt. sem haldið
hafa uppi kalda stríðinu og gera
það enn, s>ru sífellt að verki og
áður en varir getur atomsprengj-
Brunaliðskórinn
Sviðsmynd.
an „á háloftinu“ sprungið og
heimurinn hrunið í rúst. — Höf-
undurinn segir að leikritið „Bied
ermann Og brennuvargarnir" sé
,Lehrstúck ohne Lehre“ — „pre-
dikun án boðskapar“, eins Og það
er orðað í þýðingunni. Kannsfei
ekki boðskapur, en að minnsta
kosti þung varnaðarorð til þeirra
stjórnmálamanna, sem um heims
málin fjalla eftir reglunni: Heiðr
aðu skál'kinn svo hann skaði þig
ekki.
Húsakynni Tjamarbæjar hafa
mifeið verið bætt frá því sem
áður var. Leiksviðið hefur verið
stækkað til muna og komið fyrir
búningsherbergj'um í húsinu.
Bætir þetta mjög aðstæður allar
til leiksýninga. Þó er sviðið
ekki nægilegt til þess að þessi
ágæti leikur njóti sín verulega.
Hefur þó leikstjórinn, Baldvin
Halldórsson vissulega unnið sitt
verk eins vel og efni standa til.
Þó hefði framsöign brunavarða-
kórsins, sem höfundurinn hefur
sett í leikinn að forngrískri fyrir
mynd og gegnir meðal annars
því hlutverki að sýna kjama
leifesins, þurft að vera greini-
legri. Eins og var fór mikið af
máli þeirra fyrir ofan garð og
neðan hjá leitohúsgestum.
Gísli Halldórsson leikur Bied-
ermann. Er það mikið hlutverk
og Gísli leikur það prýðisvel, af
glöggum skilningi og skemmti-
legu látbragði, sem hæfir mjög
persónunni. Framsögn Gísla er
mjög greinileg en hann hefur
allsértoennilegan málróm, sem
honum virðist erfitt að breyta
svo teljandi sé, en það þurfa
leikarar helzt að geta gert, allt
eftir því hvað hentar hverju
hlutverfei, annað verður leiði-
gjarnt til lengdar.
Flosi Ólafsson leikur hinn
þrekvaxna giímumann og brennu
varg, Schmitz, slunginn og ósvíf-
inn náunga, sem kann þegar í
stað tökin á Biedermann. Er
leikur Flosa dágóður, en oft hef
ég séð hann leika betur en að
þessu sinni.
Haraldur Björnsson leikur fé-
laga Sohmitz, yfirþjóininn fyrr-
verandi og brennuvarginn Eis-
enring. Er Haraldur bráðsnjall
í þessu hlutverki, hæfilega kim-
inn og ísmeygiegur þar sem það
á við, en annars hinn kadrifjaði
bófi, sem gengur að glæpaiðju
sinni með mestu natni og ró.
Var leikur Haralds tvímælalaust
bezti leikur kvöldsins.
Babelle, konu Biedermanns,
leitour Jóhanna Norðfjörð. Gerði
hún sumt vel, en hafði þó ekki
hlutverkið fyllilega á valdi sínu.
Önnu, þjónustustúlku á heitn-
ili Biedermanns leitour Brynja
Benedifetsdóttir. Hlutverkið er
fremur lítið, en leikur Brynju er
léttur og áferðargóður.
Önnur hlutverk eru minni og
gefa ekki tilefni til sérstakrar
umsagnar.
Leifctjöldin hefur Steinþór Sig-
urðsson gert. Hefur hann leyst
það verk vel af hendi.
Þorgeir Þorgeisson hefur þýtt
leikinn. Virtist mér þýðingin
nokkuð hroðvirknislega unnin.
Enda þótt leikrit þetta hafi, af
eðlilegum ástæðum, ekki notið
sín til fulils, ber að bakka Grímu
það myndarlega framtak að gefa
mönnum kost að kynnast hinum
mikil'hæfa höfundi og þessu önd-
vegisverki hans. Vonandi heldur
Gríma áfram að sýna sérstæð og
athyglisverð leikrit á borð við
þetta. Með því mun félagið vinna
merkilegt starf í þágu íslenzkr-
ar leiklistar og leikmenningar.
Sigurður Grímsson.
Tvær kindur
Afeurevri. 28. marz
í HÖRGÁRDAL eru góð beiti-
lönd fyrir sauðfé að vetrinum
og nota bændur þar sér þau eft-
ir því sem föng eru. Þorsteinn
Jónsson, bóndi á Brakanda, hef-
ur beitt ám sínum í vetur og
gerði hann það einnig 21. þ.m.
En er hann lét ærnar inn um
kvöldið, varð hann þess var að
þær voru tveimur of margar. Við
athugun kom í ljós, að í hópinn
höfðu slæðst tvær tvævetur, sem
Jón M. Jónsson í Litla Dunhaga
hefur vantað í allan vetur.
Tryggið fram-
tíð Hólaskóla
Eftir séra Gunnar Gíslason alþingismann
TÍMINN skrifar enn um stað
og skóla á Hólum í Hjaltadal.
Ljóst er að skrif blaðsins eru
eprottin af áhuga á veg og
gengi Hólastaðar og framtíð
bændaskólans. Aðrar hvatir
liggja að baki skrifum þessum
©g þær heldur lágkúrulegar.
Blaðinu er í nöp við Ingólf
Jónsson, landbúnaðarráðherra,
©g tmir ekki því mikla trausti
íem ráðherrann nýtur meðal
bænda. Ingólfur hefur fengið
því framgengt, að bændur fá nú
lausaskuld'um sínum breytt í
föst lán. Nýlega var lagt fram
á Alþingi að forgöngu Ingólfs
merkilegt frumvarp, sem ef sam
þykkt verður tryggir uppbygg-
ingu sjóða landbúnaðarins, en
svo sem alkunnugt er skildu
Framsóknarmenn við sjóðiþessa
í rústum, og kunnu engin ráð
þeim til bjargar. Þeir finna
vanmátt sinn, en í stað þess að
viðurkenna hann ráðast þeir á
Ingólf ráðherra af heift og
grípa til örþrifaráða, eins og
skrifanna um Hóla, í tilraunum
sínum að sverta Ingólf í augum
bænda. Öfundin stýrir pennum
þeirra Tímamanna. Þeir vilja
heldur fjárvana og gjaldþrota
búnaðarsjóði en að Ingólfi tak-
ist að byggja þá sjóði upp, sem
þeir brutu niður. „Miklir menn
erum við, Hrólfur minn“!
Framsóknarmenn hafa lengi
farið með yfirstjórn Hólaskóla.
Sú stjóm fórst þeim þannig úr
hendi, að staðurinn var að
grotna niður. Fjárveitingar hins
opinbera til viðhalds og endur-
bóta á Hólum hafa á undanförn
um árum verið svo knappar, að
engan veginn hafa þær nægt fyr
ir nauðsynlegu viðhaldi húsa og
mannvirkja. Allan áratuginn
1950—1960 var minna fé veitt
til viðhalds á Hólum en fjár-
veiting á þessa árs fjárlögum í
sama skyni er. Tíminn nefnir
þessa fjárveitingu „fjársóun“.
Betur gat blaðið ekki lýst um-
hyggju sinni fyrir Hólum. En
hver svo sem skoðun Tímans er,
þá vita það allir sem til þekkja,
að það varð ekki komizt hjá
miklum endurbótum á Hólum,
svo sem á skólahúsi, skólp- og
vatnsleiðslum, rafstöð og raf-
kerfi, en allt var þetta í megnri
niðurníðslu og svo mikilli, að
hin ríflega fjárveiting í ár næg-
ir ekki til allra þeirra endur-
bóta, sem gera þarf á Hólum.
En það sem gert hefur verið á
Hólum nú, það tryggir framtíð
Hólaskóla, og það er kjarni
málsins.
Tíminn reiknar Gunnari
Bjarnasyni það til vanvirðu að
hann hefur keypt nokkurt hey-
magn til Hólabús. Flestum öðr-
um en þessu bændablaði mun
þó sýnast það hverjum bónda
til sæmdar, að hann tryggir bú-
peningi sínum nægjanlegt fóð-
ur. Og ekkert athugaverðara er
að kaupa hey en fóðurbæti. Ef
til vill má segja að það hafi
ekki verið hyggilegt að fjölga í
fjósi á Hólum eftir svo hrak-
legt heyskaparár og var í Hjalta
dal sl. sumar Óskynsamleg
þurftu þó kýrkaupin alls ekki
að vera jafnvel þó þau hafi leitt
til þess að kaupa þurfti nokk-
uð af heyi. Eitthvað hefði Tím-
inn sagt, ef innlegg mjólkur frá
Hólabúi hefði .lagzt niður og
staðurinn orðið um skeið mjólk-
urlaus. Sú saga mun hafa gerzt
áður, en á væntanlega ekki eftir
að endurtaka sig.