Morgunblaðið - 03.04.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.04.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 3. apríl 1962 MORCVNBLAÐ1Ð 15 Kenyabúar eru á þessari ráð stefnu að leggja á ráðin um sjálfstæði lands síns. Bretar hafa ekkert á móti því að ganga að sjálfstæðiskröfum þeirra, en sá er hænigur á, að fulltrúar tveggja stærstu stjórnmálafllokkanna í Kenya, KADU-fllokksins og KANU- flokiksins, eru hreint ek'ki á eitt sátíir og hafa rifizt hvor við annan þingdarlaust svo vikum skiptir, en brezku full- trúamir reynt ðS miðla mál- um. Við hlið hins pelsklædda á myndinni gengur kunningi hans og samherji, klæddur ljósum fötum með skrautlegu mynztri, en yfirhöfnin er venjulegur frafcki upp á vest- rænan máta. Okkur virðist þetta óneitanilega mjög sér- | kennilegt, nánast fáránlegt — en það er bara hætt við að Kenyamönnum finnist efcki síð ur fáránlegur klæðnaður Lundúnabúans sem þeir mættu. ÞAÐ ER hætt við að otokur brygði í brún, eif hér í Austur- stræti brygði fyrir öðrum eins tízkuklæðnaði og apaskinnkáp unni hér á myndinni. En Lund únabúar eru nú ýmsu vanir. Undanfamar vikur hefur staðið yfir í London ráðstefna um framtíð Kenya og þá ráð- stefnu sitja 82 innfæddir Ken- yabúar af ýmsum ættflokkum. Skartar hver sínum beztu klæðum, sem eru hið mesta augnayndi. — Gudjón Framlh. af bls. 14. En það mun þó hafla verið mest að hans skapi, að hafa eigin forráð, en þurfa ei af öðrum að þiggja. Því stofnar hann öðru sinni sitt eigið heimili með ráðskonu. Það tókst svo vel til, að unun var að sjá hve vel hún hugsaði um gamla manninn. — Hafi hún beztu þafckir fyrir. Hún gerði honum, síðustu árin björt og énægjuleg. Enda er mér full- kunnugt um að hann kunni vel «ð meta, umhyggju hennar og vel vilja sér til handa. Guðjón Símonarson var um fnargt mjög vel gerður maður. Félagislyndur var hann að eðlis- fari og tók mikinn þátt í félags- málum á sínum yngri árum. — Bæði í leik og söng, þótti hann vel liðtækur. Og létt var yfir félag&skapnum þar sem hann Var. Guðjón var orgelleikari í Nes- kaupsstaðarkirkju í nokkur ár, eftir aldamótin og frumkvöðull eð því að þangað kæmi orgel. Hann var líka áhugasamur með e'ö endurvekja lúðrasveit staðar- ins, er legið hafði í dvala. Eftir eð Guðjón hætti að verzla, gaf hann sig mest að þeim hugðar málum, er alltaf áttu svo mikil ítök í honum. Hann sarndi lög. Síðustu árin, munu það þó mest Ihafa verið sálmalög er hann $amdi. Mun mikill fjöldi þeirra vera til í handritum. Það væri vel þess vert og í miklu sam- ræmi við óskir hins látna, ef þeir, er láta sig eitthvað varða tónlistarmál, kynntu sér handrit Guðjóns, með hliðsjón að útgáfu úrval þeirra. Ég vil sem kunningi Guðjóns þakka honum að lokum góða við- kynningu, bæði fyrr og síðar, er leiðir okkar aftur láu saman. Þakka honum, tryggð hans og glaðværð og létta lund fram á síðasta dag. Þorsteinn Halldórsson. Bifreiðaviðgerðamaður getur fengið atvinnu og húsnæðisafnot Bifreiðaslöð Steindórs Sími 1-85-85 Dr. SCHOLL’S vörur nýkomnar Helena Rubinslein Ný sending — Snyrtivörur — IJmvötn — Steinkvötn nýkomin frá HELENA RUBINSTEIN, London SIÍ^CÍ. \EÆ; Austurstræti 16 ÍReykjavíkur apóteki) Sími 19866 bbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb WESLOCK kúluhúnar og skápahöldur Skápasmellur, margar gerðir í fjölbreyttu úrvali Qv ggingavörur h.f. Sími 35697 Laugaveg 178 b b b b b b b b b b b .b Sinfóníu- tónleikar SINFONÍUHLJÓMSVEIT ís- lands hélt 11. tónleika sina á þessu strafsári í samkomuhúsi háskólans, fimmtudaginn 29. marz. Tékkneski hljómsveitar- stjórinn, Jindrieh Rohan stjórn- aði en Guðrún Kristinsdóttir lék með bljómsveitinni píanókonsert í d-moll eftir Baah. Tónleikarnir hófust á Rosamunde forleiknum, sem Schulbert samdi árið 1820, þá 23 ára gamall. Þetta hugljúfa og skemmtilega verk lék hljómsveit in mjög vel og fjörlega. Guðrún Kristinsdóttir er ávált aufúsugestur hér í hljómleikasal — það sannaði hún enn einu sinni með píanóleik sínum í konsext fyrir píanó og strengjasveit í d- moll eftir Bach. Var leikur henn- ar afburðagóður — hnitmiðaður og rytmiskur — svo að vart skeik aði. Samleikur einleikara og bljómsveitar var samfelldur og áferðarfallegur og jafnvægi yfir- leitt gott. Væri óskandi að okkur gæfisit oftar tækifæri að heyra Guðrúnu leika með hljómsveit- inni — ekki sízt 'kammermúsik — en þar er hún virkilega í essinu sínu. — Manfred forleikurinn op. 115 efltir Sohumann var fluttur af miklum myndarskap — festu og alvöru — svo sem sæmir þessu dramatiska verki. sem telja má meðal beztu verka tónskáldsins. Þó þótti mér á stundum nokkuð skorta á jafnvægi milli strengja og blásara. — Mjög fallega var leikin og á köflum heillandi — síðasta verk- ið á efnisskrármi — hin undur- fagra g-moll sinfónía Mozarts — svo að undirritaður minnist ekki jafngóðs flutnings á tónleifcum hljómsveitarinnar í vetur. Mundi hann telja' þessa tónleika meðal þeirra beztu, sem hljómsveitin hefur haldið á þessu starfsári. VIKAR. . Hljómleikar Svavars Gests SÍÐASTLIÐIÐ sunnudagskvöld efndi hljómsveit Svavars Gests til hljómleika (eða öllu heldur hljómrevíu) í Austurbæjarbíói. Eins og vænta mátti lék hljóm- sveitin vinsælustu lögin, gömul Og ný, af sinni alkunnu snilld Og fjöri. Viðtal við fegurðardröttn- ingu, eftirhermur, hugsanir hljóm sveitarmeðlimanna, tilkynning á meðlimum hljómsveitarinnar og fjöldinn allur af skoplegum atrið um var flettað saman við leik hljómsveitarinnar. Kom mönn- um skemmtilega á óvart fram- koma þeirra félaga, klæðnaður og lýsing á sviðinu ættu aðrir að taka til fyrirmyndar. Vinsældir hljómsveitarinnar eru með ólíkindum eins og sjá má á þvi aS fólk á öllum aldri fyllti bekki hússins og hvort sá ungi eða garnli klappaði meira treysti ég mér ekki að dæma um. Eins og flestum er kunnugt efndu þeir félagar til hljómleika í Austurbæiarbíói í fyrra, sem voru endurteknir fyrir fullu húsi 10 sinnum Og það mætti segja mér að sagan endurtæki sig nú og það jafnvel helmingi oftar. Ó. Jenss. Sjúkrahús Akra- ness stækkað AKRANESI, 30. marz. — Spari- sjóður Akraness hefur boðizt til að lána Sjúkrahúsi Akraness hálfa milljón króna til væntan- legrar nýbyggingar og stækkun- ar sjúkrahússins, sem nú er orð- ið fjórðungssjúkrahús fyrir Suð- ur- og Miðvesturland. Þetta er staðfest með bréfi 10. feþr. þessa árs til stjórnar sjúkrahússins. — Oddur. Kápur með kuldafóðri, skinnkrögum og skinnhúfum. ENSKAR DANNIMAC tveed gúmmíkápur Þ Ý Z K A R VALMALINE ! poplínkápur í vorlitum og vorsniðum. • * Urval frá þrem stærstu og þekktustu regnkápuframleiðendum heims MARKAÐURINN Laugavegi 89

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.