Morgunblaðið - 07.04.1962, Blaðsíða 8
8
MORGVN BLADIB
Laugardagur 7. apríl 1962
Síðastliðinn sunnudag, 1.
apríl var tekinn í notkun nýr
flugvöllur í Svílþjóð. Þessi
mikli völiur, Arlanda Air
Pórt, sem er rétt norðan við
Stokkhóim var vígður við há-
tíðlega athöfn að viðstödduim
þúsundum gesta. Meðal gesta
voru Gustaf Adolf konungur
og Louisa drottning, en kon-
ungur flutti aðalræðu dags-
ins.
Sýnishorn af flugfreyjuúrvalinu. Þessar ungu blómarósir
eru frá Svíþjóð, Japan (nr. 2 frá vinstri) og Thailandi.
Gustaf Adolf konungur flyt
ur vígsluræðuna.
Með tiikomu þessa flugvall
ar flyzt mest öll flugþjónust
an frá Bromma flugvellinum
en aðalbraut Arlanda vadlar-
ins er 3.300 m löng og hefur
verið notuð síðasta árið. Frá
flugvellinum er um það bil
klst. akstur inn í borgina.
Vígsluathöfnin var hin há-
tíðlegasta. Auk konungs, sem
fluttj vígzluræðuna, töluðu
samgöngumálaráðherra Svía,
Gösta Skoglund og flugmála
stjórinn Hienrik Wingberg.
Rétt í því að konungur lauk
ræðu sinni var sleppt lausum
250 bréfadúfum Og flugu þær
til Stokkhólms á rúmum háif
tíma. Kl. 7:40 um kvöldið var
flugvöllurinn tekinn í notk-
un með því að Caravella-þota
frá SAS hóf sig á loft í áætl-
unarflug til Kaupmannahafn-
ar og Frankfurt.
Meðfylgjandj myndir eru
frá vígslunni.
Frumvarp um
Seðlabankann
samþvkkt
Á FUNOI efri deildar Alþingis í
gær voru frumvörp ríkisstjórnar-
innar til ' staðfestingar bráða-
birgðalögum um Seðlabanka Is-
lands og um ráðstafanir vegna
ákvörðunar um nýtt gengi sam-
þykkit sem lög fra Alþingi. Þá
var frumvarp um dánarvottorð
samiþykkt við 3. umræðu og sent
forseta neðri deildai- til frekari
fyrirgreiðslu. Frumvörpum um
Síldarverksmiðjur ríkisins, Sam-
vinnubanka íslands hf. og um Hvíta hússins og hlýða á leik-
skóXakostnað var öllum vísað til arann Frederic March lesa kafla
2. umræðu Og nefndar, en þau úr ritverki, sem hlotið hefur
faafa verið samþybkt í neðri Nóbelsverðlaun.
deild. Loks skýrði Kjartan J.
Jóhannsson (S) frá þvi, að heil-
brigðis- og félagsmálanefnd legði
til, að frumvarp um almanna-
tryggingar verði vísað til ríkis-
stjórnarinnar.
í neðri deild var frumvarp um
Fiskimálasjóð samþykkt sem lög
frá Alþingi. Þá voru frumvörp
um verkamannabústaði og ætt-
aróðai og erfðaábúð samþykkt
við aðra umræðu, en frumvörp-
um um Stofnlánadeild landbún-
aðarins og Siglufjarðarveg visað
til 2. umræðu og nefndar. — Þá
var, eins og fyrr segir frumvarp
um skólakostnað samþykbt við 3.
umræðu og sent efri deild til af-
greiðslu. Voru breytingartillögur
Gísla Jónssonar við frumvarpið
samþykktar og orðast það þá svo:
Heimavistarskólar gagnfræða-
stigs (héraðsskólar), sem nú eru
starfræktir að Laugarvatni, Laug
um, Núpi, Reykholti Reykjanesi,
Reykjum og Skógum, skulu þó
vera séreign ríkisins, ef hlutað-
eigandi sveitarfélög óska þess.
Skulu sveitarfélögin þá afhenda
ríkissjóði skuldlaust og kvaða-
laust sinn hluta í eignum skól-
arrna, eins og hann er í árslok
1961.
Kennedy heiðrar
Nóbelsverðlaunahafa
Washington, 5. apríl — (USIS)
KENNEDY Bandaríkjaforseti
hyggst efna til kvöldverðar til
heiðurs Nóbelsverðlaunahöfum í
Vesturheimi þann 29. apríl. —
Verður Nóbeisverðlaunahöfum
boðið til fagnaðarins, en nöfn
gesta verða tilkynnt síðar.
Að kvöldverði loknum munu
gestir koma saman í einum sal
Samtals hafa 61 aðili, þar af
59 í Bandaríkjunum, hlotið
Nóbelsverðlaun. Meðal núlif-
andi Bandaríkjamanna má
nefna Pearl Buck og William
Faulkner, bókmenntir, Ralph
Bunche, friðarverðlaun, Linus
Pauling og Glenn T. Seaborg,
efnafræði.
Flugstjórinn íer-
tugur á lieimleið
HIN NÝJA Skymaster-Ieiguvél
Flugfélags íslands kom til
Reykjavíkur í gær frá Græn-
landi. Henni mun þó aftur flog
ið til Straumfjarðar þar sem hún
verður um skeið vegna skoðunar
og eftirlits á „Gnýfaxa“, sem
annazt hefir flugið milli Straum
fjarðar og Kulusuk. Með vorinu
kemur nýja vélin heim og verð
ur notuð í innanlandsflugið hér.
Ferðin gekk að óskum, enda.
var þetta 40. afmælisdagur flug
stjórans, Viktors Aðalsteinsson-
ar.
Ernest Hemingway, Sinclair
Lewis, Woodrow Wilson og
George C. Marshall eru meðal
látinna Bandaríkjamanna, sem
hlotið hafa Nóbelsverðlaun eftir
að veiting þeirra var hafin
1901.
Kennedy sagði nýlega á blaða
mannafundi að það sýndi m. a.
yfirburði frelsis í bókmenntum
og vísindum að Kaliforníuliá-
skóli einn hefði fleiri Nóbels-
verðlaunahafa en Sovétríkin
samanlagt.
Camla fólkið
HAGASKÓLI bauð vistmönnum
á Elliheimilinu Grund að sjá
„Mann og konu“ s.l. þriðjudags
kvöld. Þágu 100 gamalmenni
boðið og skemmtu sér ákaflega
vel. Biður forstjóri Elliheimils-
ins Mbl. að færa. nemendum
Hagaskóla alúðar þakkir fyrir
skemmtunina.
Talið mögulegt oð stofna
lífeyrissjóð bæncía
við stofnlánadeild
Við 1. umræðu um Stofn-
lánadeild landbúnaðarins í
fyrradag gerði landbúnaðar-
ráðherra lífeyrissjóð fyrir
bændur að umtalsefni. Ráð-
herrann minnti á, að Bjart-
mar Guðmundsson hafði vak-
ið athygli á því við umræður
um stC'fnlánadeildina 1 efri
deild, að með þvi að lögfesta
frumvarpið skapaðist mögu-
leiki til þess að m.ynda lífeyr
issjóð fyrir bændur. Ráðherra
gat þess, að Tíminn teldi þetta
málefnahnupl hjá Bjartmari
Guðmundssyni vegna þess, að
Gunnar Guðbjartssön hafði
minnzt á þetta mál á Búnað-
arþingi. Taldi ráðherra, að
hér væri ekki um neitt mál-
efnahnupl að ræða, sem nú
væri í fyrsta sinn á dagskrá,
þar sem bændiur hafa rætt
um þetta mál mörg undan-
farin ár. Hins vegar kæmu
þeir nú fyrst auga á mögu-
leika til þess að gera þetta
stórmerka hagsmunamiál sitt
að veruleika. Ráðherra taldi,
að Búnaðarþingi væri líti'll
greiði gerður með því að
minna á, að þar hefði verið
minnzt á málið, án þess að
gerðar hafi verið nokkrar
rauntiæfar tillögur til þess að
koma því fram.
Bændur mundu ekki spyrja
að því, hvort á málið hefði
verið minnzt á Búnaðarþingi
eða víðar, heldur myndu þeir
spyrja um það, hvort hug-
myndin um lífeyrissjóð fyrir
bændur verður gerð að veru
leika.
Ráðherra kvaðst ekki á
þessu stigi málsins fara mörg
um orðum um lifeyrissjóðinn,
en það gæfi vitanlega frum-
varpinu um Stofnlánadeild
landbúnaðarins enn aukið
gildi, að við athugun glöggra
manna er talið mögulegt að
stofna lífeyrissjóð vegna þess,
hvernig deildin byggir sig ört
upp með þeim tillögum til f jár
öflunar, sem 1 frumvarpinu
eru. Ráðherra kvaðst^ hafa
kynnt sér, hve margir fslend
ingar eru 67 ára og eldri, en
það munu vera 6,7% af þjóð
inni. Samkvæmt því munu
vera 7—800 manns, bændur
og bóndakonur, sem ættu að
njóta góðs af lífeyrissjóðnum.
Eftir örfá ár hefur stofnlána-
deildin eigið fé til árlegrar
ráðstöfunar um 100 mi'llj. kr.
og 1975 verður eigið fé deild
arinnar til árlegrar ráðstöfun
ar 150 millj. kr. Þegar þetta
er haft í huga, má ljósrt vera,
að mögulegt er og eðlilegt að
stofna lífeyrissjóð fyrir bænd
ur með hluta af þeim tekjum,
sem stofnlánadeildin hefur.
Kvað ráðherm þetta máí
þurfa rækilegrar athugunar
við, og væri því nauðsynlegt
að fá tryggingarfróðan mann
til þess að vinna að undir-
búningnum, ef að fram-
kvæmdinni verður látið
verða.